Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri einbeita sér að fjárglæfrafyrirtækjunum?

Ó, ég gleymdi, þau eru lögleg - þau eru vernduð af mafíunni sem situr á ráðherrastólum. Stórglæpamenn komast alltaf undan - hér eru framin landráð og ekki neitt gerist - þurfum við borgarar landsins virkilega að fara í borgaralegar handtökur eða ætlar einhver að fara að draga einhvern til ábyrgðar - það stefnir í átök ef ekki gerist neitt NÚNA.

Mér er algerlega nóg boðið og finn að það sama má segja um meirihluta þjóðarinnar. Skora á lögregluna að hneppa í gæsluvarðhald stórvesírana og láta smákóngana í friði. 

Úr. úr X. kafla almennra hegningarlaga - 91. gr.

Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum. Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.

Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta,sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri. Hafi verknaður sá,sem í 1.og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

 


mbl.is Landaverksmiðju lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Bóndinn hefði átt að sjá til þess að eiga rétta vini. Það er málið á Íslandi. Réttur vinur getur gert kraftaverk.

Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já Birgitta...fólki er gjörsamlega ofboðið og það verður eitthvað að gerast núna. Flest allir sem ég tala við segja það sama..núna bara verður eithvað að gerast..ég er orðinn bandsjóðandi illur!!!!

Mæli með fáárnleikafatnaði og grímum, fjöðrum og trumbum á Austurvelli á morgun til að hæða leikhús fáránleikans..alþingi... sem mætir til vinnu nokkrum árum of seint. Hvar hefur þetta lið verið undanfarin ár meðan landinu okkar var rænt af auðmönnum og spilltum ráðamönnum???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 13:27

3 Smámynd: Dexter Morgan

Herra "Roling Stones" er nú að fara að handtaka hátt í 400 manns á suðurlandi sem ekki hafa mætt í boðað fjárnám. Það er um að gera að stappa svolítið hressilega á litla manninum, núna í kreppunni, ekki láta þá sleppa með neitt múður. Landráðamennirnir, bæði innan og utan ríkisstjórnar, mega alveg sleppa. Enda eru þeir að reyna að finna "lausn" á vandanum... !

Dexter Morgan, 19.1.2009 kl. 22:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það ætti að taka þennan þvaglegg og hengja hann upp í næsta tré á afturfótunum, láta hann hanga þar nokkra klukkutíma og sjá hvort það kemst einhver skynsemi í kollinn á honum.  En það er sennilega ekki hægt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2009 kl. 09:08

5 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Nú er runnin upp stund aðgerða. Nú skulum við streyma út á göturnar og hreinlega koma nýju fólki að. Annars mun ekkert gerast - það er útséð.

Lifi Byltingin!

Þór Ludwig Stiefel TORA, 20.1.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband