Leita í fréttum mbl.is

Holocaust II

Það eina sem mér dettur í hug að bera þessi voðaverk saman við er Holocaust hið fyrra. Nú er nóg komið - ég skora á Ingibjörgu Sólrúnu að slíta stjórnmálasamstarf nú þegar við Ísrael. Ég skora á Björgvin að slíta á öll viðskipti við Ísrael - ég skora á þjóð mína og þjóðir heims að láta í sér heyra út af þessum voðaverkum. Gleymum ekki skólunum þremur sem þeir sprengdu - þó þeir væru rækilega merktir S.Þ. og fólk hafði verið hvatt til að leita sér þar skjóls.
 

mbl.is Sprengdu hús fullt af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Arnarson

Ég er innilega sammála þér.  Mér finnst í raun ótrúlegt að við séum ekki löngu búin að slíta öllu sambandi við þessa glæpamenn.  Það er ekki eins og þetta sé að gerast í fyrsta skipti.

Örn Arnarson, 9.1.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það þarf að slíta þessu stjórmálasambandi ekki seinna en strax. Hvað eru íslensk stjórnvöld að hugsa?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:51

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála.

Rut Sumarliðadóttir, 9.1.2009 kl. 12:15

4 Smámynd: Dorje

Ísrael í hefndarhug....mér er gjörsamlega misboðið!

Dorje, 9.1.2009 kl. 18:30

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka ykkur fyrir innlitið og athugasemdirnar - ég vildi óska þess að það væri eitthvað meira sem ég get gert... hvet fólk til að senda Björgvini G. tölvupóst og hvetja til þess að við setjum á Ísrael viðskiptabann - ég skrifaði honum í dag en hef ekki fengið nein svör.

Birgitta Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 20:03

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Veistu frænka, mér er svo gjörsamlega ofboðið, skæli yfir myndum og myndböndum og hreinlega trúi ekki mínum eigin augum eða eyrum. Svo sér maður suma Moggabloggara tala um þessa flugelda sem Hamas hefur sent yfir til Ísrael og hafa drepið 20 óbreytta borgara síðan 2001 minnir mig og það á að réttlæta þessi morð núna, þessa útrýmingu. Það er alltaf sorglegt þegar fólk deyr, hvort sem það eru Ísraelsmenn eða Palestínumenn en þvílíkur munur á drápstólum og ástæðum. Veit ekki nýjustu töluna á þeim Palestínumönnum sem hinn firnasterki, vel búni og þjálfaði Ísraelsher hefur myrt með köldu blóði. Myndi maður ekki reyna að mótmæla með öllum ráðum þeirri meðferð sem Palestínumenn hafa orðið fyrir síðustu áratugi, þeim yfirgangi og hryllingi sem fólkið hefur þurft að þola? Mjög lýsandi kortið af Gaza, sem hefur sést á ýmsum bloggsíðum undanfarið, þar sem sýnt er hversu mikið hefur verið þrengt að Palestínu með landnámi gyðinga jafnt og þétt.

Ég man þá tíma þegar því var heitið að ríki heims myndu aldrei líða nokkuð á borð við helförina en hvað hefur ekki gerst? Og af hendi fórnarlamba helfararinnar. Ekki skrýtið þótt ríki hatur í garð Ísraels úr öllum áttum núna. Samt eru örugglega margir Ísraelsmenn í rusli yfir þessu. Ég sá einu sinni sjónvarpsþátt um háttsetta foringja í ísraelska hernum sem neituðu að ráðast ítrekað á Palestínu og voru reknir eða jafnvel fangelsaðir fyrir það. Ég fordæmi þá sem stjórna í Ísrael og einnig alla þá sem ekki reyna að gera eitthvað í málunum, eins og að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Hvað er ríkisstjórnin okkar að hugsa?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:50

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Gott hjá þér Guðríður að halda því til haga að ekki eru allir Ísraelsmenn (og þaðan af síður allir Gyðingar) síonistar. Við verðum að gæta þess að rugla ekki saman viðbjóð okkar á framferði síonista og síonismanum annars vegar og gyðingahatri hins vegar.

Björgvin R. Leifsson, 9.1.2009 kl. 22:55

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Björgvin R. Leifsson, þú hlýtur að vita að heilögum er allt heimilt. Þetta tal ykkar um Zíonisma sem glæpastefnu sýnir fáfræði og hatur.

Það er nú einu sinni svo að and-Zíonismi eins og hann birtist nú á dögum er skilgreindur sem gyðingahatur af flestum sérfræðingum um þessi mál, sem ekki eru gyðingar sjálfir.

Birgitta, þessi færsla þín er blettur á sögu stuðningsmanna Tíbets. Ég er viss um að einhver mun kynna hana alþjóðlegum samtökum til stuðnings Tíbets.

Skólar SÞ hafa verið notaðir sem hreiður hryðjuverkamanna.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.1.2009 kl. 23:04

9 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Ég veit eins vel og þú, Vilhjálmur, að margir rugla saman andstöðu við síonismann og gyðingahatri. Ég geri það EKKI. Síonisminn er ekkert annað en landvinningastefna ráðandi afla í Ísrael, dyggilega studdum af ýmsum síonistahópum í Ísrael og annars staðar í heiminum, með það að markmiði að auka lífsrými Gyðinga, "lebensraum", fyrir botni Miðjarðarhafs. Hugmyndin var upphaflega eitt land - eitt ríki - fyrir alla Gyðinga en fjölmargir Gyðingar hafa viðbjóð á aðferðum síonistanna og vilja ekkert hafa með þá að gera. Ég legg aðferðir nasista i Evrópu og aðferðir síonista fyrir botni Miðjarðarhafs að jöfnu.

Björgvin R. Leifsson, 9.1.2009 kl. 23:53

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta er hræðilegt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.1.2009 kl. 00:26

11 Smámynd: Jens Guð

  Þeir sem styðja fjöldamorð nasistanna í Ísraelsher í dag eru á sama plani og þeir sem studdy nasista í seinni heimsstyrjöld.  Sagan er að endurtaka sig. 

Jens Guð, 10.1.2009 kl. 00:57

12 Smámynd: Jens Guð

  "studdu" átti það að vera.  Vilhjálmur Örn er í hlutverki nasista og getur ekki borið fyrir sig fáfræði.  Einungis mannvonsku og heimsku.

Jens Guð, 10.1.2009 kl. 01:01

13 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Nýjustu tölur um mannfall sem ég fékk á AJGaza twitter eru 804 myrtir þar af þriðjungur börn. Gleymum ekki öllum börnunum sem misstu hafa foreldra sína og systkini. Gleymum ekki þeim sem hafa misst útlimi, andlit eða geðheilsuna - tala særðra fer að skríða upp í 4000. Hef skoðað myndir af þeim sem hafa verið særðir og þær eru ekki fallegar.

Mér finnst þeir sem reyna að gera lítið úr þessu og tala um raketturnar sem Hamas sendir ekki svaraverðir - hjartalaust fólk sem ætti að taka sinn hatursáróður eitthvert annað.

Það eru ekki ófá tárin sem hafa fallið út af þessu og sorgin stór yfir grimmd mannfólksins. 

Takk fyrir að rifja upp kæra frænka að ekki eru allir þeir sem í Ísrael búa þannig fólk. Man einmitt eftir nokkrum hetjum sem þar búa. Ég hef líkað starfað með fólki frá Ísrael að friðarmálum og það styður ekki svona voðaverk - hvorki í orði né verki. 

Birgitta Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.