Leita í fréttum mbl.is

Hvernig IMF/AGS rústuðu Jamaíka

Var að horfa á afar athyglisverða heimildarmynd um hvernig IMF/AGS hreinlega rústaði bændastéttinni sem og öðrum leiðum til sjálfbærni hjá Jamaíka. Það er margt hægt að læra hvaða víti ber að varast. Það er oft samtrygging ASG og alþjóðabankans sem og reglna um innflutning og útflutning sem gæti einnig farið illa með okkur, því við erum svo veik fyrir rétt eins og ástandið var á þessari eyju sem oft er kennd við paradís.

Ég held að almenningur geri sér almennt ekki grein fyrir þeim hörmungum sem þessi stofnun hefur kallað yfir þjóðir með sínum skilyrtu lánum en við erum með sanni að upplifa upphafið af því ef ekki verður samið af fagmennsku við þessa hörmulegu stofnun. 

Mér finnst reyndar að það ætti umsvifalaust að frelsa þróunarríki heims undan því oki að þurfa að borga himinháa vexti af okurlánum því í raun hafa þessi lönd aldrei öðlast frelsi. Við vorum eins og þessi lönd - land sem var fórnarlamb heimsveldastefnu nokkurra landa og vorum óvenju heppin að fá Marshall aðstoð sem gaf okkur ákveðið forskot stuttu eftir að við öðluðumst sjálfstæði. Þessi lönd voru þrælar nýlenduherra um langa hríð og það er skammarlegt hvernig heimurinn heldur áfram að blóðmjólka þau þegar við ættum ef eitthvað er að gefa þeim sömu tækifæri og til dæmis við fengum til að taka okkar fyrstu skref til frelsis. 

Life and debt - Globalization & Jamaica 
Smellið á googlevideo takkann lengst til hægri til að sjá myndina í fullri stærð

 


mbl.is Alþjóðabankinn og AGS úreltir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerður Pálma

Ég las Life and debt -  Mjog úhugaverd grein og laerdómsrík fyrir okkur Íslendinga.  Somleidis áhugavert ad sjá ad varnaradgerdir hvers lands til sjálfstaedis eru gjorsamlega vanvirtar í skjóli gróda og meiri gróda.  Frjálshyggja án yfirvegunar í hverju tilfelli er sjálfsmord alheims efnahagslífs eins og sýnir sig best nú thegar allir helstu fjármálaspekingar heims eru samankomnir í DAVOS og allir steinhissa á ad kerfid er búid ad éta sig ad innan. 

 Ástaedan er augljós og tharf engan sérfraeding til ad sjá thad, hófsemi, samkennd og tillitsemi er undirstadan sem vid hofum verid ad éta undan okkur, og thegar undirstadan er farin, forum vid somu leid.

Ástandid í Jamaica verdur framtíd okkar allra ef vid ekki stillum saman strengi. 

Gerður Pálma, 2.2.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Birgitta.

Ég var að lesa innslag þitt á Silfri Egils og ákvað þá að kíkja á bloggið þitt.  

Ég er mikið sammála þér um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Slóð eyðileggingarinnar liggur eftir þetta jakkafataklædda fólk um allan heim.  Mannvonska þessa frjálshyggjuliðs gagnvart fátæku fólki þriðja heimsins, er botnlaus.  Hvað ætli mörg börn hafi t.d dáið í Zambíu vegna þess að þetta lið rústaði landbúnaðinum og þar með bjargráðum fólks.  Peningar, sem gátu farið í að styrkja innviði heilsugæslunnar og kaupa lyf handa fátæku fólki, fara núna í að flytja inn landbúnaðarvörur, í landi sem var áður sjálfbjarga.  Og á meðan deyja börnin úr sjúkdómum, sem svo auðveldlega er hægt að lækna. 

Þegar tuttugasta öldin verður gerð upp, þá mun Frjálshyggjan sem trúarbrögð, fá svipaðan sess og Nasismi Hitlers og Kommúnismi Stalíns.  Mannleg illska, sem skaðaði milljónir manna.

Þess vegna má ekki fólk, sem aðhyllist manúð og félagshyggju, styðja núverandi ríkisstjórn.  Þó að félagshyggjuflokkarnir mynda hana þá er hún mynduð um hatursfræði Nýfrjálshyggjunnar, Efnahagsstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Munurinn á okkur og fátæku fólki  þriðja heimsins, er sá að við getum flúið til siðlegri landa, þar sem ennþá ríkir velmegun.  En slíkt á ekki að vera valkostur í stöðunni.  Okkar eina val á að vera að byggja upp landið okkar útfrá skynsemi og mannúð, ekki öfgakreddum sálarlaus fólks.  Þess vegna er pottabyltingin rétt hafin.  Henni líkur ekki fyrr en IFM er kominn útí hafsauga og allir talsmenn hans hér á landi hafi beðið þjóð sína afsökunar á því að hafa reynt að leggja á hana fjötra fátæktar og kúgunar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.