Leita í fréttum mbl.is

Réttlætismál

XO er þverpólitískt bandalag fólks sem er búið að fá nóg af þeirri vanhæfni og spillingu sem þrífst hér á landi í skjóli þingheims.

Við viljum réttlæti fyrir þjóðina sem hefur verið gert að greiða skuldir sem hún efndi aldrei til. Við viljum ekki velta þessum skuldum fáeinna fjármálaóreiðumanna á almenning. Fjármálaóreiðumanna sem hafa gefið sumum flokkum hér óeðlilegar upphæðir fjármagns sem enginn heilvita maður getur litið á öðruvísi en fyrirgreiðslupólitík.

Við viljum leita samstarfs við erlenda skuldunauta okkar um hvernig við getum haft uppi á þeim sem komu okkur í þessa ömurlegu stöðu. Við viljum persónugera vandann og rjúfa óeðlileg tengsl á milli þingheims og viðskiptaheims.

Fyrstu lögin sem Borgarahreyfingin vill tryggja að verði að veruleika eru að enginn: ekki nokkur maður verði borinn út af heimili sínu út af fjárhagsörðuleikum sem rekja má til þess algera hruns sem við stöndum frammi fyrir.

Við viljum færi völdin frá flokkakerfinu til fólksins – til þín
Við viljum að fólk sitji ekki lengur en 8 ár inni á þingi
Við viljum að þjóðin fái rétt til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu
Við viljum aldrei aftur þurfa að upplifa þann vanmátt í aðdraganda janúarbyltingarinnar – þar sem við gátum ekki losnað úr viðjum ríkisstjórnar sem mikill meirihluti þjóðarinnar studdi ekki. 

Við erum borgarar ekki þegnar. Þingmenn eru og eiga muna að þeir eru í vinnu fyrir okkur: þjóðina.


mbl.is Neytendur ekki einir um skaðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er enginn efi í mínum huga um heilindi ykkar í Borgarahreyfingunni.  Mér finnst þið frábær og vona að ykkur gangi sem best.  Ég ætla að standa með mínum mönnum samt sem áður, því þar er líka heiðarlegt og gott fólk, sem hefur ekki tekið neinn þátt í spillingunni.   Það er talað um það eins og eitthvað náttúrulögmál að fjórflokkurinn Eigi sitt og svo megi úthluta einum litlum flokki svo sem eins og eitthvað aflögu.  Það væri betra fyrir lýðræðið ef báðir þessir flokkar kæmust að þ.e. F og O, þeir myndu styrkja hvor annan á þinginu, því mér sýnist stefnumálin vera svipuð það ber ekki mikið í milli. 

Mér líkar illa svona kassahugsunarháttur.  Þess vegna á fólk að vera óhrætt við að breyta til nákvæmlega núna og kjósa frekar nýju framboðin, heldur en gömlu flokkana, og þá helst ekki Sjálfstæðisflokkinn með alla sína spillingu ofan á þessa venjulegu heimatöku sem þingmenn virðast hafa komið sér upp margir hverjir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2009 kl. 09:22

2 identicon

Sæl Ásthildur

Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur en ég er nánast alveg sammála þér með það að F sé spillingarlaus flokkur en hvað fannst þér um ákvörðun formanns flokksins að halda landsfundinn í stykkishólmi sem var átta sinnum fámennari en rúmum tveimur árum áður. Hótel uppbókuð fljótt og menn þyrfti liggur við að gista í tjaldi. Þetta atvik setti svartan blett á frjálslynda í mínum huga. Ber mikinn keim af valdagræðgi Guðjóns.

Jafn framt verð ég að minnast á annað þar sem ég var að muna það núna. Þegar Sigurjóni var heitið framkvæmdastjóra stöðu flokksins þá var hann svikinn grimmilega eftir kosningar. Mér fannst líka slæmt þegar Helga var borguð fyrir að sjá um síðuna ykkar þegar Sigurjón bauðst til að gera það frítt.

Annars gæti ég ekki verið meira sammála færslunni. Sérstaklega ber að halda í hávegum þetta sem þú segir í lokinn. Þingmenn eru þarna í umboði þjóðarinnar. Það finnst mér gleymast ansi fljótt eftir að þeir eru komnir á þing.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:21

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég verð að segja, að á undanförnum borgarafundum RÚV hafa talsmenn O komið best út að mínu mati. þeir einu sem komið hafa fram með nýjar hugmyndir að lausnum. engin frasastjórnmál þar eins og hjá sumum öðrum.

Brjánn Guðjónsson, 17.4.2009 kl. 18:54

4 identicon

Ég er sammála þingmenn eru þarna fyrir okkur þjóðina. Ég er búin að vera að fylgjast með frambjóðundum og það vekur furðu mín núna í þessum erfileikum sem þjóðin stendur frammi fyrir og það á að hækka skatta og lækka laun þá minnist engin á hvað það eru margir íslendingar sem eru og hafa svikið undan skatti í mörg ár,það gleymist alveg að tala um að þar liggja miklir peningar sem gætu hjálpað mikið núna þegar að allir ættu að stefna að sama markmiði lýðræði í lýðræðisríki. Skattakerfið er og hefur verið að mínu mati rotið og er enn. Hvers vegna geta iðnaðarfólk og fólk með eigin atvinnurekstur komist upp með að borga til samfélagsins lámarks staðgreiðslu, eða jafnvel enga. Við vitum  að margt af þessu fólki keyrir svo um á 5 til 10 milljóna bílum sem  er skráð á fyrirtækið ? Ég spyr því hvað ætlar nýja ríkistjórnin að gera til að ná í þessa peninga hvar er skattalögreglan. Ég yrði tekin föst ef ég stæli mér einum snúð í Hagkaup, kærð og látin borga sekt. Hérna vantar skattalögreglu sem fylgjist með svona málum. 

 kveðja Voo

voo (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 21:42

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Ásthildur mín:) kemst vonandi vestur í sumar og kíki þá til þín...

Ég vonast til að þú vooooo og aðrir sem hafa hugmyndir um hvernig við getum endurreist þjóðina komið á þjóðfundinn sem við ætlum að halda eftir kosningar og vinna hugmyndavinnu með okkur - fólk þarf ekki að vera í hreyfingunni til að vinna þessu vinnu saman... 

Ég vil aðeins fara inn á þing sem fulltrúi og talsmaður þjóðarinnar - hef engan áhuga á að vera stjórnmálakvendi - hef engan metnað í annað en að vinna að því að færa meiri völd í hendur þjóðarinnar og fara svo aftur að skrifa bækur:)

Birgitta Jónsdóttir, 18.4.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 508755

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband