Leita í fréttum mbl.is

Andvaka

_45329554_cry_getty466b.jpgÞað er ekki oft sem ég á erfitt með svefn. En voðaverkin í Gaza trufla mig meira en orð fá lýst. Sú staðreynd að verið sé að drepa fólk þarna sem ekkert getur flúið í beinni útsendingu án þess að heimsbyggðin bregðist við nema með innantómum orðum hryggir mig. Nú er staðfest að búið er að myrða 80 börn frá upphafi þessa óafsakanlega stríðs. Er virkilega ekkert sem við getum gert? Er virkilega til fólk sem réttlætir þessi voðaverk?

Til að fyrirbyggja að yfir mig hellist vel meinandi skilaboð um hvað Hamas eru vondir - þá er ég ágætlega upplýst um ástandið þarna og styð ekki aðgerðir Hamas.

Fékk þessi skilaboð í smessi í gær og vegna þess að ég er frekar ömurlegur smessari þá ætla ég að deila þessu með ykkur hér:

Mads Gilbert, læknir frá Tromsö sem vinnur sjálfboðavinnu við sjúkrahúsið í Shifa á Gazaströnd sendi svohljóðandi skeyti í gær:

"Takk fyrir allan stuðning.. Þeir sprengdu grænmetismarkaðinn í miðbæ Gazaborgar fyrir tveim tímum síðan. 80 slasaðir, 20 fallnir, öll komu þau hingað til Shifa, Hades! Við syndum, syndum í dauða, blóði og afrifnum útlimum. Fjöldi barna. Ólétt kona. Ég hef aldrei fyrr upplifað nokkuð svo skelfilegt. Nú heyrum við í skriðdrekum. Látið alla vita, sendið áfram, hrópið þetta áfram. Hvað sem er! GERIÐ EITTHVAÐ! GERIÐ MEIR! Við lifum í sögubókunum nú, öll sömul! Mads G, 13.50, Gaza, Palestínu".

Það er mjög erfitt að fá almenningar og greinagóðar lýsingar á ástandinu - því engir erlendir fjölmiðlamenn fá aðgang að Gaza, fann þó þessa frétt á Washington Post, með því að google news eyewitness gaza

 

1_771423_1_34.jpg

 

 


mbl.is 5 börn féllu á Gasasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Ég svaf stutt og illa vegna þessa. Samt fékk ég ekkert sms svona " beint í æð " eins og þú. Norski læknirinn sem sendi þér sms var í viðtali í gær á fréttastofunni Al Jazeera. Þessi fréttastofa er að því ég bezt veit sú eina sem getur sent fréttir beint frá Gaza. Þeir eru einnig með fréttavef á ensku og er slóðin http://english.aljazeera.net/.

Sjónvarpsútsendingar eru allann sólarhringinn hjá þeim og er stöðin á 514 fyrir þá sem eru með SKY áskrift.

Ég horfði á Amerísku fréttastofurnar í gærkvöldi og þær taka allar málstað Ísraelsmanna. Þar er m.a. spurt " Hvað myndum við gera ef Mexíkóar byrjuðu að skjóta eldflaugum yfir landamærin " ? Svarið er augljóst. Það er enginn sem segir frá því hvernig Palestínumenn hafa verið lokaðir af inn á smá landsvæði og allur flutningur inn og út af svæðinu hefur verið stjórnað af Ísraelsmönnum í áraraðir. Þeir stjórna öllu jafnvel hve mikið og hvað fólk borðar á Gaza.

Óréttlætið er æpandi og svíður í hjartataugarnar.

Kristján Þór Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 08:01

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Vilhjálmur Örn ég leyfi mér að taka út þetta ljóta komment þitt og bið þig vinsamlegast um að virða það sem stendur í bloggfærslunni. Þér er velkomið að halda þínum hatursáróðri á þinni síðu en ég frábið ég svona komment á minni. Takk fyrir.

Birgitta Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 08:57

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kristján Þór - ég fékk þetta ekki prívat og persónulega frá þessum góða lækni - það gekk í gær sms á milli fólk sem skilaboðunum frá honum þar sem hann biður fólk um að koma skilaboðum sínum áfram - þakka þér fyrir frekari upplýsingar - vildi að ég næði Al Jazeera á sjónvarpið mitt - þetta er mín uppáhalds fréttastofa - þegar ég hef haft aðgang að henni þá er þetta eina fréttastofan sem ég horfi á - ásamt BBC.

Birgitta Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 08:59

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Heilaga Birgitta í Bloggheimum! 

Þolir þú ekki sannleikann um norska lækni? Þú ert nú meiri frelsishetjan!

Ég er ekki með neinn hatursáróður. Það ert þú. Þú styður hryðjuverkasamtök. Þú ert líka með KGB-takta, því ekki má skrifa allan sannleikann á bloggið þitt.

Mads Gilbert lagði blessun sína á 9/11 tilræðið í Bandaríkjunum. Ég upplýsi þig um það og þú vilt ekki heyra.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 09:08

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Vilhjálmur Örn - ég nenni ekki að eiga í orðaskaki við þig - vertu nú svo vænn að hætta að böggast í mér - ég er búin að biðja þig kurteisislega um að hætta þessu - er það ekki nóg?

Birgitta Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 09:16

6 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Mads Gilbert leggur líf sitt í hættu á Gaza og það er alveg örugglega ekki launanna vegna ! Því miður hafa fleiri en 1 og fleiri en 2;lagt blessun sína yfir fjöldamorðin sem nú eru framin á Gaza.

Í framhaldi af 9/11 þá varð til setningin " war on terror ". Þessi setning kom eins og himnasending fyrir Ísralsmenn sem í beinu framhaldi nýttu sér þá atburði til að ráðast á Palestínumenn.

Hinu má ekki gleyma að það eru 48% Ísraelsku þjóðarinnar á móti þessum aðgerðum skv. skoðunarkönnun sem var gerð fyrir helgina.

Kristján Þór Gunnarsson, 5.1.2009 kl. 09:25

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mads Gilbert studdi 9/11 árás Al Quaida. Læknir sem það gerir er að sömu stærðargráðu og Mengele.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 09:39

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Vilhjálmur Örn frá Köben er ekki aðeins Gyðingaættar, heldur og Zíonisti sem stendur með sínum í gegnum þykkt og þunnt.

Ísraelsmenn brutu fyrstir á þessu vopnahléi og eftir sínum kokkabókum kenna þeir lítilmagnanum um eins og úlfurinn lambinu, svo hann gæti réttilega étið Það.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 5.1.2009 kl. 09:50

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´ 

Dæmisögur Esóps fyrir Vilhálm Örn Vilhjálmsson Zíonista í Köben; 

Sögupersónur; Úlfurinn = Ísrael og Lambið = Palestínía.

Einu sinni var Lambið að drekka úr læk.  Þá kemur Úlfurinn og tyllir sér ofan lækjar og áður en hann fer að drekka segir Úlfuninn við Lambið: "Ef þú gruggar fyrir mér vatnið í læknum á meðan ég er að drekka, þá drep ég þig og ét þig."  Lambið sem var neðan lækjar og gat því ekki gruggað vatnið fyrir Úlfinum sagði: "Ég skal ekki grugga fyrir þér vatnið."

Nú fór Úlfinum að leiðast að hafa þetta Lamb drekkandi sífellt úr læknum sem hann þóttist eiga.  Þá voru góð ráð dýr.  Úlfinum datt þá eitt þjóðráð í hug!  Úlfurinn gruggaði upp vatnið hjá sér sjálfur og hrópaði á Lambið: "Sjáðu hvað þú hefur gert!  Þú hefur gruggað fyrir mér vatnið mitt!  Nú ætla ég að drepa þig og éta, til að hefna mín, ég var fyrir löngu búinn að vara þig við!"  Síðan réðst Úlfurinn á Lambið, drap það og át." 

Það var gert við mikla hrifningu Bandaríkjamanna og Evrópusambandsríkin stóðu stutt frá og klöppuðu Úlfinum lof í lófa, því nú væri loksins komin friður á í kringum lækinn.

Endursagt og staðfært af Birni bónda  Smile 

Sigurbjörn Friðriksson, 5.1.2009 kl. 09:56

10 identicon

Afstaða norsk læknis til 9/11 getur tæplega réttlætt fjöldamorð Ísraela á Gaza, eða löglausa og siðlausa meðferð þeirra á óbreyttum borgurum á ströndinni.

Rómverji (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 10:04

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Birgitta: Ég á ekki orð, þetta er óverjandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 12:31

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er hræðilegt ástand, - allt krepputalið hér heima bliknar við hliðina á fréttunum af þessum voðaverkum sem verið er að vinna svo að segja við bæjardyrnar hjá okkur - í beinni útsendingu, eins og þú segir.

Hvað getum við gert? Hvað getum við gert annað en að leggjast á sveif með öllu friðelskandi fólki í heiminum og reyna að senda út okkar heitustu bænir um að sá hluti mannkynsins sem enn hefur ekki skilið að svarið felst í því að grafar stríðsaxirnar, láta f reiði og fyrirgefa allt sem áður var gert á hlut einstaklinga eða hópa muni einhvern tíma sjá ljósið; fyrr verður ekki friður í mannheimum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2009 kl. 13:30

13 identicon

Það er ýmislegt sem við Íslendingar getum gert. Eitt er að gera lista yfir allar vörur sem framleiddar eru í Ísrael og hætta að kaupa þær. Persónulega mundi ég vilja slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og hætta algerlega að flytja inn vörur þaðan. Við getum opinbert fordæmt þetta og gengið mikið lengra en solla þorir að ganga. Við megum ekki láta morðingjana(nasistana) í Ísrael komast endalaust upp með morð. Friðarkveðja.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 15:39

14 Smámynd: Isis

Ég er búin að vera horfa á Al-jazeera síðan reyndar nokkuð áður en þetta gerðist, það sem ég hef séð gerir mig sorgmædda og reiða, en fyrst og fremst vanmáttuga, algjörlega.

Ég skil ekki hvernig það getur nokkur maður stutt þessar aðgerðir. Og til að taka það fram einning þá nei ég er engin stuðningsmaður Hamas og frábið mér að vera sett í flokk með þeim bara af því að ég styð almenn, sjálfsögð mannréttindi.

Á Gaza býr fólk, fólk sem vill ekkert með þetta hafa, hamas eða né neitt annað. Fólk sem biður bara um að fá að geta lifað sínu lífi, búið í sínu landi, unnið sína vinnu og sent börnin sín í skóla, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að börnin þeirra verði drepin í einhverri skyndiárrás, vinnustaðurinn þeirra bombaður eða að þeirra griðarstaður, Moskurnar, séu sprengdar í loft upp þegar fólk er þar að biðja, eins og ég varð vitni að í beinni.

Hvernig geta þeir sem einhver völd hafa í heiminum horft á þetta og gert ekki neitt?

Ég var andvaka í nótt líka...

Isis, 5.1.2009 kl. 16:11

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Friðarkveðja til allra sem horfa á Al Jazeera. Þetta er dæmalaust fyndið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 18:30

16 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Vilhjálmur, reyndu að stilla þér upp sem manneskju jafn gildri öllum öðrum manneskjum og líttu svo aftur til þess sem er að gerast þarna.

Það er nokkuð ljóst að Móses plataði ykkur þarna fyrir 3000 árum, hann flúði sjálfur sem morðingi og Biblían eignar honum og Josúha meiri fjöldamorð en nokkrum öðrum nafngreindum mönnum fornaldar - eða gjöreyðingu yfir hundruð borga og fyrirmæli um að vægja engri sál, konu eða barni eða a.m.k. hundruðum þúsunda sem þar bjuggu - sé að marka Móses-bækur.

Þá lét Móses myrða um nóttu 3000 af eigin fólki til að „friða reiði guðs“ vegna gullkálfsins. - En við höfum bara orð Móses fyrir því að Guð hafi sagt honum að drepa fólkið. - Eigum við í alvöru að trúa þeim?

Ef við gefum okkur að Guð sé til, hvaða augum ætli hann raunverulega líti þá sem telja sig yfir aðra menn hafna og tilbúna til að valda öðru fólki öðrum eins hörmungum og þarna eru á ferð.

Ætli svolítil auðmýkt sé honum ekki þóknanlegri Vilhjálmur? - Prófaðu!

Helgi Jóhann Hauksson, 5.1.2009 kl. 18:59

17 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mikið er gott að sjá að ég er ekki ein um að vera andvaka - var að fá bréf frá vini mínum á Gaza og það er eitthvað svo ömurlegt að gera ekki gert neitt til að hjálpa.

Birgitta Jónsdóttir, 5.1.2009 kl. 19:50

18 identicon

Mikið hrikalega er sorglegt að lesa og heyra fólk sem hefur sæmilegan aðgang að nútímafjölmiðlum berjast við að réttlæta framferði Ísraelsmanna, eða þá einhverja annarra sem fremja hryðjuverk. Því það hlýtur að vera hafið yfir allann vafa að aðgerðirnar á Gaza séu hryðjuverk. Ég hef fulla samúð með þeim sem eiga um sárt að binda eftir 9/11, kannski er ég og fleiri svona vitlaus að álíta að palestínkt mannslíf sé jafn dýrmætt og önnur mannslíf. Gaza er lokuð flóttamannabúð, fólkið sem býr þar getur ekki flúið átökin, satt að segja minnir ástandið á Gaza á sögurnar af ghettóinu í Varsjá.

Gulli (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 21:42

19 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Jæja,

sambýliskona mín er hjúkka og þekkir (hefur starfað með) umræddum "Mads Gilbert" . Þetta er víst eðal náungi og "svaka sætur strákur" a.la. Karin. 

Kveðja frá Uppsala!

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.1.2009 kl. 22:03

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef líka verið andvaka.

Og já, það er sláandi hvernig bandarísku stövarnar gefa villandi og barnalega mynd.  Alveg sláandi. 

En það er miklu erfiðara fyrir israel og US að halda uppi einhliða áróðri en áður var.  Miklu erfiðara.   Fólk þar að vera hálfgerðir kjánar á upplýsingaöld  til að trúa framsetningu israels og US af villimannslegri árás israels.

Það er í rauninni eina jákvæða fréttin þessa daga.  Allur meginþorri manna kaupir ekki lengur þvæluna sem kemur úr israel/us própagamaskínunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.1.2009 kl. 00:20

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Voðalega er þetta SPAM hans Ástþórs þreytandi.

Ég horfði á CNN í tölvunni í gærkvöldi og mér var hreinlega óglatt. 30% af fórnarlömbunum börn og svo er fólk að rífast og reyna að réttlæta þetta út á einhverja pólitík! 

Ég vildi óska þess að ég gæti gert eitthvað til að breyta einhverju af þeim hryllingi sem á sér stað þarna. 

Heiða B. Heiðars, 6.1.2009 kl. 00:22

22 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk fyrir allir nema spammmeistarinn, fyrir að gefa ykkur tíma til að hugleiða þessi mál - mikið er ég sammála því að mér er fyrirmunað skilja hvernig fólk hleypur undan sínum tilfinningum og fer alltaf að tala um pólitík eða hver er verri - það er verið að slátra börnum þarna í stórum stíl - í beinni - er það ekki næg ástæða til að fyllast hryggð yfir firringu manneskjunnar.

Birgitta Jónsdóttir, 6.1.2009 kl. 00:31

23 Smámynd: Ingibjörg SoS

Nei, Birgitta mín. Vilhjálmur Örn hættir ekki fyrr en skellur í tönnum. Hann nýtur þess út í fingurgóma að kasta skít. Og þroskinn og.......

La, la, la la, la, la, Ég hef rétt fyrir mér en ekki þú 

Heilaga Birgitta í Bloggheimum Þolir ekki sannleikann

La, la, la, la, la, la,

Ég er ekki með hatursáróður. Það ert þú! þú! þú, ....

Ég veit best. Þið vitið ekkert.

Ég, Ég, Eg, Ég.

Ingibjörg SoS, 7.1.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband