Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Lilja

Fyrir síðustu kosningar var það Guðfríður Lilja sem var sigurvegari forvalsins, þó hún hafi komið inn beint af götunni rétt eins og Lilja Mósesdóttir. Mér finnst góður árangur þeirra í forvali afar jákvætt fyrir okkur landsmenn, þekki þær báðar smá og veit að þarna fara heiðarlegar og víðsýnar manneskjur inn á þing.

Frábært að sjá stuðninginn við Katrínu og Svandísi. Hefði viljað sjá meiri stuðning við Álfheiði, því mér hefur fundist hún vera að standa sig mjög vel.

Það er aldrei vinsælt að vera umhverfisráðherra og allir sem hafa sest í þann stól þurft að gjalda fyrir það - veit ekki nákvæmlega af hverju. Þó Kolbrún njóti ekki víðtæks stuðnings - þá finnst mér þörf á að benda á að hún hefur alltaf haldið sínum tengslum við grasrótina. Auðvitað var þetta bleikt og blátt frumvarp klúður en ég hef nú séð önnur frumvörp sem eru ekkert skárri og fólki fyrirgefið fyrir það. Má þar nefna frumvörp sem hafa komið þjóðinni í þrot.

Ég er ánægð að sjá að það er endurnýjun í gangi í Reykjavík - varð fyrir miklum vonbrigðum með VG í NA - hefði viljað sjá Hlyn í öðru hvoru efsta sætinu.

Enn og aftur til hamingju Lilja mín - þú ert svo sannarlega vel að þessu komin.

 


mbl.is Lokatölur komnar hjá VG í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með daginn og takk fyrir fögur orð í minn garð kæra Birgitta en okkar tími mun koma!)

Bestu baráttukveðjur frábæra baráttukona,

Hlynur Hallsson, 8.3.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: arnar valgeirsson

sammála þér birgitta. hefði verið gott að hafa hlyn þarna miklu ofar. guðfríður lilja er algjörlega frábær og ég hef grun um að lilja mósesdóttir eigi eftir að gera góða hluti. kolbrún er mjög dugleg og stendur á sínu, en það er reyndar eitthvað sem ekki allir fíla. hún er mjög mikilvæg með sína reynslu.

katrín er frábær og svanhildur virðist mesti dugnaðarforkur. í kraganum er úrvalsfólk á lista og lilja og ögmundur ættu að vera klár í fyrstu tvö og svo er einvalalið sem vill vera með þar.

það er í raun verið að kjósa milli núverandi stjórnar og sjalla+framsókn.

manni finnst að þetta ætti ekki að vera flókið!

arnar valgeirsson, 8.3.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig gastu yfirgefið þetta stórkostlega afbragðsfólk sem þú nefnir í pistlinum þínum, Birgitta mín?

Jóhannes Ragnarsson, 8.3.2009 kl. 15:37

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Jóhannes minn - mér fannst flokkurinn yfirgefa mig með ótrúlegum afslætti á málefni í umhverfisvernd sem hefði verið hægt að leysa á annan hátt:) Fyrir utan að ég hef ekkert yfirgefið þetta fólk þó ég vinna að lýðræðisumbótum utan þings sem innan...

Mér finnst flokkarnir og hugsunin í kringum þá jaðra við trúarbrögð. Því vildi ég gjarna sjá breytt hið fyrsta. Um leið og forustu fólk safnar í kringum sig hjörð og hlustar aðeins á hjal jákórsins þá er hætta á ferðum.

Hlynur, ég hefði viljað sjá þig efstan í NA - einfaldlega vegna þess að mér finnst 25 ár á þingi allt of langur tími - burtséð hve frábær manneskjan sem þar hefur setið í 25 ár er. Fyrir utan að þá ertu víðsýnn, einlægur og traustsins verður....

Birgitta Jónsdóttir, 9.3.2009 kl. 09:54

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég algjörlega sammála þér Birgitta hvað varðar trúarbrögðin kringum flokkana. Þetta er meinsemd sem virðist ekki hægt að laga. Forysta VG er því miður skerandi dæmi um valdahóp sem safnaði kringum sig hjörð af jáfólki. Hlutverk jákórsins virðis mér fyrst og fremst vera að hæla forystusauðunum, verja þá og dilla sér uppvið þá eins og rakkar við húsbændur sína. Þegar þannig er í pottinn búið að innanflokksgagnrýni á forystuna er nánast ómöguleg er augljóst að eitthvað mjög mikið er að. Mér hefur þótt afar sorglegt að horfa á marga góða einstaklinga í VG deyja hægt og hljótt inní jákór Steingríms J. og félaga, verða eins og viljalaus verkfæri, tapa eiginleikanum til sjálfstæðrar gagnrýninnar hugsunar. Það er að minnsta kosti ekki mikill félagslegur þroski á bak við svona framferði.

Ég átta mig reyndar ekki alveg á hvað þú átt við þegar þú talar um ótrúlegan afslátt í umhverfismálum, en hef samt grun hvað þar er á ferðinni. Mér þætti vænt um að fá nánari útskýringu á því máli.

Kveðja 

Jóhannes Ragnarsson, 9.3.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband