Leita í fréttum mbl.is

Blogg og mótmæla frí

Kæru vinir í raun- og bloggheimum, ég ætla að taka mér hlé frá bloggi og mótmælum og hlaða batteríin. Takk Eva fyrir að setja þetta í samhengi. Ég er þeirri skynvillu haldin að mér finnst ég aldrei gera nóg:)

Ætla að einbeita mér að skrásetningu ævisögu mömmu og gefa mér meiri tíma með ömmu og krökkunum mínum:) Kem svo endurhlaðin eftir áramót.

Það eru margir bloggvinir mínir sem mér þykir óhemju vænt um og segja má að viðvera manns á netinu  geti stundum verið einskonar viti sem laðar til sín fólk sem er svipað þenkjandi og jafnvel finnast þar  tvíburasálir...

Með birtu og hlýju -Birgitta

dscf2098.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Hafðu það gott í bloggfríinu. Ég veit að þú kemur tvíelfd til baka eftir áramót.

Neddi, 5.12.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hafðu það gott Birgitta mín.

Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svei mér ef ég feta ekki í fótspor þín, Birgitta. Njóttu hvíldarinnar.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.12.2008 kl. 11:03

5 identicon

Þó þú hættir að blogga þá vona ég að þú takir þátt í byltingunni sem hlýtur að hefjast bráðum.

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hafðu það gott í blogghléi Birgitta mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 14:48

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Skynsamlega athugað hjá þér Birgitta. Hafðu það gott, gleðileg jól og kysstu ömmu þína frá mér hvort sem hún man eftir mér eða ekki.

Soffía Valdimarsdóttir, 5.12.2008 kl. 15:09

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sakna þín af fundum, mótmælum og bloggi en gangi þér vel við að sinna þínum hugðarefnum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2008 kl. 16:34

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

þangað til næst...hafðu það gott.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.12.2008 kl. 01:25

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Birta og hlýja mín kæra...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 06:29

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 08:00

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

yndislega fólk:) takk fyrir skilning og fallegar kveðjur

ég er auðvitað alltaf eitthvað að bralla og verð með félagsfund hjá vinum tíbets í kvöld... var farin að sakna þess að hafa tíbet í forgrunni hugsana minna eftir margra mánaða tilraunir að vekja landann til umhugsunar um landið, menningu og það þjóðarmorð sem á sér stað þar... 

ást og friður

birgitta

Birgitta Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 07:42

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi pólitískum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, hálauna störf fyrir börn og ættingja eða aðkomu þeirra að stjórnum fyrirtækja, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.

Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið.

Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni.

Burt með ríkisstjórnina, við viljum hreint og óspillt Ísland.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 02:22

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hlakka til að lesa ævisögu móður þinnar þegar hún kemur út Hafðu það gott í bloggfríinu og gangi þér vel að hlaða batteríin.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.12.2008 kl. 22:18

15 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

það verður gaman að lesa hana. Það var nú margt brallað í Þorlákshöfninni og man ég margar góðar stundir er ég leigði hjá mömmu þinni og Jóni

Eftir gengin ævispor.ótal myndir geymast.

Gangi þér vel vina.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.12.2008 kl. 12:31

16 Smámynd: Héðinn Björnsson

Gangi þér vel að hlaða batteríin. Þú munt þurfa þá hleðslunni að halda á komandi ári eins og við öll :-)

Héðinn Björnsson, 17.12.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband