Leita í fréttum mbl.is

Samstaða með Tíbetum - 50 ára afmæli "Tibetan Uprising"

Þann 10. mars næstkomandi eru 50 ár liðin síðan H.H. Dalai Lama flúði Tíbet - Þá er 1 ár liðið frá blóðugum átökum í Lhasa sem brutust út vegna mótmæla munka og almennings gegn því alræði sem þessi þjóð býr við.

Enn á ný hefur landinu verið lokað fyrir alþjóða samfélaginu. Vinir Tíbets taka þátt í alþjóða aðgerð til að sýna tíbesku þjóðinni stuðning í þeirra baráttu fyrir að lifa af sem þjóð. En í fyrra útskýrði Dalai Lama ástandið í Tíbet á þann veg að þar væri verið að fremja menningarlegt þjóðarmorð.

Í Tíbet getur það varðað margra ára fangelsi að sýna Dalai Lama hollustu sína eða að eiga þjóðarflagg Tíbeta í fórum sínum. Í Tíbet fremja munkarnir frekar sjálfsvíg en að verða fangelsaðir og þurfa að búa við margra ára pyntingar og hrottaskap.

Í Tíbet búa nú fleiri Kínverjar en Tíbetar. Í Tíbet er tungumálið að glatast sem og menningarleg arfleifð þessarar friðsælu þjóðar.

Vinir Tíbets stóðu fyrir samstöðu og mótmælafundum fyrir utan kínverska sendiráðið í hverri viku frá því í mars í fyrra þangað til í september. Félagið hefur legið í dvala á meðan efnahagshrunið hér hefur skollið á með fullum þunga, en þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar þá ber okkur skylda til að gleyma ekki þeim er þjást þó í fjarlægum heimshlutum sé. Eftir nokkra mánuði mun Dalai Lama heimsækja þjóð okkar. Það væri gaman að geta sýnt honum að hér er víðtækur stuðningur við þjóð hans sem heimurinn hefur gleymt í 50 ár.

Fjölmennum og sýnum samstöðu með Tíbetum, sýnum kínverskum ráðamönnum að heimurinn lætur málefni Tíbet sig varða.

Ef þú kemst ekki - gefðu þér þá endilega tíma til að skrifa í fjölmiðla um Tíbet eða á bloggið þitt þennan dag. Kveiktu á kerti eða twittaðu - fjésbókaðu þinn stuðning. Vinsamlegast látið sem flesta vita.

Leaving Fear Behind (in Tibetan, Jigdrel) is a heroic film shot by Tibetans from inside Tibet, who longed to bring Tibetan voices to the Beijing Olympic Games. With the global spotlight on China as it rises to host the XXIX Olympics, Tibetans wish to tell the world of their plight and their heartfelt grievances against Chinese rule. The footage was smuggled out of Tibet under extraordinary circumstances. The filmmakers were detained soon after sending their tapes out, and remain in detention today.
 

In a remarkable coincidence, filming concluded in early March 2008 on the eve of the eruption of unprecedented mass Tibetan protests across the Tibetan plateau. Shot primarily in the eastern provinces of Tibet, the film provides a glimpse into the hearts and minds of the Tibetan people and their longstanding resentment of Chinese policies in Tibet.

The filmmakers traversed thousands of miles, asking ordinary Tibetans what they really feel about the Dalai Lama, China, and the Olympic Games. The filmmakers gave their subjects the option of covering their faces, but almost all of the 108 people interviewed agreed to have their faces shown on film, so strong was their desire to express themselves to the world. Excerpts from twenty of the interviews, including a self-recorded interview of the filmmaker himself, are included in the 25 minute film.

The footage reveals with stark clarity that Tibetans are frustrated and embittered by the deterioration and marginalization of Tibetan language and culture; the destruction of the lifestyle of Tibetan nomads through Chinese forced settlement policies; the lack of religious freedom and the vilification of the Dalai Lama; and the broken promises made by the Chinese government to improve conditions in Tibet in the run up to the Olympic games. All are united in their reverence for the Dalai Lama and long for him to return, and as some even dream, to attend the Olympic Games.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Tíbetar eiga rétt á sjálfstæði. Enginn maður á að þurfa að lifa undir ógnarstjórnun eins og kommúnisma eða nasisma. Sjálfur mun ég íhuga að kíkja á fundinn með Dalai Lama, þeim merka manni og friðarsinna.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 16:46

2 identicon

Sæl,

Samúð mín hefur alltaf verið með Tíbetum. Þessi ógnarkúgun Kínverja er óskiljanleg. Ég á tvo miða á fyrirlestur Dalai Lama þann annan júní n.k., verst þykir þér hvað þessir miðar eru dýrir. Er einhver að reyna að auðgast á heimsókn hans ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert varaformaður í nýjum stjórnmálaflokki sem stofnaður er korteri fyrir kosningar. Ég hefði haldið að varaformaðurinn sem vill komast á þing þjóðarinnar þyrfti að nýta tíma sinn betur en að velta sér uppúr þessu máli.... akkúrat í dag.

Frambjóðandi sem vill kynna sig fyrir þjóðinni og segja henni hvers vegna hún ætti að veita honum brautargengi í kosningum, hlýtur að vera með höfuðið fullt af hugmyndum um hvað beri að gera á þessum erfiðu tímum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 05:57

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Örn - ég held að það sé hægt að fá miða á verðbilinu frá 3.900 - 7.900. Held að mér sé alveg óhætt að fullyrða að það ætlar sér enginn að græða á komu hans - veit að það ágæta fólk sem hefur skipulagt fyrirlesturinn hefur allt gert það í sjálfboðaliðavinnu og að það er búið að taka árafjöld að koma þessu öllu heim og saman.

Gunnar, ég er formaður félagsins Vinir Tíbets og búið var að ákveða fyrir lifandi löngu að sýna Tíbetum stuðning á þessum mikilvæga degi í sögu þeirra. Ég get ekki verið þekkt fyrir að bregðast því - þó mikið mæði á. 

Ég sem varaformaður Borgarahreyfingarinnar hef lagt áherslu á að leggja grunninn að því að gera þetta framboð mögulegt - það er allt að koma heim og saman - þegar við höfum gert það mögulegt fyrir almenning að bjóða sig fram mun ég byrja skrifa greinar og láta skoðanir mínar varðandi hvað þarf að gera til að þjóðin endurheimti völdin í landinu og hvernig best sé að uppræta þá spillingu sem steypti þjóðinni í það volæði sem framundan er. 

Birgitta Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 09:13

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

á að standa þarna skoðanir mínar í ljós:)

Birgitta Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 09:14

6 identicon

Ég hef fylgst með málefnum Tíbets í rúmlega 40 ár. Ástandið í héraðinu hefur farið batnandi að undanförnu. Dalai Lama og fylgismenn hans eru reyndar æfir vegna þess að fylgi þeirra virðist fara minnkandi og er það svipuð þróun og víða í hinum trúvædda heimi. Ég efast um að svo kallaðir vinir Tíbets geri sér grein fyrir þeim skaða sem þeir valda tíbetsku þjóðinni með athæfi sínu. Einhliða áróður verður aldrei til góðs. Sú einfalda mynd sem vinir Tíbets hafa dregið upp af ástandinu er bæði villandi og röng.

Fyrir nokkrum árum fékk ég þau skilaboð frá Dalai Lama að ég skyldi ekki ganga of langt í vissu máli sem snerti hann sjálfan og tíbetsku þjóðina. Dalai Lama er slyngur stjórnmálamaður og veit hvað hann syngur og hvernig á að syngja eftir vindáttinni hverju sinni.

Einu sinni spurði ég tíbetskan mann um klaustrin í Tíbet. Svar hans var þetta: "Þið spyrjið alltaf um klaustrin. Í Tíbet forðumst við þau."

Arnþór Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 23:37

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ertu búinn að horfa á myndina Leaving fear behind Arnþór? Ég veit að þú hefur verið viðloðandi KÍM og get því miður ekki tekið mikið mark á orðum þínum. Ég þekki fólk sem hefur flúið Tíbet nýverið og því miður staðfesta þau þann hræðilega veruleika sem tíbeska þjóðin býr við. Ég veit ekki hve marga Tíbeta þú þekkir en þeir sem ég þekki virðast búa í öðru Tíbet en þú lýsir.

Birgitta Jónsdóttir, 10.3.2009 kl. 00:01

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sem fyrri daginn er ótrúlegt að lesa skrif góðkunningja míns Arnþórs Helgasonar um Tíbet og Kína.

Jón Valur Jensson, 10.3.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband