14.8.2009 | 16:33
Margrét bað Þráin afsökunar...
Sjá þetta bréf sem hún birti á bloggi sínu í dag:
Kæri Þráinn,
Þar sem ég fékk ekki tækifæri til að tala við þig í dag langar mig að skrifa þér nokkrar línur.
Ég veit ekki hvað þér barst til eyrna í dag en grunar að það sé ekki nákvæmlega það sem frá mér kom. Á föstudaginn skrifaði ég Katrínu tölvupóst. Þar trúði ég henni fyrir því að ég hefði áhyggjur af þér. Ástæða þess að ég sendi henni bréf er að ég hef oft, og ekki síst á síðustu vikum, skynjað mikla umhyggju hennar og væntumþykju í þinn garð og mér hefur fundist hún heil og heiðarleg manneskja. Þá hélt ég að hún þekkti þig ef til vill á annan hátt en við í þinghópnum og hefði til að mynda kynnst fjölskyldu þinni eða þekkt aðstæður þínar betur en ég. Af misgáningi fór bréfið víðar en ég hafði hugsað mér. Það skrifast á mig en ég bað viðkomandi aðila að leiða efni þess hjá sér enda greinilega aðeins ætlað Katrínu.
Ætlunin var alls ekki að væna þig um nokkurn skapaðan hlut en áhyggjur mínar voru raunverulegar. Ástæða þeirra er að ég hef illa getað áttað mig á ummælum þínum í garð okkar Þórs og Birgittu síðustu vikur. Ef til vill segir það meira um mig en þig. Ég er ekki vön að standa í deilum við nokkurn mann og hef aldrei fyrr upplifað það að einhver félagi minn eða vinur hafi ekki viljað ræða málin við mig. Í kringum mig og í fjölskyldunni minni er aðallega tvenns konar fólk, annars vegar fólk eins og ég sem skiptir skapi einu sinni á ári og hins vegar fólk sem er mjög örgeðja og sér rautt ef það reiðist en er svo runnin reiðin tuttugu mínútum síðar og skilur ekki hafaríið í kringum það. Slíkum samskiptum fylgir sá kostur að andrúmsloftið hreinsast mjög fljótt. Ég kann illa á langvarandi deilur og vona eiginlega að ég þurfi aldrei að læra á þær sem virðist þó ólíklegra með hverjum deginum sem líður er við höfum í huga það umhverfi sem við störfum nú í.
Mér þykir afskaplega vænt um þig Þráinn og met þig mikils. Það hefur verið mér dýrmætt að kynnast þér, mér finnst þú merkilegur maður og ég hef alltaf kunnað að meta verk þín. Mér finnst þú vera frumkvöðull á mörgum sviðum, ekki síst í hreinskiptinni umræðu og því að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Og svo ertu líka fyndinn.
Nú erum við öll að starfa í nýju og frekar andstyggilegu umhverfi og það er kannski ekkert skrítið að ýmislegt gangi á. Auk þess er Borgarahreyfingin að einhverju leyti hreyfing fólks sem ekki hefur fundið sig í öðrum hreyfingum. Við fordæmum hjarðeðli annarra hreyfinga en þyrftum kannski á örlitlu hjarðeðli að halda sjálf. Auk þess hriktir í öllum stoðum samfélagsins í þessu icesave máli og fólk í öllum flokkum að fara á límingunum.
Ég vona einlæglega að við getum unnið áfram saman, ekki bara við tvö heldur öll fjögur. Ég hef verið boðuð á sáttafund annað kvöld kl. 8 og mun mæta þar. Mér þykir ákaflega leitt ef ég hef sært þig og vil að þú vitir að það var ekki viljandi. Mér fannst gott að heyra í þér í dag þótt þú værir að skamma mig. Ég vona að þú komir á fundinn annað kvöld og að við getum komið samskiptum okkar í lag. Ef ekki þá vill ég alla vega að þú vitir að ég ber hag þinn fyrir brjósti og mér þætti betra að hafa þig í litla hópnum okkar en utan hans. Kjósir þú hins vegar að vinna ekki með okkur get ég alveg virt það við þig enda treysti ég þér til að vinna í anda hreyfingarinnar. Það mun ég líka reyna eftir fremsta megni.
Kveðja,
Margrét
Næsta morgun beið mín bréf frá Þráni:
Sæl Margrét.
Á sama hátt og tilraun Bjarna Harðarsonar til mannorðsmorðs á samflokksmanni sínum lenti fyrir klaufaskap í höndum annarra en atvinnurógurinn var ætlaður lenti þitt bréf víðar en hjá Katrínu.
Bjarni sá sóma sinn í að segja samstundis af sér þingmennsku þegar hann áttaði sig á því hvað hann hafði gert.
Hvort þú hefur einhverja sómatilfinningu veit ég ekki. Þetta bréf þitt vekur efasemdir um að þú þekkir greinarmun á réttu og röngu. Hitt veit ég að mér er annt um mannorð mitt og orðspor og hyggst ekki láta Gróu á Leiti koma á flot einhverjum grunsemdum um að ég sé ekki við góða heilsu andlega - eða líkamlega.
Ég hef gert stjórn Borgarahreyfingarinnar grein fyrir því að annaðhvort segi ég mig úr Borgarahreyfingunni eða stjórnin reki þig úr Borgarahreyfingunni og geri kröfu um að þú segir af þér þingmennsku. Ennfremur áskil ég mér allan rétt til að lögsækja þig fyrir róginn fyrir dómstólum ef mér og lögmönnum mínum þykir ástæða til þess, og grípa til allra aðgerða sem ég tel nauðsynlegar til að vernda orðspor mitt og mannorð fyrir hinum góðviljaða rógburði þínum.
Ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir því hversu alvarlegan hlut þú hefur gert þig seka um. Þó vona ég að þú áttir þig á því þótt þetta bréf þitt bendi ekki til þess.
Þráinn Bertelsson
Þetta bréf sendi hann einnig á formann stjórnar Borgarahreyfingarinnar með þessum formála:
Blessaður Herbert.
Segir þingmenn skorta dómgreind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.8.2009 kl. 08:02 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 509100
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Eftirfarandi barst frá Margréti þegar ég bað hana að hafa samband við Þráin
On 7.8.2009, at 22:27, Margrét Tryggvadóttir wrote:
Sæll,
Þetta voru mikil mistök, ég ýtti á replay og áttaði mig ekki fyrr en ég fékk það sent sjálf. Þráinn er hins vegar ekki á þessum lista. Ég er búin að biðja stjórnina afsökunar en eftir síðasta skítkast frá Þráni held ég að hann eigi það ekki inni hjá mér. Auk þess hef ég virkilegar áhyggjur af honum, eins og fram kom.
Kv.,
Margrét
Margrét sendi Þráni bréf EFTIR að honum var greint frá innihaldi fyrri póstsins og EFTIR að bæði ég og Lilja vorum búin að biðja hana að tala við hann.
Guðmundur Andri Skúlason, 14.8.2009 kl. 16:43
Þó ég hafi ekki kosið BH, hafði ég ákveðnar taugar til hans.
Þetta var jú afl sem reis upp úr einörðum kröfum fólks um breytingar, og nú skyldi reyna á, að koma á nýrri hugsun og áherslum í Íslenskum stjórnmálum.
Því miður hafið þið kolfallið á þessu prófi.
Ég held varla að það hvarfli að fólki, að það muni í framtíðinni styðja þennan flokk með Margéti og Þór inaanborðs.
Hinsvegar hef ég líkt og með Þráinn, mætur á þér Birgitta, en þú ættir að huga að betri félagsskap varðandi samflokksmenn.
hilmar jónsson, 14.8.2009 kl. 16:54
Margrét Tryggvadóttir á að skammast sín og segja af sér þingmennsku, hún verður aldrei trúverðug hér eftir, það er að sjálfsögðu ekki nóg að þykjast sjá eftir þessu, skaðinn er skeður.
Skarfurinn, 14.8.2009 kl. 16:54
Bréf Margrétar var afar óheppilegt, vægast sagt. Viðbrögðin sýna, að Þráinn hlýtur að vera maður nánast óvenjulega mikil skaps og engra sátta.
Þetta er allt saman mikill harmleikur fyrir Borgarahreyfinguna.
Axel Jóhann Axelsson, 14.8.2009 kl. 16:59
Ég bendi þeim sem enn starfa í Borgarahreyfinguna eftir kaos undanfarinna daga á eftirfarandi klausu í stefnu hreyfingarinnar og bið þá sem velvildarmaður og samvinnumaður hreyfingarinnar frá upphafi að vellta fyrir sér hvort hún eigi ekki við og marka klárlega gagnvart almenningi hvað hún hefur komist að.
Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð.
Héðinn Björnsson, 14.8.2009 kl. 17:01
Kælið þetta mál í nokkra daga.
Doddi D (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 17:02
Ég er Hilmari algjörlega sammála. Einhvern veginn hef ég enn mætur á þér Birgitta, en þú skalt fjarlægast Margréti. Þessi manneskja er að kaffæra hreyfinguna. Nú er um að moka út flórnum.....til þess varstu kjörinn, og ekki til að vera belja í bás og búa til meiri flór!
Eldur Ísidór, 14.8.2009 kl. 17:03
Get ekki séð að þetta afsökunarbréf frá Margréti breyti neinu. Bjánaleg tilraun til að afsaka klúðrið!
Hitt er svo annað mál að karluglan hann Þráinn er snarbilaður. Sást á svarbréfinu frá honum.
Ljóst að Borgarahreyfingin er búin að vera. Það var leitt!
Helgi (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 17:18
Birgitta; Ég er að hlusta á þig í útvarpinu og þú spyrð "hvað get ég gert"
Er það ekki frekar augljóst? Í fyrsta lagi hefðir þú átt að ýta á Margréti að tala við Þráinn STRAX eftir að þetta bréf fór í loftið.
Það er grafalvarlegt mál að dylgja um svona hluti. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að birta bréfið var að fólk var byrjað að smjatta á þessari tilgátu Margrétar og rógbréfið hennar orðið alvöru rógburður.
Núna getur þú viðurkennt að gjörningurinn er ófyrirgefanlegur AF ÞVÍ að hún bað ekki afsökunar fyrr en hún var búin að mála sig algjörlega út í horn
Að sjálfsögðu á hún að segja af sér ...sem og þeir sem réttlæta svona aðgerð
Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 17:19
heyr heyr
Eldur Ísidór, 14.8.2009 kl. 17:31
Ó bað Margrét Þráinn afsökunar? En stórmannlegt af henni..
og ykkur.
Þið eruð eitthvað svo.......STÓR!
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 17:40
Jenný Anna - því er haldið fram að Margrét hafi ekki viljað biðja hann afsökunar - þess vegna setti ég þetta inn - ég lít ekki á mig sem stærri eða smærri en aðrir og finnst þetta allt hið leiðinlegasta mál - ég hef ekki viljað tjá mig um Þráinn opinberlega og helst viljað ræða um þetta við hann en hann vill ekki tala við okkur - ég er sammála að þessi bréfasending var klaufaleg en að væna Margréti um það að hafa gert þetta af illum hug finnst mér ekki alveg sanngjarnt því ef einhver hefur alltaf talað fallega um Þráinn og þrýst á sættir þrátt fyrir ansi mörg fúkyrðin frá honum í fjölmiðlum þá hefur það verið hún...
Heiða ég hef ekkert umboð til að krefja einn eða neinn um að segja af sér - hvorki Þráinn eða Margréti eins og ég hef verið hvött til að gera undanfarnar vikur...
Ég hef enn fulla trú á XO og mun halda áfram um nokkra hríð að vinna að málefnum hreyfingarinnar inni á þingi en ég er sammála Héðni um það ef það er auðsýnt að það sé ekki hægt - þá er auðvitað sjálfsagt að leggja niður hreyfinguna - en ég held að það sé ekki tímabært í dag - enda lifum við á einkennilegum tímum og erum að fást við stærstu mál Íslandssögunnar - best væri ef við myndum fá stuðning til þess eins og við höfum stutt þá þingmenn VG sem vilja vinna að alvöru lausn á Icesave...
Ég held að það væri bara ágætt að taka smá æðruleysi á þetta á meðan við einbeitum okkur að því að klára Icesave og einhendum okkur í að undirbúa gagnlegan landsfund í næsta mánuði
Ég mætti á frábæran félagsfund hjá Borgarahreyfingunni í gærkvöldi og vona að það fari að gefast tóm til að vinna meira saman - en grasrótin hefur verið frekar lömuð eins og oft er á sumrin í slíku starfi en ég veit að þessi vetur mun kalla á að fólk hætti að skvetta olíu á eld og fari að huga að því sem skiptir máli - þeim mikla niðurskurði og fátækt sem við þjóðinni blasir og mun byrja að hafa afgerandi áhrif í vetur.
Birgitta Jónsdóttir, 14.8.2009 kl. 18:06
Skorrdal: Ertu lænir búinn að skoða Þráin og birta honum niðurstöðu greiningar þinnar. Þú ættir að skammast þín.
Finnur Bárðarson, 14.8.2009 kl. 18:22
Skorrdal: Ekki ert þú þessi ,,maður út í bæ" sem hefur greint Þráin og er kannski rótin fyrir þessum dylgjum ?
Eldur Ísidór, 14.8.2009 kl. 18:26
við ættum að drífa okkur upp úr skotgröfunum kæra fólk --- látum ekki fjórflokkinn kljúfa okkur heldur reynum að læra af mistökum okkar - ég biðst innilegrar afsökunar ef ég hef valdið fólki vonbrigðum
vil samt minna á að við erum að glíma við stærsta mál íslandssögunnar og verðum að halda ró okkar - Þráinn, Margrét, ég og Þór erum manneskjur eins og þið og rétt eins og allir gerum við mistök - aðal atriðið er að viðurkenna þau og reyna að læra eitthvað af því...
það eru engir mjúkir stólar inni á þingi sem gott er að sitja í - þetta er erfitt starf ef maður vinnur það að samviskusemi
Birgitta Jónsdóttir, 14.8.2009 kl. 18:32
Það er að verða augljóst að Margrét skáldaði upp þetta sálfræðiálit sem hún vitnar í. Enginn sálfræðingur mundi gefa slíkt álit að óathuguðu máli. Það versta er að Birgitta og Þór taka undir þessi augljósu ósannindi Margrétar. Margrét á skilyrðislaust að segja af sér þingmennsku. Og mér þykir Birgitta ansi fljót að læra. Hún er búin að læra klækjastjórnmál og pólitíkst einelti. Þetta er orðið ansi ógeðslegt.!!
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:48
Ég á nú varla orð yfir hvað mér finnst um þá stöðu sem hreyfingin er komin í.
Ég átti von á betra frá því fólki sem ég hitti og vann með í aðdraganda kosninganna.
Ég verð svona eiginlega að vera sammála Þráni, allavega upp að vissu marki.
Að stjórnmálamenn og aðrir tækju ábyrgð á gjörðum sínum átti að vera eitt að því sem þessi hreyfing berðist fyrir. Og hvernig getum við haldið fram að við stöndum fyrir ábyrgð og heiðarleika, ef okkar eigin þingmenn gera það ekki.
Ég held klárlega ekki að póstsending Margrétar hafi verið að yfirlögðu ráði, eða raunveruleg tilraun til mannorðsmorðs. En hún lítur samt þannig út, í ljósi þess að hún er komin í fjölmiðla og út um allt.
Þetta er grafalvarlegt mál, og ég held að Þráinn eigi raunverulega heimtingu á því að Margrét segi af sér.
Ég er ekki stoltur af því andliti sem borgarahreyfingin hefur sýnt landsmönnum síðustu daga.
Tökum ábyrgð á því þegar það sem við gerum misferst. Verum ekki eins og allir hinir.
Alexandra Briem, 14.8.2009 kl. 18:50
Mér finnst það minnsta sem Margrét geti gert eftir þetta er að segja af sér þingmennsku og biðjast opinberrar afsökunar í fjölmiðlum á þessu uppátæki. Þá kannski eigið þið einhvern smá séns.
Gott ráð er að losa sig við Margréti strax svo að fólk fari ekki að ásaka þig og Þór um að styðja þessa vitleysu. Hún er að draga ykkur óþarflega langt niður í svaðið með sér.
Bjöggi (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:58
ef það væri ekki svona mikið drama i gangi innann stjornarinnar þá þyrfti þetta ekki að vera svona mikið mál. þetta er hlægilega mikið mál úr engu.
en nú sjáið þið hvaða mann þráinn hefur að geima.
Ekkert er betra fyrir hreyfinguna og Ísland en að losna við mann sem starfar á slikan hátt með slíkri hegðun.
Johann Trast Palmason, 14.8.2009 kl. 19:20
það má eiginlega segja í sambandi við þetta hreyfingar drama sem gerðu félagsmönnum tækifæri að skaða hreyfinguna innanfra og inná alþingi að fólk úr samtökum iðnaðarinns (AA) ætti aldrei að standa að slikum málum eðli síns vegna.
Johann Trast Palmason, 14.8.2009 kl. 19:22
Ótrúleg viðbrögð hjá Þráni við þessum pósti.
Ekki skárri viðbrögð sumra hér. Að Margrét eigi að segja af sér?
Þvílíkt rugl.
Þetta er eins og Birgitta mundi senda Þór Saari tölvupóst um að hún hefði áhyggjur af því að Margrét væri svo slæm í mjöðminni, að hún héldi að Margrét þyrfti nýjan mjaðmalið og Birgitta hefði talað við bæklunarlækni og hann hafi sagt að einkennin lýstu sér á þennan hátt.
Síðan mundi sá póstur lenda í höndum annara ...
Ætti Birgitta þá að segja af sér?
Er þunglyndi eitthvað tabú í dag.. árið 2009 ? tala nú ekki um þegar Þráinn hefur talað um það í bókum sínum að hann hafi glímt við þennan sjúkdóm frá barnæsku.
Mér finnst allt of mikið gert úr þessu máli.
Réttast væri að leggja þessi ágreiningsmál til hliðar og fara að vinna að málefnum þjóðarinnar, málefnum kjósenda sinna eins og Birgitta talar um í pistlinum.
En neinei .. málið er blásið upp .. Þráinn svaka fórnarlamb.. og er bara hættur í Borgarahreifingunni, tekur með sér fjórðung af þingstyrk hreifingarinnar.. og ætlar að kæra Margréti. -
Eru þessi viðbrögð eðlileg? ...
...hefur Þráinn rétt á því að fara bara í fýlu og hætta .. þegar Ísland stendur frammi fyrir einum mestu hörmungum íslandssögunnar og þjóðin þarf virkilega á hverjum einasta manni sem við höfum á alþingi til að vinna í okkar málum. Meðal annars að STÖÐVA ICESLAVE!
Ótrúlegt mál.
ThoR-E, 14.8.2009 kl. 19:32
Ég styð þig Birgitta! og ykkur þrjú sem ég hef fylgst með þar sem þið minnið hvað eftir annað á þá stöðu sem þjóðin er nú í. Ég hef fylgst með ykkur inni á þingi og því sem þið hafið sagt um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Af því öllu er ljóst að þið hafið ekki gleymt okkur þjóðinni sem blæðir á meðan hagsmunir fjármagnseigenda eru settir í fyrsta sætið og unnið af því að bjarga þeim sem best og örugglegast út úr þessu versta efnahagsklúðri sem sögur fara af.
Þið hafið hvað eftir annað minnt á hverjir eru gerendurnir og hverjir þolendurnir í þessu máli. Þið hafið líka hvað eftir annað gagnrýnt það ólýðræði sem viðgengst innan stjórnsýslunnar og í forgangsröðuninni inni á þingi þar sem fjármagnseigendur koma fyrst, þá stóru atvinnufyrirtækin en síðast litlu fyrirtækin og almenningur. Það er skrýtið hvernig þetta hefur fokið út um gluggann hjá þeim sem valda og viðhalda moldviðrinu nú.
Ég vona svo sannarlega að þetta stormviðri sem er nú í hámarki dragi ekki úr ykkur kjarkinn og þrekið heldur haldið þið áfram að berjast fyrir hagsmunum okkar almennings. Ég treysti á ykkur eins og þið megið treysta því að það eru margir sem styðja ykkur þó þeir kjósi sennilega margir frekar að standa fyrir utan þetta moldviðri.
Mig langaði til að gera það líka en eftir að hafa lesið athugasemdirnar hér að ofan gat ég ekki setið á mér.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.8.2009 kl. 19:40
þið eruð eins og óþroskaðir krakkar og ættuð þið öll að segja af ykkur.Það er fyndið að þið talið um einelti þegar þið eruð sjálf gerendur.Svo ættuð þið að senda flokksmenn á fyrirlestur um meðvirkni og á al anon fund.
Hilmar (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:41
Sæl Birgitta. Þetta er stórt klúður og reyndar grafalvarlegt mál að vega svo ódrengilega að æru manns eins og Margrét gerir og að styðja hana í því eins og þið Þór gerið. Þess vegna er ekkert eðlilegra en að þið þrjú víkið fyrir ykkar varamönnum strax vegna þess að við - þjóðin - VERÐUM að geta treyst þeim þingmönnum sem nú taka ákvarðanir á þingi. Borgarahreyfingunni er ekki treystandi eftir þetta.
Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:57
Þvílíkt og annað eins bull Valdís.
Ekki veit ég til þess að Birgitta eða Þór hafi gert nokkuð af sér sem mundi réttlæta afsögn eða að kalla inn varamenn.
Margrét sendi vinkonu sinni bréf, það komust aðrir í bréfið vegna mistaka við sendingu.. mér skilst að engin annar hafi átt að sjá þetta bréf .. þannig að Margrét er ekki að vega að persónu Þráins á opinberum vettvangi.
Þráinn bregst við eins og krakki .. ætlar að kæra Margréti og er hættur í hreyfingunni. Engu virðist skipta að kjósendur Borgarahreyfingarinnar kusu Þráinn (þeir sem ekki strikuðu hann út) til þess að vinna fyrir hreyfinguna og að málefnum hennar. Ekki sem óháður, ekki sem samfylkingarmaður og hvað þá Framsóknarmaður.
Hver er að bregðast trausti ?
ThoR-E, 14.8.2009 kl. 20:29
Axel Jóhann
Það er rétt hjá þér, "Þráinn hlýtur að vera maður nánast óvenjulega mikil skaps og engra sátta." þar sem hann talar um hegningarlög í þessu sambandi
Þráin telur það mann-orðs-morð, þegar menn tala um að hann sé með þunglyndi og/eða Alzheimersjúkdóminn, en það er OK hjá honum Þránni að tala um aðra menn sem "þjóðfífl" í blaðagrein, eða eins og Þráinn gerði í blaðagrein um Ástþór Magnússon. Nú er ég ekki stuðningsmaður eða fylgjandi öllu því sem Ástþór Magnússon segir, en hann Ástþór átti þetta ekki skilið, en Þráinn hefði getað bent á þá vanþekkingu eða galla hans Ástþórs í stað þess að uppnefna hann Þjóðfífl Íslendinga yfir alla þjóðina.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:52
Það er nú rækilega að koma í ljós að Þór, Birgitta og sérstaklega Margrét eru búin að drepa allan trúverðugleika hreyfingarinnar. Eftir stendur rjúkandi rúst. Það er augljóst að þetta er viljandi rógburður að hálfu Margrétar með þeim tilgangi að rýra trúverðugleika og persónu Þráins.
Hann hefur að mínu mati einn ykkar verið sjálfum sér samkvæmur síðan kosið var á þing. Og bágt á ég með að trúa að Birgitta og Þór hafi ekki komið að þessum rógburði á einn eða annan hátt.
Ef um einskæra umhyggju er að ræða þá hefði Margrét átt að ræða við Þráin sjálfan eða hvað? Ástæða þessa er líka augljós, hann var ósammála ykkur í ESB málinu sem þó er eitt aðalstefnumál hreyfingarinnar. Hann kaus samkvæmt eigin sannfæringu! Gerðuð þið hin það? Hann hefur líka hegðað sér í einu og öllu eins og hann lofaði fyrir kosningar. Það hafið þið hin ekki gert, stundandi pólitísk hrossakaup og baktjaldamakk.
Einn segir "Ég er sammála þér Birgitta, ég held að Margrét sé góð manneksja og hún á þetta moldviðri ekki skilið. Það er alveg af og frá að hún afi ætlað að klekkja á einhverna hátt á Þráni, því það hefi enginn grætt á þeim gjörningi."
Þið hin græðið á því að reyna að koma þránni út og fá aðra manneskju inn í staðinn sem að lætur ykkur kannski frekar vaða yfir sig. ef þú kemur af stað moldviðri, hvernig geturðu þá mögulega ekki átt það skilið? Er hún kannski fórnarlambið hér?
AceR segir "Þetta er eins og Birgitta mundi senda Þór Saari tölvupóst um að hún hefði áhyggjur af því að Margrét væri svo slæm í mjöðminni, að hún héldi að Margrét þyrfti nýjan mjaðmalið og Birgitta hefði talað við bæklunarlækni og hann hafi sagt að einkennin lýstu sér á þennan hátt.
Síðan mundi sá póstur lenda í höndum annara ...
Ætti Birgitta þá að segja af sér?"
Þvílík mannvitsbrekka þú ert! Hamlar lélegur mjaðmaliður því að þú getir sinnt þingmennsku? Og á sama hátt þá og ef að manneskjan væri sokkin í þunglyndi og með Alzheimer? Og væri ekki heiðarlegra og eðlilegra að ræða það við manneskjuna sjálfa? Þvílík heimska. Þingmaður þarf nr 1. 2. og 3 að hafa hausinn í lagi eða hvað?
Svo kemur líka líka fram að "Þið höfðuðáhyggjur af því snemma í sumar að hann væri að síga í eitthvert þunglyndi." Ekki liði mér vel að vinna með slíku fólki.
Margrét sýndi einfaldlega af sér skítlegt eðli af verstu sort og er auðljóslega ekki betur innrætt en það. Ef að þig þrjú bæruð hagsmuni BH ofar ykkar eigin mynduð þið öll segja af ykkur. Öðruvísi er hreyfingin dauð og þið búin að ljúga út atkvæði þúsunda manna.
Lifið heil
Baldur Þór
Baldur Þór (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:13
Birgitta mín reyndu nú að hafa stafsetninguna í lagi. Nafnið Þráinn er með einu enni í þolfalli og því ætti fyrirsöginin að orðast svona: "Margrét bað ÞRÁIN afsökunar....."
Síðan ættuð þið að skammast ykkar fyrir að standa í þessu hryllilega
einelti. Mig hryllir við viðbjóðnum og að hafa sjúkdóminn Alzheimer í flimtingum er óafsakanlegt. Segið af ykkur, ég kæri mig ekki um að borga ykkur laun.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:35
Já ...þvílík vonbrigði sem þetta svar þitt er Birgitta. Hvergi talaði ég um að þú bærir ábyrgð á því að Margrét segi af sér... enda sýnist mér hérna á öllu að þó að það væri á þinni ábyrgð myndi ekkert gerast... þú ætlar að bakka hana upp 100%.
"Allar dramadrottningarnar" hafa yfirgefið hreyfinguna og hreyfinguna munar ekkert um það fólk... ef mark er takandi á uppgerðarlegri tilraun þinni til að sannfæra viðmælendur þínar í fjölmiðlum um að allt sé í himnalagi í hreyfingunni- fyrir utan smá árekstra hingað og þangað.
Ef frá eru taldir þeir sem mætti flokka í klappstýruliðið ykkar eru sárafáir að taka upp hanskann fyrir ykkur þremenningana.
Andri, Rakel Sig, Sigurlaug, Gunnar Waage og frú standa sig öll ágætlega við að verja lélegan málstað ykkar en það dugar skammt.
Þvílík vonbrigði. Ég var líklega sú sem trúði því mest að þú værir ærleg alveg út í gegn.
Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 21:37
Það er undarlegt hvað kjaftforir einstaklingar geta verið viðkvæmir fyrir því að aðrir tjá sig.
Umræddir sjúkdómar sem nefndir eru í pósti Margrétar eru í raun baggi á þinflokknum ef einhver innan hans er haldin þeim. Ef þingmenn trúa því af alvöru að sjúkdómar af þessu tagi séu að skapa alvarlegt vandamál er ekki óeðlilegt að ræða það í trúnaði við þá sem næst standa og varðar málið.
Það er auðvitað afar óheppilegt að reply all takkinn skyldi verða fyrir valinu og óhyggilegt af þingmanninum að ræða þetta mál í tölvupósti.
Viðbrögð Þráins bera vott um ójafnvægi.
Ég ætla þó ekki að taka afstöðu til þess hvort Þráinn sé haldinn sjúkdómi eða hvort Þráni sé eðlilegt að skjóta yfir markið í viðbrögðum sínum.
Þráinn ætti þó að huga að því að þessum samskiptum var ætlað að vera á milli tveggja einstaklinga og milli tveggja einstaklinga fer oft ýmsilegt sem frekar hefur þann tilgang að skilgreina veruleikann og velta upp hlutum en að skapa almenna ásjónu eða ímynd um það sem sagt er.
Við þá sem fengu póstinn vil ég segja að þið hefðuð verið meiri menn af því að henda póstinum og leifa þessum samskiptum að vera það sem þau áttu að vera, þ.e. tveggja manna tal.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2009 kl. 21:39
Heiða eins vel og ég kann við þig og eins oft og ég hef séð hlutina með þinum augum er ég allgerlega ósammála þér hér og fatta ekki hvernig þú færð þetta út þvi sín mín er svo gjörólik að það næstum skelfir mig.
Reindar a aldrei að setja fólk á stallm það er bara til að verða fyrir vonbrygðum og sé ég ekki heldur að Birgitta sé ekki ærlig.
Ég hef fulla trú að Baldvinn Jónsson muni gera goða hluti sem formaður og hef ég fulla trú á þremeningunum og styð þá gjörsamlega.
Johann Trast Palmason, 14.8.2009 kl. 22:02
Já Jakobína... en þetta var ekki tveggja manna tal. Þetta var komið út á stóran hóp af fólki...sem svo ræddi það við annan hóp af fólki osfrv. Þar með var þetta orðin saga sem fólk smjattaði á. Eitthvað sem ég hélt að sæmilega vel innrætt fólk hefði ógeð á.
Bara það að þú skulir tjá þig um afstöðuleysi þitt gagnvart því hvort sé haldinn sjúkdómi ætti að geta leyft þér að geta til um hvernig samræðurnar um innihald póstsins var orðinn
Og þér finnst í lagi að velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefði EF Þráinn sé haldinn umræddum sjúkdómum........ Hvað ef hann er það ekki og allir eru að blaðra um það?
Er þá eitthvað undarlegt að hann vilji upplýsa um ógeðið og fá að hafa eitthvað innlegg inn í þá umræðu sjálfur? Eða finnst þér að það hefði verið betra ef kjaftasagan hefði fengið að grassera áfram og endað hjá honum miklu seinna þegar erfiðara er að taka á því?
En þér þætti kannski í lagi að svona flugufrétt færi á stúfana um þig og vægi illilega á þínum starfsheiðri?
Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 22:06
Eg aetla ekki ad blanda mer i tessar deilur en eg styd tig Birgitta og eg vona ad tetta verdi til tess ad fullordid folk geti i framtidinni einbeitt ser ad tvi ad vinna fyrir tjodina.
Sigurður Þórðarson, 14.8.2009 kl. 22:19
Jóhann; Það hefur kannski eitthvað með það að gera að ég hef verið hérna og fylgst með hverju undarlega málinu á fætur öðru.
Mæli með því að þú lesir bloggið hans Agga
http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/930933/
Hann rekur söguna og uppákomurnar á yfirvegaðan og sannan hátt
Heiða B. Heiðars, 14.8.2009 kl. 22:44
Heiða
"...ef kjaftasagan hefði fengið að grassera áfram og endað hjá honum miklu seinna þegar erfiðara er að taka á því? "
Það er í góðu lagi hjá honum Þránni að tala illa um aðra menn og jafnvel uppnefna þá hvað eftir annað í blaðagreinum, þú ??? Sjáðu til hann Þráinn gerði það reyndar í blaðagrein um hann Ástþór Magnússon er hann uppnefndi Ástþór Þjóðfífl Íslendinga. En eins og ég sagði hérna áðan, þá er ég ekki stuðningsmaður Ástþórs Magnússonar, en Ástþór átti þessa útreið ekki skilið að vera uppnefndur Þjóðfífl Íslendinga. Hjá honum Þráinni gildir allt öðru máli þegar menn segja að það sé eitthvað að honum. Þráinn bregst þá við eins og smá krakki, eða þegar menn tala um að hann sé þunglyndur og/eða með Alzheimersjúkdóminn. Það kann þó að vera að hann Þráinn sé búinn að gleyma því hvernig hann sjálfur hefur verið í blaðagreinum.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 22:44
Birgitta: Í kvöld horfði ég á þig Birgitta svara því játandi að þér þætti eftirsjá af Þráni úr þingflokknum.
Deginum áður hafðir þú farið fram á að hann tæki sér frí.
Hvað varð um þann heiðarleika sem var vörumerki þitt í upphafi og gerði það að verkum að ég hafði á þér tröllatrú?
Af hverju skrökvaru beint upp í opið ógeðið á þjóðinni?
Á almenningur ekki heiðarlegt svar skilið.
Jafnvel þó við vitum svarið?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 22:44
Heiða ég hef nú fengið nokkuð föst skot á mig öðru hvoru vegna þess að ég tjái mig um mál sem einhverjir vilja að kjurr liggi. Hef fengið nokkrar sjúkdómsgreiningar af þeim sökum og á allt eins von á því að það haldi áfram.
Framganga Þráins í þessu máli er mjög sjálfsmiðuð og alls ekki skynsöm.
Framganga þeirra sem fengu tölvupóstinn af misgáningi er sömuleiðis ekki velviljuð flokknum og alls ekki skynsöm. Það hefði verið heiðarlegast af þeim að henda póstinum þegar þeim var ljóst að hann var ekki ætlaður þeim.
Það er ekki hægt að líkja þessu við mál Bjarna Harðar því pósturinn hans fór beint í fjölmiðlanna og því var ekki aftur snúið.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2009 kl. 22:51
Jenný Anna það er eitt að fara í frí og annað að fara úr flokknum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.8.2009 kl. 22:54
Baldur Þór:
ég tók þetta dæmi sem var viljandi gert fáránlegt .. til að sýna fram á hversu mikið er gert úr þessu einkabréfi milli tveggja vinkvenna. Gerður úlfaldi úr mýflugu.
Ef þú heldur að það styrki málstað þinn og athugasemdir að kalla fólk nöfnum hér og tala niður til þeirra, þá þú um það.
Þetta bréf var óheppilegt og eflaust hefði verið betra ef það hefði aldrei verið skrifað. En hefði ekki verið nær fyrir Þráinn og Margréti að ræða saman undir fjögur augu, leggja ágreiningsmálin til hliðar og starfa saman að málefnum kjósenda sinna.
Í staðin fyrir að leika fórnarlamb og hóta málshöfðun .. og síðan segja sig úr hreyfingunni og taka frá BH 25% af þingstyrknum.
Við erum að ganga í gegnum ein mestu vandræði íslandssögunnar og við þurfum allt okkar fólk samstíga að vinna í málunum.
Þeir sem eru kosnir á þing hafa bara engan rétt á því að vera í einkastríðum og fýluköstum þegar það er að vinna fyrir aðra, sérstaklega á þessum ótrúlegu tímum.
Ég læt hér staðar numið í þessari umræðu og vona að Borgarahreyfingin komi sterk til baka frá þessum tímabundnu vandræðum.
ThoR-E, 14.8.2009 kl. 23:02
Ég var að skoða stefnuskrá xo.is og gat ekki séð að þar væri stefnt á Evrópubandalagið frekar öðrum bandalögum:
"2. Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða, ef þess þarf, einhliða upptöku annars gjaldmiðils."
Með öðrum orðum þá var ÞB ekki að fylgja stefnu Borgarahreyfingarinnar þegar hann gerðist sá kvislingur að segja já við ESB.
þau Þór, Birgitta og Margrét gerðu hinsvegar rétt með að segja nei við ESB og að berjast á móti Icesave samningunum óbreyttum, sem eru jú aðgöngumiði Samfylkingarinnar að ESB.
"6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. Samhliða því verði gefið loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða."
Ég get ekki séð annað en að þremenningarnir sem eftir standa í þingflokki Borgarahreyfingarinnar séu einmitt trú stefnu flokksins en að kvislingurinn ÞB sé það hins vegar ekki.
Ísleifur Gíslason, 14.8.2009 kl. 23:15
Ég studdi ekki borgarahreyfinguna en mér finnst sorglegt að sjá hvernig allt hefur brotist þar út í styrjöldum milli einstaklinga. En að ræða mikið þessar styrjaldir núna er kannski ekki rétta afstaðan. Réttara væri að setjast niður og spyrja hvernig vinnubrögð, hvaða áherslur þið viljið að hreyfingin og þingmenn hafi. Sá tími sem Framsóknarflokkurinn þröngvaði þjóðinni til að taka í kosninga undirbúninginn, var ákaflega skammur fyrir grasrótarhreyfingu sem aldrei hefur komið nálægt þingstörfum. Og lenda svo strax inn í stórmálum í stað þess að geta andað að sér andrúmslofti staðarins og fetað sig hægt og rólega inn í starfið. Það hlýtur að hafa verið erfitt. Og það hrópar einhvern veginn úr öllum ykkar orðum og gjörðum. En þar sem ég trúi á grasrótarhreyfingar þá í guðanna bænum gerið ykkur skýrari plön um hvað viljið gera á þingi og fylgið því eftir. varist upphrópanir, hneykslun, stóryrði og auðvitað tölvubréf um hvert annað. Annars getið þið alveg eins hætt núna.
María Kristjánsdóttir, 14.8.2009 kl. 23:38
Baldur Þór,
Þú gagnrýnir AceR:
"Svo kemur líka líka fram að "Þið höfðuðáhyggjur af því snemma í sumar að hann væri að síga í eitthvert þunglyndi." Ekki liði mér vel að vinna með slíku fólki."
AceR hefur nákvæmlega lög að mæla en þú opinberar alvarlega fávisku og fordóma um geðsjúkdóma. "... að vinna með slíku fólki."?? eða "að hafa hausinn í lagi."
Þú sumsé stendur í þeirri trú að það séu tveir hópar fólks. Þeir sem eru ekki geðveikir og þar með með hausinn í lagi og þeir sem eru geðveikir, með hausinn í ólagi.
Um 25% fólk upplifir þunglyndi einhvern tíma á ævinni (líklega mun hærri tölur þegar almennt þjóðarþunglyndi ríkir!)
Ég sé í sjálfu sér ekkert að því sem Margrét er að segja í þessum pósti til vinkonu sinnar. Klúðrið fólst í því að senda það óvart á fleiri, vissulega mjög óheppilegt.
Þráinn hefur marglýst því yfir að hann sé og hafi lengi verið að kljást við þunglyndi, eins og fjórðungur þjóðarinnar sem sagt. Það segir ekkert um það hvort hausinn á honum sé í lagi eða ekki. Ekki frekar en um þá sem eru kvefsæknir, með mígreni eða sykursýki.
Alzheimer-vangaveltur þykja mér heldur varhugaverðari, enda vissulega um heilabilun að ræða sem óneitanlega dregur úr hæfni fólks til starfa, en þetta voru bara vangaveltur hjá henni. Það er jú dálítið skrítið að neita alfarið að tala við samstarfsfólk sitt, svo vikum skipti.
En það að fara á límíngunum út af þvi að þunglyndi hans er nefnt, sem hann N.B. hefur ítrekað talað um opinberlega sjálfur (og ég dáðst að honum fyrir!), það meikar ekki sens finnst mér.
Ella (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 00:08
Ísleifur Gíslason, 14.8.2009 kl. 23:15
Sannarlega rétt hjá þér. Þetta fólk er að forgangsraða, eitthvað sem Ríkisstjórnin hefur ekki sans á. Hvað liggur t.d. á umsókn inn í ESB. Meðan ekki er ljóst hvort þjóðaratkvæðagreiðslan þar um, verður bindandi? Og er ekki Íceslave málið stærsta málið?
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 00:10
Fólk er hér að tryllast yfir engu. Flokkurinn er ekki að liðast í sundur, og eins og Ísleifur Gíslason bendir á hérna fyrir ofan eru hinir alræmdu þremenningar að fylgja stefnu sinni eins og hún var frá upphafi.
Er ekki best að slaka aðeins á hérna? Dramatíkin er í botni, taugar eru strekktar og sumir eru greinilega ekki alveg færir um að mynda raunmæta skoðun á þessari stundu. Anda inn. Anda út. Taka sér pásu.
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 00:42
svo gagnrýnir fólk mig fyrir að segja að pólitík sé rotin og að ég gjörsamlega fyrirlíti allt sem viðkemur þessum fjanda. ég er stolt af því að vera anarkisti því persónulega hef ég meira trú á manneskjum en þingmönnum. þetta pakk sem kemst á þing virðist vera af annarri tegund en við fólkið. skárra að vera kind sem eltir hjörðina en sá sem narrar þær til slátrunnar. vald skemmir og það hefur skemmt þig birgitta. ég kaus ykkur ekki, skilaði auðu, hefði átt að skeina mig á seðlinum eins og unga konan sem það gerði. því eini flokkurinn sem átti að vera nýja vonin er sami skíturinn eftir allt saman. helvítis fokking fokk að ég skildi láta plata mig í að hella upp á kaffi fyrir ykkur í kosningabaráttunni. ojbara
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 00:46
Eg tel sannarlega að Þráinn ætti að hleypa varamanneskju sinni inn á þing. Og víkja. Því það er vissulega hann sem er á skjön við stefnuskrá flokksins. Og þrímenningarnir, sem hann hefur hundsað að vinna með eru að vinna eftir henni. Hér eru stærri hlutir í húfi en píslavottar ásýnd Þráinns. Nefnilega framtíð og velferð barna okkar og sjálfstæði þjóðarinnar alment.
Eins og komið hefur fram hér ofar, gerði hreifingin kraftaverk með að koma 4 þingmönnum inn. En ein af brellum 4flokkana var að flýta kosningum sem mest, svo ný framboð ættu sem erfiðast uppdráttar. Og hefðu ekki tíma til að skipuleggja sig. Og er það að koma niður á allri þjóðinni núna. Því þjóðin tapar jú öll á þessu sundurlyndi. Og vona ég sannarlega að ný stjórn BH setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti, og komist yfir þennan leiðinlega hjalla. Og óska ég þeim góðs gengis.
Kanski væri það einnig lausn að Margrét viki fyrir sínum varamanni um stund, meðan sárin læknast. Því sannarlega þarfnast þjóðin BH áfram og það góða aðhald sem þið hafið þegar veitt okkar ónýta samtvinnaða, ólíðræðislega Framkvæmda/Löggjafavaldi.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 00:48
Úff hvað þið ættuð að skammast ykkar, þú Birgitta, Þór og Margrét. Þið eruð búin að hrekja frá ykkur eina manninn í ykkar liði sem hafði eitthvert vægi útávið. Við (ég og þú) vorum einu sinni saman í gaggó í Hveragerði og gæti ég nú sagt dylgjusögur um þig og þitt fólk, o vei... Hvernig þætti þér að væri farið að dylgja um þig og þína geðheilsu í tölvupóstum á milli þeirra sem eiga að heita þínir starfsfélagar??? Eða geðheilsu þinna nánustu?? Af nógu er nú að taka þar, hjálpi mér... Hefurðu einhverntíma hugleitt það hvernig það væri?? Því það er það sem þessi vinkona þín er að gera, dylgja um geðheilsu eina sterka einstaklingsins í þessu sem þið kallið stjórnmálahreyfingu en minnir mig meira á "leynifélagið" sem 5 ára sonur minn er með. Þar fara menn í fýlu út í hvor annann útaf smáatriðum.... Skammastu þín...
xBox (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 01:19
Ég ætla að minna ykkur á, að samflokksmaður minn, Bjarni Harðar, sagði af sér, eftir að hafa í misgáningi sent út um allt, e-mail sem hann hafði skrifað og innihélt persónulega árás á samflokkmann, sinn.
Þetta er ábending. Ekki predikun.
Að öðru leiti, óska ég ykkur góðs gengis, og sem lengst líftíma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2009 kl. 01:26
Ég skal taka undir, að viðbrögð Þráins, vitna um að hann sé dálítil dramadrottning.
Yfirskot, og svo stærra yfirskot. Ekki neitt reynt að setja plástur á sárin, eða minnka deilurnar.
Sumir, þurfa að "chilla" smávegis.
-----------------------------------
Þ.e. þó engin leið, til að knýja þingmann, til að segja af sér, eða til að fara í frí.
Þingmenn, teljast skv. lögum persónulega kjörnir, svo þeir geta gengið úr flokkum, í flokka, eins og ekkert sé. Hefur nægilega oft gerst.
Best sleppa getgátum um, hvert sumir eru líklegir til að fara. Kemur einfaldlega í ljós.
Þ.e. einnig hægt, að sytja einn á þingi, og vera eiginn þingflokkur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2009 kl. 01:34
@Ísleifur 23.15
Það er ekki stefnt á Evrópubandalagið í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar. En það er stefnt að því að því að þjóðin fái að greiða atkvæði um mikilvæg mál, þ.m.t. EB:
http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/
@Einar Björn 01.26
Bjarni segist ekki aðallega hafa sagt af sér vegna tölvupóstsins heldur vegna ástandsins innan Framsóknarflokksins.
http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/931012/
Solveig (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 02:08
Leyninafnið xBox: Ég get ekki talað fyrir hönd Birgittu, en sem sonur hennar hef ég ákveðinn glugga inn í hugarheim hennar. Ef að góð rök mættu færa fyrir því að hún væri slæm að geðheilsu, væri það náttúrulega sjálfsagt mál að starfsfélagar hennar myndu ræða það sín á milli áður en skoðanir á því væru (viljandi) opinberaðar. Oft er gott að hafa álit nokkra aðila um slík mál áður en þau eru borin fram, enda viðkvæm og gjarnan erfitt að segja til um, vegna mismunandi sjónarhorna og hegðana í garð hinna ýmissu aðila sem umræddir aðilar ættu í samskiptum við.
Ég er full-viss um að þetta sé einnig skoðun hennar Birgittu, enda rökrétt og augljós skoðun. Það er lítið vit í að þaga um það sem gæti vel verið alvarlegt bæði fyrir hreifingu og persónulíf þeirra sem grunaðir eru um að eiga í vandræðum.
Ef ég hefði rök að færa fyrir því að einhverjir skólafélagar mínir (tek það sem dæmi, enda nemi) væru í klandri, hvort sem það væri geðrænt, fíkniefnatengt eða hvað annað, þætti mér sjálfsagt að bera það upp sem erindi við vini þeirra, félaga, námsráðgjafa eða jafnvel fjölskyldu. Ég myndi búast við svipuðum siðum í minn garð, væri ég ófær um að sjá vandann, eða segja nokkrum frá honum sjálfum.
Hugsaðu nú um það, xBox. Þetta mál er í raun ekkert öðruvísi, fyrir utan það að það opinberaðist óvart.
Kleópatra Mjöll: Ég er sjálfur anarkisti, en ég er ekki viss hversu líkur hugsunarháttur okkar er. Pólítík er rotin, en eins og stendur er það kerfið sem við þurfum að búa við. Draumóradagar mínir um samfélag sem anarkískt verður á svipstundu heyra sögunni til, enda hef ég þroskast síðan þá (athugaðu, að þetta er ekki sem samanburður við þig, eða ætlað sem óbeint skítkast á þig á nokkurn hátt, en sumir myndu ef til vill draga þá ályktun miðað við óheppilegt orðval mitt - eitthvað sem ég get lítið gert í núna, enda klukkan orðin margt og tungumálið allt farið í hrærigraut í höfði mínu). Vald á það til að spilla, það segirðu satt, en allar sögusagnir um að þremenningarnir séu orðnir gjörspilltir virðast ekki byggðar á neinum rökum. Mér sýnist reiðin hafa stigið þér til höfuðs, og ég bið þig um að líta aðeins betur á báðar hliðar þessa máls.
Ég bý með Birgittu, enda sonur hennar, svo sumir taka ef til vill ekki mark á því sem ég segi. En ég skrifa þetta út frá eigin reynslu, minni eigin vitneskju og ekki vegna þess að ég trúi því að móðir mín hafi ávallt rétt fyrir sér.
Ég hef ekki séð neina spillingu í henni, hún stendur sig afar vel undir þessu gríðarlega álagi sem á henni liggur. Hún fylgir eigin dómgreind og samvisku sem ávallt, og eiga þar hvorki sambönd, peningar né völd hlut.
Fjölmiðlar eru að spila þennan atburð upp, Þráinn nýtur athyglinnar og andstæðingar Borgarahreyfingunnar skemmta sér líklega konunglega. Ég þykist þó nokkuð viss um að þetta sé ekki endir hreyfingunnar, og þetta markar heldur ekki nýtt tímabil spillingar og andstyggðar af þeirra hálfu. Gefið þeim séns, eins og sagt er.
Kv,
Neptúnus Hirt (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 02:14
Ég kaus Borgarahreyfinguna vegna þess að hún hafði hvorki fyrir kosningar né nú á stefnuskrá sinni að ganga í ESB. En þau sögðust vera opinn fyrir að skoða hvað kosti það hefði að ganga inn og vega kostina mótt göllunum. Og með icesave málið í lausu lofti var ekki tímabært að sækja um aðild og brugðust þið þrjú mér ekki þar. En það gerði aftur á móti Þráin. Það er hið besta mál að vera laus við hann úr flokknum og betra nú en seinna. Þetta sjónarspil og upphlaup móðursjúkra kellinga af báðum kynjum er þeim til skammar sem fyrir standa og fjarar fljótt út eins og hver önnur magakveisa. Og herðið á gagnrýninni á samspillingu stjórnmálastéttarinnar. Og munið að pólitíkin er sú ógeðslegasta tík sem fundin hefur verið upp og fólk ætti að nálgast hana með það í huga.
Jon Mag (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 02:17
Þ.e. kannski ekki alveg í bláinn, að segja að það sé eitthvert ástand innan Borgarahreyfingarinnar, í augnablikinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.8.2009 kl. 02:26
Ég tel Borgarahreyfinguna betur komna án Þráins Bertelssonar tel hann reyndar aldrei hafa átt þar heima. Ég dáðist að ykkur þremenningunum að segja nei við ESB. Þráinn sagði já. Sumir átöldu ykkur fyrir að segja nei, af hverju það er mér hulin ráðgáta. Þráinn Bertelsson er að mínu mati eins og margir "listamenn" hrokafullur eins og kemur fram í öllu hans tali og ritmáli. Eftir hans framkomu hef ég hef takmarkaðan áhuga á hans list í framtíðinni.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.8.2009 kl. 03:08
Þetta er hið leiðinlegasta mál og ber vott um að víða í Borgarahreyfingunni er fólk sem er þar bara til að sprengja þetta upp við fyrsta tækifæri.
Svona einskonar tímasprengjur.
Ég vil ekki neitt Icesafe og tilheyri ekki þeirri þjóð sem borgar Icesafe og kem mér undan því.
Landráðafólk er það fólk sem styður Icesave í hvaða mynd sem er.
Þráinn hefur afhjúpað sín vandamál fyrir alþjóð oft og mörgum sinnum. Þessar vangaveltur Margrétar sem fóru "óvart" á fjölda fólks og "láku" síðan í fjölmiðla og fjaðrafokið síðan yfir því er bara fáránlegt.
Það er ómögulegt að segja hvort eitthvað fólk var að ráðskast með aburðarásina frá upphafi bréfið ekki alveg viljandi.
Þráinn er með vandamál. Hann er ekki heiðarlegur gagnvart lýðræðislegum umbótum eins og til dæmis að láta þjóðina velja um aðildarumsókn að ESB!!
Ég hef ekki trú á neinum skilgreiningum "geðfræðinnar" en ég veit að svokölluð lausn - geðlyf - eyðileggur fólk, líf þeirra og jafnvel heilann, rétt eins og áfengi og vímuefni gera að lokum.
Ég trúi ekki á þessa Alzheimer-kenningar vegna þess að að baki þeim liggja engin vísindi sem styðja "hrörnunina" nema einmitt afbrigðilegt álag vegna lífsstíls eins og til dæmis eitruð geðlyf, áfengi, "dóp", aspartam og msg svo eitthvað sé nefnt.
Við það að stöðva þetta ferli eiturs og annars álags getur bati myndast í vefjum heilans.
Að innbyrða ofan á allt hitt sem á undan hefur gengið í lífi þess sem skilgreindur er með Alzheimer, já að innbyrða meira af eitruðum, eyðileggjandi og heilaskemmandi efnum leiðir ekki til bata heldur "sannar" þessa geðbiluðu kenningu smíðaða af geðbiluðu gervivísindafólki sem hefur oft ekki hugmynd um hvað þau eru að gera.
Ég vona að þetta leiðinlega mál leysist og Margrét biðjist auðmjúlega afsökunar og sýni það í verki í framtíðinni að hún sannarlega fari varlega með alla umræðu um þessi heimskulegu hugtök nútíma "læknavísinda".
"Læknavísindin" eru mestmegnis sjúkdómur í eðli sínu!!
Ég vona að Þráinn sem segist vera "þunglyndissjúkligur" og alkóhólisti, lagist og taki bara AA-leiðina eins og hún er í einu skrefi og öðlist það sem er takmarkið með AA-leiðinni en það er andleg vakning sem leiðir til margháttaðs bata í sál og líkama og er rækilega sannað vísindalega!!
En mín kæra Birgitta, þig styð ég enn og ætla mér að gera það í þessu máli og vil ég fá allt upp á borðið þegar þar að kemur, frá öllum svo allir geti einmitt lært af því.
Kristján (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 08:41
Sorglegur hópur þingmanna sem misst hafa sjónar á því góða máli sem lagt var af stað með í upphafi. Þið voruð harð ákveðin í að kjósa alltaf með almenning í huga, þið ætluðu að kjósa þannig að völdin væru sem mest hjá almenningi og að almenningur fengi að ráða sem mestu. Það skiptir ekki máli hvort það var ESB eða eitthvað annað, þið svikuð það sem þið lögðuð upp með, BH er orðin eins og hver annar rotinn stjórnmálaflokkur sem þið lituð niður á ekki fyrir svo löngu síðan. Í algjörri vörn eða blindu á eigið ágæti haldið þið því fram að allt sé einhverjum öðrum að kenna. Birgitta, mótmælandi íslands, fulltrúi réttlætis, hvert ert þú búin að selja sálu þína?Hedur þú virkilega að þessi hópur fólks sem eru andstæðingar ESB hafi virkilega kosið BH? Nei þetta fólk sem hér skrifar stuðningsorð er allt fólk sem kaus eitthvað allt annað en BH vegna yfirlýsinga ykkar í aðdraganda kosninga um að þjóðin ætti að fá að kjósa um samning að loknum aðildarviðræðum. Þessir andstæðingar sem hér skrifa, hafa EKKI farið að kjósa flokk sem hafði þetta á stefnu sinni, það er algjörlega á kristaltæru.
Svo er stórundarlegt hvernig margir hérna andstæðingar ESB, geta leitt það algjörlega hjá sér að BH sveik málstað sinn. Það skiptir engu máli hvort það var ESB eða eitthvað annað. Þessir þingmenn gerðu það sem þeir voru að berjast gegn, og það er það sem er svo ógeðfelt. Þið sem takið undir svoleiðis vinnubrögð, viljið greinilega hafa ísland spillt áfram. Hvað verður það svo næst? Kannski eitthvað sem ESB andstæðingum finnst ekki gott mál? Hvað þá, verður þá allt ómögulegt þeim megin. ÉG skal hundur heita ef einhver af þessum svo kölluðu andstæðingum ESB og nýstuðningsmönnum BH, hafi kosið BH, þeir vissu allir hverju hafði verið lofað fyrir kosningar. Svo koma þessir aðilar núna og vegsama BH fyrir svikin og þykjast hafa verið miklir stuðningsmenn. Ykkur þingmönnum BH ætti að líða vel í slíkum félagsskap. Allt fullt af gervi stuðning einhverra manna og kvenna sem ekki kusu Borgarahreyfinguna, vegna yfirlýsinga fulltrúa hreyfingarinnar í aðdraganda kosninga um ESB og aðildarviðræður og kosningar að þeim loknum.
Valsól (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 09:31
15.8.2009 | 02:07
Ráðið
Höfundur: Páll J. Árdal
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2009 kl. 10:30
Ég, með mínu atkvæði, tók víst þátt í því að tryggja ykkur laun í "einhverja" mánuði. Ég geri ekki kröfur um eitt eða neitt úr þessu, þið hafið greinilega ekki þroska til að takast á við "spillingaröflin", þið styrkið þau frekar með ykkar framgöngu. Ég gerði þau mistök að greiða ykkur atkvæði og verð að sætta mig við það. Vonandi læri ég af mínum mistökum, ég get víst ekki "ásakað næsta mann um mín mistök". Njótið launa ykkar, best væri fyrir alla að þið fengjuð þau bara send "heim" án "vinnuframlags", nægilegt er nú ruglið á Alþingi og ekki á það bætandi. Vonandi verður stutt í biðlaunin, það væri best fyrir alla.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:06
Já Valsól, þá skalt þú hundur heita . Því ég var einn af mörgum, og get bent á fleiri sem kusu BH og meira að segja með Þráin í fyrsta sæti í mínu kjördæmi. Því miður strikaði ég hann ekki út. Og dauð sá eftir því.
En er algjörlega á því að, ESB umsóknarviðræður höfum við ekkert við að gera. Þó ég sé ekki mótfallinn þeim. Fyrr en tryggt er í stjórnarskrá að þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu verði bindandi. Og að svona samspillingar ríkisstjórn þar sem Forsætisráðherra (framkvæmdavald) situr í herbergi á Alþingi og kallar fyrir Alþingismenn(löggjafarvald) og skikkar þá til að "Kjósa rétt" Er óverjandi spilling. Og líðræðisbreitingar á Stjórnarskrá því forgangsverkefni.
Nei ESB er ekki og var ekki forgangsmál að leysa. En Iceslave er það. Og Samspillingar áhangendur sem koma hér og skamma þremenningana fyrir brotin loforð, ættu að byrja á að kynna sér stefnuskrá BH áður en þeir byrja með skítkast. Sjá t.d. hér ofan Ísleifur Gíslason, 14.8.2009 kl. 23:15
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:31
Já þetta er leiðinda mál. En það eru ýmsar hliðar á því.
Hver er munurinn á persónulegum tölvupósti og persónulegu bréfi í umslagi með frímerki? Í raun er eini munurinn sá að tölvupósturinn berst á andartaki en umslagið með frímerkinu á 1-2 dögum. Ef fjölskyldan á Hverfisgötu 200 fær fyrir mistök inn um lúguna persónulegt bréf sem Gunna á Hverfisgötu 202 átti að fá, er þá sjálfsagt mál að rífa bréfið upp, lesa það og fara með innihald þess í fjölmiðla?
Mörg fyrirtæki hafa sjálfkrafa í öllum tölvupóstum pistil sem oft hljómar eitthvað á þessa leið:
"Ef þú ert ekki sá aðili sem tölvupósturinn er ætlaður er þér óheimilt að upplýsa um hann, afrita hann, dreifa honum eða framkvæma einhverjar aðgerðir eða láta vera að framkvæma einhverjar aðgerðir á grundvelli hans og slíkt kann að vera ólöglegt. "
Þessir pistlar eru oft með tilvísun í lög nr 81/2003 en hluti 47.greinar þeirra laga hljómar svo:
"Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekur við símskeytum, myndum eða öðrum fjarskiptamerkjum og táknum eða hlustar á símtöl má ekki skrá neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það á nokkurn hátt. Jafnframt ber honum að tilkynna sendanda að upplýsingar hafi ranglega borist sér. Skylt er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum tilfellum."
Þannig er nú það.
tinni (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:34
Góður punktur Tinni, og þeim til minnkunar sem dreifðu því.
Og sér í lagi Þránni, því hann heimilaði það sjálfur og sýnir þar með engann vilja til sátta og setur persónulega hagsmuni ofar þjóðarhagsmunum. Hann var jú kosinn á þing til að leysa mál en ekki búa þau til.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:44
Jafn ljóst og það er að þingmennirnir þrír hafa gert slæm mistök, og að þeir virðast eiga erfit með að sjá sjálfa sig utanfrá sömu augum og þeir líta aðra, að jafn ljóst og það er að Margrét gerði það sem er óafsakanlegt með bréfi sem augljóslega er ekkert nema vísvitandi og alvarlegur rógur auk þess sem engin tilvik liggja því til staðfestingar að raunverulegur sálfræðingur myndi stökkva að þeim víðtæku og stóru ályktunum sem Margrét veifar, þá er jafn sorglegt hve öll framganga Þráins er árásargjörn og stóryrt og fulkomlega laus undan minnsta votti um vilja til leiða að sáttum til að vinna hreyfingunni og málsstaðnum (og sjálfum sér) sem mest gagn og að hópurinn geti fremur lært en splundrast og hreyfingin þroskast fremur en glatast af eldskýrninni.
- Enn getur þingmannahópurinn náð áttum ef menn stíga út úr persónulegu virki sínu líta hver um sig á sjálfan sig og sinn hlut með sömu augum og þeir horfa á og gagnrýna aðra. - Það yrði mikil uppgötvun - og klárlega grunnur að uppbyggilegri samskiptum. Enginn þeirra er laus við að hafa gert mistök í garð annara aðila málsins.- Enginn getur talið sér trú um að vera saklaus. - En í alvöru þá er enn hægt að sættast og læra ef menn vilja.
Helgi Jóhann Hauksson, 15.8.2009 kl. 13:08
Góðir punktar bæði hjá Tinna og Arnóri. Fyrst ég stóðst ekki mátið og greip hér inn í ætla ég líka að taka undir með Jakobínu, AceR og Ísleifi.
Sigurður Þórðarson er ekki margorður maður en sennilega er vigtin í því sem hann leggur hér til málanna þó sú mikilvægasta þegar upp er staðið!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.8.2009 kl. 13:13
Hérna heldur fólk áfram að reyna réttlæta þá fordóma sem Margrétt varð uppvís af með því að senda þetta bréf. Það fer enginn að segja mér að hún hafi sent það af því að hún hafi haft áhyggjur af ÞB. Held að hún hafi haft áhyggjur af einhverju öðru og þetta hafi verið hluti í valdatafli hennar Margrétar.
Vitringarnir þrír í smáborgaraheifingunni eru alveg búnir að spila rassin úr buxunum með þessum leik.
Birgita, getur þú ekki dregið fram þessa eineltisáætlun sem þú talaðir um á þinginu. Þið hafið kannski gott af því að lesa hana!
Bjöggi (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 18:17
Sonur Birgittu, reiðin steig mér til höfuðs seint á síðasta ári og hefur lítið mildast síðan þá. Miðað við núverandi kerfi sem við jú neyðumst til að búa við þá eygði ég von í Borgarahreyfingunni. Ég sá fyrir mér að þetta væri fólk með hugsjónir og réttsýni. Fyrir mömmu þinni bar ég mikla virðingu. Það að hún sé ekki tilbúin að sjá að þessi hegðun margrétar sé röng og að hún skuli þess þá heldur verja hana segir mér að hún sé eitruð af þessari sýki sem þingmenn virðast allir fá. veruleikafyrring, ómerkilegheit og hentugt minnisleysi þegar kemur að kosningarloforðum. hvað sem flokkurinn kallast er þetta allt saman sami skíturinn í mínum augum. óska engum að sýkjast af þessum viðbjóð ... svínaflensa er því miður tekin, annars væri það hentugt nafn..
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:24
Tek undir með Helga hér aðeins ofar þar sem segir:
og
GG (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:35
Alveg hárrétt.
Eins og segir "for better or for worse" þá eru þetta þeir þingmenn, sem hreyfingin hefur.
Eina alternatívið, við það að sættast, er að mínu mati, að leysa hreyfinguna upp, og að þingmennirnir starfi áfram alveg á eigin vegum.
Engin leið er til að knýja þingmenn til afsagnar, nema sannist á einstaka þingmenn lögbrot sem teljast valda mannorðsmissi.
Fólk verður eiginlega að ákveða, hvað það vill?
Vill það að hreyfingin leysist upp? Ætlar það, að ganga í lið annarra flokka? Eða, gerast áhrifalausi óháðir?
Ég sé ekki fleiri valmöguleika í stöðunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.8.2009 kl. 00:11
Ef margrét biður afsökunar og dregur orð sín til baka.. Þá er þetta dálítið annað mál. Kannski þarf hún að segja það skýrar og koma því frá sér með þeim hætti að það er ekki neinn vafi á því..
Hitt er að þetta er rógburður en ég trúi ekki en það finnist sátt í þessu máli..
Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 00:36
Þessi bréf Margrétar eru varla hægt að kalla afsökunarbeiðni, heldur er þetta meira eins og réttlæting af hennar hálfu.
Hún ætti að skammast sín, og það ættu þau einnig að gera sem bergmála hér orð hennar, halda áfram að "sjúkdómsgreina" Þráinn úr fjarlægð og fullyrða að það sé dæmi um veikindi, skort á sáttavilja eða ójafnvægi að bregðast illa við slíkum rógi og pólitískri undirróðursstarfsemi.
Held að þið ættuð að líta í eigin barm og reyna að setja ykkur í spor þess sem fyrir rógnum og eineltinu verður. Ég efast um að þið væruð full sáttavilja ef þið væruð í hans sporum. Ég veit að ég væri það ekki.
Svala Jónsdóttir, 16.8.2009 kl. 01:24
En svala
Ef margrét biðst algjörar fyrirgefningar á gjörðum sínum svo engin vafi liggi á að henni þykir það miður að hafa látið þessi orð út úr sér.. er það þá ekki nægjan legt ?
ég man að Hörður Torfa baðst afsökunar á slíku ... varðandi politíska reykbombu .. varðandi uppskurðin á Geir H Harde....
er þá þetta mál þá ekki í grunninn leyst ?
Ég meina ... á politík ekki að snúast um annað ... t.d að framfylgja hugsjónum sínum ?
Brynjar Jóhannsson, 16.8.2009 kl. 10:10
Hvar erum við stödd á litla íslandi fullornir menn ornir eins og ofdekraðir krakkar og hóta amerísku leiðinni þá meina ég að hóta fólki lögfræðingi,og svo þessi ofnotkun á orðinu einelti ef eitthvað bjátar á er út í hött.
Magnús (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:25
Ekki vissi ég að Þráinn væri svona mikil dramadrotning.
Algjört fórnarlamb, á maður að vorkenna manninum?
Eru hin þrjú ekki að vinna á fullu að Icesave?
á meðan situr hann í fýlu og talar ekki við neinn. Og núna vegna bréfs sem fyrir mistök fór á fleiri staði, ætlar hann í mál, alveg brjálaður og er núna hættur.
Farið hefur fé betra.
Vonandi verður hægt að fara að vinna núna að málefnum kjósenda, málefnum þjóðarinnar.
Winston (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:54
Margrét ætti að segja af sér og hin tvö að biðjast afsökunar á því að styðja hana í rógburðinum. ÞAÐ væri nægjanlegt.
Svala Jónsdóttir, 16.8.2009 kl. 14:52
Svala: Rétt hjá þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2009 kl. 15:27
Mér var bent á að lýðræðir kostar. Hafði ekki skoðaða það sérstaklega. Hvað getum við gert fyrir laun fjögurra þingmanna sem betur mættu missa sig? Þau eru með rúmlega hálfa miljón á mánuði fyrir utan ýmsar spúsur?
Svíki ekki fræg stærðfræðigeta mig erum við að tala um 2 miljónir. Hvað fá öryrkjar í laun? 85-95 þúsund per mán? En, "við" kusum þetta yfir okkur. Og sitjum uppi með níðróg og skítast á einn af fjórum þingmönnum Örflokksins. Spursmálið og áhugamálið er heilsa hans. Höfum við tíma og áhuga í þetta helvítis kjaftæði?
Ljótleikinn í þessu eru ummæli Margrétar sem klórar í bakkann og heldur uppi varnarræðu...Hvað hét hann aftur skandínavíska skáldið sem skrifaði leikritið? Varnarræða vitfiðrings?. Hann var eftir því sem ég best man óflokksbundinn yfir höfuð.
Mér finnst verra að lifa það að svona geti yfir höfuð átt sér stað. En...lýðræðið kostar. Og þjóðin blæðir.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 19:31
Það ótrúlega við fall Íslensku þjóðarinnar, er að mínu viti, að það er fullt..FULLT af Íslendingum (samfylkingarfólki oftast nær..)sem veit ekki að draumsýn þeirra (félagshyggjuflokkurinn, flokkurinn sem er óháður peningaöflunum, flokkurinn sem sannarlega var/er annt um alþýðu Íslands, flokkurinn sem illan bifur hefur á kapítalismanum,) er í raun skítugur, óheiðarlegur hentistefnuflokkur sem fæddur er með ónýtt eðli og maðkétnar rætur.
Þessi sami flokkur sækir sér stefnumál í gulu pressuna og fylgir skoðanakönnunum í blindni.
Þessi flokkur reynir alltaf að vanga við peningaöflin en milli atriða kennir hann D flokknum um allt illt...
Í þessum flokki eru hugtök eins og heiður og réttlæti ekki þekkt, og ástandið er í raun það vont að innmúraðir kunna ekki að stafsetja orðin, hvað þá að fylgja merkingu þeirra...
Ísland á ALDREI möguleika þegar stærsti andstöðu-flokkurinn étur úr sömu jötu og stærsti stjórnar-flokkurinn !!
Eina leiðin að fullkomnu réttlæti á Íslandi er að spúla skítnum úr öllu embættismannakerfinu eins og það leggur sig !! En því miður vita allir að það er ekki hægt...
runar (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 00:06
Ja hérna hér, þetta er ljóta málið allt saman og hér sannast hið fornkveðna að margur heldur mig sig.
Ekki ætla ég að dæma um það hvort Þráinn er haldin þunglyndi eða einhverjum öðrum sjúkdómum, og sé heldur ekkert athugavert við það hjá Margréti að spyrja vinkonu sína um það í EINKAtölvupósti hvort hún hafi sömu tilfinningu og hún um það mál, þ.e. um að eitthvað ami að kallinum, sé ekki þessa rógsherferð úr hennar bréfi eins og sumir vilja láta vera.
Hitt veit ég að ef einhver er á þingi með þennan sjúkdóm þ.e minnisglöp er hann varla hæfur til að vera þar frekar en synir mínir að stjórna rútu fullri af farþegum þar sem þeir eru lögblindir, og tel ég það hreint ekki neina fordóma í þeirra garð, svona eru þeir bara og ekkert við því að gera.
Og mér finnst Margrét sæta hörðu og ljótu aðkasti þar sem alsendis er ósannað að hún hafi ætlað þetta sem einhverja rógsherferð gegn Þránni. Hins vegar má spyrja um hver tilgangur þess aðila er, sem hafði ekki manndóm ís sér til að henda, gleyma og eyða þeim pósti er klárlega var ekki ætlaður viðkomandi, var þá hans/hennar tilgangur að koma höggi á Margréti??? eða jafnvel Þráinn en láta Margréti taka skellinn???
Skil vel að henni hafi ekki fundist tímabært að ræða þetta við hann eða hans nánustu ef hún var sú eina sem hafði þetta á tilfinningunni því bréfið er jú spurning um hvað vinkonunni finnst um þetta mál. Hér er mikið af grjóti kastað úr glerhúsi.
(IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:59
Hafið þið skoðað hvernig mjólkin blandast við kaffið eins og risastór stormur - í vatnsglasi.
Það verður allt drullubrúnt einhvern að lokum kaffið - og kalt ef maður gónir lengi.
Svo drekkur maður kaffið, ypptir öxlum og heldur áfram frelsi undan áliti annarra feginn.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 15:08
Ég hef átt í baráttu við Þunglyndi í 18 ár (geðsjúkdómur) og skil vel viðbrögð Þráins. Það hefur verið lenska að "afgreiða" fólk með geðæna sjúkdóma sem "ómarktæka" í flestu í allt of langan tíma! Bendi fólki á að höfundur að horfa á myndir Þráins, eða myndina "Soffie's choice" en höfundur hennar er William Styron. Hann skrifar einnig bókina "Darkness visible" og ætti hin UNGA og reynslulausa Margrét að lesa hana!?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2009 kl. 18:42
Ég er ekki í Borgarahreyfingunni og þekki ekki þetta mál nógu vel, en það sem ég las hér að ofan setur mig í flokk með þeim sem hér ofar sagði;
Bréf Margrétar var afar óheppilegt, vægast sagt. Viðbrögðin sýna, að Þráinn hlýtur að vera maður nánast óvenjulega mikil skaps og engra sátta.
Þetta er allt saman mikill harmleikur fyrir Borgarahreyfinguna.
Málið er að ég þekki það að starfa í litlum ungum flokki sem er Frjálslyndi flokkurinn, þetta er það sem við þurftum að berjast við í mörg ár. Besservisserar og vonabíar sem tróðu sér inn í flokkinn til þess að ná völdum og láta til sín taka. Fólk sem var ekki að hugsa um heildina heldur sjálfa sig fyrst og fremst. Þess vegna veit ég hvað þið eigið við að etja í dag. Og mér þykir svo sorglegt að sjá hve margir eru tilbúnir til að standa hér og kasta að ykkur hnjóði og illindum. Ég sé ekki annað en að þið þrjú Birgitta, Þór og Margrét séuð gegnheilt fólk, en ef til vill dálítlir óvitar á skákborði pólitíkur, og hér talar fólk sem vill breytingar í íslensku þjóðfélagi, en getur ekki greint perlurnar frá svínunum.
Íslensk þjóðarsál er gegnsýrð af smásmuguskap, þröngsýni og minnimáttarkennd, og alltaf tilbúin til að troða öllum niður í svaðið sem vilja standa upp og breyta samfélaginu. Þó kallar þetta sama fólk á breytingar, það vill bara ekki þessa aðila heldur einhverja aðra. Það er von að ekkert gerist af viti.
Ég get orðið svo reið þegar ég sé svona þröngsýni og árásir á gott fólk sem vill gera vel, en stendur einmitt þess vegna í sífelldu skítkasti frá fólki, sem ætti að sjá lengra og vita betur.
Því fyrr sem þjóðin áttar sig á þessu vandamáli sínu, því fyrr getur hin raunverulega endurreisn hafist. Endurreisn sem er borin upp af fólki eins og ykkur, fólki sem hugsar fyrst og fremst með hjartanu og vill öðrum vel. Í því ljósi las ég svar Þráins og tel að sá maður eigi bara að halda sig við skrifin sín og láta pólitíkina og þjónustu við almenning alveg eiga sig. Það er greinilega eitthvað sem ekki hentar honum, frekar en fleiri aðiljum sem þangað reyna að komast til að þjóna sinni eigin lund en ekki almenningi í landinu.
Takk fyrir að standa vaktina fyrir okkur hin, sem stöndum nú á hliðarlínunni. Ef við þroskumst upp úr þessum forpokaskap, er von um betra og Nýtt Ísland, fyrr ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.