Leita í fréttum mbl.is

DV pistillinn minn frá því um síðustu helgi

Alvöru fyrirvarar eða I SLAVE FOR ICESAVE

Ég verð að viðurkenna að því meira sem ég skoða Icesave málið því meira óbragð fæ ég í munninn. Því nær sem ég kemst að niðurstöðu, því meiri óhug og beyg fyllist ég. Það er ónotatilfinning innra með mér að á meðan samborgarar mínir margir þjást út af óábyrgri og sérplægninni stjórnsýslu að fjalla um mál sem frá fyrsta degi bar með sér svo margar ambögur að skynsamlegast hefði verið að byrja upp á nýtt. Icesave málið er vandamál íslenskrar stjórnsýslu í hnotskurn. Í stað þess að byrja upp á nýtt er stöðugt reynt að stoppa í götin sem oft eru orðin stærri en málið sjálft. Þetta minnir mig óendanlega mikið á sögurnar um Bakkabræður hina fyrri.

Eðlilegast hefði verið að viðurkenna strax mistökin við samningagerðina í stað þess að halda okkur í Icesave gíslingu í allt sumar. Dýrmætum tíma endurreisnar hefur verið sóað í að karpa um eitthvað sem öllum var ljóst, að samningurinn væri óheillaplagg sem bæri að farga.

Ég skil ekki hvað hæstvirtum fjármálaráðherra gekk til að halda því fram í upphafi málsins að smávægilegar breytingatillögur á samningum þýddu að hann væri fallinn og það þyrfti að byrja upp á nýtt með allt ferlið og þá værum við komin á svo skelfilegan stað sem þjóð að sjálf móðuharðindin bliknuðu í samanburði. Núna talað hæstvirtur utanríkismálaráðherra um skapandi hugsun til að koma hinum sveru og voldugu fyrirvörum inn í samninginn sem var í upphafi svoviðkvæmur að það mátti ekki einu sinni sína þingmönnum hann. Það þurfti að leka samningum út í fjölmiðla til að við sem áttum að samþykkja stærsturíkisábyrgð í sögu íslands fengjum loks að sjá hann.

Icesave málið er þrungið óheilindum og  leynimakki sem ég satt best að segja var að vonast til að myndi heyra fortíðinni til.
Sagan í kringum Icesave/Iceslave samningsins er eins og söguþráður í lélegum reyfara. Ég ætla ekki að leggja það á fólk að rekja þessa sögu enda hefur hún verið rakin út um allt samfélag undanfarna mánuði.

Það eru þó nokkur stikkorð sem mér finnst þó mikilvægt að minna á áður en þetta verður til lykta leitt.

Nýju Versalasamningarnir
Hryðjuverkalög
Al qaeda
Zimbabwe
Landsbankinn
Kúba Norðursins
Leyniskjöl í leyniherbergi
Icesave
Iceslave
Brussell viðmiðin
InDefence
Þverpólitísk samstaða
Ögmundarskilyrði
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Paris-klúbbs viðmiðin
ESB aðildarviðræður stranda á Icesave
AGS strandar á Icesave
Norðurlandalánin stranda á Icesave
Kúguð, kúgun nýlenduherraþjóða
Nauðasamningar
Tíminn
Leyndin
Bankaleyndin
Fyrirvarar
Mótmæli
Óvissa
Ótti
Knésett
Alvöru fyrirvarar
eða framtíðarsöngur landans verður I slave for Icesave

Smá þakklæti og smá jákvæðni

Ég er alveg óendanlega þakklát allri þeirri sjálfboðaliðavinnu sem hin þverpólitísku samtök Indefence hafa innt af hendi fyrir þingmenn og þjóð í tengslum við Icesave.

Ef þessir blessuðu sveru og digru fyrirvarar halda þá gætum við gert alvöru góðverk á heimsvísu – en þeir myndu hafa fordæmisgildi fyrir aðrar þjóðir sem búa undirfátæktarmörkum og geta þá eins og við samið útfrá greiðslugetu. Það væri jákvætt og öllu betri arfleifð en sú mynd sem alþjóðasamfélagið hefur af okkur í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hittir beint í mark! Vonandi gera ,,stelpurnar okkar" það líka í dag :-)

Jón Baldur Lorange, 27.8.2009 kl. 10:47

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er nokkuð ljóst hvar hjartað liggur.  Það er er líka rökrétt að setja afleitan samning til hliðar og semja upp á nýtt.  Þó svo að illa hafi verið farið með tímann við að staga í þennan hörmungarsamning þá verður ennþá ver farið með tíma heillar þjóðar við að samþykkja hann, hvað sem öllum fyrirvörum líður.

Það er því bæði rökrétt og hjartans mál að hafna icesave.

Magnús Sigurðsson, 27.8.2009 kl. 13:10

3 identicon

Birgitta þú segir: 

"Því nær sem ég kemst að niðurstöðu, því meiri óhug og beyg fyllist ég."

Ég spyr : 

Ert þú ekki búin að komast að niðurstöðu ?

Eða ert þú að tala um niðurstöðu Alþingis ?

Ætlar þú að samþykkja "fyrirvara Icesafe" og ríkisábyrgð eða hvorugt eða annaðhvort ?

Bestu kveðjur.

Ragnar (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:17

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í lífinu hefur mér auðnast best að fylgja hjartanu, ég sé að hjarta þitt slær í takt við mitt í þessu máli og liggur því í augum uppi að rétt er að segja: NEI við Ices(l)ave.

Gangi þér vel að hitta á rétta takkann við atkvæðagreiðsluna.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.8.2009 kl. 13:32

5 identicon

Þetta hljómar allt mjög illa. Það hefur verið alltof mikil leynd og pukur í kringum þennan "samning".Hvað bíður barnanna okkar? Því kvíði ég mest og held að við munum eiga erfitt að réttlæta þetta fyrir þeim og okkur sjálfum eftir nokkur ár. Það getur ekki verið rétt að við, almenningur þurfum að borga fyrir tap og klúður einkafyrirtækis og einhvers klúður í bankareglum ESB. EIns og bent hefur verið á þá nutum við ekki gróðans þegar hann streymdi inn í Landsbankann og því ættum við bara að axla tapið. Það er bara eitthvað hræðilega rangt við þetta. Ég vona svo sannarlega að "samningurinn" verði felldur á Alþingi.

SO (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:07

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessi atburðarás er öll lyginni líkust og framganga sumra hefur verið fálmkennd og eiginlega óskýranleg allavega með mínar forsendur, jafnvel þó ég fylgist vel með fréttum.

Sigurður Þórðarson, 28.8.2009 kl. 07:35

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég vona að þetta virki ekki öfugt á þig: Hafnaðu Icesave!

Haukur Nikulásson, 28.8.2009 kl. 08:37

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Takk.

Magnús Sigurðsson, 28.8.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband