Leita í fréttum mbl.is

leyndo.is

Úr dagbók þingmanns sem ég skrifa og er birt í viku hverri í helgarblaði DV - ég tek það fram að ég þigg engar greiðslur fyrir þessa pistla aðrar en að fá blaðið í áskrift.

Afbrigðileg afbrigði

Þingið nær ekki að hafa stjórn starfáætlun sinni vegna þess að ríkisstjórnin sem lemur þingið áfram með því að ítrekað misnota svokölluð afbrigði á þingstörfum. Ég veit ekki hvort að almenningur sé meðvitaður um hvað þessi afbrigði eru eiginlega, í stuttu máli eru þau einfaldlega leið framkvæmdavaldsins að keyra mál í gegnum þingið á afbrigðilega stuttum tíma. Stundum er vissulega þörf á að afgreiða lagafrumvörp á stuttum tíma en oftast er það nú svo að þingmál verða að fá nauðsynlegan tíma í nefndum til að koma í veg fyrir mistök vegna of mikils hraða í úrvinnslu. Því hef ég tekið þá ákvörðun að greiða helst ekki atkvæði með þessum afbrigðum. Ég skil ekki af hverju þingmenn samþykkja alltaf þetta fyrirkomulag, þó svo að þeir segjast vera á móti flýtimeðferð af þessu tagi. Vandamálið við svona hraðmeðferð er að manni er gert það ómögulegt að kynna sér til þaula frumvarpið og kanna hvort að það sé með sanni til bóta fyrir þjóðina. Mér skilst á þeim sem hafa starfað lengi á þinginu að þetta sé einskonar herkænsku aðgerð hjá stjórnvöldum til að halda þingmönnum óupplýstum og fá sínu fram. Það getur varla verið skynsamlegt að haga málum þannig.

leyndo.is

Aðferðinni til að halda þingmönnum óupplýstum er einmitt beitt í einu stærsta máli íslandssögunnar: Icesave. Við fengum gögnin afhent um hálftíma eftir að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar átti að byrja – gegnsæisblaðamanafundur. En gögnin voru heldur rýr, það var að finna frumvarpið um ríkisábyrgðina, samninginn og lista yfir gögn sem við mættum sækja inn á nefndarsvið sem væru hugsanlega mögulega trúnaðargögn. Á þessum tíma stóð yfir þingfundur en á hann var gert stutt  stutt hlé á meðan Jóhanna spjallaði við blaðamenn um gögnin sem við vorum ekki enn farin að sjá. Síðan hélt þingfundur áfram og ég fór heim án þess að ná því að fá hugsanleg trúnaðargögn í hendurnar. Fann þau reyndar inni á island.is, öll með tölu og skyldi ekki af hverju við gátum ekki bara fengið senda slóðina í þetta í stað þess að standa í þessu ljósritunarveseni inni á nefndarsviði. Þegar ég svo mætti í vinnuna næsta dag beið mín þykk mappa sem á stóð Icesave-gögnin frá Utanríkisráðuneytinu með rauðum stimpli sem á stóð: TRÚNAÐARMÁL – ég opnaði möppuna góðu og sá þá að þarna voru engin trúnaðargögn heldur allt það sem ég hafði rekist á inni á island.is – m.a. fréttatilkynningar og annað sveipað miklum dularhjúp. Kannski var þetta leyndó dæmi einhver svona embættismannahúmor☺ Annars þá sat ég í dag í herbergi með einstaklega indælum starfsmanni nefndarsviðs sem mun víst vera mesti alþingisnörd landsins en hans hlutvert er að gæta þess að við þingmenn hlaupumst ekki á brott með aðra möppu sem er með “alvöru” trúnó upplýsingum. Mappan innihélt slatta af skjölum sem ég botna ekkert í að séu trúnaðarskjöl og að þjóðin megi ekki vita hvað innihaldi. Það var ekkert í þessari möppu sem kom mér á óvart – í raun og veru þá staðfesti innihald hennar bara það sem ég hef heyrt víðsvegar um samfélagið: við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð. Við erum undir landshöfðingja komin sem er einskonar hlutafélag og þetta hlutafélag heitir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og stórir hluthafar í þessu hlutafélagið eru Bretland og Holland, það skyldi því ekki koma neinum á óvart ef samningurinn sé okkur ekki í hag ef þeir sem sátu í samninganefndinni nutu ráðgjafar AGS. Það má auðvitað aldrei gleymast að AGS er með sanni engin góðgerðasamtök og það kann ekki góðri lukku að stýra ef yfirvöld rugla þeim við ABC samtökin.

Ég ætla að róa ríkisstjórnina aðeins, því það er ekkert gaman að standa í þessu Icesave máli fyrir þau: ég mun aldrei gera atlögu að henni þó að ICESlave samningurinn verði felldur, né aðrir félagar mínir í þinghópi Borgarahreyfingarinnar.


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er svívirðilegt. Þið þingmenn eruð fulltrúar fólksins sem er ætlað að borga og það er brot við sjálfa stjórnskipunina og fólkið í landinu að veita ykkur ekki fullan aðgang tafarlaust.

Sigurður Þórðarson, 4.7.2009 kl. 01:15

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skuldir Íslands vs. ríkissjóðs:

Á borgarafundinum, í síðustu viku, sagði Steingrímur J., að skuldir ríkisins, væru rúmlega 1,5 landsframleiðsla. En, skv. nýjum upplísingum, eru þær hvorki meira né minna, en 2,5.

En, ef við erum að tala um skuldir Íslands sem heild, þá erum við að tala um umtalsvert hærri tölur. En, skv. 1. ársfjórðungsskýrslu Seðlabanka Íslands, fyrir árið 2009, eru heildar erlendar skuldir þjóðarbúsins, 4.580 milljarðar króna. Inni í þessari tölu, eru skuldir þrotabúa gömlu bankanna, sem skýrir hrollvekjandi hæð heildarsummunnar, áður en eignir eru dregnar frá, en einnig Landsvirkjunar, Orkuveitunnar og sveitarfélaga. Þannig, að 4.580 eru nettó erlendar skuldir þjóðarbúsins. Ekki, veit ég, af hverju menn, eru stöðugt með, einhverja talnaleikfimi. En augljóslega, skapar hún tortryggni. Þarna, er þá sannleikurinn kominn í ljós.

Ég veit ekki um ykkur. En, mér finnst sannleikurinn vera sannkölluð hrollvekja.

Seðlabanki Íslands: 1. ársfjóðrungur 2009

"Hrein staða við útlönd var neikvæð um 4.580 ma.kr. í lok fyrsta árs¬fjórðungs og réttist af um rúma 131 ma.kr. frá síðasta fjórðungi. Erlendar eignir námu 8.479 ma.kr. í lok ársfjórð¬ungsins en skuldir 13.059 ma.kr."

Af þessu er ljóst, að skuldir Íslands, eru gríðarlega alvarlegar. Það er ekki hægt, með sanngirni, að láta eins og að heildar skuldastaða þjóðfélagsins, sé eitthvert auka-atriði. Ríkið, er ábyrgt fyrir skuldum Landsvirkjunar, ef hún lendir í erfiðleikum. Önnur íslensk ríkisfyrirtæki, eru einnig á ríkisábyrgð. Ríkið, getur ekki heldur látið, eins og gríðarlega erfið skuldastaða sveitarfélaga, sem mörg hver eru einnig að bera erfiðar byrðar í formi erlendra lána, komi því ekkert við. Því, ef sveitarfélag fer í þrot, þá lendir allt klabbið á ríkinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.7.2009 kl. 01:56

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með landsstjórn AGS strax.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.7.2009 kl. 03:12

4 identicon

Hvet fólk til að lesa þessa skýrslu

http://www.imf.org/External/spring/2009/imfc/statement/eng/arg.pdf

 Þar kemur fram að opinberar skuldir Argentínu voru árið 2003 140 % af þjóðarframleiðslu en eru nú 40%. Gjaldeyrisvarasjóður þeirra er um það bil 16% af vergri þjóðarframleiðslu og 64% af skuldum í erlendum gjaldeyri.

Öfundssverð staða, sem tókst að ná fram á 6 árum.

Doddi D (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband