Leita í fréttum mbl.is

Hagfræðingur af öðru tagi

Þór er einstakur hagfræðingur með djúpstæðari skilning á þeim vanda sem við erum að kljást við en gengur og gerist. Hef verið svo lánsöm að vinna með honum að hugmyndavinnu sem tengist lýðræðisumbótum, ásamt alveg frábærum hóp af fólki sem varð til þegar veröldin hrundi í september. Við höfum rætt mikið um lausnir og hvernig það sé best að virkja almenning til að láta sig varða meira um samfélag sitt. Það er nefnilega þannig að ef það er eitthvað að í samfélaginu þá er besta verkfærið sem við höfum sem almenningur að gera eitthvað til að breyta því.

Ég vona að þetta framboð - þessi hreyfing verði eins og mig dreymir um að hún þróist - vettvangur almennings til að fá sína rödd - sína hagsmuni inn á þing. Hér hefur ríkt eitthvað sem kalla mætti flokksræði. Hér hefur fengið að grassera hagsmunatengsl á milli viðskiptaheims og þingheims. Hér er spillingin svo almenn og hefur sýkt allt samfélagið að við erum hætt að taka eftir henni eða bregðast við henni. Við verðum að fá í gegn nauðsynlegar umbætur og breytingar á stjórnarskrá og kosningalöggjöf - við verðum að uppræta spillinguna og það gerum við aðeins með því að fá inn á þing fólk sem á enga hagsmuni eða á í óeðlilegum tengslum við þá sem þarf að rannsaka og jafnvel sakfella. 


mbl.is Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með nýja aflið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.3.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég ákvað að taka þátt í prófkjöri í Kraganum, en á ekki krónu til að setja í baráttuna. Ákvað þetta algjörlega einn að mig langaði að rannsaka ferli lýðræðis innan flokks.

Hvort að maður á möguleika með málefnalega umræðu eina að vopni. Þar sem einhver Jón utan úr bæ stekkur inn í baráttuna án þess að hafa fengið blessun flokksfélags.

Mér finnst það áróður að það sé eitthvað ljótt að ákveða að vera virkur í flokki. Slíkt sé spillt. Sannleikuriinn er sá að það þarf ekki fleiri flokka. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.3.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þetta Birgitta.  Mér lýst vel á það sem ég hef séð frá ykkur hingað til.

Ný framboð geta haft gífurleg áhrif og hrist upp í gamla fjórflokknum, sem er náttúrulega bara af hinu góða.

Sigrún Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka ykkur kærlega Jenný Anna og Sigrún - þið eruð ekta manneskjur sem ég myndi vilja sjá í framboði fyrir þjóðina:)

Gunnlaugur - það er engin að segja að það sé eitthvað ljótt að bjóða sig fram, þó það sé í flokksmaskínuna - skil ekki alveg hvar þú sérð þau rök hjá mér. Mér finnst það bara flott hjá þér - til hamingju með að hafa tekið þetta stóra skref.

Við erum fyrst og fremst að gagnrýna það valdakerfi sem við búum hér við. Þjóðin hefur ákaflega lítið með það að segja hvernig landinu er stjórnað - það er nánast sjálfsblekking að halda að við ráðum einhverju með atkvæðum okkar. Við viljum breyta þessu ósanngjarna kerfi og færa völdin aftur til fólksins - við viljum lýðræði ekki flokksræði.

Hvað vilt þú? Mér hefur fundist þú frekar jákvæður maður og skil ekki alveg þessar árásir á okkur og dylgjur. 

Birgitta Jónsdóttir, 5.3.2009 kl. 07:14

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Árásir eða dylgjur eru allt of sterk orð. Í fyrsta skipti í sögu landsins er samkvæmt skoðanakönnunum möguleiki á tveggja flokka félagshyggjustjórn.

Hjá Samfylkingu og VG eru prófkjör og förvöl í gangi þar sem að svo sannarlerga er lýðræði í gangi. Mikill áhugi er á persónukjöri. ´Mikill fjöldi nýrra einstaklinga er að bjóða sig fram til þátttöku.

Finnst að þið hefðuð átt að gera "byltinguna" innan flokkana frekar en stofna nýjan flokk og dreifa þannig kröftunum. Þið vitið að þið sækið fylgi eingöngu til Sam og VG.

Ykkar góða virkni má ekki verða til þess að félagshyggjufólk birtist sem sundurleit hjörð og Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram sá stóri sem velur sér einhverja sem fylgifiska.

Þið verðið að hafa skipulag og verðið þá sjálfkrafa flokkur. Kvennalistinn og fleiri hafa reynt eitthvað svipað að allir séu vinir í skóginum, málefnin séu aðalatriðið. L-listinn er með svipaðar áherslur.

Þakka hlýlegar óskir og sendi þær til baka. Þykir vænt um þig þó ég hafi ekki önnur kynni en að fylgjast með þér hér á síðunni þinni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2009 kl. 09:04

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnlaugur, það er því miður enn eitt dæmið um lýðræðisbrestina á þessu landi að flokkar slái eign sinni á atkvæði vissra einstaklinga. Fyrir kosningarnar 2007 voru margir sem ásökuðu Íslandshreyfinguna um að "taka" atkvæði frá sínum flokki eins og um þjófnað væri að ræða. Gerðar voru skoðanakannanir þar sem reynt var að sýna fram á að sú ágæta hreyfing kæmist ekki inn á þing vegna fyrirstöðu sem hinir flokkarnir höfðu troðið inn í stjórnarskrána okkar! Samt voru stórir hópar aldrei spurðir, t.d. Íslendingar búsettir erlendis. Framboðið var talað niður af fólki eins og þér sem finnst greinilega ekki eðlilegt að hægt sé að stofna fleiri stjórnmálaflokka.

Hafandi sagt þetta óska ég þér góðs gengis í prófkjörinu sem flokkurinn þinn virðist ekki sjá neitt athugavert við að halda á sama tíma og verið er að tala fyrir persónukjöri inni á Alþingi.

Sigurður Hrellir, 6.3.2009 kl. 11:05

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Gunnlaugur minn - ég held að ekkert sé mér fjarri lagi en að aðstoða XD aftur inn á þing - Það er fjarri lagi að við séum með svipaðar áherslur og L-listinn. Ef þú skoðar betur hvaðan okkar fólk kemur - þá staðreynd að við erum hreyfing sem ætlar að leggja sig niður þegar við höfum náð okkar markmiðum og að við styðjum aðildarviðræður við ESB svo fólkið fái hér allar þær upplýsingar sem það þarf til að getað myndað sér skoðun þá er næsta ljóst að þessi tvö framboð gætu ekki verið ólíkari.

Við viljum skapa farveg fyrir ný framboð og þjóðaratkvæðagreiðslur í mikilvægum málefnum. Við viljum að það sé breiður þverskurður af þjóðinni á þingi sem lætur sig þjóðarhag varða frekar en sérhagsmuni í þágu flokks eða sín og sinna. Við viljum uppræta spillingu og koma hér á raunverulegri þrískiptingu valds. 

Ef fólk treystir gamla flokkakerfinu til þess þá verður það bara að eiga það við sig ef ekkert gerist. Það má ekki líta á flokka sem einhverskonar trúarbrögð þar sem fólk upplifi sig sem liðhlaupa ef það fylgir frekar samvisku sinni en flokknum. Það er eitthvað óheillavænlegt við það en virðist vera það sem sífellt er klifað á. Það er alls ekki bara félagshyggjufólk í Borgarahreyfingunni - meðal okkar eru fólk sem hefur aðhyllst stefnur nánast allra flokka sem hér hafa orðið til:)

Mér finnst flokkar ekki skipta neinu máli miðað við þau málefni sem hér þurfa að ráða ferðinni. Eitt helsta málefnið hlýtur að vera að uppræta spillingu í okkar stjórnsýslu.

Fyrirgefðu stóryrðin í fyrsta svarinu mínu - ætti að passa mig á að vera ekki að leggja til hvernig fólk hugsar:)

Ég hef líka fylgst með þínum færslum og finn til hlýju gagnvart þér og óska þér alls hins besta... með björtum kveðjum, bjé

Birgitta Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband