Leita í fréttum mbl.is

Enron=Ísland

Eini munurinn á hruni Enron og hruni Íslands er að Enron var stórfyrirtæki og Ísland smáþjóð. Svikin og siðrofið sem hér hefur átt sér stað er jafnvel enn alvarlegra því hér voru það ráðamenn heillar þjóðar sem ekki hlustuðu á varnarorðin og eru því ábyrgir fyrir því mikla andlega og efnahagslega tjóni sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Mér finnst það lágmarkskrafa að efnahagsbrotadeild lögreglu fái fleira starfsfólk nú þegar til að getað kallast efnahagsbrotadeild. Það er átakalegt að það sé bara eitt mál þar á dagskrá vegna fjárskorts. Hvar er sannleiksnefndin? Af hverju fá þeir sem settu okkur á hausinn að halda áfram að fjárfesta eins og ekkert sé og fá útflutningsverðlaun hjá forseta landsins fyrir að vera svo ákaflega duglegir að flytja út þýfi sitt sem þeir höfðu af þjóðinni. 

Hver er að axla ábyrgð á einu né neinu, hvorki fyrir svik eða vanhæfni? Hef ekki séð neinn taka á sig vanhæfni ábyrgð nema kannski Björgvin en hann ætlar samt aftur á þing eins og ekkert sé.

Ég var svo miður mín eftir að horfa á þessa mynd og vita að því að við erum nánast ekki neitt að gera að ég var langt fram eftir nóttu að róa mig við tiltekt í plöntuhafinu hér heima. 

Fyrir þá sem misstu af þessari stórmerkilegu heimild um græðgi og siðspillingu þá fann ég hana fyrir ykkur á googlevideos... 


mbl.is IMF varaði við í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég birti myndina í þremur hlutum á blogginu mínu 21. febrúar sl. Sjá hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.3.2009 kl. 15:34

2 identicon

Sammála þér, ég held að munir sé sáralíti, þ.e.a.s. ENRON = SPRON.! 

EN vs SP - það er allur munurinn, við fengum okkar svikamyllur í kvótakerfinu, Decode, Exista, SPRON, einkavinnavæðing ríkisfyrirtækja, einkavinnavæðing bankanna - en allt tengist þetta "skítlegu eðli og botnlausri græðgi" einstaklinga sem komast í stöðu til að "ljúg, svíkja & blekkja" - viðskiptalífið VERÐLAUNAR ávalt svona brenglaða einstaklinga, en vonandi er ALHEIMURINN að vakna upp við vondan draum - martröð...  "Can yOu believe it - they are not going to pay" - fær mig alltaf til að brosa...

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Horfði einmitt á hana á blogginu hjá Láru Hönnu um daginn, fann hana líka í heilu lagi á freedocumentaries.org sem er snilldar síða.

Stóra sjokkið mitt við að horfa á myndina var að upplifa að það var einfaldlega bara eins og nokkrir tilteknir fjárglæframenn á Íslandi hefðu horft á hana stúderað og gert svo bara eins í minna hagkerfi. Enron menn fengu allt að 25 ára fangelsisdómi, íslensku "útrásar víkingarnir" fengu skömm í hattinn og yfirlýsingar um að þetta væri afar óheppilegt.

Já Birgitta, það er augljóst að hér voru það ráðamenn sem klúðruðu málinu algerlega. Siðblint græðgissamfélagið fer alltaf eins langt og því er mögulegt.

Baldvin Jónsson, 2.3.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sjokkerandi ....og eins og Baldvin segir..eins og þeir hafi bara gert copy paste frá Enron yfir á Ísland. Nema munurinn er einn og það er að hér er enginn að rannskana neitt og vonin um að slíkt verði gert minnkar með hverjum deginum. Líklega eru bara of margir innviklaðir í spillinguna hér og hún mjög mjög víðtæk og mikil andspyrna gegn því að hið rétta komi í ljós.

Þetta er nú meiri bömmerinn sem hefur dunið á þessari þjóð og ekki sér fyrir endann á.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2009 kl. 16:30

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við erum enn sjokkeruð yfir íslenska enroninu og þjóðin verður áratugi að taka út fyrir áfallið ef ekkert verður að gert. Skilvirkasta áfallahjálpin er sú að þeir sem kóperuðu aðferð enronana og „léku“ sér með íslenska hagkerfið verði sóttir til saka! Það er hægt ef vilji er fyrir hendi. Spurning samt hvort það verður ekki að kalla eftir erlendri aðstoð til að að slíkt eigi sér stað. Vilji íslenskra stjórnvalda virðist því miður ekki vera fyrir hendi! Getur einhver sætt sig við það?! Ég segi: NEI og aftur NEI!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.3.2009 kl. 17:22

6 Smámynd: Gerður Pálma

Íslenska ENRONid er búid ad vera vid vold í áratugi, oll grunnvinnan var tilbúin, thessvegna var haegt ad velta efnahagnum á hvolf á ljóshrada.  Furdulegast er ad vid virdumst aetla ad kjósa sama system yfir okkur enn og aftur, til undirbúnings ENRON 2 og verda svo aftur steinhissa thegar naesta holskefla rídur yfir.

Uppskriftin af klíkuskapnum er aetíd hin sama, tho svo ad sleifarnar séu nýjar og sumar skálarnar líka, og jafnvel thótt ollu verdi blandad saman í hraerivél, vid gerum ekki sidferdilegar krofur, vid gerum ekki ábyrgdarkrofur, allavega sést thad enn lítid í umraedunni'.  Hvar er umraedan um NÝTT ÍSLAND?  Ekki orlar á undirstoduvinnunni sem er fjolbreytt atvinnulíf, hvar er kynning nyrra taekifaeri og áhold til ad vinna úr theim?  Ég hef bara séd kynningu atvinnutaekifaera í Noregi og Canada, ódýrara ad fara bara adra leidina 'one way ticket'

Talad er um vilja íslenskra stjórnvalda...brandararnir velta ennthá, theirra vilji er einstaklingspot og eigin hagsmunir.  Ég hef ekki heyrt eitt einasta hvatningar ávarp til thjódarinnar, hvorki med eda án ábyrgdar.  Aetlum vid ad kjósa thetta andlausa óheidarlega lid til forystu enn og aftur.

Gerður Pálma, 2.3.2009 kl. 18:16

7 identicon

Er enn að jafna mig eftir áhorfið í gærkvöldi.  Hrikalegt að sjá hversu veruleikafyrrtir menn voru og ótrúlega kaldlyndir.

Reyndar verð ég að segja að ég varð fyrir enn einum vonbrigðunum að horfa á Kastljósið núna í kvöld. Viðtal Þóru A við nefndarmenn í rannsóknarnefndinni.. trúlegt að eitthvað eigi eftir að koma frá þessari nefnd.    Núna er ég ekki hissa á hvers vegna Geir H. treystir svona á þessa menn.  Þeir eiga eftir að segja okkur það sem Geir og co vilja heyra.

Ásta B (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:10

8 identicon

Það sem ég velti svo fyrir mér eftir að hafa séð þessa mynd og fékk mig næstum til að æla var að:

  • það voru allir farnir að spila með Enron
  • Slagorðið þeirra var "Ask Why" (enginn gerði það)
  • Þeim fannst þeim ekki hafa gert eitt né neitt af sér

Hverjir eru búnir að vera að spila með síðustu árin?  Hverjir eru búnir að vera að borga hverjum?  Hvernig gat þetta gerst?

Það sem mér fannst svo öflugt var að það þurfti ekki nema eina konu til að standa upp og segja það er eitthvað skrítið í gangi. Þótt hún hafi ekki náð að stöðva spillinguna þorði hún að standa í lappirnar og bera vitni um að þetta væri ekki í lagi.

Hvenær mun eitthver standa upp á Íslandi og upplýsa okkur um það sem virkilega hefur verið að ganga á?  Hver ætlar að vera heiðarlegur og virkilega axla ábyrgð, ekki fara að afsaka sig svona rétt fyrir kosningar?

Eru þau öll þarna á þinginu samtvinnuð í þetta?

Svo margar spurningar; en engin svör.

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband