Leita í fréttum mbl.is

Gloppótt lög sem brjóta mannréttindi

Það er afar mikilvægt að það séu löguð þessi ósanngjörnu lög varðandi fólk sem hefur áhuga á að vera þátttakendur í samfélagi okkar. Það er mikið talað um landsflótta - af hverju reynum við ekki með ráðum og dáðum að hvetja unga fólkið til að vera hér. Við þurfum ekki á braindrain að halda ofan á allt hitt. Þessi maður væri fullkominn í það starf að kenna útlendingum íslensku - aðdáunarvert hve vel hann talar málið og greinilegt að hann hefur lagt mikið á sig að aðlagast samfélagi okkar.

Hvet fólk til að senda dómsmálaráðherra bréf þar sem hún er hvött til að skoða lögin og aðlaga þau breyttum tímum. Það er svo sorglegt með lög og reglur - hélt alltaf að slíkt ætti að þjóna borgurum landsins ekki brjóta þá niður.


mbl.is Farðu heim, góði minn!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sem betur fer þurfti Björn Bjarnarson að víkja og nýr kominn í staðinn. Hinn sauðurinn var einn ómerkilegasti pólitíkus sem ég hef vitað um. Aldrei að vita nema það birti eitthvað til í þessum málum í framtíðinni.

Samkvæmt lögum á Íslandi þarf atvinnurekandi fyrst að leita að hæfu starfsfólki innan EES, bæði innlendum vinnumiðlunum og erlendum EES vinnumiðlunum og ef vinnuveitandi fær EKKERT þaðan, þá fyrst getur hann sótt um fyrir þann sem er frá utan EES. Þannig að þótt einhver myndi vilja vera svo vænn og útvega þessum manni / fólki frá utan EES vinnu, þá væri hann skyldugur að auglýsa stöðuna hjá innlendri og EES vinnumiðlun, og gert að EKKERT finnist, þá getur hann tekið við þessari manneskju. En því miður eru aðeins 2% líkur á að þetta ferli gangi í gegn.

Flakkarinn (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þetta er alveg skelfilegt verklag sem fólki er gert að vinna eftir - algerlega ómannúðlegt...

Birgitta Jónsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:41

3 identicon

Ég er sammála að verklagið sé skelfilegt.  Hins vegar ekki sammála að fyrrv. dómsmálaráðherra hafi verið ómerkilegur þó fólki finnist hann hafa gert mistök eða ranga hluti.  Ómerkilegur er ljótt orð að kalla fólk.

Lisa (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 22:15

4 identicon

Ég get í fljótu bragði ekki séð hvaða lög hafa verið brotin ef þá einhver. Það gilda landslög á Íslandi eins og í öðrum ríkjum heimsins og t.d. í Evrópu þá þurfa útlendingar að aðlaga sig að reglum heimalandsins, þetta er jafnt gert til þess að vernda útlendinga sem og vernda velferðarkerfi viðkomandi ríkis.

Kveðjur

GUÐMUNDUR

Guðmundur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 23:21

5 identicon

Hefur virkilega enginn fulltrúi hins opinbera útskýrt í fjölmiðlum á hvaða forsendum Jonas Moody var synjað um a) atvinnuleysisbætur og b) íslenskan ríkisborgararétt?

Þetta mál hlýtur að falla endanlega undir einhver ráðuneyti. Hvernig væri að einhver af okkar ágæta fjölmiðlafólki biði viðkomandi ráðuneyti tækifæri til að verja sína ákvarðanir í þessu máli og fræða okkur um hvaða reglur gilda almennt um stöðu þeirra landsbúa sem hafa ekki íslenskan ríkisborgararétt?

Agla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.