Leita í fréttum mbl.is

Ekkert hefur breyst

Ráðherrar og stjórnarliðar hafa ekki séð ICESLAVE samninginn... hvað þá við í minnihlutanum... hvernig á fólk að geta tekið upplýstar og vandaðar ákvarðanir ef það fær ekki neinar upplýsingar?

fp_side_icesave20081010121542.jpgÉg var að vonast til þess að vinstri stjórnin myndi efna loforð sín um gegnsæi og samvinnu - man hve kunningjar mínir í VG sem voru inni á þingi í desember og janúar voru í miklu uppnámi vegna þess að þau fengu engar upplýsingar - nú eru þau í stjórn og það sem vekur furðu mína að leyndin er meira að segja meiri en áður en hin stjórnin var felld... ég skora á ykkur sem eruð í stjórn að ráða bót á þessum leynimakki. Þjóðin á rétt á að fá allt upp á borðið... 


mbl.is InDefence boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hvernig á fólk að geta tekið upplýstar ákvarðanir"

Einfalt.  Ef þið fáið ekki upplýsingar, eða fáið "leyniupplýsingar" - þá verðið þið að gæta hagsmuna almennings og kjósa samkvæmt því, á móti samningnum.

Leyniupplýsingar eru sama og engar upplýsingar, allt á að vera uppi á borðinu í lýðræðisríki.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Algerlega..ef viðunandi upplýsingar liggja ekki fyrir eiga allir sem eiga að greiða atkvæði að greiða atkvæði á móti alveg þar til viðunandi upplýsingar liggja fyrir. Það eiga bara að vera almenn vinnubrögð á þinginu...og þannig er hægt að mynda pressu á að ráðamenn geti ekki leyft sér slík vinnubrögð að leggja fram samninga eða önnur mál þar sem upplýsingum er ekki komið á framfæri við þingmenn sem og almenning.

Skil vel að það sé frústrerandi að þaurfa að vinna við svona skilyrði Birgitta mín en þið í Borgarahreyfingunni eruð að standa ykkur eins vel og hægt er við svona aðstæður. Við stöndum með ykkur alla leið!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.6.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: Sigurjón

Sammála síðustu ræðumönnum.  Þið standið ykkur í stykkinu.

Kveðja, Sigurjón

Sigurjón, 15.6.2009 kl. 12:35

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er samningur sem varðar þjóðina alla og fjárhagslega afkomu hennar næstu tvo áratugina. Og jafnvel lengur. Samningur sem byggist á að neyðarlögin haldi, sem enginn veit þó með vissu hvort þau geri. Ef hann er svo viðkvæður að ekki má sýna hann þingmönnum, þá ber að fella hann, þegar af þeirri ástæðu.

Þetta er líka gullið tækifæri fyrir Alþingi.

Var ekki krafa um endurreisn þess? Með höfnun gefur Alþingi tóninn; að ekki sé hægt að leggja inn hálfleynileg stórmál í trausti þess að kosið verði eftir flokkslínunum "eins og venjulega". Það væri skýlaus krafa um fagleg vinnubrögð.

Það væru líka skilaboð um að reyna betur. Halda áfram að leita samninga þar sem viðsemjendur ganga ekki að ríkisábyrgð sem gefnum hlut. Svo virðist (af því litla sem almenningur þó fær að vita) sem Bretar og Hollendingar hafi gengið fram í trausti þess og því lagt óvissuna alla á Ísland. Þannig á það ekki að vera.

Haraldur Hansson, 15.6.2009 kl. 13:14

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Birgitta. Ég tek undir með þeim sem hér tjá sig, að þið hafið staðið ykkur vel á Alþingi. Mér finnst þjóðin horfa nokkuð til ykkar með að brjóta upp það mikla leynimakk sem viðgengist hefur varðandi málefni sem varða þjóðina alla.

Þegar við horfum til þessa IceSave-dæmis, hefur verið staðfest af prófessor í lögum við HÍ að þjóðin beri ekki ábyrgð á þeim óförum sem þar urðu. Landsbankinn var sjálfstætt hlutafélag, án ríkisábyrgðar, í allri starfsemi sinni. Og þó að bankinn hafi fengið leyfi til að stofna til reikninga í netbanka, eins og IceSave var, er fjarri lagi að ríkissjóður beri einhverja ábyrgð á því. Allt þetta upphlaup um ábyrgð þjóðarinnar er eitt af mörgum heimskulegum frumhlaupum GB forsætisráðherra Breta, sem alltof margir hafa endurvarpað eins og páfagaukar, án þess að átta sig á hvað sé verið að segja.

Innlánstryggingasjóður bankanna var ekki á ábyrgð ríkissjóðs, heldur á ábyrgð lánastofnananna sjálfra. Þjóðþingi okkar er að fullu heimilt að tryggja sparifé Íslenskra ríkisborgara, án þess að ríkissjóður þurfi að tryggja fé erlendra aðila í viðskiptum við Íslenska banka í örðum löndum.

Það eru margar heimskulegar fullyrðingar í gangi, eins og t. d. að AGS og önnur lönd hafni lánasamskiptum við okkur nema við borgum IceSave. Þetta er ekki rétt og hefur verið borið til baka af forystumanni AGS og ráðherrum bæði frá Noregi og Svíþjóð. HinnBreski GB, hefur hins vegar haldið hinu gagnstæða hátt á lofti, vegna þess að hann hefur enga réttarfarslega stöðu til að standa á með innheimtuna. Þess vegna þorir hann ekki með þetta mál fyrir dómstóla.

Í þessum málum hafa okkar menn komið fram eins og hræddir aumingjar, sem ekki þora að reisa höfuð til að bera blak af þjóð sinni. Þeir eru til mikillar skammar fyrir þjóðina.

Guðbjörn Jónsson, 15.6.2009 kl. 14:47

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Birgitta.  Ég tek undir með þeim sem hér tjá sig, að þið hafið staðið ykkur vel á Alþingi. Mér finnst þjóðin horfa nokkuð til ykkar með að brjóta upp það mikla leynimakk sem viðgengist hefur varðandi málefni sem varða þjóðina alla.

Þegar við horfum til þessa IceSave-dæmis, hefur verið staðfest af prófessor í lögum við HÍ að þjóðin beri ekki ábyrgð á þeim óförum sem þar urðu. Landsbankinn var sjálfstætt hlutafélag, án ríkisábyrgðar, í allri starfsemi sinni.  Og þó að bankinn hafi fengið leyfi til að stofna til reikninga í netbanka, eins og IceSave var, er fjarri lagi að ríkissjóður beri einhverja ábyrgð á því. Allt þetta upphlaup um ábyrgð þjóðarinnar er eitt af mörgum heimskulegum frumhlaupum GB forsætisráðherra Breta, sem alltof margir hafa endurvarpað eins og páfagaukar, án þess að átta sig á hvað sé verið að segja.

Innlánstryggingasjóður bankanna var ekki á ábyrgð ríkissjóðs, heldur á ábyrgð lánastofnananna sjálfra. Þjóðþingi okkar er að fullu heimilt að tryggja sparifé Íslenskra ríkisborgara, án þess að ríkissjóður þurfi að tryggja fé erlendra aðila í viðskiptum við Íslenska banka í örðum löndum.

Það eru margar heimskulegar fullyrðingar í gangi, eins og t. d. að AGS og önnur lönd hafni lánasamskiptum við okkur nema við borgum IceSave. Þetta er ekki rétt og hefur verið borið til baka af forystumanni AGS  og ráðherrum bæði frá Noregi og Svíþjóð. HinnBreski GB, hefur hins vegar haldið hinu gagnstæða hátt á lofti, vegna þess að hann hefur enga réttarfarslega stöðu til að standa á með innheimtuna. Þess vegna þorir hann ekki með þetta mál fyrir dómstóla.

Í þessum málum hafa okkar menn komið fram eins og hræddir aumingjar, sem ekki þora að reisa höfuð til að bera blak af þjóð sinni. Þeir eru til mikillar skammar fyrir þjóðina. 

Guðbjörn Jónsson, 15.6.2009 kl. 14:48

7 Smámynd: Björn Finnbogason

Ríkisstjórnin er bara stikkfrí!  Ótrúlegt hvernig fólk lætur spila með sig.

Og Steingrímur situr aftur í hjá Jóhönnu alla leið!!!

Björn Finnbogason, 15.6.2009 kl. 15:13

8 Smámynd: Sigurjón

Gott að fá menn eins og Guðbjörn hér ofar sem hafa góða sýn yfir hlutina og greina frá þeim á mannamáli.  Takk Guðbjörn!

Sigurjón, 15.6.2009 kl. 16:49

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einfalt ráð við IceSave leynimakki: kæra þetta lið fyrir að brugga landráð! Maður veit samt ekki hvort það dygði til að stoppa lögleysuna, en það væri synd að láta þó ekki a.m.k. reyna á það. Um landráð má lesa í X. kafla almennra hegningarlaga á vef alþingis, en textinn er á nokkuð skýrri íslensku og ekki mjög þrunginn af lögfræðimállýsku. Persónulega vil ég meina að sem þingmenn beri ykkur í raun sú skylda þyngst að gera allt sem í ykkar valdi stendur til að þessum sem og öðrum landslögum sé framfylgt. Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.

Ef ástæðurnar sem liggja að baki leyndinni reynast vera einhverskonar óformlega hótanir um viðskiptaþvinganir (eins og ég hef traustar heimildir fyrir að er a.m.k. hluti af skýringunni), þá getur það varla orðið verra en að bera slíkan klafa að við munum ávallt ganga hokin undan farginu. Það er hvort eð er orðið tímabært að við lærum að vera sjálfum okkur nóg, við getum alveg borðað Þykkjabæjarkartöflur og fiskmeti ef því er að skipta og orku eigum við næga. Sjálfbærni er lykillin að mótstöðuafli gegn ofurmætti stórþjóða, það geta vinir okkar Kúbverjar svo sannarlega vitnað um. Nema hvað við myndum ekki einu sinni þurfa að fresta jólunum, því hér á norðurhjara er enginn uppskerutími í desember.

Fjandinn, ef í hart fer gætum við líka bara tekið Chavezinn á þetta og t.d. hótað að þjóðnýta álverin ef eigendur þeirra beita sér ekki gegnum eignarhlut sinn í Washington DC til að vinna málstað okkar framgöngu! Þannig taktík á pólitíska sviðinu reyndist okkur einmitt farsæl í síðustu erjum okkar við engilsaxneska heimsveldið, sem kenndar eru við þorsk. Við höfum ýmis tromp á hendi enn, og hví skyldi óttast að láta sverfa til stáls að nýju? Það myndi ég líka vilja gera og nákvæmlega þess vegna barði ég á ljósastaur fyrir utan núverandi vinnustað þinn Birgitta, fram á síðkvöld í janúar síðastliðnum. Eða eins og Roosevelt sjálfur mælti svo kjarkaður: Það er ekkert að óttast nema óttinn sjálfur!

- Höfundur er stjórnarmaður í Samtökum Fullveldissinna

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2009 kl. 21:32

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það sem þykir skrítð að alþingi eða nefndir á alþingi, sem ekki hafa séð þennan samning, geti tekið afstöðu til hans.

1.

Ég tel að að fyrst þurfi að fá skriflega yfirlýsingu frá "öllum öðrum" kröfuhöfum Landsbanka Íslands, um að þeir samþykki yfirfærslur allra eigna Landsbankans í Bretlandi (Hollandi) til Tryggningasjóðs innlána bankanna. (sem ber ekki ríkisábyrgð). Við samþykki þeirra má fara að"sýsla" með eignirnar.

2.

 Skuldaviðurkenningin og greiðlsur.  Alþingi þarf að fá samþykki skv. Stjórnarskrá gr. 40 og 41, samþykkt ný fjárlög til réttlætingar á þessum greiðslum frá ríkinu á komandi árum fjárlagaplan í næstu 7-15 ár.Eða tímabil samningsins.

3. 

Lög nr. 121/ 1997 um Ríkisábyrgð eru nokkuð skýr. (ég skora á þig að lesa þau)  Alþingismenn verða að sjá til þess að  tryggingasjóðurinn, sem er að taka á sig þessar skuldbindingar, veiti Ríkinu þær ábyrgðir um vexti sem lögin kveða á um. (Eða Ríkið sjálft eða kröfuhafar og eða nýju Ríkisbankanir)

Með þessum þremur skilyrðum þarf að ræða ICESAVE málið á Alþingi íslendinga.

Ef það gerist að skilyrði 1 0g 2 verði uppfyllt, og að Ríkisábyrgð verði sett á greiðslur vegna ICESAVE verður Alþingi og Ríkisstjórn, að knýja Tryggingasjóðinn um 4% vexti, á þessa ábyrgð í þessi 7 ár, þau ár  sem ábyrgðin nær yfir. (gott veganesti fyrir einkavæðingu) 

Þetta er upphæð ca. 35.000.000.000 kr. á hverju ári miðað við verðlag og stöðu láns í dag. Upphæðin verður eftir 7 ár. ca. 245.000.000.000.- 

Ef Ríkið fær þessar tryggingar fyrir Þessari upphæð frá eiendum eigna Landsbankans, þá  verður hægt að nota þessa peninga  til niðurgreiðslu skulda allra heimila og fyrirtækja sem nemur þessum upphæðum í næstu 7 ár.

Ef þessar tryggingar koma ekki og verða ekki framkvæmalegar, þá getur Ríkið ekki veitt umrædda Ríkisábyrgð, nem að Alþingi ogRíki brjóti lög.

Eggert Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 22:06

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eggert, fyrst þú vísar í stjórnarskránna má einnig benda á að hún bannar beinlínis að skattgreiðendur verði látnir borga fyrir ríkisábyrgð vegna IceSave:

77. gr. Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2009 kl. 23:22

12 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta er rétt. Alþingi verður að vanda sína vinnu til þess að verða ekki lögbrjótar og /eða fá ákæru, frá borgurum Íslands, um LANDRÁÐ.

Eggert Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 23:42

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hverjir geta kært stjórnina fyrir landráð?  Eða afsal sjálfstæðis?  Maður spyr sig. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.6.2009 kl. 00:38

14 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það getur þú gert með því að senda inn ákæru til ríkissaksóknara. ( þe. ef ekki verður skorið á þessa leið)

Eggert Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 00:51

15 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Þessi staða er mjög rökrétt, eftir alla þvæluna um "menntuðu og upplýstu" þjóðina.  Sannleikurinn er sá, að Ísland er vanþróða samfélag, hvernig sem á það er litið.  Við hefðum aldrei átt að fá meiri stjórn inn í landið, en heimastjórnina - í mesta lagi.

Pjetur Hafstein Lárusson, 16.6.2009 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 508745

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.