Leita í fréttum mbl.is

Áskorun til mbl.is

Eruð þið til í að nota þennan fjölmiðil sem er tæknilega í eigu þjóðarinnar sem fréttamiðil en ekki áróðursvef fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ég skora líka á fjölmiðla landsins að taka viðtöl við til dæmis stjórnmálafræðinga fremur en fólk eins og Jón Baldvin sem mun alltaf sem álitsgjafi vera hlutdrægur og því ekki mikið mark á honum takandi. 

Einbeitum okkur að því að veita þessari nýju tímabundnu ríkisstjórn stíft aðhald fremur en að reyna að sverta mannorð þeirra sem ætla að taka að sér þetta erfiða verkefni.  Það er svo mikið í húfi og engum hagur að því að þau stígi feilspor nema ef til vill sjálftökuflokknum.


mbl.is „Jóhanna vinnusöm en þröngsýn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta.  Sagði upp áskrift af morgunblaðinu í gær þar sem að mér blöskrar þessi áróðursvél sjálfstæðisflokksins.  Ekki nóg með að það eru endalausar lof greinar um sjálfstæðisflokkinn þá eru einnig endalausar neikvæðar greinar um aðra flokka.  Ég get ekki annað en dregið hlutleysi þessa fjölmiðils í efa. 

Svo gerði alveg útslagið skítkastið sem átti sér stað á mogga blogginu eftir óheppileg ummæli Harðar Torfa í síðustu viku.  Það er að mínu mati ábyrgðarhluti mbl.is að beina því til bloggara að þeir séu málefnalegir og persónuleg nýð eru ekki liðinn. 

Sigríður (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:26

2 identicon

Eru það ekki 150 milljónir á mánuði sem ríkið borgar með blaðinu á mánuði?  Til hvers að borga skatta þegar farið er svona með þá? 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:31

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Finnst alltaf gott að sjá að fólk lætur verkin tala Sigríður - ég sagði Vodafone upp í síðustu viku og var það góð tilfinning.

150 milljónir mætti nýta til þarfari verka en að halda uppi áróðursriti. Ég mæli með að annað hvort þjóðnýta Morgunblaðið eða nota þessa peninga í skólakerfið - sér í lagi barnaskólana sem standa frammi fyrir ómögulegum niðurskurði sem bitnar á börnunum okkar.

Birgitta Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 09:41

4 identicon

Eruð þið að grínast? Ég hef einmitt verið svo fúll útí mbl.is fyrir að vera áróðursmaskína gegn ríkisstjórninni. Hver einasta fyrirsögn síðustu mánuði hefur verið til þess að reyna að ná niður ríkisstjórninni, og það sama með stríðið í miðausturlöndum að þar koma þeir bara með aðra hliðina á málinu. Ef greinin er lesin af meiri nákvæmni kemur í ljós að þröngsýni er eini neikvæðu hluturinn sem sagt er um Jóhönnu, allt hitt er jákvætt þannig að það er er ekki hægt að segja að þessi grein tali neikvætt til Jóhönnu. Annars væri gott að fá álit t.d hagfræðinga eða verkfræðinga sem hafa starfað við stjórn fjármála þar sem verkefni Jóhönnu snúa ekki að stjoŕnmálum í dag heldur fjármálum.

Axel (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:12

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Er þetta svo neikvætt? Hinir víðsýnu og "frambærilegu" ráðherrar sjallanna settu landið á hausinn. Jóhanna reyndi að laga ástandið. Það að hún er mannfælin er ágætt. Hún heldur sig þá við vinnuna í staðinn fyrir að þvaðra í kokktilboðum.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 10:18

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2009 kl. 10:33

7 identicon

Ekki má gleyma að það er bara vinstra liðið sem má gagnrýna og nota hvaða aðferðir sem henta, ofbeldi bæði í orðum og verki til að ná sýnu fram.   Þegar það er komið á hitt pakkið að þegja og ekki dirfast að gagnrýna eða segja eitthvað sem ekki hentar.   Stalín kunni þessa aðferð vel.

Kristinn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:56

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það er stór munur á gagnrýni og áróðri Kristinn - mér finnst allt í lagi að gagnrýna vinstra og hægra liðið út og suður ef þeirra störf eru gagnrýniverð. Ekki gleyma að það eru hægri öflin sem komu okkur út í það óefni sem við erum að glíma við í dag. Það er vissulega gagnrýnivert. Varla er hægt að kenna þeim sem gagnrýndu og vöruðu við hvert við stefndum um...

Birgitta Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 12:13

9 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Flott áskorun!

Eiríkur Sjóberg, 28.1.2009 kl. 15:04

10 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Alveg rétt...munið hvernig var farið með áróðurinn gegn Framsóknarflokknum, hann er í sárum eftir endalausa lygi og hálfsannleik gagnvart honum.....gersamlega óviðunandi að blaðið komist upp með að gagnrýna gagnrýnendur, jafnvel þó það sé frá sjálfum Jóni Baldvini komið.

PS Þið gerið ykkur grein fyrir kaldhæðninni ekki satt.

Bestu Framsóknarkveðjur, Gísli.

Gísli Guðmundsson, 28.1.2009 kl. 15:49

11 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Mikið tek ég undir með þér Birgitta 

Helgi Jóhann Hauksson, 28.1.2009 kl. 17:45

12 Smámynd: Ingibjörg SoS

FRÁBÆRT HJÁ ÞÉR, BIRGITTA. ÞETTA ER SVO RÉTT OG SVO RÉTT - BARA RÉTT!

ps. takk fyrir fallegu orðin þín til mín, og um mig, inn á eina færsluna mína

Ingibjörg SoS, 28.1.2009 kl. 20:14

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef það endar þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fer í stjórnarandstöðu - þá á mogginn eftir að verða í stuði.  Hann á eftir að fara hamförum.  Kosningar framundan og sona. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 00:51

14 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fyrir þá sem hafa gripsvit á sögu er heldur áhugaverðara að hlusta á gamla pólitíkusa -þó að spældir kunni að vera- en stjórnmálafræðinga.

Skárri eru þó "álitsgjafar" í heitu pottunum...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.1.2009 kl. 03:24

15 identicon

Kannski svipað og fyrirsögnin í dag um að "Ögmundur sé að draga sig í hlé"? Ég kolféll fyrir henni og stóðst vissulega ekki mátið að blogga um hana og rugla með rangar upplýsingar um manninn.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:57

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú varst flott í viðtalinu í morgun Birgitta mín.

Sammála þér með að veita þeim aðhald, en gefa þeim sjens.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2009 kl. 11:52

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Góður punktur Birgitta!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.1.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 509100

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband