24.6.2009 | 07:33
Samantekt á IceSave farsanum (í löngu máli)
Mjög upplýsandi og fræðandi samantekt eftir Petur Richter um Icesave... Dreifi henni hér með, af fengnu leyfi frá höfundi. Myndefnið er frá mér.
Ástæða þess að ég fór út í að reyna að meta skuldbindinguna vegna IceSave er að eftir 12 ára starf í banka tel ég mig vera farinn að skilja áhrif vaxta á skuldir. Þetta virtist eitthvað vefjast fyrir stjórnvöldum þar sem þau kynntu væntanlega skuld okkar vegna IceSave alltaf sem X ma.kr auk vaxta. Vitandi það að "auk vaxta" væri líklega hærri upphæð en skuldin reiknaði ég þetta út, og má sjá nýjustu niðurstöðu í næsta Note frá mér.
Eftir að hafa reiknað út skuldbindinguna, fór ég að velta fyrir mér þessum góðu eignum í Bretlandi sem ættu að koma á móti skuldinni. Alltaf var talað um eignasöfn í Bretlandi, en eftir smá grams á netinu fann ég kynningu á efnahagsreikningi Landsbankans sem birt var í febrúar en miðaðist við 14. nóvember 2008. Þá kom tvennt í ljós
1) Eignirnar eru að stærstum hluta útlán og þá til innlendra aðila (en í gjaldeyri)
2) Eignirnar eru metnar um 1.195 ma.kr.
Mér létti mjög við þetta þar sem þetta leit ekki illa út á þessum tímapunkti. Eignir upp á 1.195 ma.kr. en skuldbinding upp á tæpa 700 ma.kr. Það þyrfti að verða gríðarlegur eignabruni hjá Landsbankanum til að við fengjum ekki allt upp í skuldbindinguna.
Eina sem truflaði mig var að Jóhanna forsætisráðherra var alltaf að tala um að samninganefndin gerði ráð fyrir að 75% næðist upp í skuldbindinguna með eignum Landsbankans, og að virt ensk endurskoðunarskrifstofa hefði eftir skoðun á lánasafninu komist að þeirri niðurstöðu að það næðust jafnvel 95%.
Hvernig gátu 1.195 ma.kr. eignir lækkað í 525 ma.kr (75%) til 665 ma.kr. (95%) á ekki lengri tíma?
Þegar hér var komið í sögu var ljóst að það þyrfti að birta samninginn, ekki seinna en strax. Það var eitthvað sem ekki stemmdi.
Það fóru á þessum tímapunkti að leka valdar fréttir um samninginn (t.d. að það væri ákvæði um endurskoðun og nýtt mat á eignasafninu)
Þann 11. júní síðastliðinn birtist síðan í vefriti fjármálaráðuneytisins smá frétt um samninginn þar sem aðallega var verið að réttlæta 5,55% vextina á lánið. Það sem var skondið nið þessa umfjöllun var að þar voru lánin allt í einu orðin hærri í erlendum myntum (GBP og EUR) en þegar samningurinn var kynntur. Hvað var eiginlega í gangi. Vissu menn ekki hvað þeir voru að skrifa undir?
Þann 15. júní fóru ýmsir að hafa samband við mig sem eru mun lögfróðari en ég og benda mér á tvennt. Annars vegar að vegna laga um slitastjórnir væri varla hægt að borga inn á IceSave lánið með eigum Landsbankans fyrr en í fyrsta lagi eftir kröfulýsingarfrest (sem er í nóvember 2009) Hins vegar er það óvissa um hvort hægt væri að nota eigur Landsbankans til að greiða vextina af láninu, þar sem þeir falla ekki undir forgangskröfur.
Reyndar er það svo að nýlegar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki heimila að greiða fyrr út forgangskröfur en þá þarf að vera vissa fyrir því að greiða út allar jafnar forgangskröfur að fullu eða að jöfnu. Því er ennþá möguleiki á að skilanefnd Landsbankans geti byrjað að greiða inn á samninginn áður en kröfulýsingarfrestur rennur út, þ.e. ef IceSave samningurinn verður samþykktur.
Á þessum tímapunkti (16. júní) brást mér þolinmæði og sendi öllum alþingismönnum Íslands tölvubréf þar sem ég setti fram nokkrar spurningar og staðreyndir varðandi IceSave samninginn. Viðbrögð voru þokkaleg, sérstaklega frá VG.
Þann 18. júní var síðan rætt um samninginn á Alþingi. Í þeim umræðum kom meðal annars fram að forsætisráðherra teldi að samningurinn ætti að bæta lánshæfismat landsins, sérstaklega þar sem fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn hefðu sagt það. Það hafði reyndar láðst að spyrja lánshæfismatsfyrirtækin sjálf.
Þetta er gríðarlega mikilvægt atriði, þar sem erlendar skuldir, bæði ríkis og ekki síst opinberra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar og Orkuveitunnar, eru verulegar og lánshæfismat ríkisins er einu skrefi fyrir ofan ruslbréf (e. junk bond). Fari lánshæfismat ríkisins niður í rusl, getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðinga, svo sem að margir fjárfestar megi hreinlega ekki eiga skuldabréf/skuldir þessara fyrirtækja.
Þennan dag var síðan tilkynnt að birta ætti samninginn. Eftir að hann var síðan birtur upphófst heljarmikill sirkus varðandi lögfræðina bak við þennan samning, en þar sem ég er bara vesæll verkfræðingur og bankamaður reyndi ég að sneiða framhjá þeim umræðum. Forsendur útreikninga minna stóðust ágætlega, en sumt var nokkuð óljóst í samningnum (eða ég svona lélegur í ensku lagamáli)
Ég var ennþá að klóra mér í hausnum yfir því af hverju 1.195 ma.kr. eignir dygðu ekki fyrir 700 ma.kr. skuld. Eftir að hafa verið í viðtali í Speglinum á Rúv vegna þessa máls fórust mér að berast hinar ýmsu upplýsingar úr stjórnkerfinu og fjármálakerfinu um samninginn og hvernig raunverulega hann virkaði.
Til dæmis fékk ég loksins skýringu (sjá neðst í forsendum) á því af hverju 1.195 ma.kr. eignir duga ekki fyrir 700 ma.kr. skuld. Það er af því að Bretar og Hollendingar eiga líka forgangskröfu á eignirnar fyrir því sem þeir tryggðu umfram innistæðutryggingu samkvæmt tilskipun ESB. og því fengju þeir í raun ca. 630 ma.kr. forgangskröfu í eignirnar á móti 700 ma.kr. kröfu okkar, en þessar kröfur væru jafnréttháar.
Það þýðir á mannamáli að það er ekki krækiber í helvíti að það náist að borga upp alla skuldbindinguna og hvað þá vexti.(afsakið orðalagið)
Fram að þessum tímapunkti var ég á því að við þyrftum að taka þessa skuldbindingu á okkur þar sem kostnaðurinn við að hafna ríkisábyrgðinni og þar með samningum væri of há vs. að samþykkja samninginn. Þarna snérist ég alveg. Þessi samningur gerir ekkert annað en að lengja í hengingarólinni, eða eins og einhver kallaði samninginn "stærsta kúlulán sögunnar".
Ég fékk líka upplýsingar fyrir helgi um að eitthvað væri bogið við túlkun stjórnvalda á skýrslu "virtu ensku endurskoðunarskrifstofuna
r" á eignasafni Landsbankans. Ég sendi nokkrum þingmönnum tölvupóst.
Eitt mega stjórnvöld eiga. Þann 21. júní voru loksins komnar mjög ýtarlegar upplýsingar inn á island.is um samninginn, skýringar, fylgiskjöl og Q&A. Þar á meðal var hin margrædda skýrsla "virtrar enskrar endurskoðunarskrifstofu" og viti menn. Þetta er skýrsla um hvernig sveitarfélög eigi að fara með kröfur sínar á hendur íslensku bönkunum og dótturfélögum þeirra. Á einni blaðsíðu af 15 kemur fram að þeir hafa notað sömu kynningu og ég fann á netinu um eignir Landsbankans og reiknað sig fyrst í 90% heimtur upp í skuldir (1.330/1.195=90%) en vegna óvissu um verðmat á eignum milli gamla og nýja Landsbankans gáfu þeir sér að þetta gæti hækkað í 100%, en tóku síðan meðaltalið og fengu 95%. Ég hefði geta metið þetta á 5 mínútum.
Þannig var nú það, upplýsingarnar frá virtu ensku endurskoðendunum voru í raun unnar upp úr glærukynningu Landsbankans en ekki eftir skoðun á þessum blessuðu eignum sem eiga að standa bak við þetta. Erum við þá komin í hring?
Stjórnvöld virðast líka hafa gleymt að lesa alla skýrsluna. Á blaðsíðu 13 er farið yfir áhættuþætti varðandi mat á hvað fáist upp í skuldbindinguna. Þar kemur fram að það sé líklegt að aðrir kröfuhafar fari í mál til að reyna að fella neyðarlögin (þar sem innlán voru sett í hóp forgangskrafna) og ef þau falli er líklegt að það fáist eingöngu 33% upp í kröfuna !!!
Þann 22. júní var haldinn fundur í efnahags- og skattanefnd þar sem umræðuefnið var IceSave samningurinn. Var skilanefnd Landsbankans boðið. Þar var síðan staðfest það sem ég hafði verið að velta fyrir mér, þ.e. vextir af láninu eru ekki forgangskröfur og falla að fullu á íslenska ríkið og að við deilum aðgangi að eignum Landsbankans með hinum forgangskröfuhöfunum (Bretum og Hollendingum).
Þetta er sem sagt samantektin á IceSave farsanum séð frá mínum bæjardyrum. Einhvern veginn hefur sú tilfinning mín vaxið að kostnaðurinn og áhættan við að hafna ríkisábyrgðinni og þar með fella þennan samning hafi minnkað í hlutfalli við kostnað og áhættu við að samþykkja samninginn. Einhvern veginn fær maður það á tilfinninguna að þessi samningur geri ekkert annað en að lengja í hengingarólinni. Það verður reyndar spennandi að sjá lagafrumvarpið sem lagt verður fram á Alþingi varðandi ríkisábyrgðina, en þá hljóta stjórnvöld að koma með útreikninga á getu þjóðarbúsins til að standa við samningana. Eitt sem þarf að varast við slíka kynningu er að það er rangt að bera greiðslugetuna saman við landsframleiðslu, heldur þarf að bera hana saman við afgang af erlendum viðskiptum okkar, því við verðum að greiða þetta í gjaldeyri, ekki íslenskum krónum.
Svona er málið fram á þennan dag séð frá mínum bæjardyrum. Ég mun halda ótrauður áfram að djöflast í þessu máli. Nú voru að berast upplýsingar um að ríkisábyrgðin yrði lögð fyrir Alþingi á föstudaginn. Spurning um að mæta á pallana?
Eitt mega stjórnvöld eiga. Þann 21. júní voru loksins komnar mjög ýtarlegar upplýsingar inn á island.is um samninginn, skýringar, fylgiskjöl og Q&A. Þar á meðal var hin margrædda skýrsla "virtrar enskrar endurskoðunarskrifstofu" og viti menn. Þetta er skýrsla um hvernig sveitarfélög eigi að fara með kröfur sínar á hendur íslensku bönkunum og dótturfélögum þeirra. Á einni blaðsíðu af 15 kemur fram að þeir hafa notað sömu kynningu og ég fann á netinu um eignir Landsbankans og reiknað sig fyrst í 90% heimtur upp í skuldir (1.330/1.195=90%) en vegna óvissu um verðmat á eignum milli gamla og nýja Landsbankans gáfu þeir sér að þetta gæti hækkað í 100%, en tóku síðan meðaltalið og fengu 95%. Ég hefði geta metið þetta á 5 mínútum.
Þannig var nú það, upplýsingarnar frá virtu ensku endurskoðendunum voru í raun unnar upp úr glærukynningu Landsbankans en ekki eftir skoðun á þessum blessuðu eignum sem eiga að standa bak við þetta. Erum við þá komin í hring?
Stjórnvöld virðast líka hafa gleymt að lesa alla skýrsluna. Á blaðsíðu 13 er farið yfir áhættuþætti varðandi mat á hvað fáist upp í skuldbindinguna. Þar kemur fram að það sé líklegt að aðrir kröfuhafar fari í mál til að reyna að fella neyðarlögin (þar sem innlán voru sett í hóp forgangskrafna) og ef þau falli er líklegt að það fáist eingöngu 33% upp í kröfuna !!!
Þann 22. júní var haldinn fundur í efnahags- og skattanefnd þar sem umræðuefnið var IceSave samningurinn. Var skilanefnd Landsbankans boðið. Þar var síðan staðfest það sem ég hafði verið að velta fyrir mér, þ.e. vextir af láninu eru ekki forgangskröfur og falla að fullu á íslenska ríkið og að við deilum aðgangi að eignum Landsbankans með hinum forgangskröfuhöfunum (Bretum og Hollendingum).
Þetta er sem sagt samantektin á IceSave farsanum séð frá mínum bæjardyrum. Einhvern veginn hefur sú tilfinning mín vaxið að kostnaðurinn og áhættan við að hafna ríkisábyrgðinni og þar með fella þennan samning hafi minnkað í hlutfalli við kostnað og áhættu við að samþykkja samninginn. Einhvern veginn fær maður það á tilfinninguna að þessi samningur geri ekkert annað en að lengja í hengingarólinni. Það verður reyndar spennandi að sjá lagafrumvarpið sem lagt verður fram á Alþingi varðandi ríkisábyrgðina, en þá hljóta stjórnvöld að koma með útreikninga á getu þjóðarbúsins til að standa við samningana. Eitt sem þarf að varast við slíka kynningu er að það er rangt að bera greiðslugetuna saman við landsframleiðslu, heldur þarf að bera hana saman við afgang af erlendum viðskiptum okkar, því við verðum að greiða þetta í gjaldeyri, ekki íslenskum krónum.
Svona er málið fram á þennan dag séð frá mínum bæjardyrum. Ég mun halda ótrauður áfram að djöflast í þessu máli. Nú voru að berast upplýsingar um að ríkisábyrgðin yrði lögð fyrir Alþingi á föstudaginn. Spurning um að mæta á pallana?
Hagstæð ákvæði Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Gott yfirlit, takk!
Ívar Pálsson, 24.6.2009 kl. 08:41
Takk fyrir þetta Birgitta. Hver er sannleikurinn í því að við höfum um aldur og ævi afsalað okkur réttinum til að fara með þetta fyrir dómstóla? Er hægt að afsala sér slíkum rétti yfirleitt. Við erum beitt efnahagslegum þvingunum á meðan á samningsferlinu stendur.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 08:57
Þetta er ágæt samantekt hjá Pétri. Ég vil fá að sjá einhverja opinbera greiðsluáætlun til að sýna almenningi og þingmönnum hvernig ríkisstjórnin heldur að við getum greitt þetta. Miðað við hvernig ég hef reiknað þetta þá er ekki séns, þótt hér sé allt í bullandi uppgangi á næstu árum, að greiða lánið upp á næstu 15 árum. Við náum ekki að skapa 3-500ma.kr (geri ráð fyrir að lánið endi í því m.vöxtum) erlendan viðskiptaafgang á þessum lánstíma. Ríkisstjórnin getur ekki haldið það... það er alveg galið.
Anderson, 24.6.2009 kl. 09:55
Ég er hrædd við þetta Icesave. Í alvöru hrædd. Ég hef lesið allt um þetta sem ég kemst yfir fram og til baka og mér finnst þetta svo óljóst allt og skelfilegar upphæðir og ég bara sé engan ljósan punkt í að samþykkja þetta. Það verður bara að reyna að semja aftur. Við getum aldrei borgað þetta. Hvers eiga börnin okkar að gjalda? .... og hvað gengur VG og Samfylkingunni til? Er ekki allt uppi á borðunum? Sumir segja að Samfylking sé búin að semja um niðurfellingu á einhverju af þessu þegar við göngum í ESB en er það í lagi? Úff....
Soffía (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:05
Velkomin í heiminn. Svona er það þegar maður ætlar að spila í meistaradeild og tapar. Þá færist maður niður í baráttusætið eða í deildina undir. Ég hef djúpa samúð með þeim sem finnst þetta alltsaman óréttlátt og að ríkisvaldið fyrir hönd þjóðarinnar hafi verið settir afarkostir. Það er nefnilega svo að það er ALDREI samið við þjóðina bara fulltrúa hennar á hverjum tíma. Svo ég beri blak af ríkisstjórninni þá veit ég að engin ríkisstjórn hefði fengið 'betri' samning. Auðvitað sat ég ekki við samningaborðið og samningarmenn ríkisvaldsins og þar með þjóðarinnar hafa gert sitt ítrasta til að vinna málstað almennings brautargengi. Vandamálið var einfaldlega það að Bretar og Hollendingar eru líka fulltrúar almennings sem telja sig eiga JAFNAN rétt og íslendingar af því að leikið var í sömu 'deildinni'. Það var jafnræði með leikendum. Það kúgaði engin 'okkur' til að leika sóknarleik sem skoraði fá mörk en oppnaði vörnina. Málið hlýtur núna bara að snúast um að borga eða éta það sem úti frýs. Við fáum ekki að setjast að samningaborðinu fyrr en eftir mörg ár og á meðan munu viðkomandi þjóðir leysa til sín allar þessar eigur en gera síðan endurkröfu á 'okkur' þegar færi gefst. Þetta hefur ekkert með EU að gera nema að við getum gleymt því að sækja um aðild. (Sem sumum finnst hið besta mál og ekkert við það að athuga). Ástæðan fyrir því að EU vill ekki við okkur tala er sú að þeir seméiga óuppgerð mál sín á milli teljast ekki tækir í samningaviðræður. Einfalt mál. Króatía nýlegt dæmi. Fellið þessa samninga og takið afleiðingunum um ófyrirsjánlegan tíma. Veskú. Að við sendum lélegt lið í evrópumeistarkeppnina um peningana er ekki mál breta og hollendinga heldur þjóðarinnar. Þetta kennir okkur væntanlega að stjórnmál skipta öllu máli og þeir sem fara í þau mál verða að sýna lítillæti og auðmýkt við hvert spor. Haldiði að Steingrímur verði ekki að kyngja munnvatni í auðmýkt núna þá hann hafði talað alveg einsog þið fyrir 3 mánuðum síðan. Ég ber respekt fyrir Steingími við GLATAÐAR aðstæður.
Gísli Ingvarsson, 24.6.2009 kl. 13:37
Já þetta er nákvæmlega svona. Það virðist engin vita neitt með vissu. Allar tölur hingað og þangað. Ekkert staðfast og fullyrðingar stangast á.
Samningurinn er ekki samningur heldur þvingun. Íslendingar eru þvingaðir til að undirrita og ná í raun engu fram - það er ekki samningur í mínum huga.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 24.6.2009 kl. 15:55
Þó mér finnist IceSave vera hið versta mál langar mig ekki að takast á við þá stöðu sem kemur upp ef ekki verður skrifað undir.
Ein leið til að fjármagna greiðslurnar gæti verið auðlindarenta af Íslandsmiðum.
Ef drifið væri í því að fyrna allan kvótann í hvelli myndu erlendir kröfuhafar í gömlu bankana þurfa að afskrifa stóran hluta af kröfum sínum vegna skuldahala útgerðarinnar sem hljóðar upp á 500 miljarða.
Í staðinn myndi útgerðin greiða auðlindarentu með kvótauppboðum. Ég þekki ýmsa tengda útgerð sem fullyrða að margir gætu greitt 30% af aflaverðmæti í kvótaleigu. Það gerir 30 miljarða af 100 miljarða árlegu verðmæti afla upp úr sjó. Upphæðir sem nú eru greiddar fyrir leigukvóta innan ársins benda til að þessi tala 30% sé raunhæf.
Með þessu myndi auðlindarentan renna til ríkisins í stað kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna.
Partur af þessu dæmi er að sjá verður til þess að útgerðinni takist ekki að flytja skuldahalann yfir í nýju bankanna. Það ræðst á næstu vikum.
10 ára auðlindarenta með kvótaleigu ætti að fara langt með að borga IceSave reikninginn.
Varla þarf að taka fram að ekki þarf að spyrja LÍÚ um álit þeirra á þessari tillögu.
Sjá nánari lýsingu á þessum hugmyndum á www.uppbod.net
Finnur Hrafn Jónsson, 24.6.2009 kl. 18:16
Tja, við erum sannarlega, milli 2. elda. Ef við höfnum samkomulaginu, lendum við sennilega í mjög erfiðum samskiptum við 2 lönd Evrópusambandsins (ESB), og þá kemur væntanlega einnig í ljóst, hvað er á bak við sterkan orðróm um hótanir um refsiaðgerðir, af ýmsu tagi.
Það er vel hugsanlegt, að það sé verið að tala, um svo alvarlegar refsiaðgerðir, að fljótlega í framhaldinu, yrði ríkið fyrir svo miklu áfalli, að greiðslufall af erlendum lánum "default" yrði afleiðingin,,,og hrun greiðslumats Íslands, jafnvel niður í 'D' flokk.
Á, hinn bóginn, gæti verið að skuldaaukningin, sem felst í Icesave, sé nægileg - í ljósi annarra skulda sem þegar eru orðnar, og einnig í ljósi þess mikla kostnaðar sem verður við að endurreisa bankakerfið - að í ljósi þeirra framtíðarhorfa um vaxandi skuldastöðu ásamt áframhaldandi efnahagssamdrætti - til að framkalla lækkun á greiðslumati Íslands, niður í 'C'.
Ath: C - flokkur, er gjarnan kallað rusl, en er nánar tiltekið, yfir skuldbindingar aðila sem teljast vera nærri gjaldþrotsbrún, þannig að þær skuldbindinga hafi háa áhættu, sem leiðir til hárra affalla við sölu skuldabréfa t.d. og einnig til mjög erfiðra lánakjara.
Með lækkun í flokk C - væri Ísland komið í sambærilega erfiða stöðu, og bankarnir mánuðina fyrir hrun þeirra.
Ath. D - flokkur, sem gæti kallast 'tapað fé' er yfir skuldbindingar aðila, sem þegar hafa orðið gjaldþrota, ganga gjarnan á milli 1 - 2% af upphaflegu andvirði. Sbr. að skuldir hrundra ísl. fyrirtækja, hafa eitthvað gengið kaupum og sölum, á genginu 1 - 2%.
Þannig, að með það í huga, getur verið að Icesave samkomulagið, muni einnig framkalla slíkt greiðsluþrot. Sem sagt, að valið, sé milli að verða greiðsluþrota 'með Icesave skuldbindingar einnig á bakinu' eða án þeirra.
Ef, það er rétt; þá er sennilega, af tvennu íllu, skárra að hafna Icesave - - og þá, jafnvel þó við gefum okkur, að Samfylkingin hafi fullkomlega rétt fyrir sér, með alvarleik þess að hafna Icesave.
Ég bendi á eigin umfjöllun á bloggsíðu minni.
Persónulega, vil ég leita til ríkisstjórnar Bandaríkjanna, ef við fellum Icesave. Það, álít ég síst galnara, en að halda áfram að skríða fyrir ESB, í veikri von um, að það verði gott við okkur seinna, þó það sparki í okkur í dag.
Tölum við Obama.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2009 kl. 19:14
Einar. Davíd taladi vid Bush....Obama er ekki jólasveinninn.... frekar en fyrirrennari hans.
Gísli Ingvarsson, 24.6.2009 kl. 20:07
Láttu ekki svona, Obama og Bush, eru ekkert líkir.
Einnig, ef það dugar ekki að höfða til hans betri tilfinninga, sem ég tel hann þó hafa í miklu mun ríkari mæli en hans fyrirrennari, þá er það einn hlutur - sem honum raunverulega vanhagar um - sem við getum boðið honum á mót.
Mundu, að við erum 'desperat' - 'and beggars can't be choosy'.
Þó, að hættan væri e - h, ef hann tæki tilboðinu, þá held ég samt, að niðurstaðan væri skárri, en þ.s. Evrópusambandið getur boðið okkur til skamms tíma.
Athugum, hvort þú getur gískað á hvaða tilboð, ég er að tala um...og, e - h sem hann raunverulega vanhagar um, er ekki gabb 'hint'.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2009 kl. 20:17
Til hamingju með þetta samantekt Birgitta. Þetta skyrist að hluta bráðum. En þá verður of seinn fyrir okkur. Samt kaus ég rétt, annars væri ég ekki fylgja þínum blogum.
Andrés.si, 24.6.2009 kl. 23:09
Æi, þarna datt botninn úr þessu. - Ég held að við öll og líka stjórnmálamennirnir og flestir ráðherrarnir meðtaldir hafi talið að allt færi inn á Icesave-reikinginn okkar (að vöxtum meðtöldum) áður en Bretar og Hollendingar gætu heimtað meira, en samkvæmt þessu er allt þeirra framlag jafngilt ábyrgðunum okkar gagnvart þrotabúinu. - Shitt! við erum svo f.... - Hvað er til ráða?
Helgi Jóhann Hauksson, 25.6.2009 kl. 01:11
Eftir stendur að Íslendingar rændu sparifé Breta og Hollendinga og í Hollandi marg íterkuðu Landsbanka-menn að íslensk stjórnvöld myndu ábyrgjast reikningana þegar þarlendir reyndu að stöðva Icesave og vara við því sem var í uppsiglingu á aðeins 4ra mánaða rekstrartíma reikninganna. - Hvað er til ráða?
Helgi Jóhann Hauksson, 25.6.2009 kl. 01:17
Reyndar eru vel flestir sammála um að við séum með ónýta mynt, og hvort sem menn styðja ESB-umsókn eða ekki vilja flestir taka upp evru.
Líklegast verðum við því búin að taka upp aðra mynt en krónuna innan 7 ára, þó það yrði dollar eða norsk króna eða eitthvað allt annað þá hreinlega er ekki hægt að byggja á krónunni til framtíðar. Svo það er raunhæft að spyrja hvað þjóðarbúið þolir án þess endiloega að gera of mikið með hvað er afgangs af viðskiptum við útlönd þ.e. hve mikill gjaldeyrir er afgangs.
- Eftir sem áður er orðið vandséð hvernig við ráðum við þetta.
- Að lengja í hengingarólinn dugir að vísu stundum og með heppni til að tippla tám á jörðu.
Helgi Jóhann Hauksson, 25.6.2009 kl. 01:31
Frábær samantekt hjá þér.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.6.2009 kl. 01:41
Takk fyrir þetta. Ég hef enga sérfræðiþekkingu í þessum efnum, en mér finnst vanta alveg inn í umræðuna eitthvað um ábyrgð eigenda og stjórnenda Landsbankans - var ekki alltaf verið að afsaka þessi "ofurlaun" þeirra með að þeir bæru svo ofboðslega ábyrgð að það yrði að borga þeim 2 milljónir á dag (var ekki Lárus litli W. með 60mISK á mánuði?). Hvernig er með stjórnendur bankans og útibúsins hér heima og í Bretlandi, hvað stóð í ráðningarsamningunum þeirra um hver þeirra ábyrgð væri?
iris erlingsdottir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 02:28
Icesave reikningarnir eru alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins.
Hugmyndafræði Davíðs Oddssonar var að það þyrfti ekkert að borga.
Það væri hægt að láta bankana stela peningum af almenningi í Hollandi, Bretlandi og þýskalandi og sleppa við að borga til baka.
Þessvegna lét hann þetta viðgangast.
Yfirmaður fjármála Íslands lét þjófana vinna óáreitta og hundsaði viðvaranir erlendra lögregluyfirvalda.
Þetta er fínt "Business Case" eða "Viðskiptatækifæri"!
Bankarnir stela fullt af peningum, fara síðan á hausinn og allar kröfur fyrnast.
En áður en bankinn fer í gjaldþrot er búið að koma peningunum fyrir á öruggum stað, hjá klíkunni á Íslandi.
Þann 7 okt. 2008 kemur Davíð Oddsson kemur í drottningarviðtal hjá ríkissjónvarpinu og lýsir því yfir að það þurfi ekkert að borga skuldir bankana.
Eftir að hafa hlustað á viðtalið við forhertann "guðfaðir Íslands" gefur ríkisstjórn Bretlands út skipun um að stöðva glæpastarfsemina og lætur frysta eigur Íslendinga í Bretlandi.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtalsins við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að ræningjarnir ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi orð Davíðs Oddssonar birtust á fjarritum kauphalla um allan heim og vöktu mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði Íslendinga að skrælingjum Evrópu, þjófapakki sem stelur af borgurum nágrannaþjóðanna.
Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum tókst einnig að kollfella alla banka Íslands á nokkrum dögum, gera Seðlabankann gjaldþrota og eyðileggja krónuna sem gjaldmiðil.
Lélegasti og óhæfasti seðlabankastjóri allra tíma samkvæmt samdóma áliti erlendra sérfræðinga var eftir dúk og disk dreginn froðufellandi út úr Seðlabankanum með töngum eins og skemmd tönn. Honum hafði þó áður tekist að hindra og tefja allar raunhæfar aðgerðir til endurreisnar þjóðfélagsins í marga mánuði.
Þýfi þjófaklíku Sjálfstæðisflokksins, Icesave reikningarnir voru komnir í 1400 milljarða ISK þegar starfsemin var stöðvuð.
Af sinni "tæru snilld" hafði Sjálfstæðisflokkurinn og "Guðfaðirinn" komið því þannig fyrir að almenningur á Íslandi var ábyrgur fyrir skuldunum.
Nú er komið að því að skila þýfinu, borga skuldirnar.
Þjóðir hins vestræna heims vilja ekki eiga viðskipti við okkur nema við borgum skuldir okkar.
Það vill enginn eiga viðskipti við þjófa.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44 þúsund atkvæði í síðustu kosningum.
Það eru þannig 44 þúsund þjófar á Íslandi, þeir sem styðja landráðamennina í Sjálfstæðisflokknum.
Þetta fólk á að sækja til ábyrgðar og láta það borga skuldirnar.
Það á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og jafna Sjálfstæðishúsið við jörðu.
Á staðnum verði gerður minningarlundur og þar reist minnismerki um "Helför" íslenska efnahagskerfisins.
Það verður að varðveita vitneskjuna um óhæfuverk Sjálfstæðisflokksins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.
RagnarA (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 10:18
Þessi hlekkur í greininni er óvirkur: smá grams á netinu fann ég kynningu á efnahagsreikningi.
Þetta mál er svo gríðarlega mikilvægt fyrir framtíð landsins að það verður allt að koma fram um afleiðingar þess að samþykkja samningin. Ég hef heyrt menn spá því að evran færi í 2000 krónur íslenskar verði samningurinn ekki samþykktur. Hvað er á bak við það hef ég ekki hugmynd um en Iceslave, eignasafnið og úrvinnslan úr því þarf allt að vera ljóst. Það að stinga hausnum í sandinn í sjö ár er ekki úrvinnsla heldur blekking.
Ævar Rafn Kjartansson, 25.6.2009 kl. 15:43
Þessi RagnarA er á við nokkur megatonn af krútti. Það er ekki auðvelt að vera næstur á mælendaskrá.
Gísli Ingvarsson, 25.6.2009 kl. 15:55
Hvenær verður þetta frumvarp flutt, veit einhver það?
Jóna (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 18:47
Þetta er flókið mál sem almenningur skilur hvorki upp né niður í og það eru komnar hundrað útgáfur af skýringum sem allar eru meira og minna misvísandi. Mér finnast alþingsmenn enn auka á ringulreið hjá almenningi sem á ekki minnsta möguleika að ná utan um allar þær túlkanir sem þetta lið við Austurvöll býður upp á. Ég segi að við eigum að treysta þeim sem hafa samið fyrir okkur og hafa á þessu bestu þekkingu og allar hliðar.... en láta lönd og leið þruglið í þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sýna takmarkalaust litla ábyrgðartilfinningu.
Jón Ingi Cæsarsson, 27.6.2009 kl. 00:47
Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?
Hefðbundinn viðskiptasamningur
Já, Icesave samningurinn, er venjulegur viðskiptasamningur. Í heimi alþjóðlegra viðskipta, eru öryggis ákvæði svipuð og í Icesave samningnum, sbr. "12. Atburðir sem heimila riftun," eðlileg. Í samningum milli t.d. einkabanka og einkafyrirtækis, eru allar eignir þess aðila, sem er að semja um lán, undir. Í því samhengi er eðlilegt, að vanhöld á greiðslum geti endað með gjaldþroti, yfirtöku eigna og sölu þeirra upp í skuldir. Munum, að þegar breska ríkisstjórnin, beitti ákvæðum hryðjuverkalaga, á eignir Kaupþingsbanka, sem þá var enn starfandi; þá voru öryggisákvæði lánasamninga KB banka sett í gang, mörg stór lán gjaldfelld, og síðasti starfandi stóri banki landsmanna, kominn í þrot. En, Ísland er ekki fyrirtæki.
Samingurinn við: Holland
Samningurinn við: Bretland
12.1.5. Gjaldfellingar annarra lána (Icesave - samningurinn við Bretland)
Í heimi viðskipta, er sjálfsagt mál, að gera ráð fyrir, að ef fyrirtæki kemst í greiðsluerfiðleika, vegna annarra óskyldra lána, þá geti það skaðað hagsmuni annarra kröfuhafa. Sú venja hefur því skapast, að setja inn ákvæði þ.s. gjaldfelling lána er heimil, ef fyrirséð er að önnur greiðsluvandræði, séu líkleg til að skaða almennt séð greiðslugetu þess aðila sem tók lánið. En, þegar um er að ræða samninga milli ríkisstjórna sjálfstæðra ríkja, er ekki endilega sjálfsagður hlutur, að láta þetta virka svona. Það er einfaldlega eitt af samningsatriðum, milli slíkra gerenda, hvort - annars vegar - samningur á að fylgja hefðbundnu mynstri viðskiptsamninga eða - hins vegar - hve nákvæmlega er fylgt hefðum og venjum markaðslegra viðskiptasamninga. Ég þarf varla að taka fram, að fyrir Ísland, er þetta ákvæði stórvarasamt, þ.s. líkur þess að Ísland lendi í greiðsluvandræðum með önnur lán, eru alls ekki óverulegar eða litlar, í því hrunástandi sem nú ríkir. Áhættusamt.
17. Lög og lögsaga (Icesave - samningurinn við Bretland)
Bresk lög og lögsaga mun gilda, um öll vafamál, sem upp kunna að koma í tengslum við Icesave samninginn. Hollendingar, hafa þó rétt til að leita til annarra dómstóla en breskra, en ekki Íslendingar. Hið fyrsta, er alveg rétt eins og talsmenn ríkisstjórnarinnar segja, að í hefðbundnum viðskipta samningum, sé það eðlilegt, að lög þess lands sem sá aðili er veitir lánið starfar, gildi þá um það lán. Athugið, að þessi háttur er einnig eðlilegur, í því tilviki þegar íslenska ríkið er að taka lán, af einkabanka sem starfar í viðkomandi landi. Ísland, hefur gert fjölmarga slíka samninga. En, aftur á móti, þegar um er að ræða samninga á milli ríkisstjórna, þá er þessi háttur ekkert endilega sjálfsagður. Holland, Bretland eru ekki einka-bankar, og Ísland er ekki fyrirtæki; og aðilar þurfa ekki að hafa hlutina með þessum hætti frekar en þeir vilja. Ríkisstjórnirnar, hefðu t.d. alveg eins getað samþykkt sín á milli, að úrskurðar aðili væri EES dómstóllinn og hann hefði lögsögu, þ.s. Evrópusambandið allt telst vera meðlimur að EES og Ísland er það einnig. Einnig, hefðu þjóðirnar, getað haft það samkomulag, sín á milli, að samningurinn skyldi taka mið af hefðum og reglum um þjóðarrétt; sem setur því umtalsverðar skorður hve hart má ganga gegn hagsmunum þjóða, í samningum. Nei, ekkert af þessu varð ofan á; Bretland og Holland, heimtuðu að reglur um viðskipta samninga skv. breskum regluhefðum, skildu gilda, og samninganefnd Íslands, einfaldlega sagði "JÁ". Með þessu verður ofan á sú leið, sem er varasömust fyrir hagsmuni Íslands og Íslendinga.
18. Friðhelgi og fullveldi (Icesave - samningurinn við Bretland)
Það má vel vera, eins og ríkisstjórnin heldur fram, að eftirgjöf sú á friðhelgi og fullveldisrétti, sem ákvæði í 18. hluta Icesave samningsins kveða á um, eigi einungis við „í lögsögu annarra ríkja“ og að slík eftirgjöf sé venjuleg og einnig hefðbundin; svo dómstólar geti fjallað um deilumál og úrskurðað. Einnig má vera að þetta eigi ekki við eignir hérlendis, sem séu innan íslenskrar löghelgi.
Hvergi er þó í texta Icesave samningsins beinum orðum, kveðið á að „friðhelgis- og fullveldis afsalið“ eigi einungis við eignir undir erlendri löghelgi, né kemur fram nokkur takmörkun um hvaða eignir getur verið að ræða; nema að fara verði eftir lögum þeirrar lögsögu þ.s. verið er að sækja málið. Er ríkisstjórnin, virkilega að treysta því, að hinir aðilarnir setji sömu merkingu í þessi ákvæði og hún gerir, án þess að sá skilningur komi skýrt fram í orðalagi? Er þetta dæmi um trúgirni eða barnaskap?
Af hverju er ekki skilgreint nánar, hvað átt er við, og hvað ekki?
Aðrar spurningar
A) Með affrystingu Icesave eigna, má búast við að aðrir kröfuhafar reyni að nálgast þær með því að hnekkja „Neyðarlögunum.“ Ef þeim verður hnekkt, missir „Tryggingasjóður innistæðueigenda“ núverandi forgangsrétt, þannig að þá þarf hann að keppa við aðra kröfuhafa um bitann. Þá, erum við ekki lengur, að ræða um að fá 75% - 95% upp í Icesave lánið. Frekar, 5% - 25% - en niðurstaðan, mun þá fara eftir því hve mikið reynist þá vera af öðrum forgangskröfum. Vitað, er að eignir Landsbanka, voru veðsettar upp í topp; og stór lán, höfðu fyrsta forgang.
B) Áætlanir, um að 75% - 95% fáist upp í Icesave miða allar við bjartsýnar spár, um að hagkerfi Evrópu byrji að rétta við sér, á næsta ári. Á þessari stundu, er engin leið að vita hvort sú verði raunin. Eitt er víst, sjá meðfylgjandi mynd, að kreppan er verulega verri í Evrópu en í Bandaríkjunum, svo búast má við að bati verði lengur á leiðinni, í Evrópu en í Bandaríkjunum. Það má einnig vera, að bati verði hægur og langdreginn. Evrópa, er alveg sérlega óheppin, því að kreppan, mun stuðla að mjög alvarlegri skuldaaukningu margra Evrópuríkja, en á sama tíma er svokölluð "demographic bomb" að skella á; þ.e. neikvæð mannfjölgun, of lítið af ungu fólki til að tryggja sterkan hagvöxt. Evrópa, getur átt framundan, langt tímabil efnahagslegsrar stöðnunar; þ.s. kostnaður af skuldum ásamt tiltölulega fámennum vinnumarkaði, stuðli að langvarandi efnahagslegum hægagangi, sambærilegum þeim sem Japan hefur verið í, alla tíð síðan við árslok 1989.
C) Áhrif á lánshæfismat. Skv. nýjustu fréttum, eru stofnanir sem sjá um lánshæfismat, að íhuga að fella Ísland niður úr B flokki, niður í C flokk. Lækkun niður í C flokk, þýðir að mat matsfyrirtækja, er þá það, að hættan sé veruleg, að Ísland fari í þrot, og hætti að geta borgað af lánum. Skuldbindingar, í C flokki, eru taldar mjög áhættusamar, og ganga kaupum og sölum með háum afföllum. Lægsti flokkurinn, er svo D - sem við getum kallað "algert rusl" - en hann nær yfir skuldbindingar aðila, sem þegar eru orðnir gjaldþrota, sem sagt pappírar sem taldir eru nánast einskis virði. Það eru pappírar, sem ganga kaupum og sölum, t.d. á 1 - 2% af upphaflegu andvirði.
Frétt, Telegraph.co.uk, er því röng að því leiti, að D flokkur er hið eiginlega rusl, ekki C flokkur.
Frétt Telegraph.co.uk: Telegraph.co.uk: Iceland at risk of a 'junk' credit rating
Fall niður í C - er mjög alvarlegur hlutur, því þá hækkar allur lántökukostnaður ríkisins. Ástæðan fyrir því, að þetta er mjög stórt áfall, er sú að við skuldum þegar mjög mikið. Hættan, er því mjög mikil, að af stað fari, neikvæður vítahringur skuldaaukningar sem leiði til algers hruns, í framhaldinu. Ég treysti mér, ekki alveg til að fullyrða að Icesave samingurinn, sé ástæðan fyrir því, að matsstofnarnirnar, eru að endurmeta mat sitt á Íslandi, akkúrat núna. En, hafið í huga, að útilokað er annað, að svo stór aukning skulda sem 650 - 900 milljarðar, hafi einhver neikvæð áhrif á okkar lánshæfismat. Lánshæfismat okkar, var þegar komið hjá flestum aðilum niður í neðsta hluta B skalans, þ.e. BBB - en ekki t.d. BBA eða BAA. Það þurfti því ekki að framkalla stórt viðbótar rugg, til að við myndum lækka niður í C. Það er því alveg fullkomlega trúverðugt, að líta á Icesave samninginn, sem hlassið sem sé að framkalla þessa lækkun um flokk. Icesave samningurinn, er því sennilega þegar að valda þjóðinni mjög alvarlegum skaða, þó hann sé enn formlega ófrágenginn.
Athugið, að án formlegrar staðfestingar Alþingis, á að Ísland standi bak-við þessar innistæðutryggingar, er þetta ekki formlega orðin skuld Íslands. Sannarlega, er það skv. hefð, um slíkar tryggingar, að lönd standi undir þeim,,,en aðstæður Íslands, eru nokkur sérstæðar í þessu samhengi. Sennilega, hefur aldrei nokkrusinni það gerst, að innistæðutrygging í erlendri mynnt, hafi náð slíkum hæðum samanborið við landsframleiðslu þess lands, sem á að standa undir því. Þegar, það atriði er haft í huga, og einnig að atburðarásin sem leiddi til þessa gríðarlegu upphæða afhjúpaði - sem viðurkennt er - alvarlega galla á innistæðutryggingakerfi ESB og EES; þá er það ekki alveg þannig, að við Íslendingar, eigum engin málefnaleg gagnrök - né er það þannig, að rétturinn sé allur hinum meginn.
Persónulega, get ég ekki með nokkrum hætti séð, að Ísland geti staðið við þennan samning,,,þ.e., að það sé einfaldlega mögulegt. Að mínu mati, eru fullyrðingar um hið gagnstæða, ósannfærandi.
D) Við getum ekki sókt um aðild að ESB, meðan Icesave deilan stendur enn. Því er haldið fram, að þessi mál - Icesave og ESB - séu alveg óskyld mál. En, það er alveg augljóst bull og vitleisa.
i) Vitað er að Össur, utanríkisráðherra, stefnir að því að senda inn umsókn um aðild fyrir lok júlí.
ii) En, ef við fellum Icesave, þá verður alveg þíðingarlaust fullkomlega að senda inn slíka umsókn, því að þá er fullkomin vitneskja fyrir þvi að Bretland og Holland, munu blokkera aðgang Íslands að ESB.
Ég persónulega, er hlynntur því að sækja um aðild, og athuga hvað fæst; en ekki sama hvað það kostar. Ég held, af tvennu íllu, sé betra að fórna möguleikanum á aðild. Ég skil ekki, þá einstaklinga, sem halda því statt og stöðugt fram, að málin séu ótengd.
Þau hreinlega geta ekki verið tengdari.
Niðurstaða
Icesave er á hæsta máta, varasamur samningur. Er hættulegra að hafna honum? Meti hver fyrir sig. Mín skoðun, „Höfnum honum“ - en semjum síða upp á nýtt. Enda, er það óþörf nauðhyggja að líta svo á, að þessi samningur, sé sá eini sem hægt sé að gera.
Kveðja, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur
Einar Björn Bjarnason, 29.6.2009 kl. 10:47
Flott samantekt og bætist hún við í skoðanasafnið mitt um þetta mál sem er orðið svo stórt að ég veit ekki hvað snýr upp eða niður. Kannski er ég eitthvað að gera meira úr þessu en þetta er, en þessi samningur minnir mig mest á uppfærðan „Versalasamning“ sem gerður var eftir Fyrstu heimstyrjöldina. EItt land er látið sæta ábyrð á öllu, mögulegt eignarnám ef greiðsla berst ekki og fleira.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 3.7.2009 kl. 04:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.