15.4.2009 | 07:16
Líf þeirra er í okkar höndum
Yfirlýsing vegna mótmæla
Frá og með deginum í dag, miðvikudeginum 15. apríl 2009, munu nokkrir aðilar taka sér stöðu fyrir framan Alþingi. Um er að ræða mótmæli, fyrir hönd allra hælisleitenda á Íslandi. Tilgangur þeirra er að minna valdhafa á tilvist hælisleitenda og bið þeirra. Við erum enn að bíða eftir svörum og þeirri sanngjörnu málsmeðferð sem hér á að vera að finna, handa hælisleitendum.
Þrátt fyrir að einstaka reynslusögur hælisleitenda hafi náð athygli fjölmiðla, viljum við einnig minna á að fjöldi fólks bíður enn í Njarðvík, á milli vonar og ótta, eftir því að fá að lifa mannsæmandi lífi. Þetta fólk eyðir stórum hluta ævi sinnar í tímalausu limbói, án þess að geta stigið fæti niður á fasta jörð.
Við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld hætti að misnota Dyflinnar-reglugerðina, sem gerir þeim kleyft að senda hælisleitendur kerfisbundið til annarra Evrópulanda, rétt eins og að þar segi að hér sé alls ekkert skjól eða pláss þeim til handa. Þau lönd sem Íslendingar senda hælisleitendur einna helst til eru þéttsetin af þúsundum hælisleitenda sem munu aldrei sjá umsóknir sínar skila árangri.
Þess vegna krefjum við þess að íslensk stjórnvöld sýni þá ábyrgð sem hún hefur þegar skrifað undir, með því að virða mannréttindi og sýna mannúðlegri meðferðir. Sú krafa er krafa mótmælana, og vonumst við til að fólk skilji þá kröfu og styðji.
Hjálparbeiðni: Mál hælisleitenda frá stríðshrjáðum svæðum
21. öldin verður öld flóttamannsins. Ísland er með fyrstu löndum til að stíga inn í þessa nýju öld. Við verðum að taka meðvitaða ákvörðun um það hvernig við bregðumst við þessari áskorun.
Stríðsrekstur í Afghanistan og Írak var studdur, á Íslandi sem annars staðar, með vísun í hugmyndir um lýðræði, mannréttindi og alþjóðlega samhjálp. Á sama tíma voru útlendingalög hert á Íslandi og hælisleitendum frá stríðshrjáðum löndum vísað kerfisbundið frá landinu.
Þeirra á meðal hafa verið margir frá Afghanistan og Írak.
Örlög þeirra sem leita hingað eftir hjálp eru tvenns konar: Þeir enda ýmist sem réttlausir flóttamenn í Grikklandi eða og það gildir um flesta þeir eru sendir aftur til upprunalands síns, í fang átaka og stríðs sem þeir flúðu.
Þegar fólki er synjað um hæli hérlendis er vísað til svonefnds Dyflinnarsáttmála. Ákvæðið í sáttmálanum sem vísað er til var samið til að tryggja hælisleitendum málsmeðferð í fyrsta landinu sem þeir koma til innan Schengen-svæðisins, en ekki til að fría önnur ríki ábyrgð. Ísland hefur beitt þessu ákvæði sem opinni gátt til undanbragða, til að losna við hælisleitendur af landinu.
Fyrsta land margra hælisleitenda innan Schengen-svæðisins er Grikkland, og þangað vísar Útlendingastofnun fjölda einstaklinga sem hingað leita. Rauði krossinn og Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna leggjast gegn því að aðildarríki Schengen sendi hælisleitendur til Grikklands, þar eð Grikkir hafi ekki veitt hælisleitendum sanngjarna málsmeðferð, sem er grundvallarkrafa Dyflinnarsáttmálans.
Dómstólar í Belgíu úrskurðuðu í apríl 2008 að þarlendum stjórnvöldum sé óheimilt að vísa hælisleitendum til Grikklands vegna slæmrar meðferðar. Sama ár var lögð fyrir Evrópuþingið 68 blaðsíðna skýrsla sem norskar og finnskar stofnanir unnu um beitingu Dyflinnarsáttmálans í tilfelli Grikklands. Þar kemur fram að móttaka og hýsing flóttafólks sem er handtekið við komuna til Grikklands er fært í varðhald og hýst til lengri tíma í varðhaldsmiðstöðvum. Dvölin þar feli í sér linnulaus mannréttindabrot, aðstæður og meðferð séu óviðunandi og vitnisburður liggi fyrir um skelfilegt ofbeldi og pyndingar af hálfu lögreglu. Aðeins 2,4% hælisleitenda sem sendir eru til Grikklands eru sagðir njóta sanngjarnar málsmeðferðar.
Yfirvöld hér á landi hafa veitt fjölskylduvinum íslenskra ráðamanna frá tiltölulega friðsælum ríkjum heimsins sérmeðferð en þeim sem hingað koma eftir réttum leiðum af bæði lögmætum ástæðum og knýjandi þörf m.a. þeim sem flýja stríðsástand er markvisst hafnað.
Hælis- og dvalarleyfisveitingar Íslands til hælisleitenda og flóttafólks eru langt undir þeim mörkum sem nágrannalönd okkar hafa markað sér og stjórnvöldum til skammar.
Nú ríður á að Ísland marki nýja stefnu í málefnum flóttafólks og hælisleitenda á Íslandi.
Rök sem vísa í núverandi efnahagsástand eða smæð Íslands verða ekki tekin gild. Ef Íslendingar líta nægilega stórt á sig til þess að taka þátt í og leggja nafn sitt við stríðsrekstur í fjarlægum löndum hlýtur Ísland að geta tekið á móti fórnarlömbum þess sama stríðsreksturs. Sjónarmið um atvinnuerfiðleika í íslensku þjóðfélagi geta ekki vegið á móti lífshættu og mannréttindabrotum sem bíða hælisleitenda sé þeim vísað brott.
Við upphaf nýrrar aldar krefjumst við þess að ný ríkisstjórn marki nýja stefnu í málefnum flóttafólks og hælisleitenda.
Við krefjumst þess að hælisleitendum sem hafa beðið hér á landi svo mánuðum skiptir eftir úrskurði Útlendingastofnunnar verði ekki sendir til Grikklands á grundvelli Dyflinnarsáttmálans, heldur verði veitt tækifæri til þess að hefja mannsæmandi líf á Íslandi og taka þátt í endurreisn íslensks samfélags.
Sex þeirra einstaklinga sem nú bíða eftir svari frá Útlendingastofnun, og hafa flestir nú þegar fengið neitun, eru frá Afganistan eða Írak.
Nánari upplýsingar um flóttamenn á Íslandi: this.is/refugees
Hælisleitendur mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 07:21 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 509100
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Hvaða endemisvitleysa er þetta? Þeirra líf sé í okkar höndum. Eigum við ekki heldur að segja eins og er , að við séum með okkar eigið líf í lúkunum. Eftir 1-2 ár, þá fáum við fyrst að sjá hvernig hefur verið farið með Ísland, og afraksturinn af því. Þangað til er það besta sem við getum gert fyrir þetta fólk er að senda það til baka með fyrstu ferð. Við getum ekki útvegað því atvinnu, við höfum ekki bolmagn til að hafa það í fæði og húsnæði eða sjá því fyrir heilsugæslu. Ekkert af þessu getum við fyrir okkar eigið fólk, svo við skulum nú ekki fara að flytja inn fólk til að gera erfiðleikanna stærri hjá okkur..... Ef þetta er eftst á lista hjá Borgarahreyfingunni, þá kæru kjósendur hugsið ykkur um 2svar áður en þið gerið X-O í kjörklefanum. Þetta segir mér meir nóg um þann flokk.
Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 07:56
Íslendingar tóku þátt í árásarstríði gegn Írak - þá tókum við jafnframt þátt í stríðinu í Afganistan með Nató. Okkur ber að axla ábyrgð á því Jóhanna Þórkatla.
Hvað með alla þá íslensku efnahagsflóttamenn sem ætla sér að flytja til annarra landa? Myndir þú sætta þig við að þeir yrðu settir í flóttamannabúðir?
Lestu nú þessa grein og reyndu að vinna bug á ótta þínum - það eru nú ekki margir pólitískir flóttamenn sem leita hingað.
Birgitta Jónsdóttir, 15.4.2009 kl. 08:06
Afhverju eigum við að bera ábyrgð því sem Davið og Halldór tóku upp á sitt eigið umdæmi í sambandi stríðið í Irak. Hvað höfum við 'Islendingar drepið marga Iraka og Afgana í þessum átökum. Hvað höfum við drepið marga Palestinumenn. Þann daginn sem hægt er að sanna það á okkur þá getum við farið að tala um ábyrgð á hendur okkar. Fólk verður að gæta sín á því að verða ekki sjúkt af "samkennd" Við höfum bara einfaldlega ekki efni á því. Ef að íslendingar færu að flýja land til að setjast upp í flóttamannabúðum erlendis, og láta skaffa sér að éta. Þá hljóta það að vera einhverjir bastarðar. Íslendingar vilja vinna. Efnahagsflóttamenn, getur þú skýrt það nánar, eru það útrásarvíkingarnir sem þú meinar?
Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:23
Mér finnst voðalega sorglegt að sjá fólk eins og Jóhönnu Þorkötlu og Vilhjálm tala svona um flóttamenn. Ég fæ á tilfinninguna að það liggji eitthvað annað undir en "við höfum ekki efni á að hýsa fólkið" þó svo ég haldi ekki neinu fram.
Ísland hefur alveg bolmagn við að taka við þessum hælisleitendum. Það er ekki verið að tala um fleiri þúsund manns.
Verra væri ef allir Íslendingar erlendis myndu flytja heim. Þá fyrst myndi báturinn vagga....og hugsið um það !
Góðar stundir
Eldur Isidor (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 08:34
Eldur Isidór! !
Höfum við efni á að taka við hælisleitendum?
Hvaðan fáum við fjármagn til þess?
Hvaðan hefur þú vissu fyrir því að það gætu ekki orðið fleiri þúsund manns?
Hvar á að setja mörkin?
Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:03
Jóhanna, núna skulum við beita rökhugsun. Hvað eru margir einstaklingar sem bíða hælis á Íslandi ? Hvað hefur verið mikið um að erlendir ríkisborgarar flytja til Islands versus Íslendingar sem flytjast erlendis ?
Við verðum að setja þetta í þetta samhengi til að finna út hvort þetta sé að "kosta okkur" eða hvort við jafnvel höfum og/eða munum græða á þessu.
Fyrir utan Íslands búa líklega um 50.000 Íslendingar (ef ekki fleiri) og talan hækkar enn meira ef afkomendur þeirra eru taldir með.
Ef við ætlum að búa í heimi þar sem Ísland er einungis fyrir Íslendinga og allar þjóðir ætla að lifa við þennan öfgakennda þjóðernishátt, þá er ég að segja það; að ef allir Íslendingar hypjuðu sig úr þeim löndum þar sem þeir eru niðurkomnir núna, þá fyrst getum við talað um að íslensku þjóðarskútunni yrði allsvaka lega ruggað. Það myndi kallast að fá á sig BROTSJÓ!
Eldur Isidor (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:13
Eldur Isidór,
þetta voru bara einfaldar spurningar.
Áttu svolítið erfitt með að svara þeim?
Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:23
Mér sýnist Eldur Ísdór svara þér ágætlega Jóhanna - af hverju svarar þú ekki spurningu minni?
Birgitta Jónsdóttir, 15.4.2009 kl. 09:27
Ísidór átti að standa þarna:)
Birgitta Jónsdóttir, 15.4.2009 kl. 09:27
Jóhanna Þórkatla,
Þetta er útúrsnúningur hjá þér og er þér aðeins til minkunnar. Tel síðustu færslu þína vart svaraverð, með fullri virðingu.
Góðar stundir
Eldur Isidor (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:30
Það hafa 600 sótt um hæli hér síðan 1992(minnir mig) og einungis 1 fengið hæli. Þetta fólk bíður eftir svari alveg uppí einhver ár og á meðan erum við hvort eð er að halda þeim uppi því þeir meiga ekki vinna!!
Núna síðustu ár hafa 30000 manns frá schengen komið til íslands að vinna og mikið af þessu fólki sendi peningana aftur út því fjölskyldan varð eftir í heimalandinu - er ekki gáfaðra að leyfa fóli sem vill gera ísland að sínu heimalandi að koma???
Jóhanna- sem aðilar að nató, sameinuðuþjóðunum og hvað þetta allt heitir þá berum við ábyrgð (eins og talað var um hér að ofan) því að við erum hluti af þessu batteríi -hvort sem við sprengjum þau sjálf eða ekki þá berum við jafnaábyrgð með að samþykkja sprengingarnar!!!... (Davíð og Halldór tóku ákvörðun fyrir ÞÍNA hönd með írak og eitthvað röfl í þér núna breytir því ekki)
jóhanna- Efnahagsflóttamenn eru þeir íslendingar sem að hafa misst allt sitt hér á landi og eru að flýja land til að reyna að hafa ofaní og á fjölskylduna sína- það er enginn að tala um útrásarvíkingana með því-ætti þetta íslenska fólk að fá sömu meðferð og þú villt að við veitum hælisleitendum ???
Átt þú ættingja í útlöndum í námi eða með búsetu sem þér hefði fundist í lagi að hefðu verið teknir og haldið á gistiheimili í uppí tvö ár meðan eitthvað ríkisbatterí ákveði framtíð þeirra og sendi þau svo aftur heim með ekkert á milli handanna--- ýmindaðu þér svo að í heimalandi þeirra biði þeirra bara dauði!!!
SKAMMASTU ÞÍN ( ég skammast mín amk fyrir þig og vildi núna að ég gæti valið hverjum vísa ætti úr landi)!!
Elín (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:31
Heyr, heyr, Birgitta. Verð með ykkur í andanum, en er fárveik á sjöunda degi í hörmulegu raddleysi og flensu heima hjá mér.
Þetta er þarft verk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2009 kl. 09:35
Þakka þér fyrir frábært svar Elín:)
Elsku Jenný Anna mín - gott að hafa þig í anda og láttu þér batna sem fyrst... fékk þessa flensu um daginn og hún er andstyggileg.
Eldur Ísidór - þú ert bara frábær...
Birgitta Jónsdóttir, 15.4.2009 kl. 09:38
Þakka þér kærlega fyrir það Birgitta. Takes one to know one! :o)
Eldur Ísidór, 15.4.2009 kl. 09:42
Er ykkur alveg fyrir munað að skilja það að við höfum ekki efni á að vera með þann sjúkdóm sem kallast samkennd.(aumingjagóður) Við höfum enga hugmynd um hvað við skuldum mikið. Erlendar þjóðir vilja ekkert af okkur vita, svo við höfum ekkert þangað að sækja. Það er ekki einusinni talað um bræður eða bræðraþjóðir. Svo áður en við opnum landið fyrir ókunnugu fólki og menningu, þá er heldur ekki úr vegi að líta á "bræðraþjóðirnar" okkar, og jafnvel spyrja hvert sé þeirra helsta vandamál í dag? ég get nú svarað fyrir þær : innflytjendamálin.
Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:28
enn og aftur ertu að misskilja eitthvað Jóhanna innflytjendur og hælisleitendur eru EKKI það sama!!!!! Í guðanna bænum kynntu þér málin áður en þú tjáir þig, þú lítur annars út eins og hálfviti!!!
Elín (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:35
Heyr, heyr Elin. Þessi kvensneift er ekki með öllum mjalla.
Eldur Ísidór, 15.4.2009 kl. 11:41
´´Eins og mér finnst gaman að eiga í rökræðum við fólk, þá rennur mér til rfja hvað sumir geta verið orðljótir og orðhvatir. T.D. Elín mín! ! þetta með innflytjenda málin. það er nefnilega svo að skeggið er skylt hökunni. Svo ef ég lít út eins og hálfviti sem vel getur verið, þá hlýtur það að vera mín þjáning. Eldur Isidór!! ! "Kvensneift", sem ég ímynda mér að dregið sé af orðinu kvensnift, ef það er mér ætlað, þá skaltu nú bara bíða eftir þeim kvensniftum sem þú ætlar að flytja inn í landið. Ef þetta er nýja Borgarahreyfingin ??? þá er nú mál að biiðja guð að hjálpa landinu....ekki = X-O
Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:27
Hvenær verður kallað til mótmæla til þess að segja við borgum ekki Icesaveskuldirnar, er það ekki grundvallarforsenda svo hægt sé að taka sómasamlega á móti flóttamönnum, hrunið er byrjað, geta hælisleitendur ekki bara slegist í hópinn í þeim mótmælum og minnt þannig á sig og sinn málstað, margt smátt gerir eitt stórt,við getum öll unnið saman, en stóra málið er Við borgum ekki Icesave, við viljum öll geta lifað sómasamlegu lífi, líka hælisleitendur, það skil ég vel, en við styðjum báða málstaðina með því að fylkja okkur undir við borgum ekki Icesave.
Signy Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 12:33
Jóhanna Þorkatla,
orðljótir og orðhvatir ? - Ég vil gjarnan spyrja þig (fyrst þú hefur gaman að því að færa rök fyrir máli þínu) hvað þú eiginlega átt við ? Ég veit ekki annað en að enginn hafi verið orðljótur hér í þessu bloggi, þó kannski að hugsunarháttur okkar virðist jafnan vera misjafnlega fallegur.
Þú biður t.d. Guð um að hjálpa landinu en á sama tíma kallar þú samkennd sjúkdóm. Þannig að þú líkir stærsta grundvallaratriði kristinnar trúar við sjúkdóm, sem helst verður að uppræta.
Þú verður að fyrirgefa Jóhanna Þórkatla, en núna er ég ringlaður. Núna er ég sjálfur aetisti, (semsagt utan trúfélaga) en tel mig vera húmanista. Ég sé munin á milli hælisleitenda og þeirra sem hingað koma af fúsum og frjálsum vilja.
Viljum við sem Íslendingar og viljum við sem mannfólk hafa það blóð á okkar höndum, þegar vafi leikur á um hver afdrif þessa fólks sem við vísum frá verða ? - Ég svara fyrir mig; ég vil það ekki.
Það er löngu tímabært að Útlendingastofnun fari að vinna almennilega. Það er ekki að ástæðulausu þegar ráðherra þarf að grípa inn í starfsvettvang þeirra!
Þú varst beðin um að kynna þér munin á innflytjendum og hælisleitendum; því annars myndir þú líta út eins og hálfviti. Þetta er ekki orðljótt að segja, heldur átti að vera leiðbeinandi fyrir þig. (Er ég alveg viss um þekki ég skrif Elínar rétt)
Þegar þú virðist ekki vera viljug til að sjá munin á þessu tvennu, verð ég því miður að draga þá ályktun að ástæða þess sé einhver hugsunarháttur sem ég hef alltaf átt erfitt með að skilja.
Hræðsla...hræsla við það sem er framandi og hræsðsla sem svo snýst upp í fordóma vegna vanþekkingar.
Góðar stundir
Eldur Ísidór, 15.4.2009 kl. 12:49
Eigum við að taka á móti öllum þeim sem koma til Íslands sem flóttamenn?
Mitt svar: Já, allir þeir sem koma sannanlega til landsins sem flóttamenn og gefa réttar upplýsingar um hagi sína eru velkomnir.
Ég er ekki hrifinn af því ef flóttamenn ferðast á milli Evrópulanda til að leita að besta valkostinum. Þá flóttamenn tel ég að við eigum að snúa til baka.
Hvað með þá flóttamenn sem neyta að gefa upp nafn eða aðrar upplýsingar um sig?
Mitt svar: Drulliði ykkur í burtu!
Hvað með þá flóttamenn sem ljúga að yfirvöldum? T.d. nafni eða öðrum upplýsingum...
Mitt svar: Drullið ykkur í burtu!
Mér finnst það skelfilegt að tíminn sem það tekur að ganga frá umsóknum flóttamanna sé svona langur.
Ég get ekki séð að þetta ætti að taka nema nokkrar vikur, þ.e.a.s. ef flóttamaðurinn hefur greint satt og rétt frá sínum högum.
Það gæti vel verið að allur þessi tími fari í að leita að upplýsingum sem flóttamaðurinn sé búinn að ljúga í Útlendingastofnun. Það þarf ekki marga til að skemma fyrir öllum hinum. Þess vegna segi ég að ef flóttamaður verður uppvís að ósannsögli eigi að vísa hinum umsvifalaust úr landi. Gefa honum engin grið.
Hallgrímur Egilsson, 15.4.2009 kl. 13:56
Merkileg umræða. 'Áður en ég flutti til útlanda, þá hafði ég enga skoðun á vandamálum hælisleitenda, enda heimóttarlegur íslendingur.
Eftir 19 ára dvöl í Svíþjóð og mikla reynslu hef ég fengi skoðun á þessum málum og skiptir Schangen og / eða Dyflinnarsáttmáli engu máli í því sambandi.Ég trúi ekki einu orði sem kemur út úr kjaftinum á múslima sem er hér á vesturlöndum. Þeir segja bara það sem hentar og ljúga upp í opið geðið á auðtrúa og hjálpsömum vesturlandabúum.
Þegar talað er um 30.000 vinnandi einstaklinga frá Schengen, þá er það fólk með vegabréf í lagi og hefur ekkert að dylja.
Ungur lögfræðimenntaður svíi fékk vinnu hjá " Migrationverket" í Svíþjóð og vann þar þangað til hann fór á eftirlaun 65 ára. Hann sagði þá " Það er hægt að vorkenna 3% af hælisleitendum sem koma hingað til Svíþjóðar, hina 97% má send til baka heim" . Umhugsunarefni fyrir þá sem ekkert vita!
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 15:55
Það er dapurlegt að verða vitni að annarri eins mannfyrirlitningu og mannvonsku og margir ofangreindir bera á borð. Það eru tugþúsundir íslendinga "efnahagslegir flóttamenn" í nágrannalöndunum og fer fjölgandi. Vil einnig benda ykkur á að það eru einmitt heimóttarlegir fordómar sem leiða til vandamála en ekki manneskjuleg víðsýni þar sem öllu fólki er sýnd tilhlýðileg virðing.
Komiði nú fram við aðra eins og þið viljið að komið sé fram við ykkur og börnin ykkar.
Þór Saari, 15.4.2009 kl. 16:17
" Það eru tugþúsindir íslendinga " efnahagslegir flóttamenn" í nágrannalöndunum, með vegabréf í lagi og hafa ekkert að dylja.
Það virðist útilokað fyrir ykkur O-fólk að skilja að hælisleitendur hafa annaðhvort fölsuð vegabréf eða segjast hafa týnt því.
Það tekur óheyrilega langan tíma að vinna úr þeirra málum og eins og ég sagði áður " Þeir ljúga þindarlaust til að fá hæli".
Reynið að skilja þetta !
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:36
Já, Þór, þetta er með hreinum ólíkindum. Ég hef fært rök fyrir mínu máli undir þessari Bloggfærslu og svo færslu Vilhjálms sem ber fyrirsögnina "Kastið þeim út.....strax"
Fólk sem býr yfir þessaru óvild og mannvonsku getur ekki verið harla vel að sér eða menntað, og sérstaklega kemur mér á óvart að maður sem segist vera sálfræðingur (unnið í fangelsi; Óskar Arnórsson) segir að ég ætti að leita mér hjálpar.
Þetta fólk er kannski einmitt fólkið sem er samfélaginu hættulegt og á kannski einhverja sök að erfitt getur verið fyrir fólk að aðlaga sig nýju samfélagi.
Við erum SAMAN samfélagið, og það er ekki AÐEINS útlendingurinn sem á að aðlaga sig, heldur eigum við SAMAN að aðlaga okkur og hjálpa útlendingnum sem hingað kemur að skilja samfélagsleg gildi okkar.
Þessi ómannúð sem sést hér að ofan, er ekki í takt við þau gildi sem við ÖLL viljum búa við.
Góðar stundir
Eldur Ísidór, 15.4.2009 kl. 17:17
Eldur Ísidór.. ... og það er ekki AÐEINS útlendingurinn sem á að aðlaga sig,.... Þú býrð í London. Hefur þú heyrt talað um Sharia-lögin? Múslimar aðlagast ekki vestrænni menningu. Ég man aldrei eftir því að þessir svokölluðu " góðu" múslimar á vesturlöndum hafi mótmælt hryðjuverkum yfir höfuð. Þeir þegja þunnu hljóði. Könnun í Bretlandi sýnir að 20 % múslima í Bretlandi voru hlyntir sjálfsmörðs ódæðinu í London ,sem þú nefndir einhversstaðar. " .... Þessi ómannúð sem sést hér að ofan, er ekki í takt við þau gildi sem við ÖLL viljum búa við..... HALLÓ !
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:09
Skinhelgum trúðum með skrýtin nöfn verður tíðrætt hér um innræti þeirra sem ekki eru þeim sammála.
Að sjálfsögðu verður nálaraugað að vera þröngt þegar rætt er um pappírslausa aðila sem hafa komist til landsins á fölskum forsendum og jafnvel verið staðnir að lýgi.
Það er bjargföst skoðun mín að íslam sé mesta ógnun við gott mannlíf sem fyrirfinnst. Þess vegna vil ég að öllum ráðum sé beitt til að stöðva ásælni þess hér á landi.
Subbuleg kvennakúgun er regla en ekki undantekning meðal múslima. Eldur Ísidór geti sjálfsagt séð í gegnum fingur sér við þá Ahmed og Mohamad frekar en Steve og John hvað það varðar.
Af þessum sökum veit ég ekkert hvað ég á að kjósa. VG er með Salmann Tamimi á lista hjá sér og ef þessi "bleeding heart" múslimagæska er stefna XO þá get ég ekki kosið þá heldur.
Það er ótrúlegt að vinstri menn virðast beinlínis ganga erinda ömurlegustu hugmyndafræði mannkynssögunnar.
marco (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:00
marco - það er gott að það finnast menn með viti á blogginu. Nú er Salmann Tamimi í framboði fyrir VG, flokk sem er með feministakjaftæði á vörunum alla daga. Salmann er múslimi og verður aldrei annað, annars er hann réttdræpur samkvæmt Islam. Nei marco , þú þarft ekki að kjósa VG eða O listann því það er greinilegt að þar eru einungis illa upplýsti fáráðlingar sem búa í einhverjum draumaheimi sem á ekkert skylt við hinn kalda veruleika.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 16:41
þakka þér fyrir herra v sem ekki þorir að koma undir nafni að kalla mig illa upplýstan fáráðling - það stig sem þessi umræða er komin á er svo lágt að ég hef ekki áhuga á að taka þátt í því - það er bara hryggilegt að fólk eins og þú hafir svona einsleit og ómannúðleg viðhorf gagnvart fólki sem þú þekkir ekki neitt - skammist ykkar bara fyrir að sýna slíka mannfyrirlitningu undir dulnefni.
Birgitta Jónsdóttir, 16.4.2009 kl. 18:57
Birgitta. Ég hef ekki sýnt neina mannfyrirlitningu. Aftur á móti hef ég mestu andstyggð á helstefnunni íslam og vesturlandabúum sem taka málstað þess hvar og hvenær sem er.
Þorvaldur Gylfason skrifaði ágæta grein fyrir skömmu, þar sem hann veltir fyrir sér endalausu umburðarlyndi fólks gegn viðbjóðslegri kvennakúgun í Saudi-Arabíu og bar það saman við baráttuna gegn apartheid stefnunni á sínum tíma. Að vísu gerir hann þann grundvallarfeil að skilja að kennisetningar "spámannssins" og framkvæmd þeirra í heimalandi hans.
Múslimaplágan á norðurlöndum er mikið til komin vegna þess að norrænar ríkisstjórnir hafa boðið alla hælisleitendur úr fyrirmyndarríkjum íslams velkomna undanfarna áratugi. Niðurstaðan er að smátt og smátt eru að myndast "Gaza-svæði" hér og þar með tilheyrandi ofbeldi og allah-uh-akbar og alltaf stendur það upp á gestgjafaþjóðirnar að gera betur. Gæta þess að ögra þeim ekki, leyfa þeim að dæma eftir sharía lögum, leyfa þeim fjölkvæni og umskurð kvenna. Taka vægar á íslömsku barnaníði en öðru og taka vægt á heiðursmorðum. Og umfram allt: EKKI MÓÐGA ÞÁ.
Fyrir múslima er nefnilega jafn hræðilegt að sjá myndir af múhameð og fyrir annað fólk að vera krossfest með höfuðið niður.
marco (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:23
Birgitta Jónsdóttir. Ég bjó í Svíþjóð í 19 ár og veit það mikið um þetta fólk að ég er fullkomlega sammála marco. Ég spyr þig Birgitta, hefur þú heyrt talað um heiðursmorð? Hefur þú heyrt talað um umskurð á stúlkubörnum ? Veist þú að aðeins 30% múslima á þessari jörð eru læsir og skrifandi , það er að segja 390 milljónir af 1.300.000.000. Nokkuð sem múslimar forðast eins og heitann eldinn að tala um. Islam er afturhalds trúarbrögð sem koma í veg fyrir alla þróun. Kynntu þér hlutina sjálf og fylgstu með þessu fólki í návígi, til dæmis í Malmö í Svíþjóð, ef þú þorir.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.