Leita í fréttum mbl.is

Samábyrgð þingheims forsenda endurreisnar

Áramótagreinin mín sem birt var í Morgunblaðinu við áramót. 

dscf4143_948343.jpg

Hvar er Norræna velferðarstjórnin?
Árið sem er að renna sitt skeið hefur verið markað óvissu og ótta en er  jafnframt ár sigra og breyttra áherslna sem þó rista ekki nægilega djúpt til að hér verði það uppgjör og uppstokkun sem almenningur kallaði eftir í janúarbyltingunni. Mörg reginmistök hafa verið drýgð vegna skorts á heildrænni yfirsýn um hvert við ætlum að stefna sem þjóð. Sú ríkisstjórn sem stjórnar landinu hefur mörg góð gildi og verkefni á sinni stefnuskrá. En skjaldborgin um heimilin varð að gjaldborg um heimilin.Verkefni ríkisstjórnarinnar sem snúa að heimilunum í landinu og lýðræðisumbótum hafa fallið í skugga inngönguferlis í ESB, þau hafa fallið í skugga afskipta AGS af ríkisfjármálum og stórkostlegrar blóðtöku velferðarkerfisins. Aldrei hefur nein ríkisstjórn svikið kjósendur sýna jafn rækilega og sú sem situr nú ávaldastólum. Hvar er stjórnlagaþingið, persónukjörið,þjóðaratkvæðagreiðslurnar, opna stjórnsýslan, gegnsæið og skjaldborgin umheimili landsins? Ég auglýsi eftir hinni Norrænu velferðarstjórn sem þjóðin kaus til að standa vörð um velferðarkerfið.

Engar breytingar
Þó að inn á þing hafi fylkt liði 27 nýir þingmenn hefur ekki neitt breyst. Þingið er enn algerlega valdalaus stofnun. Sú staðreynd að ekkert þingmannafrumvarp á möguleika á að fáhefðbundna þinglega afgreiðslu nema með samþykki ráðherra segir allt sem segja þarf, skiptir þar engu um hvort að það sé þingmannafrumvarp frástjórnarþingmönnum. Það er ábyrgð allra þingmanna að endurheimta völdin fráframkvæmdavaldinu. Við búum ekki við þingræði heldur fullkomið ráðherraræði.Það er enginn munur á þeim leiðtogum sem nú ríkja og þeim sem sátu ávaldastólum fyrir hrun. Fólk gengur inn í björg ráðuneyta og út komaumskiptingar. Kannski er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Kannski þarf að stokka upp í embættismannakerfinu áður en breytinga er að vænta. Þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður birt í lok janúar næstkomandi eigum við að nota tækifærið til að gera víðtækar breytingar á stjórnsýslunni. Þar hefur oft farið meira fyrir kunningja- og flokkstengslum en fagmennsku. Endurreisa þarf Þjóðhagsstofnun og tryggja að þeir sem ábyrgð bera á hruninu með vítaverðu gáleysi eða vilja,fái að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Til þess að ráðamönnum takist það mikla verk er mikilvægt að þjóðin og fjölmiðlar veiti ráðherrum og þingheimi stöðugt aðhald.

Leynihjúpnum svipt burt
Við í Hreyfingunni höfum leitast við að færa til hefðaþröskulda inni á þingi. Reynt eftir bestugetu að svipta burt leyndarhjúpnum sem hefur einkennt þingið fyrir hrun með því að fjalla á opinskáan hátt um þingstörfin. Það er mikilvægt að almenningur sé meðvitaður um hvernig hann getur átt aðkomu til áhrifa eins og sérhagsmunaraðilar hafa haft um langa hríð, til dæmis þegar kemur að  nefndarstörfum þingsins. Það voru meðal annars. þessar furðulegu hefðir sem komu okkur úr stöðu þess ríka, í stöðuþriðja heims ríkis á örskömmum tíma. Hefðir sem svæfa þingræðið og nánast öll þingmannafrumvörp. Frumvörpin vakna ekki til lífsins nema að þingmaðurinn verði ráðherra. Það verður að rjúfa tengslin á milli löggjafa- og framkvæmdavalds.Þingmenn eiga að afsala sér þingsæti þegar þeir taka við ráðherrastól. Okkur í Hreyfingunni hefur tekist að ná nokkrum mikilvægum áföngum í að breyta því hvernig þingið starfar eins og t.d. þegar það hafðist að fá í gegn samþykkt fyrir því að þingmannafrumvarp Eyglóar Harðardóttur um þak á verðtryggingu verði tekið fyrir í febrúar 2010 sem hluti af samkomulagi um þinglok fyriráramót. Í sumar tókst Hreyfingunni að hafa milligöngu um þverpólitíska samvinnu í kringum Icesave fyrirvarana og við höldum fast í þá stefnu okkar að vinna útfrá málefnum en ekki flokkslínum.

Leyndarhyggja og tortryggni
Sú launung og sáóheiðarleiki sem einkennt hefur eitt stærsta mál Íslandssögunnar hefur meðsanni verið þinginu akkilesarhæll. Það hefur grafið undan því trausti sem almenningur sýndi nýrri ríkisstjórn sem tók við á vordögum. Svo virðist sem ríkisstjórnin hangi aðeins saman á óttanum um að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda. Því má segja að Sjálfstæðisflokkurinn stjórni enn landinu. Í því skjóli hefur núverandi ríkisstjórn komist upp með fádæmalaus afglöpp og kosningaloforðasvik sem um akkorð væri að ræða. Það er varla hægt að kallaríkisstjórnina vinstri stjórn nema af einskærri óskhyggju. Það er ekki hægt að framkvæma vinstristefnu undir handleiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Gjáin ámilli þings og þjóðar hefur aðeins aukist. Vantraustið á þingið eykst dag frádegi. Það er ekki langt í að upp úr sjóði. Til þess að traust skapist verður almenningur að upplifa að þeir sem ábyrgð bera á hruninu verði látnir axlaábyrgð áður en um of langt um líður og að almannahagsmunir verði teknir framyfir sérhagsmuni.

Samábyrgð þingheims forsenda endurreisnar
Á tímum sem þessum er mikilvægt að ráðamenn komi sér upp úr hefðbundnum skotgröfum og vinni saman að úrlausnum. Við höfum verið talsmenn þess að sett verði saman þjóðstjórn sem ynni saman útfrá málefnalista sem forusta þjóðstjórnar kæmi sér saman um að væru grundvallaratriði til endurreisnar. Ef næsta ár á að verða í þáguendurreisnar verður að endurskoða hvort þörf sé á áframhaldandi skuldasetningu með aðstoð AGS og vina okkar í norðri. Það þarf að endurskoða hvort þetta sé rétti tíminn til að ganga í ESB. Við sem eigum að vera varðhundar almennings í þingsölum verðum að tryggja að samhæfðar aðgerðir til aðstoðar heimilanna í landinu verði að veruleika með því t.d. að leiðrétta stökkbreyttan höfuðstóllána. En það þarf líka að verða samkomulag um að standa vörð um það velferðarkerfi sem við búum við og tryggja að fyrirtæki verði ekki kæfð í flóknu og oft á tíðum óréttlátu skattakerfi. Það er kominn tími á að hugsa útfyrir rammann og skoða með heiðarleika og einurð hvernig samfélag við viljum búa í eftir 10 ár. Skoða hvernig arfleifð okkar á að vera gagnvart komandi kynslóðum.Því þurfum við að passa upp á sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar sem umfjöregg væri að ræða, því það er á tímum sem þessum sem hrægammarnir sveima og sæta færis ef við sýnum veikleika. Endurreisnin getur ekki orðið að veruleikanema að við vinnum eftir öðrum vinnubrögðum en hafa einkennt yfirstandandi þing.

dscf4627.jpg

Ábyrgð þjóðarinnar

Ég á mér bernskan draum í brjósti, þann draum að meðal þjóðarinnar kvikni þörf og löngun til að taka þátt í að móta það samfélag sem hana dreymir um að búa í.Veruleikinn er sá að enginn annar er fær um að koma í framkvæmd draumum þeim er lifa innra með manni en þann sem dreymir. Það að afsala sér völdunum til að hafa áhrif á samfélagið nema á fjögurra ára fresti er ábyrgðarlaust og þessu hugarfari þarf að breyta. Það er markmið Hreyfingarinnar að skapa þær aðstæður með lagasetningu sem til þarf til að almenningur hafi betri verkfæri til að stjórna því hvernig samfélag hann býr við. Þjóðaratkvæðagreiðslur, persónukjörþvert á flokka og stjórnlagaþing er meginforsenda til þess. Síðan er það auðvitað þjóðarinnar að axla þá ábyrgð að nýta sér þau verkfæri og aðstoða okkur við að þrýsta á að af þessu verði sem allra fyrst, um þetta þarf að nást þverpólitísk sátt eigi síðar en strax.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Birgitta.Ég hef hlustað á ræður þínar og fundist mikið til þeirra koma.

Ég tek undir það,að ráðherrar eiga ekki að kosningarétt á Alþingi.Þeirra er framkvæmdavaldið,en alþingismenn eiga hafa löggjafarvaldið.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.1.2010 kl. 12:24

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

nákvæmlega - mjög mikilvægt að þrýsta á að þetta verði að veruleika á vetrarþingi, ég reyndi að fá samstöðu um að hleypa frumvarpi í gegn sem Siv lagði fram um þetta mál en það var ekki hægt að fá ráðherra og foringja til að vera nægilega hugrakkir til að taka á þessu máli sem forgangsmáli.

Birgitta Jónsdóttir, 3.1.2010 kl. 12:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eigið allan minn stuðning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2010 kl. 18:26

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir að vera rödd okkar almúgans inni á Alþingi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2010 kl. 23:27

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Flott hjá þér Birgitta!

Þú virðist vera að sjá í gegnum - "allt gamla plottið"

Haltu ótrauð áfram og treystu á eigins INNSÆI.

Það verður að umturna þessu öllu! Þú veist alveg hvað ég er að fara :o)

Við erum hér núna á jörðinni til að breyta þessu.... til þess komum við

- and we are the one, we have been waiting for -

Hjartans þakkir og ég dæli við drauminn.

~ kv ~

Vilborg Eggertsdóttir, 4.1.2010 kl. 03:13

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún er undarleg þessi ást á "valdinu til fólksins!" þegar þeir þingmenn og ráðherrar sem hafa borið þessa ást utan á sem innan í brjóstinu telja að stjórmlagaþingið eigi að vera skipað af Alþingi.

Ég geri þær kröfur að Alþingi láti þetta stjórnlagaþing í friði og hætti að trufla okkur áhugamenn um breytingar á löggjafarvaldinu. Lögin eru nefnilega fyrir þjóðina en ekki ætlað það hlutverk að verja fulltrúa hennar á Alþingi fyrir umbjóðendum þeirrar undarlegu stofnunar.

Árni Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.