18.2.2009 | 13:37
Að rekja IP tölur
Mun hér eftir birta raunnöfn þeirra sem skrifa óhróður í kommentakerfið mitt undir leyninöfnum. Þá vil ég bjóða þeim sem þurfa að láta rekja slíka orðsóða aðstoð mína að hafa upp á þeim með því að kenna þeim að gera það - það er afar einfalt - það er löglegt fyrir einstaklinga að rekja IP tölur samkvæmt grein úr visir.is frá því 2006.
Það er alveg dæmalaust hvað fólk getur leyft sér að ganga langt með skrifum sínum undir dulnefni - ég er reyndar algerlega fylgjandi því að fólk geti bloggað um skoðanir sínar undir dulnefni en þegar fólk er farið að segja meiðandi hluti og er jafnvel með hótanir þá er gott að vita af því að hægt er rekja viðkomandi. Það verður kannski til þess að þetta fólk hefur sig aðeins hægar.
Viðbót: Því miður er það þannig að ef fólk situr heima hjá sér að spinna róg og svívirðingar þá er ekki hægt að rekja það lengra en á símafyrirtækis þess - ég hvet fólk sem verður fyrir hótunum eða ærumeiðingum að hafa samband við það símafyrirtæki og fá upplýsingar um viðkomandi eða setja viðvörun við viðkomandi.
Ég hef aftur á móti rekist á nokkra sem hafa verið að koma með óheflaðar færslur inn til mín sem eru greinilega að blogga frá sínu fyrirtæki og þá eru þeir auðrekjanlegir. Aðal markmið mitt með þessari færslu er að vekja fólk til umhugsunar um það að það er enginn ósnertanlegur á netinu þó fólk ferðist undir fölsku flaggi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Frábært. Ég varð fyrir miklum dónaskap frá einum aðila sem kommentaði hjá mér. Meðal annars vegna þess fór ég að blogga nafnlaus.
Ég geymdi ip töluna, reyndar vegna þess að ég ætlaði með málið lengra, en það varð aldrei neitt úr því.
Ef þú gætir bent mér á hvernig þetta sé hægt, að þá kæmi það sér vel.
Kv.
ThoR-E, 18.2.2009 kl. 14:06
Takk, ég á örugglega eftir að leita til þín. Er með 12 ip-tölur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.2.2009 kl. 14:58
Frábært. Það væri gott að geta svarað öllum kommentum og nota hið rétta nafn viðkomandi....það vonandi fælir þá frá kommentakerfinu.
Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 15:03
sláið inn vefslóðina https://ws.arin.net/whois/
og límið inn ip töluna þar
ef það virkar ekki þá virðast margir koma inn frá
http://www.db.ripe.net/whois/
ég vona að ef fólk nýtir sér þessi sjálfsögðu réttindi sín að sóðakomment verði færri
Birgitta Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 15:27
Athugaðu að kannski færir þú að birta nöfn saklauss fólks. Það geta verið nokkrir með aðgang að einni IP tölu. Dæmi: Kannski birtir þú nafn föðurs sem hafði ekkert með óhróðurinn að gera og er þannig búið að sverta nafn hans opinberlega. Eðlilegra væri að lögregla ræki IP töluna og að haft yrði samband við þann sem er skráður fyrir IP tölunni (tölvunni) og er ekki endilega sama manneskja og skrifaði.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:51
EE: kannski óþarfi að reka blessaða ip-töluna, hvers á hún að gjalda?
Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:55
Ég er ekki alveg viss um að þú sért að skilja ip-tölur rétt. Það sem þú vísar á segir okkur hver er með hvaða lén, ekki hvaða einstaklingar eru á bak við ip-tölu.
Í mínu tilviki sérðu væntanlega frá hvaða vinnustað ég skrifa þetta núna en það segir þér lítið um mig (dugar að smella á nafnið mitt til að fá allar mögulegar upplýsingar).
Einnig er allur gangur á því hvort fólk sé með fasta ip-tölu eða ekki. Þannig eru adsl-áskrifendur Símans ekki með fasta ip-tölu. M.ö.o. það er ekkert víst að sá adsl notandi Símans sem kommentar hjá þér tvo daga í röð geri það frá sömu ip-tölu þó hann sitji við sömu tölvuna. Ég fæ t.d. nýja ip-tölu á hverri nóttu á heimatengingunni þegar Securitas slýtur adsl sambandi (klúður í uppsetningu).
adsl notendur Vodaphone eru með fastar ip-tölur, það sama gilti um Hive, ég veit ekki hvernig þetta er hjá Tal í dag.
Þeir einu sem geta rakið ip-tölur adsl notenda beint til heimila með öruggum hætti eru starfsmenn þjónustuaðilanna og þeim er ekki heimilt að gefa upp þær upplýsingar.
Matthías Ásgeirsson, 18.2.2009 kl. 16:01
Þú færð fasta IP-tölu hjá Tali.
Þorsteinn Briem, 18.2.2009 kl. 16:11
í sumum tilfellum er fólk að skrifa af vinnutölvum sem eru á þeirra nafni - en vissulega er það rétt að í sumum tilfellum er bara hægt að finna símafyrirtæki viðkomandi...
Birgitta Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:14
mjög margir sem blogga óhróður og ógeð hafa ekki hundsvit á því hvernig á að fela slóð sína - en aðrir geta skipt um þetta eins og nærbuxur það er mikið rétt...
Birgitta Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:34
ég held að ég færi seint að biðja lögguna um hjálp - ég er ekki beint vinsælasta manneskjan þar innanbúðar...
Birgitta Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:35
Það er ekkert að því að takmarka aðgengi ritsóða að athugasemdakerfinu þínu. Þú hefur um að velja algera lokun eða þá að samþykkja athugasemdir til birtingar. Sjálfur hef ég kosið síðarnefndu leiðina, ekki til að loka á sjónarmið sem stangast á við mín, heldur til að hlífa hugsanlegum lesendum við sóðaskapnum. Þetta er náttúrlega forsjárhyggja, ljót afstaða, en hún er líka til verndar þeim sem ekki kann fótum sínum forráð á ritvellinum. Það kemur nefnilega dagur á morgun, og þá kann honum að vera runnin reiðin, en orðin standa!
Flosi Kristjánsson, 18.2.2009 kl. 16:40
Þorsteinn Briem, 18.2.2009 kl. 16:52
ég takmarka slíkt aðgengi hjá örfáum einstaklingum - og er hjartanlega sammála þér Flosi - ég vil bara deila með fólki að það eru leiðir til að losna undan þessu kvabbi ef viðkomandi veit að maður getur rakið hann - það eru sumir sem skrifa færslur undir mörgum nöfnum en það er alltaf sami birti og afmyndandi einstaklingurinn sem er með hótanirnar og fúkyrðin ... en ég viðurkenni að það er takmarkað hvað ég get rakið - fann þó einn sem vinnur á austurbakka sem er reyndar redirect á Icepharma og skrifaði undir dulnefni - mér leiðist það þegar fólk kemur með dylgjur og róg inn á síðuna mína og er svo ekki fólk sem getur staðið á bak við stóru orðin...
það er ágætt að ylja þeim undir uggum.... þá þurfa þeir í það minnsta að hafa fyrir að hylja slóð sína:)
Birgitta Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:56
Steini þú ert nú meiri stríðnispúkinn:=
Birgitta Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 16:57
Löngum verið það!
Þorsteinn Briem, 18.2.2009 kl. 16:59
Það er hálf vonlaust að finna hver er ábakvið IP tölu... margir eru td ekki með fasta IP tölu... + ekki fæst uppgefið svo létt af internetveitu hver var/er með tölu X... bla bla bla bla bla
Ég læt allt standa sem fer inn á mitt blogg.. eða ég hef alltaf gert það.
Minnir að ég hafi eytt einni athugasemd að beiðni þess sem setti hana inn... þó er mér líka meinilla við slíkt.
Mér finnst líka slappt þegar menn þurfa að samþykkja allar athugasemdir...
DoctorE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:23
Í sumum tilfellum er auðvelt að rekja eftir IP-tölum en oftast næstum vonlaust. Ég vinn á stórum vinnustað þar sem eru milli 3 og 4000 tölvur og tæplega 20.000 skráð notendanöfn. Allir þessir notendur og tölvur fara út á internetið í gegnum sama proxy þjóninn og koma út á sömu IP-tölu. Við höfum lent í því að einhver gerði einhvern skandal á Wikipedia.org og það þýddi að þeir lokuðu fyrir töluna okkar og þar með lokaðist fyrir alla vegna þessa eina notanda. Heima hjá mér hins vegar ætti að vera auðvelt að finna mig, ég hef haft sömu IP-töluna á heima tengingunni í tæp þrjú ár.
Einar Steinsson, 18.2.2009 kl. 18:15
Já, Kristín, það hljómaði e-ð vitlaust þarna!?! En var samt ekkert að hugsa um að reka IP töluna!?!
EE elle
EE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:33
EE: Smá villa í beygingu sagnarinnar að rekja. Hefði átt að vera "Eðlilegra væri að lögregla rekti IP-töluna". Mjög eðlileg villa því innbyggð málfræðikunnátta fær mann til að efast um "rekti". Ekkert alvarlegt, bara skemmtilegt.
Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 07:30
Löggan getur gert það með því að fá upplýsingar frá netþjóni þú getur séð hvaða netþjóni ip talan tllheyrri ekki hver einstalkingurinn er.
Alexander Kristófer Gústafsson, 19.2.2009 kl. 11:03
flott, Nú hefur þú vakið athygli á því að það sé auðveldlega hægt að fela IP töluna ;P
Eins og nokkir hafa sagt, þá er rakning IP tala oft mjög erfið og þarf yfirleitt að skoða logga hjá ISP'unum til að sjá hvaða ADSL tenging er bakvið hvaða IP tölu..
þú í besta falli sérð hvaða þjónustuaðila viðkomandi er hjá, eða á hvaða vinnustað.
googlið bara web proxy anonymous og þá finnið þið slatta að aðferðum til að fela slóðir ykkar.
Ef menn eru að gera virkilega eitthvað skuggalegt, þá má alltaf nota internettenginu nágranna, eða vef kaffi eða hotspots ;P
Birgitta alveg að brillera, RIPE = Europe, ARIN = US svo eru nokkrar önnur rir fyrir asííu..etc..
hér er góður linkur fyrir þá sem vilja leita á einum stað
http://www.isnic.is/whois/other.php
Benedikt Sveinsson, 19.2.2009 kl. 13:30
Það er ekkert mál að rekja ip-töluna og fá að vita hjá hvaða server einstaklingurinn er og jafnvel hvaða fyrirtæki en þú finnur varla nafnið hans út frá því.
Hins vegar ef sami einstaklingur/ip tala er skráð einhvers staðar með blogg gæturu kannski fundið hann.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.2.2009 kl. 15:30
ég hef vissulega skoðað leiðir til að hylja slóð á netinu en aldrei nýtt mér það - vil helst koma undir nafni ef ég hef eitthvað að segja - hef engan áhuga á að dæla úr mér fúkyrðum bara af því að ég get það... samskiptaformið á netinu er áhugavert - hefur verið það alla tíð síðan fólk fór að nota þetta samskiptatæki.
Ég hef bara tekið eftir því að það er nánast engar umræður um IP tölur og hafa ekki verið að neinu ráði síðan 2006 - alltaf gott að taka upp þræði í netheimum sem greinilega brenna á fólki.
Það er alveg ljóst að hver og ein tölva hefur sína föstu IP tölu - og það er alltaf hægt að rekja það - það er gott fyrir fólk að vita að fæstir séu óskeikulir fyrir því að þeirra ósómi verði rakinn beint til þeirra -
Birgitta Jónsdóttir, 19.2.2009 kl. 15:45
Birgitta, hvernig í ósköpunum færðu út að hver og ein tölva hafi sína föstu ip adressu, það er einmitt vandamálið með ip kerfið sem við notum í dag, að það eru ekki nógu margar ip tölur mögulegar til að allar tölvur fái sína eigin ip tölu, þessvegna hefur verið í deigluni að fara að nota ip6 ( http://en.wikipedia.org/wiki/IPv6 )
Eg er med fasta ip adressu út á netið, en routerinn minn úthlutar hveri tölvu hér heima sinni eigin ip adressu þegar þeim er startað og er það ekki endilega sama adressa i hvert sinn.
ef ég fer med fartölvuna mína eitthvað annað og tengi hana á netið, er hún að sjálfsögðu með allt aðra ip adressu en þegar ég tengist heima.
anton (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:58
netname: IANA-CBLK-RESERVED1
descr: Class C address space for private internets
descr: See http://www.ripe.net/db/rfc1918.html for details
country: EU # Country is really world wideUMMM já, ég bý víða
Kolla, 19.2.2009 kl. 23:48
Bull. Þetta er ekki hægt. Þú veist ekkert um það hver er á bakvið hverja IP. Þó svo að þú getir "trackað" hana niður í það hvort viðkomandi sé á Símanum eða Vodafone, þá mega þeir ekki gefa þetta upp. Það þarf úrskurð dómara til og þá aðeins ef um refsivert athæfi er að ræða.
Svo þetta er = vonlaust.
Dexter Morgan, 20.2.2009 kl. 00:02
Sko, það hafa allar tölvur fasta mac address, ekki ip tölu. Ef mikið liggur við er hægt að komast að því hvaða einstaklingur er á bak við hverja mac adressu, en það er MEGA mál í flestum tilvikum. Það er ekki nærri því alltaf hægt og aðeins á færi fagmanna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.