Leita í fréttum mbl.is

Þöggun um mótmæli við SÍ

dscf4754.jpgÉg hef ekki séð neitt um mótmælin við Seðlabanka Íslands í fjölmiðlum landsins í dag nema á RÚV, þar var að finna áhugaverða nýja taktík hjá lögreglunni. En hún hefur bannað hávaðamótmæli og fólk getur átt von á að verða handtekið ef það stundar búsáhaldamótmæli.

Gott væri að vita nákvæmlega hvað má og hvað má ekki varðandi mótmæli. Ég hef heyrt að ekki þurfi að fá leyfi til að mótmæla nema maður trufli umferð og þurfi aðstoð lögreglu og borgaryfirvalda. Ég hef heyrt að betra sé að láta lögreglu vita af mótmælum en það sé ekki nauðsynlegt. Ég hef ekki séð nein lög um það að bannað sé að vera með hávaðamótmæli. Gott væri að fá það svart á hvítu. Annars finnst mér stórkostlega skringilegt að starfi fólk fyrir almenn fyrirtæki og sé látið víkja að þá séu öryggisverðir látnir fylgja starfsfólki út - lokað sé fyrir fyrirtækjasíma sem og tölvupóst umsvifalaust en við losnum ekki við tröllið í himnabjörgum og ekki nóg með það þá fær hann sérstaka lögregluvernd sem og fær að nota bíl skattgreiðenda og starfsmenn til að fara í feluleik við mótmælendur og blaðasnápa.

Staðreyndin er þessi: Sá sem ekki má nefna hefur og er enn að valda þjóðinni mikinn skaða. Þjóðin er búin að segja honum upp. Við viljum að hann fari í frí og erum meira að segja til í að borga honum pening til að losna við hann, reyndar skrifaði hann sjálfur lögin sem tryggja honum og hans yfirstéttalífsstíl um aldur og ævi.  

Hér er fréttin af RÚV. Myndirnar tók ég í gær og fyrradag af hættulegu mótmælendunum sem þurfa gæslu um 30 lögreglumanna með táragasbrúsa og kylfur sér við hönd.

"Lögreglan bannar læti við mótmæli


Um 30 manns eru við Seðlabanka Íslands og krefjast þess að Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, seðlabankastjórar, segi af sér. Þetta er þriðji morgunninn í röð sem mótmælt er við bankann. Fólkið ber á potta og pönnur sem fyrr til að skapa sem mest læti. Lögreglan hefur dreift blaði til mótmælenda þar sem fram kemur að bannað sé að vera með læti á almannafæri og að sækja þurfi um leyfi til þess.

SeðlabankamótmæliHörður Torfason, talsmaður Radda fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að mótmælunum verði haldið áfram.

Sturla Jónsson, vöruflutningabílstjóri sem hefur verið áberandi við mótmæli síðustu mánaða, segist búast við að verða handtekinn."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, það er ekki hægt að banna hávaða! Ekki nema í fjölbýlishúsum eftir klukkan eitthvað ... hvað er í gangi?

Stuðnings- og baráttukveðjur frá frænku á Skaganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alveg dauðhrædd.  Þetta er skelfilega ógnandi fólk.

Hehemm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 11:57

3 identicon

Ágæta Birgitta 

Það eru ekki fréttir þegar hópur fólks sem með góðu móti kemst í lítinn strætisvagn mótmælir.

Ég gat með velvilja talið 10 manns á myndunum þínum.

Páll

Páll (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:32

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

herra IPtala skráð - það voru þarna um 100 manneskjur en þó hafa miklu mun fleiri verið þarna allt í allt - ég var þarna í 2 og hálfan tíma í gærmorgunn og þá var mikið rennerí af fólki - það var fimbulkuldi og ekki margir sem sýndu þá hetjudáð að vera þarna í 5 tíma eins og blessaður trommuleikarinn sem stóð vakina alla dagana og hélt góðum takti fyrir okkur sem slóu á búsáhöld.

Og það þykir víst fréttnæmt að fólk sýni mótþróa við óréttlæti þó fáir séu þarna. Enda flestir í vinnu eða skóla á þessum tíma. 

Birgitta Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 12:42

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

merkilegt hve erfitt það er að fá lögreglu til að stoppa hávaða um nætur og af hverju þarf fólk ekki að sækja um leyfi til að sprengja flugelda - það er óbærilegur hávaði fyrir suma...

já Jenný ég var svo hrædd þegar ég sá þessa mótmælendur að ég hreinlega var næstum farin heim:)

Birgitta Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 12:43

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hef einmitt tekið eftir að það er alger þöggun í gangi um þessi mótmæli á fréttamiðlunum og segi eins og þú..það er skítkalt að standa þarna í kuldanum enda lagðist ég í rúmið með bullandi kvef og hálsbólgu eftir mótmæli á mánudaginn en mæti um leið og ég verð rólfær. Trommararnir eru hetjur..og algerlega ómissandi í að slá taktinn.Verðugar spurningar sem þú varpar þarna fram.....vonandi að það fáist einhver svör.

Baráttukveðja

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 13:14

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég lagðist líka í rúmið í gær eftir að standa þarna úti í kuldanum í tvo daga í röð - maður gerir bara sitt besta - þú ert nú búin að vera alveg óhemju virk Katrín:) Láttu þér batna og sjáumst brátt í mótmælamambói.

Birgitta Jónsdóttir, 11.2.2009 kl. 15:51

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú fer að fjölga við Seðló. Þetta upphlaup lögreglu er sem olía á eld.

Davíð skal út, og mig grunar að það styttist verulega í það..

hilmar jónsson, 11.2.2009 kl. 18:21

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Táknrænustu mótmælin væru ef fólk mótmælti nakið eða því sem næst án þess að vekja hneykslan eða ða eiga á hættu að vera ákært um siðleysi. Það væri líka tánrænt á þann hátt að það myndi tákna allsleysi fólks og myndi sýna það að búið er að rýja fólk inn að skinni.Og myndi vekja athygli fréttamiðla um allan heim.Það er enginn efi að jafnvel Davíð myndi bregða ef hann kæmi að aðaldyrum Seðlabankans í 10 stiga frosti og þar stæðu 20 konur á öllum aldri í G streng einum fata.Hann færi beint heim og myndi ekki láta sjá sig meira í Seðlabankanum 

Sigurgeir Jónsson, 11.2.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband