Leita í fréttum mbl.is

Slagorðið Norrænt velferðarsamfélag

Ég verð að viðurkenna að þegar ég fór að vinna sem þingmaður þá hvarflaði ekki að mér hve óvönduð vinnubrögð eru viðhöfð á þinginu. Ég hélt í einfeldni minni að þingið hefði einhver smá völd. En hef komist að því að þingmenn hvort heldur í stjórn eða stjórnarandstöðu eru einfaldlega strengjabrúður framkvæmdavaldsins. Ég veit að við lifum á sögulegum tímum þar sem reynt er að bjarga því sem bjarga má í algeru hruni. En þessi svokallaða björgun er í hæsta máta furðuleg. Í stað þess að tryggja að grunnstoðirnar bresti ekki er ákveðið að dæla peningum í verkefni sem í huga mér eru ekki þess eðlis að réttlætanlegt sé að veita fjármunum í þau á meðan ljóst er að við erum þegar komin á þann stað að öryggi sjúklinga og barna er skert.

Það er merkilegt að hlusta á orðræðu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra varðandi sína skjólstæðinga. Þegar ég spurði hana hvort að hún myndi ekki alveg örugglega tryggja að stofnanir eins og til dæmis SÁÁ leggist ekki á hliðina, þá hváði hún: "Í kreppunni verður hver að sjá um sig sjálfur." Ég hefði skilið þetta hugarfar hjá einhverjum sem aðhyllist einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og er á annarri línu en þeirrar að þróa hér Norrænt velferðarsamfélag eins og þessi ríkisstjórn lofaði. Annars þá held ég að slagorðið Norrænt velferðarsamfélag sé einmitt bara slagorð og engin innistæða fyrir því.

Í samræðum við félaga mína úr fjárlaganefnd, Margrét og Þór skipta þeirri vinnu á milli sín vegna þess að nefndarstörfin skarast á og oft þarf fólk að vera í mörgum nefndum á sama tíma, þá er ljóst að þessi orðræða um samstarf og samráð er líka bara innantómt orðagjálfur sem hljómar fallega en enginn vilji er til að framkvæma. Kannski halda valdhafar að samráð felist í því að sitja saman fundi og hlusta á ótal beiðnir um fjárstyrki fyrir verkefni sem mér finnst einfaldlega ekki eiga neitt erindi á borð alþingismanna. Ég hefði haldið að samráð ætti frekar að vera um vinnulag og megináherslur í stað þess að horfa upp á nefndarmenn meirihlutans fylla skjóður sínar með peningum skattborgara til að flytja í sín heimahéruð. Meira að segja spákonurnar fá enn sínar dúsur. Já það væri kannski snjallt að spyrja þessa sömu spákonu hvernig næsta ár verður, þegar hún fær sínar milljónir á meðan lokað verður fyrir grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu. 

Ég hlusta ekki á þau rök að þetta hafi alltaf verið svona, það var einmitt út á loforðin um að breyta klisjunni: þetta hefur alltaf verið svona, sem þessi ríkisstjórn fékk sitt embætti. Það að forgangsraða peningum í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu samfélagsins er fullkomlega óásættanlegt í kreppunni. Það að greiða biskupsstofu aukalega nærri tvo tugi milljóna í þessari krepputíð er ekki réttlætanlegt. Þessi vinnubrögð er ófagleg og ómarkviss og í ósamræmi við þá tíma sem við lifum á. Öryggi þjóðarinnar er hunsað á kostnað ótal gæluverkefna víðsvegar um land og borg. Fjárlagagerðin gerð á hundavaði - svo miklu hundavaði að það þurfti að taka frumvarpið aftur inn í nefnd vegna þess að það gleymdist að setja inn réttar tölur inn í það. Við þurfum að vinna vinnuna okkar vel kæru samþingmenn meirihlutans. Við þurfum að hefja byltingu inni á þingi varðandi vinnubrögðum og þankagangi. Við þurfum að endurheimta völd þingsins frá framkvæmdavaldinu. Það að velta ábyrgðinni yfir á fortíðina mun ekki leysa þau vandamál sem við erum að glíma við í dag. 


mbl.is Geta sparað með tilfærslu sjúklinga og aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.