5.8.2009 | 19:39
Að segja NEI á penan hátt
Það er svo merkilegt við fólk hvað það er alltaf tilbúið að trúa hinu versta upp á mann - samanber sumar athugasemdnirnar við þessa frétt:) Vil árétta það sem ég hef alltaf sagt: ég mun ekki samþykkja Icesave í þeirri mynd sem það er. Það er aftur á móti afar óheillavænt að segja Nei við borgum ekki án þess að koma með einhverjar samningatillögur á móti. Borgarahreyfingin setti eitt framboða mjög skýra stefnu varðandi Icesave í sína stefnuskrá.
"6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. "
Þannig að það er alveg ljóst kæru áhugamenn um meint svik mín að ég mun EKKI samþykkja Icesave NEMA með alvöru fyrirvörum sem ekki er hægt að breyta. Og það verður að vera alveg ljóst að með því að setja alvöru fyrirvara er verið að hafna þessum samning á penan hátt...
Svo verður að vera þarna eitthvað meitlað í stein sem segir að leita skal allra mögulegra leiða til að tryggja að þeir sem efndu til þessarar skuldar eigi að greiða þetta en ekki þjóðin mín.
Styðja Icesave með fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
En af hverju hefur það verið hreint og klárt hingað til að þið samþykkið ekki Icesave samninginn.......... en núna er í lagi að samþykkja EF?
Áður var í lagi að segja nei án þess að reyna að vera pen
Heiða B. Heiðars, 5.8.2009 kl. 19:50
Lestu nú síðustu færslu Marinós G. Njálssonar - þá þarftu ekkert að velkjast í vafa eða hafa samviskubit yfir að vera á móti Icesave!
Ragnar
Ragnar Eiríksson, 5.8.2009 kl. 19:57
Lestu nú færsluna í rólegheitunum Heiða mín og slakaðu aðeins á...
ég hef ekki neitt samviskubit varðandi icesave - ég stend við stefnu borgarahreyfingarinnar og ef fyrirvararnir innihalda ekki meginkjarna hennar þá segi ég auðvitað nei...
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 20:07
Ég er ekkert æst. Ég er bara að reyna að skilja þetta og ég er búin að lesa færsluna...tvisvar
Heiða B. Heiðars, 5.8.2009 kl. 20:14
allt er þegar þrennt er:)
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 20:17
Hvernig hljóða þeir fyrirvarar? Fyrir okkur sem hafa ekki legið yfir stefnu Borgarekkihreyfingarinnar.
Theódór Norðkvist, 5.8.2009 kl. 20:18
Ég kannast ekki við að Borgarahreyfingin hafi tvær mismunandi stefnur í Icesave-málinu: Annars vegar sammála Icesave með fyrirvörum og hins vegar á móti Icesave.
Ég mun greiða atkvæði gegn Icesave-samningi Svavars og félaga og tel að með því sé ég að framfylgja stefnu Borgarahreyfingarinnar - sem Birgittu er allt í einu orðin svo hjartfólgin (með fyrirvörum).
Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:20
Birgitta, það er alveg á hreinu að það er EKKI HÆGT, af hálfu annars samningsaðila, að setja inn einhverja FYRIRVARA og breyta þannig samningnum eftir eigin geðþótta þarna er bara um ómerkilegan "loddaraskap" af hendi ríkisstjórnarinnar að ræða til þess að fá þennan nauðasamning samþykktan og mér sýnist að þú og fleiri ætli að láta blekkjast.
Jóhann Elíasson, 5.8.2009 kl. 20:21
stefna XO er í færslunni innan gæsalappana...
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 20:22
....og fullkomið í fjórða. En ég er engu nær. Ég skil ekki hvað er í gangi og man aldrei eftir því að það hafi verið minnst á annað innan Borgarahreyfingarinnar en að láta ekki neyða ósanngjörnum Icesave samningum upp á þjóðina mína...með eða án fyrirvara
Heiða B. Heiðars, 5.8.2009 kl. 20:24
Þráinn þú gerir bara það sem þú vilt -
ég á eftir að sjá hvort að stefna xo varðandi icesave verði sett inni í fyrirvarana... en þar er mikið réttlætismál að þjóðin verði ekki látin bera þessar skuldir heldur þeir sem efndu til þeirra...
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 20:25
Það sem mér finnst verst er að Borgarahreyfingin hefur lagt svo mikla vinnu í að andmæla að hún hefur tekið ómakið af Sjálfstæðisflokknum. Þeir hafa bara geta lagt sig fram á lappirnar og sleikt útúm meðan Birgitta og félagar steikja ríkisstjórnina í samningafeitinni. Klókara hefði verið að láta Bjarna Ben og kompaní hafa fyrir þessu í stað þess að láta þá nota sig einsog nytsama sakleysingja. Nú hef ég ekki verið par ánægður með IceSafe en þori ekki fyrir mitt litla líf að koma málum í það horf að Sjálfstæðisflokkurinn komist til valda. Kannski er þetta óraunsær ótti en eitthvað verður maður að hræðast meira en dauðann og djöfulinn. Með aðkomu Sjálfstæðisflokksins yrði allt gert til að stöðva þann vísi að uppgjöri sem núna fer fram. Réttlætismálin verða að hafa forgang fram yfir peningamálin takk fyrir.
Gísli Ingvarsson, 5.8.2009 kl. 20:28
þarn nú geta allir sem vilja sjá hér er komin framm pólitíkus eins og þeir gerast bestir ekkert að marka hvað hún segir og með tóma útúrsnúninga þetta er það sem þjóðinni vantar ekki núna svona bullarar en viti menn ég er bara gamall og vitlaus islendingur veit ekki hvað það er gott að vera áskrifandi að laununum heldur hef ég þurft að vinna fyrir þeim svona fólk á að senda á breiðavík
björn karl þórðarson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:37
Eftir nánari hugsun og pælingar þá held ég að Birgitta sé góð skák, með því að samþykkja samninginn með sterkum fyrirvörum er samningur sjálfkrafa ónýtt plagg og þá þarf að semja upp á nýtt sem kemur ekki til greina.
Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 20:39
Heiða hvað skilur þú ekki við þetta?
Svo verður að vera þarna eitthvað meitlað í stein sem segir að leita skal allra mögulegra leiða til að tryggja að þeir sem efndu til þessarar skuldar eigi að greiða þetta en ekki þjóðin mín.
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 20:41
Af þrennu illu:
1. Samþykkja án fyrirvara
2. Samþykkja með geirnegldum fyrirvörum um dómstólaleið, lagalegs réttmætis, mannréttinda og svo framvegis
3. Hafna
3) er besti kosturinn fyrir þá sem búa við fulla frystikistu, og í fjárhagslegu öryggi, líka besti kosturinn til að sýna heiminum í fulla hnefanna hvað íslenskri þjóð finnst um þessa nauðung. Þola þröng í nokkur ár, ná samstöðu bugaðrar þjóðar gegn óréttlæti, og geta þannig horfst í augu við barnabörnin þegar þau lesa Æsseifkaflann í mannkynssögunni.
2) næst besti kosturinn enda þýðir samþykkt með fyrirvara "pen höfnun" með undirlægju hins kúgaða þó
3) ekki valkostur án blóðugrar byltingar, valdaráns og upplausnar.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.8.2009 kl. 20:43
Birgitta.
Þið eigið ekki að þurfa að skera stjórnina úr snörunni. Mér finnst það bara ekki ykkur sæmandi að láta blanda ykkur inni í drullumall stjórnarflokkanna. Svikamyllan í bankakerfinu hefði aldrei þrifist án þátttöku D, B og S. Með því að koma til móts við núverandi stjórnvöld eruð þið að framlengja líf spillts stjórnkerfis, einokunar og klíkuskapar og fresta nauðsynlegu uppgjöri Íslendinga við umheiminn og okkur sjálf.
Þetta gæti orðið faðmlag dauðans.
Treysti ykkur samt til að taka réttar ákvarðanir hvernig svo sem þær verða. Þið eruð okkar besta fólk.
Bestu kveðjur.
TH (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:44
Ég skil ekki af hverju það á allt í einu að samþykkja samning sem hingað til hefur verið lagt allt kapp á að samþykkja ekki
Heiða B. Heiðars, 5.8.2009 kl. 20:46
Ég tek undir með Jóhanni. Að samþykkja samninginn með fyrirvörum merkir í raun að hafna samningnum og þá verður að semja upp á nýtt. Semja nýjan samning sem inniheldur fyrirvarana.
Gott og vel Birgitta, ferðumst aðeins innan gæsalappa, þó ég stundi að öllu jöfnu ekki svoleiðis ferðalög.
Þú segir í þessari tilvitnun:
Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi.
Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. "
Hvað gerist ef óháðu fræðingarnir komast að því að skyldur Íslands séu að borga að fullu? Á þá bara að kyngja því?
Á rannsókninni að ljúka áður eða eftir að greiðsluskylda okkar stofnast? Á að sækja fjármunina sama hver niðurstaða rannsóknarinnar verður?
Theódór Norðkvist, 5.8.2009 kl. 20:57
Eigum við ekki bara að sjá hvað gerist á næstu mánuðum - með því að leka lánabók Kaupþings á netið er alveg ljóst að um svikamyllu var að ræða hjá þeim og gott væri ef einhver hugrakkur starfsmaður Landsbankans myndi leka þeirra lánabók út til almúgans.
Ég velkist reyndar í miklum vafa um álit fræðinga eftir að hafa hlustað á þá tala í kross allt eftir hrun - það er mjög margt að koma upp og mikil krosstengsl að sannast - best væri ef hægt væri að salta icesave um nokkra hríð - alla vega uns fleiri kurl eru komin til grafar...
Ég held að það sé alveg ljóst að þeir sem stofnuðu til icesave skuldanna eigi að greiða þær til baka - hverjir eru þar ábyrgir - treystir sér einhvern að svara því? Ég veit það alla vega að það var ekki þjóðin eða þjóðarbúið.
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:08
Heiða það er ekki verið að leggja til að samþykkja samninginn í þeirri mynd sem hann er. Það er verið að leggja til að hafna honum og breyta honum svo hann verði ásættanlegur - við getum ekki bara sagt NEI við viljum ekki semja - spurningin er síðan hvernig viljum við semja. Það er eitthvað sem þarf að mynda einhverja skoðun um. Ótæk er að láta þjóðina axla þá ábyrgð.
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:09
Birgitta ég er orðin hundleiður á því að vera penn gagnvart þeirri framkomu sem að okkur er sýnd af Bretum Hollendingum og vinaþjóðum okkar.(svokölluðum) Mér finnst vera komin tími á að fólk tali frá hjartanu og meini það. Þið megið þó eiga það að það hefur glitt í hjartað á ykkur við og við. Það er mér óskiljanlegt sem venjulegum alþýðumanni að það að starfa í pólitík þýði að ekki megi lengur segja neitt á kjarnyrtu tungumáli heldur þurfi að fara í kringum málin eins og köttur í kringum heitan graut. Þetta er einna líkast gömlum hirðsiðum sem ætti löngu að vera búið að leggja af. Ég persónulega skil ekki svona hirðsiði og er eiginlega slétt sama þó að við völdum einhverjum embættismönnum annara landa andvökunóttum með því að segja þeim álit okkar umbúðalaust.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.8.2009 kl. 21:18
Jamm...geri mér fulla grein fyrir því.
En það sem ég skil ekki er hvernig stendur á þessari breytingu. Hefur fólk gefist upp á að reyna að henda þessum samning út og þetta með fyrirvarana er plan B?
Ég man amk aldrei eftir þv´ði að það hafi verið sagt að það ætti að stefna á að reyna að fá fyrirvara inn í samninginn. Fyrir mér lítur þetta soldið út eins og það hafi verið gefist upp á að fá þetta fellt og þetta sé næst besta niðurstaða þinghópsins
Heiða B. Heiðars, 5.8.2009 kl. 21:21
Ég ber mikla virðingu fyrir þér að hafa tekið þessa ákvörðun Birgitta. Ég hef tíðnefnt það aftur og aftur ... að flestir þeir sem eru hlintir icesave eru það einfaldlega því að þeir telja það ill skárri kost en að borga ekki. Þeir velja þá ákvörðun miklu frekar af skynsemi fremur en nokkurri annarri hvöt og nægir í því tilfelli að nefna Sigurð Líndal... sem einmitt sagði að þetta værri ill skárri kostur. Mín skoðun er sú að sá kostur sé snöggt um skárri en að breytast í Kúbu norðursins og fá allt alþjóðasamfélagið upp á móti sér.
Mér hefur fundist vera allt of mikið um upphrópanir og ranglátar ásakanir í þessu máli hjá stjórnarandstöðunni en minna um að fólk reyni að ræða hlutina af skynsemi. T.d er mér fyrirmunað að skilja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kristnast fyrir kostningar og það væri fráleitt að saka vinnstri græna um óheiðarleika... því að þeir voru búnir að minnast á þennan samning fyrir kostningar.
Brynjar Jóhannsson, 5.8.2009 kl. 21:21
Með því að neita ríkisábyrgð á núverandi samning er EKKI verið að senda þau skilaboð að við neitum að borga heldur að við samþykkjum ekki núverandi samning og það þurfi að semja upp á nýtt.
Jóhann Elíasson, 5.8.2009 kl. 21:22
Birgitta, ég býst fastlega við að þú mætir á almennan félagsfund XO annað kvöld og útskýrir fyrir fundargestum á hverju afstaða þín byggir.
Sigurður Hrellir, 5.8.2009 kl. 21:23
Ég kemst því miður ekki - sonur minn eldri er enn í usanu og ég hef ekki pössun - svo finnst mér reyndar að allir ættu að mæta á kertafleytingu við tjörnina annað kvöld sem hafa tök á því. ég mun byrja að koma á fundi þegar n. kemur heim en það verður í næstu viku:)
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:34
Margrét kemur til landsins á morgunn og hefur tök á að koma á fundinn
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:35
Þór kemur þá væntanlega líka... hef ekki séð honum bregða fyrir langa lengi
Heiða B. Heiðars, 5.8.2009 kl. 21:39
Birgitta þetta kallast hringlandaháttur. Ef þið hafið ekki náð þessum fyrirvörum fram í þingnefndinni nú þegar þá er allt eins gott að segja strax nei.
Rafn Gíslason, 5.8.2009 kl. 21:52
Siggi af hverju hefur ekki verið sent út eitthvað fundarboð - við erum að vinna í icesave alla daga og öll kvöld - væri best að hafa fundinn í næstu viku ef hægt er.
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:53
við erum að vinna þessa fyrirvara inni í þingnefnd - það er ekki búið að taka þetta út úr fjárlaganefnd...
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:59
Birgitta er þá ekki rétt að bíða með allar yfirlýsingar þar til það er orðið ljóst hverju framvindur í nefndinni..
Rafn Gíslason, 5.8.2009 kl. 22:07
ég sé ekkert að því að setja fram á opinn og gegnsæjan hátt hvað það er sem til þarf til að við samþykkjum þetta Rafn... það er varla hringlandaháttur - það er bara ekki hægt að gera sumu fólki til hæfis...:)
sumir vilja allt upp á borðið og ef maður segir ekki allt strax þá er maður að makka í bakherbergjum - svo segir þú að maður eigi ekki að segja neitt fyrr er ljóst er hverju framvindur í nefndinni ...
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 22:13
ég er farin að koma barninu í svefninn og undirbúa mig undir icesave - yfir og út:)
Birgitta Jónsdóttir, 5.8.2009 kl. 22:14
Sæl Birgitta. Ég hef miklar áhyggjur á því að ríkisábyrgð með fyrirvörum gæti verið alltof veikt fyrirbæri sem mun kalla á endalausar túlkanir og lagafækjur þegar reyna mun á þá.
Eru einhverjar líkur á því að fyrirvarar verði hunsaðir þegar samningnum er framfylgt? Verður þá ekki vonlaust fyrir íslenska ríkið að sækja réttarstöðu sína hjá breskum dómstólum?
Birna Björnsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 22:36
Birgitta þú átt að gera það sem þú telur þjóðini fyrir bestu. Ef þú telur betra og öruggara að hafna samningnum með því að setja á hann fyrirvara en að einfaldlega hafna samningnum, áttu að gera það.
Ég tel að flestir íslendingar vilji alfarið hafna þessum samning, En ég efast um að þingmenn bjóði þjóðini slíkan samning ótilneyddir gott væri að þjóðin fengi að vita hverju Bretar hóta okkur. Ég efast um að Hollendingar séu með hótanir.
Offari, 5.8.2009 kl. 22:40
Ég var að koma mínum púkum í háttinn og hlaupa stutta hringinn.
Þú ert að vinna vel Birgitta.
Ég mæli með að þið leggið mesta áherslu á fyrirvara um að samningarnir stangast ekki við gildandi lög EES og að ekki verð gefin eftir réttur til þess láta dæma um lögmæti ríkisábyrgðarinnar.
Hérna er greining á því sem allir ættu að lesa þetta er langt en Ómar skilur til hvers tilskipunin um innistæðutryggingar er og það er lykillinn að vörninni.
Guðmundur Jónsson, 5.8.2009 kl. 22:48
Hérna er mín spurning, er hægt að fá óháða aðila til að skoða okkar réttarstöðu og komast að einni niðustöðu, lagalega séð : er hægt að beita okkur hryðjuverkalögum þar sem báðir aðilar eru í NATO, banki í EINKA-eign er ekki klafi á þjóð, hvers vegna heldur Stonemask J að með því að svikja sinn málstað að það þjóni hagsmunum mínum??? (ef ég hefði ráðherralaun, þá tæki ég nánast hverju sem er líka)... Þetta lið er gjörsamlega veruleika firrt ef það heldur að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um gjaldþrot Íslands.
Sverrir Þór Magnússon, 5.8.2009 kl. 22:55
Það á að hafna þessu Birgitta og annað á ekki að koma til greina.
Svo er hægt að senda þeim kurteislegt bréf, svona svipað og slengt var framan í okkur með hryðjuverkalögum og benda þeim á að tala við okkur þegar þeir koma niður á jörðina
(IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 23:26
Nákvæmlega Sverrir. Eru NATÓ þá ekki orðin hryðjuverkasamtök?
Theódór Norðkvist, 5.8.2009 kl. 23:41
Þetta er komið í meiri farsa enn kjafæði og gróa gætu framleitt, það á að setja þetta undir þjóðaratkvæðiigreiðslu og þá með öllum þeim upplýsingum sem þingmenn hafa, við sem þjóð: völdum valdið pg þar höfum við valdið.
Sverrir Þór Magnússon, 5.8.2009 kl. 23:58
Ég vil leyfa mér að skirfa ESB-leikinn/afleikinn á pólitískt reynsluleysi eða mistök.
En ég er viss um að þú ert á réttri leið Birgitta. Vonandi ertu ekki ein um það í þingflokknum.
Páll Blöndal, 6.8.2009 kl. 01:06
Nú kætast ESB sinnarnir, en ekki ég. Ég er algjörlega á móti því að þessi IceSlave samningur verði samþykktur, hvort sem skilyrði eru samþykkt eða ekki. Samningurinn er ekki boðlegur. Ég ráðlegg þér að lesa bloggið hans Marinós -> http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.8.2009 kl. 01:53
ég er búinn að því Jóna.
Ég hef mótmælt Icesave frá upphafi en stutt ESB.
Viltu sem sagt henda Icesave samningnum í ruslið?
Páll Blöndal, 6.8.2009 kl. 02:09
Algeng og þekkt leið til að hafna samningi
er að koma með tillögu að öðrum.
(hér í formi sterkra fyrirvara)
Það sem vinnst með því er fyrst og fremst það að þá erum við
ekki að hafna samningaleiðinni heldur komum við ábyrgðinni
yfir á viðsemjendur okkar. Ef fyrirvararnir eru það sterkir en samt
vel orðaðir þá verða þeir að hafna samningnum.
... og við getum nýtt okkur þá stöðu til áróðurs.
við getum þá bent á óbilgirni þeirra en ekki öfugt.
Það þykir frekar heimskulegt að æða beint í andstæðinginn
eins og naut.
Páll Blöndal, 6.8.2009 kl. 03:21
Birgitta,
Gott og vel, svo lengi sem fyrirvararnir gera samninginn klárlega ógildan, og setja einhver efri mörk á ábyrgðina sem samfélagið þolir.
Ég tel farsælast að ríkisábyrgðin verði með fastri hámarkstölu, t.d. 600 miljónum Evra. Fyrir þessu eru tvær ástæður.
Sú fyrri er að klárt hámark á ríkisábyrgð mun standast fyrir breskum dómstólum, ef Bretar og Hollendingar ákveða að sætta sig við fyrirvarana, og nýi samningurinn verður að öðru leyti óbreyttur þeim gamla. Almennt orðalag um auðlindavernd eða endurskoðunarákvæði er stórhættulegt, þar sem það getur verið túlkað út og suður eða dæmt marklaust fyrir dómi.
Seinni ástæðan er þessi. Greiðsluþak upp á prósentur af þjóðarframleiðslu er ekki eitthvað sem almenningur erlendis getur skilið, en með föstu þaki er hægt að kynna gagntilboðið með skýrari hætti. 600 miljón Evrur gera 2 þúsund Evrur á mann, og yrði klárlega stærsta skuldbinding nokkurrar þjóðar í erlendri mynt vegna bankahruns í veraldarsögunni.
Og af hverju 600 miljón Evrur? Þetta er mitt mat á því hvað er nógu lítið til að samfélagið standi undir því, og nógu mikið til að ekki náist samstaða um að stöðva utanríkisviðskipti landsins eða herja á þau með refsitollum.
Ari Eiríksson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 03:44
Mér finnst nú að mæting á kertafleytingu skipti mun minna máli heldur en alvöru tækling á þessu ice-slave dæmi. Í samningagerð sem þessari skiptir það fullkomlega öllu máli að þjóðkjörnir þingmenn standi hið minnsta í sínum eigin stígvélum og uppréttir með kollinn í lagi, frekar en að fleyta vaxi um tjörnina.
Það væri reyndar hægt að eyða árinu í það, - hvar eru kertafleytingar fyrir annars vegar Tokyo, Dresden, og Hamborg, og dettur nokkrum í hug að fleyta kertum fyrir Manila, London, Varsjá og ...Pólland?
Verður fleytt kertum fyrir gjaldþrota ÞJÓÐ sem sagði bara já og humm við öllum tillögum og fór svo að fleyta kertum? Tja, kannski verður hægt að skíra þennan dag "The Icelandic Enola Gay-day"
Jón Logi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 06:30
Passaðu þig á pólitíkinni Birgitta hún á það til að bíta. Það sem mér finnst varahugavert við að samþykkja icesave með kurteislegu nei-i kemur fram í hinu fornkveðna "já yðar sé já, nei sé nei, það sem um fram er kemur frá hinu illa".
Magnús Sigurðsson, 6.8.2009 kl. 09:13
3) er besti kosturinn fyrir þá sem búa við fulla frystikistu, og í fjárhagslegu öryggi, líka besti kosturinn til að sýna heiminum í fulla hnefanna hvað íslenskri þjóð finnst um þessa nauðung.
How very Icelandic..How very, very Icelandic.........
"Now is the time to put up our fists and show the world who we really are...... !!!!! Oh Dear......Oh Dear..........
Eirikur , 6.8.2009 kl. 11:36
Í pólitík er ekkert sem heitir "PEN" neitun, annaðhvort segir maður JÁ eða NEI að halda öðru fram er bara "barnaskapur".
Jóhann Elíasson, 6.8.2009 kl. 13:04
Jóhann
ertu búinn að gleyma YES minister?
pen neitun gæti einmitt verið YES, but.
Páll Blöndal, 6.8.2009 kl. 13:35
Við þurfum að fara að dusta rykið af víraklippunum og siga Gæslunni á Breta, Cod War IIII er við sjóndeildarhringinn , reyndar þarf að skipta um í brúnni fyrst, þar eru ekkert nema druslur og gungur sem stýra þjóðarskútunni, svo ég noti nú orð SJS, ég skal berjast til síðasta blóðdropa því ekki skal ein króna af minni innkomu fara í að greiða þennan þrælasamning.
Ég er farinn að hallast að því að það sé best að samþykkja þetta með þessum sterku fyrirvörum og við það er þessi samningur ónýtt plagg því þá vilja Bretar og Hollendingar gera nýjan samning sem þeir geta troðið þangað sem sólin aldrei skín og málið sent til dómstóla.
Svo má heldur ekki gleyma að Grænlendingar og Norðmenn eru ESB andstæðingar og verða það vonandi áfram og ef við fellum ESB aðild(sem ég hef fulla trú á) þá getum við stofnað samband okkar á milli því það eru að opnast siglingaleiðir um norðurheimskautið, svo við sitjum á gullnámu hvað það varðar í náinni framtíð.
Sævar Einarsson, 6.8.2009 kl. 14:00
Flestir hér, þar á meðal Þráinn, virðast ekki skilja þetta ofureinfalda komplott. Þetta gengur út á að senda boltann yfir til viðsemjenda okkar. Við sínum áfram samnings og sáttavilja en það kemur í þeirra hlut að rifta gerðum samningum. Það er gott fyrir okkar samningsstöðu.
Það er mjög erfitt að sjá hvernig svo afgerandi breytingar á skilmálum geta farið fram einhliða og hlýtur þetta að fara svo að ríkisábyrgðinni verði hafnað af Hollendingum og Bretum.
Á móti kemur að þetta er ekki slæm samningatækni og látum við viðsemjendum okkar eftir að rifta samningnum. Þá hefst samningaferlið að nýju og mögulega og vonandi málaferli.
Þetta segi ég með fyrirvara um að þau ákvæði séu í samningnum sem verða að vera.
Það verður að vera þak á greiðslum þannig að þær fari ekki upp fyrir vissa prósentu af tekjuafgangi. Það verður að vernda málshöfðunarrétt þjóðarinnar. Endurskoðunarákvæðin verða að vera skýrari.
Ef ákvæðin sem lúta að þessum þáttum halda hvað varðar ábyrgð ríkisins, þá sé ég þetta sem rétta leið.
Bestu kveðjur Birgitta, kool að sjá Borgarahreyfingarfólk vega og meta málin jafnt og þétt, víkja sér undan krókum.
Stefnuskrá miðast alltaf við að flokkur verði einn í stjórn. Borgarahreyfingin er í stjórnarandstöðu fyrir þá sem eru búnir að gleyma því.
En hér eru margir Samfylkingarmenn að rífa niður XO, sést langar leiðir - fúlir yfir því að samningarnir sem þeir hafa talað fyrir sem eru rusl og ekki boðlegir, skuli ekki fara í gegn um þingið.
Um að gera að níða niður Borgarahreyfinguna, reyna að draga þingmenn hennar niður á ykkar plan.
sandkassi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 15:02
Mikið rétt Gunnar W.
Ég sem Samfylkingarmaður fellst ekki á að ég sé að rífa niður það sem Birgitta er að gera.
Þvert á móti er ég að styðja hennar leið.
Ég hef margoft bent á það í mínum skrifum að fara þá leið að samþykkja með sterkum og/eða jafnvel óaðgengilegum fyrirvörum.
sbr. 3:21
Páll Blöndal, 6.8.2009 kl. 15:42
með nokkrum undantekningum, tja Páll þú ert nú einnig að tala um ESB málið sem afleik hjá XO.
Það er náttúrulega ekki í lagi.
Ef fólk vill fá framkvæmd á stefnuskrá einhvers flokks óháð veðrum og vindum þá er betra að láta bara vel hannað tölvukerfi sjá um þetta, keyra þetta síðan allt í klessu í samræmi við stefnu sem er ekki í takt við líðandi stund, veður og vinda.
Svo eru náttúrulega þeir sem taka engum sönsum og stoppa ekki fyrr en einhver annar stoppar þá samanber Samfylkingin.
Er það ekki skrýtið að El Pais á spáni skuli í rauninni álíta Íslenska ESB-sinna vera að leita sér að sértrúarsöfnuði? að einungis einn flokkur standi að umsókninni og þingstuðningur sé svo rýr og einlitur að það getur ekki talist lýðræðislegt ferli. Er þetta kannski einhverskonar skortur á kynningarstarfssemi þarna eða hafa ritstjórar El Pais kannski bara rétt fyrir sér?
Þá þíðir nú lítið að freta yfir álit einnar þjóðar ef þið ætlið í ESB?
En við getum alltaf sent Jón Sigurðsson til Spánar og látið hann traktera liðið.
sandkassi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:03
Birgitta !!! Þú ert rétt manneskja á réttum stað. Virkilega er ég stolt af þér, ég veit að þú tekur ekki við neinum "blóraböggli" frá samfylkingunni. Í raun og veru eru þið Ögmundur einu perlurnar á skítahaugnum þarna í alþingi.
J.þ.A (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:45
Burtséð frá pólitískum skoðunum mínum,
þá held ég að ESB upphlaupið hafi skemmt mikið fyrir XO.
Flokkurinn klofinn.
Lesið bara samskipti Þráins og Birgittu hér ofar.
Til þess að ná pólitískum árangri þarf samstöðu.
Sundrung er því miður akkilesarhæll svona framboða.
Páll Blöndal, 6.8.2009 kl. 16:57
Páll,
Það er skoðanaágreiningur í öllum flokkum og ætti ég ekki að þurfa að benda á það því dæmin eru allt í kringum okkur. Kannski þó fyrir utan þinn flokk þar sem að allir kjósa, tala, borða og dansa sem einn.
Ég tel það bara mjög jákvætt enda lýðræðislegt.
ESB upphlaupið skemmdi ekki fyrir XO heldur þverrt á móti jók flokkurinn fylgi sitt. Flokkurinn þarf síðan að takast á við sín mál innbyrðis, það er pólitík og segir okkur að flokkurinn eigi breiðari hljómgrunn heldur en menn vildu meina.
Borgarahreyfingin er með hjartað á réttum stað og það getur aldrei verið akkilesarhæll.
sandkassi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 17:19
Gunnar,
Þú mátt stimpla mig eins og þér sýnist.
En ég var mjög ánægður með velgengni XO í kosningunum og
óska ég þeim velgengni og geri enn.
Mér þætti mjög miður ef þessi tilraun rynni út í sandinn.
Þegar ég er að tala um sundurleitar skoðanir, þá er ég að tala um
gamla góða "sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum"
Það á við ALLA. Grunnskólabörn vita þetta.
Það er eitt að hafa mismunandi skoðanir, en annað að bera þær á torg.
Og rífast á torgum.
Það gefur andstæðingnum einfaldlega frítt spil.
Páll Blöndal, 6.8.2009 kl. 17:38
já já, þarf ég að minna þig á Ágúst Ólaf Ágústsson varaformann Samfylkingarinnar og atlögu hans að Ingibjörgu Gísladóttur?
Síðan hefur maður séð samflokksmenn senda hver öðrum svona smá skeyti á bloggum og flokkar renna ekkert út í sandinn við það.
Sjáðu Pétur Blöndal, hvað er hann búin að standa oft upp í hárinu á Sjálfstæðisflokknum í gegn um tíðina?
sandkassi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 19:01
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/926574/
Páll Blöndal, 6.8.2009 kl. 19:48
Birgitta, stattu í lappirnar. Það sem þið eruð að gera er hárrétt að mínu mati. Icesave hverfur ekki, við þurfum að tækla þennan gjörning svo best verði. Icesave hugtakið er löngu komið út fyrir hvað sé rétt eða rangt, réttlæti á ekkert heimili í þessu máli !! Fólk verður að átta sig á því !
Ég hata þennan samning og allt sem honum tengist, en geri mér þó grein fyrir því að eitthvað verður að gera.
Eftir síðustu seinkun/þvingun frá AGS þá sá ég það kristaltært að undankoma er ekki lengur valkostur.
Líklega er best að reyna að setja fyrirvara á samninginn(ef það er hægt), safna vopnum okkar, krafti og vinum, vona að aðrar "viðurkenndar" þjóðir lendi í sömu vandræðum (það er ALLS ekki ólíklegt) og skoða svo ástandið að sjö árum liðnum.
Eitt er víst... við sleppum EKKI frá þessu níðingsverki "vinaþjóða okkar !!
Ef sagan gengur í hringi, þá er næsta víst að stórt stríð komi út úr þessari kreppu og þá er aldrei að vita nema staðsetning Íslands gefi okkur möguleika á nýjum samningi ef nauð skekur "vinaþjóðir" okkar.
Annað eins hefur nú gerst...
runar (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:24
ég sé að við erum nokkuð sammála um þetta mál.
Þetta er flott Birgitta,
sandkassi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 20:59
Enginn þingmaður mætti
Var þetta að segja nei á penan hátt líka ? ég er ekki sáttur
Sævar Einarsson, 7.8.2009 kl. 00:38
Ég spyr nú bara. Hver er afstaða XO í Icesave-málinu?
Er Birgitta ein eða erum við að tala um fjórar ólíkar skoðanir?
Páll Blöndal, 7.8.2009 kl. 00:52
Ég verð nú að viðurkenna Páll minn að ég var að uppgötva þetta mál þar sem að ég hef lítið séð af fréttum í dag.
Ég er á þeirri skoðun að Þráinn eigi bara að ganga sem fyrst til liðs við Samfylkinguna, þar á hann heima.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 01:05
Bíddu nú við GW,
Þráinn segir hér að ofan að hann ætli EKKI að styða Icesave
Ég mun greiða atkvæði gegn Icesave-samningi Svavars og félaga og tel að með því sé ég að framfylgja stefnu Borgarahreyfingarinnar - sem Birgittu er allt í einu orðin svo hjartfólgin (með fyrirvörum).
Þráinn Bertelsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 20:20
Er þetta ekki pínulítið öfugsnúið?
Birgitta ætlar að samþykkja (með fyrirvörum)
Veit einhver hvað hin 2 ætla að gera?
Páll Blöndal, 7.8.2009 kl. 01:31
Alltaf skal maður vera of fljótfær á sér, afsakaðu Birgitta, var að lesa ástæðuna hér hvers vegna þú komst ekki, en engu að síður má þessi hreyfing ekki klofna, það má ekki ske, það er eitt erfiðasta mál íslandssögunar undir fallöxinni.
Sævar Einarsson, 7.8.2009 kl. 02:38
Páll,
ég treysti því að þau noti sína dómgreind og afgreiði Icesave málið á efnislegum forsendum dagsins í dag.
Ef ekkert þeirra kýs eins þá er mér sama svo lengi sem þau fara eftir eigin sannfæringu.
sandkassi (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 10:56
Þetta er orðið döfull erfitt mál. Við (íslendingar) erum eiginlega búin að mála okkur út í horn og það væri sigur í stöðunni eins og hún er að ná inn einhverjum fyrirvörum. Einna mikilvægast væri að skýra endurskoðunnarákvæðið þannig að AGS komi þar hvergi nærri. Það er lögu ljóst að þeim þeim er ekki treystandi í þessarri deilu
Sævar Finnbogason, 8.8.2009 kl. 15:57
Ég er sammála þeirri skoðun, að samþykkja IceSave með fyrirvörum er það sama og að segja nei á penan hátt. Kannski ekki lögfræðilega, en þetta er nú eins og er miklu frekar pólítískt mál hvort sem er.
Það sem ekki hefur verið mikið talað um ennþá, en verður samt mjög mikilvægt, er hvernig kynningin á okkar málstað verður haldið fram eftir að Alþingi samþykkir samninginn með fyrirvörum. Strax sama dag verður þetta stórfrétt sem mun fara út um allan heim. Við munum hafa í mesta lagi 1-2 daga til að koma því á framfæri af hverju þessir fyrirvarar voru nauðsynlegir.
Bretar og Hollendingar munu ekki sitja auðum höndum á meðan og munu strax halda því fram að við höfum brotið samninginn. Við þurfum að vera viðbúin þessu fyrirfram og svara um leið í erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu.
Við höfum góðan málstað, en ef við látum Bretana og Hollendingana eina um hitunina, þá mun hann ekki koma fram. Þeir munu að sjálfsögðu aðeins skýra út málið út frá sínum forsendum.
Þar sem ríkisstjórnin sjálf stóð fyrir samningnum sem ekki var samþykktur, verður það sjálfkrafa mjög erfitt fyrir hana að skýra okkar málstað út á við. Þess vegna verður það einna helst að koma í hlut einstakra þingmanna sem stóðu að fyrirvörunum að kynna málið.
Til dæmis væri góð hugmynd að skrifa bréf Evu-style, sem þingmenn úr öllum flokkum mundu skrifa undir og senda síðan beint til erlendra fjölmiðla. Síðan þarf að velja nokkra þingmenn sem mundu bjóðast til að fara í viðtöl við erlendar sjónvarpsstöðvar. Aðalmálið er að koma okkar málstað á framfæri eins fljótt og auðið er, áður en það er of seint.
Varðandi hvað gæti komið fram í bréfinu, þá eru nokkrar hugmyndir ræddar hér í eftirfarandi athugasemd á icenews.is:
http://www.icenews.is/index.php/2009/07/29/more-members-of-parliament-against-the-icesave-deal/#comment-88161
Bjarni Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 04:51
Hárrétt Bjarni. ÞAÐ VERÐUR að hafa á hreinu öfluga kynningarherfeð og hún verður að fara að stað í gær.
Sævar Finnbogason, 10.8.2009 kl. 02:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.