15.12.2008 | 09:19
Við erum að bregðast ykkur – núna
Bloggbindindi mitt því rofið. Þetta er grein af NEI - serverinn er kominn í lag, en datt út í morgunn - sennilega vegna álags:)
"Við erum að bregðast ykkur núna
Yfirlýsing frá Jóni Bjarka Magnússyni
Ég finn mig knúinn, samvisku minnar vegna, að segja frá því að frétt sem ég skrifaði fyrir DV þann 6. nóvember síðastliðinn um Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans var stöðvuð. Þetta geri ég vegna þess að það er skylda mín gagnvart lesendum og fólkinu í landinu að upplýsa um slík mál. Ég hef reynt að sannfæra sjálfan mig í meira en mánuð um hið gagnstæða. Að best væri að gleyma þessu og þegja. Ég hef hinsvegar ekki gleymt þessu atviki, og ég get ekki þagað yfir því lengur. Ég tel það ekki vera ásættanlegt að einhverjir ónefndir aðilar úti í bæ geti stöðvað eðlilegan fréttaflutning. Ég get ekki gerst sekur um að vera þátttakandi í leynimakki og blekkingu í krafti auðvalds á þessum síðustu og verstu tímum.
Þann 6. nóvember skrifaði ég grein um Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans sem hafði komið sér fyrir á skrifstofu í húsnæði Landsbankans við Pósthússtræti 7. Reynir Traustason ritstjóri DV hafði beðið mig um að vinna þetta verkefni.
Eftir tvær heimsóknir og fleiri tilraunir til þess að ná tali af Sigurjóni í gegnum síma náði ég loksins að spyrja hann nokkurra spurninga. Í kjölfarið skrifaði ég grein þar sem meðal annars kom fram að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans. Einnig að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum.
Ég skilaði fréttinni til fréttastjóra eins og vanalegt er og bjóst ekki við öðru en að hún myndi birtast í blaðinu daginn eftir. Þegar ég mætti daginn eftir kallaði Reynir Traustason mig inn á skrifstofu og tjáði mér að stórir aðilar úti í bæ hefðu stöðvað hana. Hann sagðist ekki vera sáttur við þá ákvörðun að bakka með fréttina en ákvað samt að gera það. Ég varð hugsi yfir þessum fregnum en taldi mér trú um að eflaust væri best að láta þetta liggja á milli hluta.
Nokkru áður eða þann 10. október síðastliðinn birtist leiðari í DV undir yfirskriftinni Við brugðumst ykkur. Þar sagði Jón Trausti Reynisson annar tveggja ritstjóra blaðsins fjölmiðla hafa brugðist þjóðinni. Ég sé ástæðu til þess að rifja leiðarann aðeins upp.
Hann hefst svona: Hrun íslenska efnahagslífsins stafar ekki af hagfræðilegum ytri aðstæðum, heldur af lýðræðislegum ástæðum. Þjóðfélagið hefði aldrei farið á fullri ferð fram af brúninni ef það hefði ekki verið gegnsýrt af blekkingu í áraraðir. Blekkingin kom frá stjórnmálamönnum, viðskiptamönnum og líka þeim sem áttu að verja þjóðfélagið gegn blekkingunni, fjölmiðlamönnum.
Ég lít svo á að með því að stöðva þessa frétt hafi DV ekki varið þjóðfélagið gegn blekkingunni, heldur viðhaldið henni. Fyrirsögnin mætti því vera: Við erum að bregðast ykkur núna.
Frjáls fjölmiðlun er eitthvað sem þjóðin þarfnast nú. Á tímum sem þessum, við áfall á borð við það sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum, á að vera algerlega skilyrðislaus krafa að fjölmiðlar séu frjálsir og geti sagt hvaða þær fréttir sem þeim sýnist og hvernig sem þeim sýnist. Séu óbundnir af hagsmunum fárra, peningum, styrktaraðilum, stjórnmálaöflum eða lánadrottnum. Og ef þetta bregst tel ég að fólki beri skylda til þess að láta vita.
Ég geri mér ekki grein fyrir því hver eða hverjir það voru sem sannfærðu ritstjóra DV um að birta greinina ekki. En Reynir sagði mér á fundi sem við áttum saman, að þessir aðilar væru valdamiklir og að þetta hefði hreint og beint snúist um líf eða dauða blaðsins. Af orðum hans að dæma er ljóst að haft var í hótunum við hann. Hann þyrfti að hlýða. Ég vil ekki gera lítið úr þeirri klemmu sem ritstjóri minn var settur í: að birta ekki frétt, eða stofna ella lífi sjálfs blaðsins í hættu. Það er erfitt að vera í slíkri stöðu.
En ég er ósammála ákvörðun hans. Ég tel að best sé fyrir hann, DV, þjóðfélagið allt, að fram komi hver sú atburðarás hafi verið sem hann vísaði til í samræðum við mig, þegar hann útskýrði að fréttin yrði ekki birt. Að þetta sé jafnvel eina tæka vörnin við slíkar aðstæður. Og að stóra fréttin hljóti að vera þessi: Ónefndir aðilar réðust gegn því sem á að vera einn af hyrningarsteinum lýðræðis á Íslandi. Krafa mín og okkar allra hlýtur því að vera ófrávíkjanleg að eftirfarandi verði svarað:
Hvers eðlis er hótunin sem ritstjóri DV var beittur, og hver eða hverjir hótuðu?
Frá því að þetta átti sér stað hef ég velt því fyrir mér hversu algengt slíkt sé í íslenskum fjölmiðlum. Að ákveðnar greinar sem hafi verið unnar séu teknar úr umferð vegna þess að þær skaði á einhvern hátt hagsmuni valdamikilla aðila. Sögur ganga um slíkt, en fáar ef nokkrar rata fyrir sjónir almennings. Ef enginn stígur fram og segir opinskátt frá slíkum dæmum í frjálsum fjölmiðlum er líklegt að stór hluti fólks standi í þeirri trú að ekki sé stunduð ritskoðun í íslenskum fjölmiðlum, að allt sé í himnalagi.
Það skiptir í raun minnstu máli hvað fram kemur í þessari frétt. Líklega er ekkert í henni sérstaklega afdrifaríkt, en þó er ljóst að á þessum tíma var eftirspurnin eftir fréttum um athafnir Sigurjóns Árnasonar geysilega mikil, meðal annars vegna vangaveltna Egils Helgasonar um Sigurjón, og hvað fram færi á skrifstofunum við Pósthússstræti. Og hversu mörgum stórfréttum er þá kippt úr umferð við að einhverjir menn úti í bæ meti það sem svo að birting kæmi sér illa fyrir þá?
Á Eyjunni var fjallað um skrifstofu Sigurjóns þann fjórða og sjötta nóvember Á vefsíðunni T24 var meðal annars fullyrt að Sigurjón væri að vinna ötullega að því að greiða úr skuldaflækjum fyrirtækja sem tengjast Baugi við Landsbankann.
Þar sagði meðal annars þetta:
Á götuhorninu er því haldið fram að hugmyndafræðingurinn að baki kaupum Rauðsólar á fjölmiðlahluta 365 hf. sé Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans. Fullyrt er að hann vinni nú ötullega að því að greiða úr skuldaflækjum fyrirtækja sem tengjast Baugi við Landsbankann. Sigurjón er sagður vinna náið með Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum en Sigurjón og Ari Edwald, forstjóri 365, eru gamlir samherjar í háskólapólitík og Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Þeir sem standa á götuhorninu og velta fyrir sér hvernig kaupin gerast á eyrinni eftir að ríkið yfirtók bankana velta því fyrir sér hvort og þá með hvaða hætti fyrrum yfirmenn banka, sem nú eru í þrotum, koma að málum varðandi uppgjör skulda einstakra viðskiptavina.
Andrés Jónsson fjallaði um störf Sigurjóns á bloggi sínu þann 5. nóvember: Meðal viðskiptavina Sigurjóns (auk Baugs og Rauðsólar) eru Samson, stór breskur banki og stór þýskur banki. Einnig einhverjir fleiri erlendir og innlendir aðilar. Þeir treysti engum betur en Sigurjóni til að gæta hagsmuna sinna í tengslum við Landsbankann, enda hafi hann verið sá sem setti öll þessi viðskipti saman á sínum tíma.
Ég sem blaðamaður var stöðvaður, grein mín ekki birt og ég svo beðinn um að tala ekki um það. Með hliðsjón af því sem hefur meðal annars komið fram í forystugreinum DV um að allt yrði að vera uppi á borðinu fannst mér þetta skjóta skökku við. Blekkingin sem svo mjög hefur verið gagnrýnd var allt í einu farin að ná inn á ritstjórn DV.
Í leiðara DV þann 10 október segir einnig: DV mun í framhaldinu sýna aukna harðfylgni í samskiptum við stjórnmálamenn og viðskiptamenn. Þeir verða ekki látnir komast upp með að ljúga að þjóðinni athugasemdalaust. Því þeir sem ljúga að fjölmiðlum ljúga líka að almenningi. Blekkinguna verður að uppræta, því hún er meinið sem varð þjóðinni að falli.
Ég tek undir þetta og svara hérmeð kalli blaðsins. Ég hvet fleiri blaðamenn, sem hafa látið stöðva fréttirnar sínar, til að stíga fram, og að lokum vil ég ítreka kröfuna um að eftirfarandi spurningum verði svarað:
Hvers eðlis er hótunin sem ritstjóri DV var beittur, og hver eða hverjir hótuðu?
Greinin sem var stöðvuð
Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kom sér fyrir á þriðju hæð í skrifstofuhúsnæði Landsbankans á Pósthússtræti fyrir nokkrum dögum. Þetta staðfestir hann við DV. Hann segist ekki vera að vinna fyrir bankann, heldur sjálfan sig.
Aðspurður um það hvaða starfsemi fari fram á skrifstofunni segist hann vera að koma á fót litlu ráðgjafafyrirtæki. Sko. Það sem ég er að reyna að sjá er hvort maður eigi möguleika á því að vinna ráðgjöf fyrir hina og þessa. Maður er að reyna að búa sér til vinnu, segir Sigurjón og bætir því við að hann vilji helst halda því fyrir sjálfan sig hvað hann ætli sér að gera með fyrirtækið.
Leigir af Landsbanka
Sigurjón leigir skrifstofuna af Landsbankanum. Hann segir þó að Landsbankinn hafi leigt húsnæðið af fyrirtæki sem eigi fasteignir út um alla borg. Hann segir skrifstofuhúsnæðið vera tómt og að verið sé að yfirgefa skrifstofur Landsbankans í húsnæðinu. Þetta er allt meira og minna tómt núna, segir hann.
Blaðamaður DV heimsótti húsnæðið í gær. Á fjórðu hæðinni, fyrir ofan nýja skrifstofu fyrrverandi bankastjórans, voru skrifstofur Landsbankans en þar var ennþá starfsemi í gangi. Þegar Sigurjón var spurður út í þetta sagði hann; þá er bara ekki búið að færa það. Annars veit ég það ekki nákvæmlega. Ég held að það eigi að leigja þetta út fyrir einhverja nýsköpunarstarfsemi, segir hann.
Vonast eftir verkefnum
Sigurjón segir að hinar og þessar deildir Landsbankans hafi verið í húsinu. Hann vill þó ekki fara nánar út í það. Á skilti sem er á veggnum fyrir utan dyr húsnæðisins kemur fram að á þriðju hæðinni, þar sem skrifstofa Sigurjóns er, sé lögfræðisvið bankans staðsett. Þegar hann er spurður hvort að hann sé byrjaður að gefa Landsbankanum ráðgjöf svarar hann; já ég ætla að vona að ég geti fengið einhver verkefni þar eins og annars staðar. Að sjálfsögðu.
Hann tekur fram að það geti vel farið svo að að hann komi að einhverjum verkefnum til aðstoðar bankanum. Aðspurður um það hvort að hann hafi átt bréf í bankanum segir hann svo ekki hafa verið. Sigurjón segist undanfarið hafa skráð niður það sem gerðist í aðdraganda hrunsins til þess að það lægi fyrir og til að tryggja að menn hafi réttar upplýsingar. Ég er auðvitað alltaf boðinn og búinn til að hjálpa Landsbankanum. Ég er alltaf tilbúinn til þess að gera það, segir hann að lokum.
Frétt DV stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Þakkir fyrir þetta.
Bara Steini, 15.12.2008 kl. 10:17
Ég er ekki eins hissa og ég hefði verið áður. Þetta kemur heim og saman við allt annað í þessu samfélagi. Ég er samt enn að sjokkerast yfir hinni algjöru spillingu sem hér þrífst og á greinilega að fá að grassera áfram. Takk fyrir birtinguna Birgitta.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 12:18
Reynir harðneitar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 12:32
Ég var búin að heyra af þessari þöggun fyrir margt löngu - eða þegar hún gerðist og ég verð að viðurkenna að ég treysti betur blaðamanninum en Reyni út frá því sem ég hef heyrt. Finnst þetta grátlegt og hans afsakanir nánast grátlega siðspilltar.
Annars veit ég um fleiri greinar sem hafa verið stoppaðar - m.a. grein í DV sem búið var að eyða miklu púðri í um aðbúnað starfsmanna hjá Alcan... veit um grein fyrir nokkrum árum sem búið var að vinna af blaðamanni National geographic um Kárahnjúka sem var stoppuð - talið var að það hafi verið Davíð sem þá var forsætisráðherra. Þannig að þetta er ekkert sér Íslenskt en svei mér þá ætli við eigum ekki heimsmet í þessu eins og svo mörgu öðru þegar kemur að spillingu og siðferðislegt hrun?
Birgitta Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 12:41
Fjölmiðlar eru með í spillingunni eins og flestir aðrir sem hafa völd.
Mæli með "The Revolution Will Not Be Televised "þessi myndi sýnir hvað fjölmiðlar geta verið áhrifa miklir og hvernig þeir geta algjörlega stjórnað pólitíkinni. Þið getið nálgast myndina á video.google.com frítt og hún er um ein klukkustund
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 14:28
Þeir koma alltaf með sleggjuna þegar athyglinni er beint að gjörðum einstaklinga. Þeir eru svo spilltir að þeim er alveg sama meðan ekki er hægt að sanna neitt eða troða því inn í einhverja lagaramma sem skósveinar þeirra semja.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:09
Það er verulega vont fyrir sálartetrið að þurfa að horfa í iður ormagryfjunar - hringormarnir virðast tengjast um iður svo stórs hluta þjóðarinnar - hringormaþjóðin á stóru sikiley...
það verður verulega áhugavert að fylgjast með þróun mála en ég er hrædd um að eitthvað ægilegt þurfi að gerast áður en fólk vaknar og krefst þess að fólk eins og Sigurjón verði sett í gæsluvarðhald...
Birgitta Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 18:41
Það sem skiptir máli hér er, hvaða stjórnvald í ríkisbankanum leigði Sigurjóni þessa skrifstofuaðstöðu. Það er náttúrlega táknrænt fyrir hann og valdið sem stendur að baki honum að komast inn í bankann aftur. (Hann hefði væntanlega getað fengið nóg af skrifstofuaðstöðu annarsstaðar).
Hvaða hugmyndafræði liggur að baki þeirri hugsun að láta sér detta í hug að gerast ráðgjafi Landsbankans, eftir að hafa gengið út úr bankanum við þær aðstæður, sem eru þjóðkunnar.
Ég held að einhver verði að upplýsa bankamálaráðherra um, hvað hér hafi búið að baki. Þó þetta sé ekki stórmál verður að fá upplýsingar um þetta mál. Það er svolítið prinsipp! Og stjórnvaldi verður að gefa skýringar.
Ég held að við þessar óvenjulegu aðstæður þurfi að hafa tvo bankamálaráðherra svo þeir geti verið á sitt hvorri vaktinni og hvílst á milli, annars er hætt á því að Björgvin verði orðinn ruglaður á þorranum, þetta er svo mikið álag og stefnir í stjórnleysi samanber þetta mál.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:45
takk
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.12.2008 kl. 02:51
Ég er stoltur af Þér Birgitta..
vonandi að það komi fleirri blaðamenn í kjölfarið og segi frá skipunum sem þeir hafa fengið í þessum dúr. Mín tilfinning er að þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum.
Brynjar Jóhannsson, 16.12.2008 kl. 06:09
mér finnst vont að sjá gott fólk siðspillast í beinni - finn til með þessu fólki í ríkisstjórn sem getur ekki axlað ábyrgð með sæmd. en ég vil það samt burt. ég og vinkona mín fórum í landsbankahúsið fræga þar sem Sigurjón leigir og note bene það er allt merkt landsbankanum - við rákumst á starfsmann landsbankans sem laug upp í opið geðið á okkur að hann kannaðist ekkert við að Sigurjón væri þarna. þetta var fyrir 3 vikum. við sáum fína bílinn hans í landsbankabílastæði og höfðum frétt að starfsfólki bankans blöskraði að sjá manninn sem svo miklum skaða hafði ollið væri enn með fríðindi er tengdust bankanum en ekki síst að hann hefði enn völd.
það er svo skringilegt að horfa á fólk ljúga og ljúga án þess að blikna að því fólki sem það er að reyna að selja traust. upp um allar lygar kemst upp um síðir.
Birgitta Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 06:35
Takk fyrir.
Jón Bjarki Magnússon er blaðamaður sem stendur undir nafni.
Heidi Strand, 16.12.2008 kl. 07:20
Já enda ástæða fjölmiðlafrumvarpsins á sínum tíma gert til að koma í veg fyrir að þangað gætu hagsmunaraðilar stýrt fréttum, ég er ánægður á meðan blogginu verður ekki lokað :)
Ólafur Ragnar Grímsson notaði neitunarvald sitt þá " hvar er Ólafur núna" er ekki fullt af lögum og ólögum sem samþykkt eru á alþingi nún sem krefðust neitunar hans þessa dagana !!!
Takk fyrir að sýna hugrekki og upplýsa okkur betur Jón Bjarki
Gunnar Björn Björnsson, 16.12.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.