Leita í fréttum mbl.is

Kalla eftir þjóðarsátt um lægra orkuverð til bænda

Stytta sem verkamenn byggðu 1958Borgarahreyfingunni finnst eðlilegt að á tímum sem þessum séu auðlindir okkar nýttar til að tryggja að fleiri fyrirtæki fari ekki á hausinn. Það yrði þjóðhagslega hagkvæmt að lækka orkuverð til bænda og selja þeim orkuna á sambærilegu verði og Alcoa. Það er ekki hagkvæmt að bændur gefist upp vegna óþarfa byrða sem á þá eru lagðar. Það væri aftur á móti öllum til hagsbóta ef þeir halda áfram að framleiða innlendar afurðir - það mætti til stórauka útflutning á til dæmis lífrænu grænmeti ef skilyrði til slíkrar ræktunnar séu gerð þannig að það sé rekstrarlegt umhverfi til að stunda þannig starfsemi.

Þá munum við þjóðin njóta þess að fá ferskt grænmeti og aðrar landbúnaðarafurðir á lægra verði og innflutningur sem okkur er afar dýr núna væri ekki það eina sem við þurfum að treysta á. Á heildina litið hlýtur það að teljast hagkvæmt og það væri hægt að gera þetta strax. Kalla því eftir þjóðarsátt en fyrst og fremst pólitískri sátt um þessa lausn til að hjálpa bændum að komast yfir þennan erfiða hjalla.

Ef Landsvirkjun verður af einhverjum tekjum vegna þessa - þá verður bara að hafa það - orkan kostar okkur ekki nærri því eins mikið og það kostar að láta fyrirtækin rúlla.


mbl.is Garðyrkjubændur skrifuðu ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vegna verðlækkunar á raforku til stóriðju hefur þurft að bæta landsvirkjun það upp með því að hækka raforkuverð til allra annarra. Það hefur haft í för með sér samdrátt í landbúnaði. Frystihús og sláturhús eru líka orkufrek. Þannig hefur stóriðjustefnan haft í för með sér fækkun starfa í landbúnaði og tengdum greinum um land allt og að öllum líkindum í fiskiðnaði líka. Þannig að allt tal um að fleiri (taprekin) álver séu sjálfsagt framfaramál (eins og sjálfstæðismenn skrifa á bloggsíðurnar sínar núna) er bara áróðursbull.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 23:01

2 identicon

Hvet alla til að sjá kvikmyndina "Draumalandið" sem sýnd er nú m.a. í Smárabíó -  en þar má nú heldur en ekki sjá verklagsreglur ál-risans ALCOA í reynd.

Í myndinni kemur m.a. fram að þeir eru að keyra ofna sína hér á margfalt lægra raforkuverði en þeir fá í nágrannalöndunum og íslendingar hafa fallið kolflatir fyrir sölumennsku þeirra. 

Að sjálfsögðu greiðir almenningur hér brúsann til Landsvirkjunnar þegar upp er staðið. 

Þetta verður jú allt að standa undir sér- eða hvað 

Hljómar þetta ekki kunnuglega ?

Spurning:  Hver skyldi nú vera forstjóri Landsvirkunnar og hvaða embætti gengdi hann hér í den og innan hvaða stjórnmálaflokks ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 23:58

3 identicon

Besta og ódýrasta leiðin til að fá rafmagn er, að draga úr álframleiðslu. Þá losnar um þetta ódýrasta rafmagn í heimi, sem hægt er að nota til að byggja upp atvinnustarfsemi sem gefur margfalt meira af sér p. kílówattstund heldur en stóriðjan gerir. Störf sem dreyfa sér jafnar um landið en stóriðjan.

Það þarf semsagt ekki að virkja meira. Notum heldur álverin sem "geimslu" fyrir raforkuna og og minkum álframleiðsluna í hvert skipti sem þörf er á raforku til annarrar starfsemi.  Ef hin útlendu stóriðjufyrirtæki reyna að standa gegn því, þá geta þau bara hypjað sig og tekið helst með sér alla sína leppa eins og stjórnarmenn í orkufyrirtækjunum sem hvort sem er eru aðeins afætur á þjóðinni.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 01:12

4 identicon

Lengi hefur verið ljóst að þessi aðgerð er ein skilvirkasta og auðframkvæmanlegasta sem völ er á.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.