Leita í fréttum mbl.is

Fínt að hafa valkost

Ég ætlaði ásamt nokkrum þingfélögum að vera úti á Austurvelli í stað þess að sækja messuna - finnst persónulega ekki rétt að blanda saman trúarbrögðum og þinghaldi. Veit að þetta er hefð og allt það en mér ber að fara eftir minni eigin siðferðisvitund varðandi þingstörf.

Ég gæti alveg hugsað mér að kíkja til Siðmenntar og hlusta á hann Jóhann en honum hefur tekist ljómandi vel upp við að veita börnunum mínum borgaralega fræðslu fyrir borgaralega fermingu.

Mér finnst það flott hjá þeim að bjóða upp á þennan valkost. Tek það fram að ég er ekki trúlaus - hef verið búddisti um langa hríð og finnst það fínn valkostur fyrir mig. Ég er ekki að fordæma þá þingmenn sem ákveða að fara í kirkju en kalla eftir umræðu um hvort fólki finnst í lagi að blanda saman trúarbrögðum og þingsetningu.


mbl.is Hugvekja í stað guðsþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Auðvitað er það ekki í lagi.

Bergþóra Jónsdóttir, 14.5.2009 kl. 17:51

2 Smámynd: Óli Jón

Ríki og kirkja eru, í orði altént, aðskilin. Verkefni þingsins eru af veraldlegum toga spunnin, ekki yfirnáttúrulegum né andlegum. Það ríkir trúfrelsi í landinu.

Þess vegna á þessi kirkjuferð ekkert erindi þarna. Hins má vel tilkynna í lok athafnarinnar að boðið verði upp á kaffi og kökur í Dómkirkjunni fyrir þá sem vilja.

Óli Jón, 14.5.2009 kl. 18:03

3 identicon

Furðulegt blanda trúarbrögðum og helgislepju saman við stjórnmál. Tími kominn til að afnema þessa þvælu.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 18:18

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hvað sagði Þorgeir Ljósvetningagoði á Alþingi ári 1000?  Eitthvað á þá leið að við skildum hafa ein lög og einn sið í landinu, en kjósendur mættu kjósa Borgarahreyfinguna á laun. Var þetta ekki einhvernvegin svona?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.5.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gott hjá þér Birgitta...Takk fyrir hönd okkar margra, sem ekki erum í ríkiskirkjunni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.5.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

frábært að hafa þingmenn sem fylgja hjartanu og ekki slæm tilfinning að hafa átt í að koma þannig þingmönnum að, með mínu litla atkvæði.

rock on!

Brjánn Guðjónsson, 14.5.2009 kl. 19:09

7 identicon

Tek ofan fyrir þér. Úps gleymdi að ég er höfuðfatslaus

En ég er ánægður með þessa afstöðu þína og annarra. Enda hafa trúmál sem slík ekkert með þingsetningu né alþingi íslendinga að gera ef vel  á að vera. 

Burt með gamla helgislepju og  yfirborðsmennsku!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 19:30

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er a.m.k. ljóst að þessi þingsetningarmessa hefur ekki bætt þingstörfin nákvæmlega neitt! Miðað við það sem hefur farið fram þar á undanförnum misserum verð ég að segja að þessi tenging vekur þvert á móti upp hugmyndir um fullkomna hræsni!

Ég tel að hugvekja um mikilvægi góðs siðferðis í þágu þjóðar eigi miklu frekar erindi en messuhald! Vona a.m.k. að slík hreyfi við siðvitund þeirra sem á hlýða.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.5.2009 kl. 20:24

9 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Fylgdu bara þinni sannfæringu og haltu áfram að gera það sem er rétt.

Baldvin Björgvinsson, 14.5.2009 kl. 20:43

10 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég skil ákvörðun þína Birgitta og gott að þú fylgir þinni trúarsannfæringu.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.5.2009 kl. 20:52

11 Smámynd: Valan

Það er ekkert að því að tvær samfélagsstofnanir á borð við þjóðkirkju og þjóðþing skarist öðru hvoru í samfélagi þar sem ekki er deila um trúmál. Það býr mikill siðferðisstyrkur í boðskap kristinnar trú sem ekki veitir af þessa dagana og fyrir mér mætti helst messa oftar og meira yfir þingmönnum ef eitthvað er.

Það er af nógu að taka af grafalvarlegum vandamálum í samfélaginu. Hófsöm kristinn þjóðkirkja er ekki sú grýla sem menn ættu að vera að magna upp núna.

Við erum kristin þjóð menningarlega séð, við sameinumst flest í kirkjum landsins við margar stærstu athafnir lífs okkar hvort sem við trúum eða ekki. Ráðumst ekki á það litla sem er eftir sem sameinar stóran hluta þess sem eftir er af íslensku samfélagi.

Ég styð Borgarahreyfinguna til góðra verka en ég get ekki sætt mig við svona óþarfa og jafnvel skemmandi trúleysingjaaktívisma. Ekki á meðan framtið landsins liggur á borðinu.

Kosningamálin fyrst - gæluverkefnin á hakann. Plís.

Valan, 15.5.2009 kl. 03:18

12 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Fólk á að hafa val um þetta.  Trúarbrögð og þingsetning eiga ekki samleið. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.5.2009 kl. 06:17

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Skil ekki alveg Vala hvernig það geti flokkast undir skemmandi trúleysingjaakvívisma að vilja ekki fara í kirkju - ég fer helst ekki í kirkju nema við jarðafarir - því ætti ég að fela það að mér hugnist ekki að blanda saman trúarbrögðum og þinghaldi - mér finnst það með sanni ekki rétt að það fyrsta sem þingið geri saman sé að fara í halarófu inn í kirkju og láti lúterskan prest messa yfir sér. Ekki hafa Íslendingar farið eftir kristilegu siðgæði og hið mikla siðrof sem hér á sér stað sýnir ef til vill að margir hverjir þekkja hvorki dauðasyndirnar 7 né boðorðin 10. Því finnst mér það hálfgerð hræsni að tala um kristið samfélag þegar flestir þeir sem telja sig til hennar kunna ekki einu sinni að fara eftir þessum einfalda boðskap.

Þetta er mér með sanni ekkert gæluverkefni - ég er að einbeita mér að stefnumálum XO - þetta tekur hvorki svefn frá mér né tíma. Finnst einfaldlega gott að til sé valkostur fyrir þá þingmenn sem eru ekki kristnir. Þeir hafa yfirleitt verið látnir fela sig inni í þinghúsi. Settir fram á gang eins og þau börn sem ekki vilja þiggja kristnifræðslu í skólunum.

Birgitta Jónsdóttir, 15.5.2009 kl. 06:28

14 Smámynd: Valan

Páskar og egglaga súkkulaði eiga heldur ekki samleið nema vegna hefðar, við gerum ýmislegt án þess að fyrir því sé rökræn útskýring s.s. syngja óskiljanlega jólalagatexta. Það sem ég er þreytt á er það sem mér finnst vera óvirðing þeirra "ókristnu" við meirihlutann, með því að velja úr það sem þeim hentar og halda jól, borða páskalamb eða fara á þorrablót en gera síðan einhverja tebollaupreisn og hanga úti grasi á Austurvelli á meðan þing er sett, afþví einu að hluti fer fram í Dómkirkju Íslendinga.

Þetta finnst mér ekki síst smekklítið og óvirðing við hefðir og sögu landsins þegar viðkomandi er opinber starfsmaður, fulltrúi þjóðarinnar og er að taka þátt í opinberri athöfn. Eins og ég segi þá styð ég Borgarahreyfinguna til sinna góðu verka en maður skammast sín fyrir svona eftirlátssemi. Gerið það sem þið eruð kosin til að gera.

Eða, hvað ef þingmaður væri nudisti og væri ekki sammála því að klæðast fatnaði? Eða ákveddi að tala færeysku í þingsal, eða ákveddi að klæða sig sem aðili af hinu kyninu og nota einnig þeirra salernisaðstöðu, eða félli fram á hækjur sér fimm sinnum á dag og biði til Mekka? Hvað ef hann hefði einhver önnur persónuleg og ópólitískar minnihlutaálit af svipaðri sort. Ég hugsa að hann myndi skilja þá valkost eftir heima, þar sem þeir eiga heima, enda starf has að vera opinber löggjafi - ekki siðalögregla eða trúaraktívisti.

Þeir sem eru á móti því að fara inn í kirkjuna eiga að leggja fram tillögu um að breyta fyrirkomulaginu og þangað til að sú tillaga er samþykkt, eiga þeir að mæta í kirkjuna eins og aðrir - það er ekki eins og þar sé hægt að smitast af kristni bara með því að fara inn í guðshús.

Það eru áralangar hefðir sem ákvarða hvernig þingið gengur fyrir sig og þingið er æðra en duttlungar þeirra þingmanna sem þar sitja tímabundið. Þá sem langar að mæta í vinnuna á Alþingi í flíspeysu og íþróttabuxum þurfa jú að sætta sig við að hengja á sig bindi og gera það fyrir stofnunina frekar en sjálfan sig. Þingmenn eru ekki á þingi til að "gera sko bara eins og mér finnst".

Fólk á auðvitað að hafa valfrelsi, og einkaaðilar (almenningur) gerir það. En þegar opinberir aðilar eru á almannafæri að taka þátt í ríkisathöfnum verður að taka tillit til meirihlutans og meirihluti Íslendinga er kristinn og þingið fer í kirkju samkvæmt hefð. Það ber enginn potta né pönnur yfir því á Austurvelli og svona tebollauppreisnir skapa ekkert nema óþarfa vandræði. Þingmenn eru kosnir til þess að vera löggjafar, ekki trúarleiðtogar (eða aftrúunarleiðtogar) og eiga ekki að vera að láta eftir sér svona persónulega og ómerkilega tímasóun þegar önnur og mun brýnni verkefni liggja fyrir dyrum. Þingsetning í kirkju er ekki stórmál - enda er þetta eitthvað sem t.d. hef ég rætt við erlenda aðila um stjórnskipunarmál og þeir líta upp til okkar fyrir að halda tenginu milli hins veraldlega og hins andlega og telja virðingarvert að halda henni við.

Kirkjurækni þingmanna gefur okkur í það minnsta áru af siðferðiskennd sem ég myndi ekki vera svona fljót að varpa fyrir borð á þessum seinustu og verstu tímum.

Ég get hugsað mér nokkra sem hefði þótt gott að vita fyrir kosningar að svona ómerkileg gæluverkefni myndi vera í forgangi hjá sumum þingmönnum hreyfingarinnar.

Með fullri virðingu: klára kosningaloforðin fyrst, svo getið þið leyft ykkur að sóa dýrmætum tíma í gæluverkefni og persónulegar pílagrímsferðir af þessum toga.

Valan, 15.5.2009 kl. 07:12

15 Smámynd: Valan

Það er skemmandi aktívismi vegna þess að þú ert ekki þarna bara sem einkaaðili heldur sem opinber og þú ert að vanvirða hefðir stofnunar sem þú ætlast síðan til að aðrir virði. Slíkt er að mínu mati ívið meiri hræsni en einhver almenn staðhæfing um að siðgæði á Íslandi hafi hrakað, enda batnar siðgæðið seint ef það á að skera

Hommar og lesbíur taka þátt í ýmsum hlutum þjóðfélagsis sem flokkast gætu sem "gagnkynhneigðir" vegna þess að þeir eru minnihluti. Þú ert búddisti og átt að geta, í þínu einkalífi, farið algjörlega að þeirra fordæmi. Þegar þú ert opinber aðili þá verður þú hins vegar að taka tillit til samfélagsins í heild og þeirrar stofnunar sem þú starfar fyrir og vilja meirihlutans. Ég hef sjálf starfað í pólitík við verndun réttinda minnihlutahópa og þekki þau málefni vel en ég þekki líka að samfélag verður að eiga sér heildstæða sjálfsmynd til þess að samlíming þess haldist.

Ég styð það að nýtt afl komi inn á þing en vona bara að nýju þingmennirnir kunni að velja sér orrustur eins og þeir segja hérna í Ameríku og láti hreyfinguna ekki líta út eins og óþekka krakka við hliðina á þeim sem voru nánast aldir upp í þessi störf. Það gagnast hvorki hreyfingunni né þingmönnunum til framtíðar. 

Valan, 15.5.2009 kl. 07:24

16 Smámynd: Valan

*enda batnar siðgæðið seint ef það á að skera niður ferðirnar í þá samfélagsstofnun sem helst sinnir þessu hlutverki.

Valan, 15.5.2009 kl. 07:26

17 Smámynd: Valan

Ég vil annars biðjast afsökunar ef ég er að hella úr mér - ég var bara að vonast eftir meiri umræðu um önnur og brýnni málefni frekar en eitthvað svona. Ég er ekki hérna vegna þess að ég er svo heittrúuð, ég er bara eins og margir með gífurlegar áhyggjur af því að mikilvægustu málefnin falli á milli gólffjalanna nú þegar allir eru komnir með nafnbótina góðu - og þar að auki á ég það til að vera tortryggin þegar fólk í æðstu stöðum eyðir tíma í eitthvað annað en það sem það er kosið til að gera. Þetta er ekki illa meint, þvert á móti - ég vil mjög gjarna sjá Borgarahreyfingunni og þingfólki hennar ganga vel í sínu starfi.

Valan, 15.5.2009 kl. 07:41

18 Smámynd: SM

flott hja ykkur, þad er einsog þu segir Birgitta ad þetta er bara hræsni. Kirkjan er mattlaus og enginn hlustar a hana.

SM, 15.5.2009 kl. 07:50

19 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég reyni alltaf að tala við fréttamenn um eitthvað annað en til dæmis ESB en það er ekki mikill áhugi á til dæmis vanda heimilana - við fengum heimsókn frá Hagsmunasamtökum heimilanna í gær og það var mjög fróðlegur fundur og við munum vinna með þeirra tillögur - við erum líka búin að vinna að því að finna út í hvaða nefndum okkar stefna er best vinnanleg - ekki hafa áhyggjur ég er ekki komin inn á þing til að vinna að neinum gæluverkefnum. Mér finnst aftur á móti ekki rétt að fela neitt og því ætla ég ekki að fela mig inni í þinghúsi í dag:) Ég mun auðvitað gera mistök í starfi og vil leggja við hlustir það sem kjósendur mínir hafa að segja og því eru orð þín réttlætanleg þó ég sé ekki endilega sammála öllu Vala mín:) En ég mun fyrst og fremst leggja allt undir til að gera alvöru gagn inni á þingi fyrir þjóðina mína á þessum hörmungartímum.

Takk öll hin fyrir hlý orð:) er að fara á fundi og mun ekki geta tekið þátt í umræðunni á blogginu í dag...

Birgitta Jónsdóttir, 15.5.2009 kl. 08:00

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þingmenn eru kosnir til þess að vera löggjafar, ekki trúarleiðtogar (eða aftrúunarleiðtogar) og eiga ekki að vera að láta eftir sér svona persónulega og ómerkilega tímasóun þegar önnur og mun brýnni verkefni liggja fyrir dyrum.
Hvaða tímasóun felst í því að mæta ekki í kirkju?

Þeir þingmenn sem sleppa guðsþjónustu verða mættir í þingsal þegar þing verður sett.  Guðsþjónustan er trúarathöfn sem fer fram á undan setningu þings.

Matthías Ásgeirsson, 15.5.2009 kl. 09:04

21 identicon

Mér finnst þetta bara hreinasti dónaskapur og virðingaleysi af hönd opinbers starfsmanns, sem á að þjóna almenningi, sem enn er í miklum meirihluta Kristin þjóð. Ég er ekki viss að Birgitta mundi standa á Austurvelli yrði henni boðið í Brúðkaup í Kristinni kirkju, eða á jarðaför. Þetta er hefð hjá Kristinni þjóð, að biðja Guð um visku og blessun, þegar mikilvæg störf eru fyrir hendi. Eru ekki brýnni verkefni fyrir hendi, önnur en að opinberlega standa á móti áralangri hefð á Íslandi sem í versta falli er tímasóun, en besta falli algjör nauðsyn.

Gott er að hafa valkost, því ekki að velja það að heiðra íslenska þjóð og mæta bara í kirkjuna. Er það að sína þjóð sinni heiður, tíma sóun?

 Þjóðfáni okkar er ennþá skrýddur hinum Kristna krossi, ekki ætlarðu líka að fara sóa tíma okkar líka í að reyna að breyta honum?

Emil Reynisson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 11:46

22 identicon

Æ, voðalegt suð er þetta um söguna og hefðirnar. Var ekki Alþingi hið forna stofnað af heiðingjum? Er Birgitta eitthvað minna hluti af þjóðinni fyrir að vera heiðin?

Haukur Þ. (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 13:56

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nákvæmlega Haukur? Hvaða "hefð" er eitthvað óskiljanlegt frá 1944?

Af hverju má ekki brjóta slæma vana?

Vanvirðing við hvað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.5.2009 kl. 14:32

24 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...talandi um "Hefðir"!

..

Ísland byggðist Landnámsmönnum frá Noregi. Þeir voru heiðnir (Ásatrúar) og þeir voru svo merkilegir að þeir stofnuðu fyrsta lýðveldi í Norður-Evrópu!

Ekkert smá?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.5.2009 kl. 15:34

25 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Birgitta

Takk fyrir komuna á hugvekju Siðmenntar í dag fyrir setningu Alþingis.  Þetta var hugljúf stund og söguleg því aldrei áður hefur eitthvað annað verið í boði en "ríkistrúin" fyrir alþingismenn.

Ég bloggaði pistil um málið.

Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 15.5.2009 kl. 15:41

26 Smámynd: Katrín

Hvort þú sem þingmaður þjóðarinnar vilji heldur vera úti með krökkunum á meðan hinir sitja í kirkju...finnst mér afskaplega lítið fréttnæmt og skiptir mig engu.

Hins vegar finnst mér það algjörlega absúrd að þú sem stjórnleysingi skuli hafa tekið sæti inn á Alþingi, stofnun sem stendur fyrir allt það sem þú sem stjórnleysingi fyrirlítur.  En hvað gera menn ekki fyrir málstaðinn og smeygja sér inn á Alþingi er svo sem ágæt leið til að naga súlur lýðræðisins Íslands.  AÐ ætla sér síðan að þiggja laun af skattborgunum fyrir er hámark siðleysis og siðblindu.  Og til að bíta höfuðið að skömminni krefst þú að fyriverandi ráðherra afsali sér þeim launum sem þeim ber.  Það er ágætis regla að krefjast ekki af öðrum það sem maður sjálfur getur ekki gefið.

Ég held þó í vonina að þú sjáir að brýnu málin hafa ekkert með klæðnað né orðfæri á Alþingi að gera en er vondauf samt eftir samþykkt þingflokki Borgaraflokksins þess að styðja þingsályktun ríkisstjórnarinnar.

Lifðu heil

Katrín, 15.5.2009 kl. 19:31

27 Smámynd: Þór Jóhannesson

Birgitta þú ert best - Þór líka og Margrét er að vaxa, en hvar var Þráinn á meðan þið ásamt Lilju Mósesdóttur gáfuð þetta frábæra statement...?

Þór Jóhannesson, 15.5.2009 kl. 19:43

28 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Við vitum öll að páskakanínan verpti páskaegginu, eins mikið og það tengist kristinni trú.

Loksins hofum við eignast alvöru fulltrúa okkar á þingi. Fólk sem vinnur að sameiginlegum stefnumálum í stað persónulegra kökusneiða. Fólk sem fylgir hugsjónum sínum og trú/trúleysi.

Mér findist beinlínis fáránlegt ef búddistinn Birgitta færi að sitja undir ræðuhöldum sjálfskipaðra umboðsmanna hins evangelíska guðs.

Birgitta rokkar!

Brjánn Guðjónsson, 15.5.2009 kl. 19:44

29 identicon

Ég get bara ekki skilið að það þurfi að vera einhver sérstök umræða um þetta mál.Birgitta var kosin á þing en ekki til að fara í kirkju, hún aðhyllist líka aðra trú og við eigum bara virða hana fyrir það.

Það að hún fari og sé viðstödd brúðkaup og jarðarfarir snýst ekkert um hverrar trúar þú ert, þú ferð í brúðkaup til að samgleðjast og á jarðarfarir til að kveðja og votta samúð.

Ég er alveg hætt að skilja þessa umræðu um bindisskyldu, herbergjaskipti og kirkjuferðir, ég held að það séu nóg af stærri málefnum sem brenna á þjópinni heldur en þetta.

Og Birgitta það er gott að vita til þess að þú ætlir að vinna fyrir fólkið í landinu komin tími til að einhver geri það, því þeir sem sátu þarna áður voru greinilega ekki að vinna vinnuna sína. Já og að því að einhver talaði um að ráðherrar ættu rétt á ofurbiðlaunum sem ríkið hefur ekki efni á að greiða að mínu mati þá, get ég heldur ekki seð að þeir hafi unnið fyrir þeim HVERNIG ER KOMIÐ FYRIR OKKUR Í DAG!

Kveðja ein sem er ekki vön að tjá sig á bloggsíðum en er komin með upp í kok af þessari fáránlegu umræðu.

Begga (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 03:14

30 Smámynd: AK-72

Ég játa að ég klóra mér aðeins í hausnum yfir þessari umræðu. Á að neyða fólk til að mæta í kirkju, þó það sé annarar trúar eða trúleysingi? Það var fyrsta spurningin sem kom upp í hausinn á mér. Næsta spurning var, hvað er "the big deal" með þetta? Finnst þetta fjaðrafok um eitthvað sem skiptir engu máli í raun.

Verst að maður fær það á tilfiinnguna við svona upphlaup út af því hvort einhver telur tíma sínum betur varið annars staðar heldur en í messu, að Íslendingar séu að síga í sama farið aftur og væla yfir þessu á meðan stórir hlutir fá litla sem enga athygli, eins og t.d. það að OR er að fara að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, líklega til erlendra aðila og svo t.d. umhugsunarverða grein Ólafs Arnarsonar á Pressuni. Ef svo fer, þá held ég að það sé kominn tími til þess að forða sér.

AK-72, 16.5.2009 kl. 13:40

31 Smámynd: Einhver Ágúst

Hahahaha, þú ert aldeilis að laða að þér skemmtikraftana og það allt frá biblíubelti Ameríkunnar!! Vel gert....allt saman

Vala: Hvað eru gagnkynhneigðar athafnir? Þarna afhjúpar þú þig sem einn af þeim kristni sem ekki geta fetað í fótspor frelsarans hvað umburðarlyndi og kærleika varðar. Bindisskyldan hefur nú þegar verið afnumin svo enginn þarf að vera með bindi þó hann sé kosinn á þing. Virkilega skemmtileg athugasemd og gríðarleg orkusóun í eitthvað sem ekkert er.

 Svo er það hitt að Birgitta tekur það fram að hún er í raun trúuð, tilheyrir Búddhisma að sögn og iðkar þá trú væntanlega af sömu samviskusem og allt sem hún gerir. Og getur sett kröfur á aðra sem hafa sannast að eru gráðugir hagsmunagæslumenn.

Rock On Birgitta.........

Einhver Ágúst, 16.5.2009 kl. 17:04

32 identicon

Ég er við nám í Danmörku og lagði það á mig að keyra 300 km til þess að gefa ykkur atkvæði mitt. Ég er nú þegar farinn að sjá eftir því.

Trúmál skipta mig engu, en hefðir gera það. Ísland er kristin þjóð hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ísland er blessunarlega laust við öfgatrúmál sem oft smitast inn í löggjafavaldið en þessi messuferð er eina undantekningin og er einungis gerð fyrir formlegheitin.

Ég væri sömu skoðunar þótt Íslendingar byggju við Islam sem trúarbrögð nr 1, þá þætti mér við hæfi að alþingismenn sæktu mosku í þetta eina skipti á árinu.

Einnig er gaman (kaldhæðni) að lesa öfgahrokann úr trúmiklum vantrúarmönnum sem hafa það sem reglu frekar en undantekningu að fara í persónuskítkastsgírinn þegar þeir predika fagnaðarerindið.

Runar (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 20:09

33 Smámynd: Einar Karl

Við verðum að vona að þingmenn Borgarahreyfingarinnar borði nú örugglega súkkulaðipáskaegg, drekki brennivín á þorrablótum, ferðist með fellihýsi í sumarfríi, gefi börnum sínum kók og sælgæti um helgar, horfi á Eurovísjón og kaupi nú alveg örugglega allan brennivínstollinn sinn í Fríhöfninni!

Annað gæti talist "vanvirðing" við þjóðlegar hefðir og "skemmandi aktivismi". 

Einar Karl, 17.5.2009 kl. 18:42

34 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður Einar Karl

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.5.2009 kl. 23:01

35 Smámynd: Einhver Ágúst

Rétt svar Einar Karl....

Einhver Ágúst, 18.5.2009 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.