Leita í fréttum mbl.is

Förum ekki fyrr en ríkisstjórnin segir af sér

Ég skora á almenning að mæta eins mikið og hver og einn hefur tök á - vera í tvo tíma eða 5 tíma en umfram allt að mæta - ég komst loks í kvöld og það er eitthvað meiriháttar sérstakt að gerast - ekki missa af því - að finna samstöðuna og rekast á fullt af fólki sem maður hefði aldrei átt von á að sjá á mótmælum er ólýsanlegt - við erum þjóðin - við viljum fá að kjósa - við viljum að ríkisstjórnin segi tafarlaust af sér - við verðum þarna með potta og læti þangað til að þið farið :) ég er með sanni stolt af því að tilheyra þessari þjóð í dag:) takk öll sem hafið vaknað og komið og sýnt að það er dugur í þjóðinni.
mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

heyr heyr, var þarna áðan og samstaðan er MÖGNUÐ :)

A.L.F, 21.1.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég ætla að láta opp af oflæti mínu og fara að mæta á morgun . Ég hef sterka tilfinningu að ögurstundin sé að renna upp. Það er komið að leiðslokum hjá sjálfstæðisflokknum. 

Brynjar Jóhannsson, 21.1.2009 kl. 00:20

3 identicon

Sammála. Þú stendur þig eins og hetja. Frábært. Ég er svooooo stoltur að því að vera Íslendingur.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:23

4 identicon

ég mætti 2x á mótmælin í dag fyrst 13.30, . svo fór ég á kvöldvakt og þegar ég var búinn mætti ég aftur.  Gott hjá fólki að mæta hvenær sem er í dag. Flestir vinna á dagvöktum en margir á kvöldvöktum, sumir atvinnulausir, sumir í skóla o.s.frv. . Það var mikið um endurnýjun í mótmælahópnum held ég, "skipta vöktum" á mótmælunum sem er fínt því þá verða þetta lengri samfelldari mótmæli og hentugt ef fólk hefur það á tilfinningunni að það geti mætt hvenær sem er, það eru alltaf einhver mótmæli á seyði.

Ari (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:35

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var í tvo tíma í dag, ætla aftur á morgun.

Frábær stemming og já það er eitthvað stórkostlegt að gerast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:41

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Við á Akureyri söfnuðumst saman á Ráðhústorginu í kvöld. Frétti af slíkum samstöðusamkomum líka á Ísafirði og Egilsstöðum. Ég er stolt af því að tilheyra þeim hópnum sem stendur saman í kröfunni um réttlæti! Við sýnum einurð og dug. Baráttu- og stuðningskveðjur að norðan!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:59

7 Smámynd: Offari

Það má alls ekki hætta í miðjum björgunaraðgerðum.

Offari, 21.1.2009 kl. 01:37

8 Smámynd: AK-72

Ég er búinn að mæta þrisvar í dag, tók síðbúinn hádegisverð, fór eftir vinnu og var í eina og hálfa klukkustund. Mætti svo nálægt 11 og var til 1.

Ég held að niður frá sé eitthvað byrjað sem verður ekki stoppað fyrr en ríkistjórnin er farin frá. Höldum þessu lifandi! Þið hin sem treystið ykkur ekki endilega til að standa í trommuslætti, gerið eitt, takið með vatn og kannski eitthvað til að narta í, fyrir þá sem ætla að halda áfram þar til yfir lýkur. Ég hitti allavega einn sem var ekki búinn að borða nema eina samloku frá því um hádegið og hann ætlaði að vera þarna þangað til að svefninn kallaði hann heim um stund.

AK-72, 21.1.2009 kl. 01:46

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Lifi byltingin!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:14

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ójá!! Þarna munum við standa vaktina þangað til þeir snáfa með pokann sinn þessir fj.....

Var að kíkja eftir þér í dag... en það var SVO mikið af fólki :D

Heiða B. Heiðars, 21.1.2009 kl. 02:28

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er æðislegt framtak. Ótrúlegur kjarkur og elja.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:47

12 Smámynd: Þór Jóhannesson

Mætum á morgun upp úr hádegi og höldum áfram stanslaust þar til spillingarstjórnin fer frá.

Þór Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 05:01

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Rosalega er yndislegt að finna samstöðuna út um allt land:) við erum að upplifa og skrifa söguna okkar saman.

Birgitta Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 07:32

14 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Flott hjá þér Brynjar - mikið er ég ánægð með þig:)

Birgitta Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 07:33

15 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég fæ gæsahúd, thetta er frábært! vildi óska ad ég væri á landinu, væri pottthétt mætt á svædid med pottana.

ÁFRAM , ekki gefast upp, út med spillingarlidid!

María Guðmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.