Leita í fréttum mbl.is

Að vera kvöldgestur hjá Jónasi

towardsnewbeginnings.jpgÉg ákvað loks að láta verða af því að mæta í spjall í útvarpsþáttinn Kvöldgestur sem Jónas Jónasson hefur umsjón með. Mér tókst að tala svo mikið að ég verð víst gestur hans í þrjú föstudagskvöld í röð. Þeir sem vilja kynnast hinni hliðinni á mér geta svo sem alveg hlustað á þetta - er hálf feimin við þetta enda miklu feimnari en flest fólk heldur.

Fyrsti þátturinn verður annað kvöld klukkan 23:00 á rás 1. Þar spjalla ég vítt og breitt um líf mitt. Fyrstu mótmælin mín sem ég stóð fyrir þegar ég var 14, sjálfsvíg, ljóð, Tíbet, sjálfskipaða útilegukvendislíf í Danaveldi, Ástralalalalíu, sterkar skoðanir, réttlætiskennd, sjálfsæviskáldsöguna mína: Dagbók kameljónsins og sitthvað fleira. Ég hreinlega man ekki hvað ég talaði um og ég vona að það sem ég segi muni gefa einhverjum von - enda lífshlaupið mitt eins og argasta skáldsaga og þó er ég rétt að byrja:) Hef alltaf verið heppin með það að vera bjartsýnismanneskja þótt öll sund virðist lokuð.

Jónas les smá upp úr Dagbók kameljónsins og gerir það vel. Ég les einhver ljóð og vel lag með mömmu sem mér finnst fallegasta lagið hennar. 

Það hefur verið áhugavert að kynnast Jónasi aðeins enda einstakur maður. Ég spjallaði líka aðeins við tæknimanninn hann Jan sem var látinn fjúka í undarlegum uppsögnum RÚV. Vona að hann verði endurráðinn enda fagmaður með ástríðu fyrir þeim gildum sem RÚV á að standa fyrir, annálaður rúvari eins og það er kallað. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hlakka til:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2009 kl. 17:00

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mun leggja við hlustir

Sigrún Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 17:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mun hlusta.  Ekki spurning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Ár & síð

Hér bíðum við spennt.
Matthías

Ár & síð, 15.1.2009 kl. 18:06

5 Smámynd: Hulla Dan

Þetta langar mig til að heyra

Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

til ykkar allra

Birgitta Jónsdóttir, 15.1.2009 kl. 18:40

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

En spennandi , ég hlusta!

Soffía Valdimarsdóttir, 15.1.2009 kl. 21:25

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:15

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Minnir vonandi á þetta aftur á morgun! Vil ekki missa af einu orði

xxx

Heiða B. Heiðars, 15.1.2009 kl. 23:43

10 Smámynd: Ingibjörg SoS

Æ, en spennandi, Birgitta. Hef ekki farið inn á bloggið í marga daga. Já, var hastarlega kippt burt frá öllu öðru en hlú að sjálfri mér.

Hringi strax í mömmu. Hún hlustar alltaf. Monnta mig yfir að gestur kvöldsins sé bloggvinur minn.

Elsku Birgitta, - Þú ert mikil manneskja..............

Ingibjörg SoS, 16.1.2009 kl. 21:21

11 Smámynd: Ingibjörg SoS

Búin að hlusta, Birgitta. - Hafði mjög sterk, jákvæð áhrif á mig.

Þetta með að maður sé áhrifavaldur í lífi fólks, - það að alls kyns hlutir fari af stað innra með fólki - sárir eða sætir. Og það með því einu að maður bara er, - er maður sjálfur. Náði þessu svo gjörsamlega. - Gæti sagt svo margt svo margt..... Þetta var hrífandi. Á eftir að segja svo margt svo margt..... Takk!

Ingibjörg SoS, 17.1.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband