Leita í fréttum mbl.is

Viljum við óbreytt ástand?

Ég var að spjalla við nokkra frambjóðendur annarra flokka í gær á meðan ég beið eftir að fara í útsendingu í kosningasjónvarpið í gær. Þar kom fram áhugavert viðhorf hjá XF og XD - þeim finnst ef þjóðin kýs óbreytt ástand - þeas ef niðurstöður verða eins og þess könnun sýnir til dæmis að þjóðin sé að kjósa burt hugmyndina um að hafa faglega ráðna ráðherra. Ég spurði þá af hverju þeir myndu ekki bara spyrja þjóðina frekar en að draga slíka ályktun: svarið var dæmigert að það væri óþarfi.

Almenningur er sáttur við að ráðnir voru tveir ráðherrar á faglegum forsendum - ég ætla að vona að fólk skilji að allar lýðræðisumbætur sem við höfum fengið loforð um verða af engu ef við veitum ekki mjög öflugt aðhald innan þings sem utan.

Hér ríkir mikill lýðræðishalli vegna yfirþyrmandi ráðherraræðis. Hér er engin svokölluð þrískipting valds. Alþingi afgreiðir í miklum meirihluta ráðherrafrumvörp á meðan þingmannafrumvörp rétt silast yfir 20% þeirra sem afgreidd eru. Hlutskipti stjórnarandstöðu virðist eitthvað svo tilgangslaust ef það er staðreynd að hlutfall frumvarpa þeirra nær ekki einu sinni 1%. Það þarf að skoða betur hvernig þessi þingmannafjöldi nýtist þjóðinni best. Það þarf að tryggja að ráðherrar verði ekki áfram þingmenn. Það þarf að tryggja að þingmenn sitji ekki lengur en í 8 ár á þingi í senn. 

Sjálfstæðismenn tryggðu það með síðasta gjörning sínum að auðlindir okkar eru EKKI í þjóðareign. Það er okkur hættulegt á tímum sem þessum.

Stórfeldur niðurskurður er nú þegar hafinn - hann birtist sem tillögur að því að minka skólasetu barna - í skólanum þar sem 8 ára sonur minn sækir sitt nám verður ekki ráðið aftur í stöður þeirra sem hætta og fólki hefur verið sagt upp. Nú þegar eru bekkirnir allt of stórir - 25 börn í bekk og ekki hægt að sinna börnum almennilega sem þurfa sérkennslu.  Talað er um að það þurfi að sameina bekki enn frekar. Mikið var þrengt að skólunum í hinu svokallaða góðæri - ég er ekki að sjá hvernig á að vera hægt að skera niður enn frekar í barnaskólunum. 


mbl.is S- og V-listar bæta heldur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég trúi því ekki að Frjálslyndir hafi talað svona, við höfum alla tíð þessi tíu ár talað fyrir réttlátara þjóðfélagi meira lýðræði og minna flokksræði.  En ég óska ykkur góðs gengis.  Ein af okkar ágætu frambjóðendum í Reykjavík sem hefur verið virk í Borgararheyfingunni sagði mér að hún hefði unnið svo vel með því fólki, því stefnumál beggja væri algjörlega samhljóða.  Svo ekki ber nú mikið í milli hjá okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta kom frá ykkar frambjóðenda sem eitt sinn starfaði með XS - veit hvað Jakobína stendur fyrir og treysti henni 100%

Birgitta Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Birgitta þú varst flott á fundinum í kvöld  Málefnaleg og jarðbundin.

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:27

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála henni Sigrúnu,   þú varst svo góð á fundinum í kvöld sem að ég horfði á í sjónvarpinu, fylltist smá þjóðarstolti yfir þér (bloggvinkonu minni ) ekkert gaspur og gap út í loftið eins og sumir  Ef þú værir í framboði í mínu kjördæmi mundi ég kjósa þig vegna þinnar persónulegu framkomu og greinargóðum svörum, Vona að þú komist á þing, við þurfum þig. Gangi þér allt vel vina, ég fylgist með þér   Það væri gott að fá bara að kjósa persónur á Landsvísu, mér fanst þessi framsóknar kona alveg kúka á sig með að vera að draga Jóhönnu Sigurðard eitthvað inn þarna í lokin þó að hún sé 67 ára , því hún hefur gert mikið fyrir landann.    Áfram Birgitta ;)

Erna Friðriksdóttir, 22.4.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú varst mjög flott í kvöld Birgitta mín, þú og Sturla báruð af og svo maðurinn frá Lýðræðishreyfingu Ástþórs.  Þarna blása ferskir vindar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 23:39

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Afhverju einblína menn alltaf á evru?? er sambó kannski búin að lofa uppí ermina á sér með múturpeningum frá ESB einsog þeir eru þekktir fyrir að nota til að nauðga þjóðum inní ESB.Við búum á besta stað í heimi og ég vill ekki að einhver Brussel ketlingur segi mér í framtíðinni um það hvenær ég megi fara á klósettið af því að hann bjó til reglu um það!! nei takk.Það eru miklir möguleikar að opnast fyrir okkur kannski í olíu og kannski líka þegar siglingaleiðin norðurfyrir Grænland opnast og ekki vill ég að einhverjir spilltir ánskotar í Brussel hirði það af okkur.Það virðist vera voða viðkvæmt að ræða um aðra möguleika tildæmis að ath með Dollar sem væri mun heppilegra fyrir okkur einsog er og tæki ekki eins langan tíma að koma í gagnið og evru.Er ekki aðalmálið í dag að koma stöðugleika á okkar gjaldmiðil svo að við getum haldið áfram?og ég held að það gerist ekki í sambandi með ESB þar sem allt er á niðurleið og hver hugsar um sjálfansig..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.4.2009 kl. 23:41

7 Smámynd: Hlédís

Rétt hjá Ásthildi! Þið frá minni framboðs-listunum töluðuð mannamál. Vigdís frá Framsókn gerði það líka. Gangi okkur öllum vel á laugardaginn ;)

Hlédís, 22.4.2009 kl. 23:51

8 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þú varst frábær á fundinum í kvöld.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 00:27

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Birgittu styð ég 100%  hún er þó ekki í mínu kjördæmi og mikilvægast af öllu tel ég nú að styðja ESB umsókn strax.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.4.2009 kl. 01:21

10 identicon

Ætlaði að skila auðu, en ég sé það núna að þið eruð algjörlega málið.

Óskar (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 03:46

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka ykkur innilega fyrir - hef aldrei tekið þátt í svona þætti og var satt best að segja svolítið stressuð :) ég er svo þakklát fyrir stuðninginn og traustið sem ég finn fyrir, að því get ég ekki komið í orð.

Birgitta Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:34

12 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þú varst frábær Birgitta. Og þegar þú sagðir að þitt álit skipti ekki eins miklu máli og álit þjóðarinnar, þá var eins og fréttamennirnir skildu þig ekki! Lýðræðishallinn er orðinn svo mikill að fjölmiðlafólk skilur ekki þjóðarviljann frekar en alþingismenn, nema það séu súlurit á 4ra ára fresti!

Margrét Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 10:37

13 identicon

Flott í gær!  Mér fannst frábært þegar þú komst á framfæri að nú væri tími til að fara að vinna saman og hætta þessu hægri, vinstri, snú röksleysubulli!

En það var ekki pláss til að ræða það og ég er ekki viss um að vinir þínir á sviðinu hafi virkilega verið að hlusta á þig!

Jæja nema hvað bara flott!

þið eruð að verða stærri en xBÉ og það er bara frábært!

Unnsteinn (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:35

14 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

stóðst þig vel í kvold, á NASA sem og í gær á Stöð 2.

ekki það að sú frammistaða hafi skipt sköpum fyrir mig, en þú og hreyfingin fáið mitt aðkvæði á laugardag.

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 15:08

15 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú ert í mínu kjördæmi, svo ég mun kjósa þig

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 15:11

16 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þú stóðst þig vel í gær Birgitta og varst til mikils sóma fyrir Borgarahreyfinguna. Ég er alveg sammála þér að þjóðin eigi að fá að kjósa oftar um ákveðin málefni.

Hilmar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 22:59

17 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband