Leita í fréttum mbl.is

Hann sem ekki má nefna

Sumir segja að Davíð eigi bágt, aðrir segja að maður eigi ekki að tala um hann og er nafn hans orðið nánast eins og nafn Voldemort - betra er ekki að nefna það. Ég vorkenni ekki Davíð, ég vorkenni ekki neinum sem er ábyrgur af þeim landráðum sem hér hafa verið framin. Ég hef engar lausnir fyrir þessa þjóð, því samkvæmt öllu er hreinlega ekki til hæft fólk innan landsteina til að stýra landinu og þess vegna engin ástæða til að mynda hér neyðarstjórn. Allir landsmenn algerlega vanhæfir til að taka við og stoppa spillinguna. Þá er annað hvort að trúa hræðsluáróðrinum eða gera eitthvað. 

Ég verð að viðurkenna að ég er alveg að gefast upp á þessu rugli og langar bara helst að gleyma þessu öllu - fara að dæmi múmínálfa og leggjast í hýði yfir svartasta skammdegið. Ég þoli ekki alla þessa refaskák sem er landlæg hér - getur fólk ekki bara verið ærlegt og hætt þessu eilífa leikriti? Mikið værum við betur sett ef fólk gæti komið sér saman um að vinna að þeim málefnum sem það er sammála um. Allir eru sammála þeirri staðreynd að spillinguna þarf að hreinsa út úr samfélaginu. Ef við erum öll svona óheiðarleg að engum er treystandi að stýra þjóðarskútunni nema þeim sem sigldu henni í kaf, er þá ekki lag að við færum í vægðarlausa heiðarleika naflaskoðun og skoðuðum í leiðinni siðferðisvitund okkar.

Það er augljóslega eitthvað að hjá okkur sem þjóð að leyfa svona víðtækri spillingu að grassera. Við höfum alltaf skotið sendiboðana umsvifalaust sem hafa reynt að benda á siðspillinguna hérlendis og héldum því fram á alþjóðavettvangi að enginn þjóð væri siðvandari en við og montuðum okkur af því að vera minnst spillta þjóð í heimi. Nú er komið að skuldaskilum. Hvað ætlum við að gera. Þetta mun ekki reddast í þetta sinn. Hver í ósköpunum á að redda þessu nema við sjálf? Varla förum við að láta fólk eins og hann sem ekki má nefna taka við stjórn landsins? Það nýjasta nýtt er að spillingaröflin munu rannsaka sig sjálf og hvað getum við gert? Látið þetta yfir okkur ganga? Sennilega mun fólk ekki gera nokkurn skapaðan hlut fyrr en fokið er í ÖLL skjól. Það er hryggilegt að vita og geta ekki gert neitt til að sporna við því. Þjóðin verður að vakna áður en það er orðið of seint en mikill er dróminn sem yfir henni marar.

Ég skrifaði eftirfarandi ljóð fyrir Írak stríðið en merkilegt nokk þá gæti það allt eins átt við okkur í dag.

Hin daglegu stríð hverdagsleikans

Í mótspyrnu þess sem
glatað hefur öllu
er kraftur sem fáir skilja

Harðstjórarnir fleiri en einn
handsal
blóðugar hendur
einræðisríkja hins frjálsa heims

Fánar brenndir
með iðandi táknum
blátt svo blátt
bláar hendur
hvítt svo hvítt
rautt svo rautt
blóðug kvika
skotmörkin
ekki lengur fjarlæg

Þar sem eitt sinn var heimili
þar sem eitt sinn fjölskylda hjúfraði
sig saman í gleði og sorg
er ei meir
Konur og menn sem eiga enginn tár
eftir í vonlausum augum
Kvöl þeirra
nær til mín
í kraftmiklum táknum

Í þeirri auðn sem áður var
fæðist von
takmarkalaus innri ólga
Það er hafin bylting í hjarta mínu
hún einkennist af alúðlegum litlum
breytingum í hinu daglega lífi
Mín hverdagslegu stríð
hjákátlega innantóm

 

island2009.jpg

 


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Magnað ljóð og á óhugnanlega vel við okkur hér uppi á íslandi núna og það ástand sem hér ríkir..eða mun ríkja. Ég verð öðru hverju svo magnþrota..aðallega yfir því hversu lengi fólkið okkar er að vakna en svo á milli rifna ég upp og berst. En bara þar til það er ljóst að ekkert muni raunverulega breytast.

Þá ætla ég eitthvert annað...bara nógu langt frá minningu um glataða þjóð. Það er einhvern veginn auðveldara að þurfa ekki að horfa upp á geðveikina daglega og þegar ég er erlendis þá get ég látið sem mér komi ástandið þar ekki við og hvílt mig á áhyggjum heimsins um stund.  Það er líklega ekkert mjög ábyrgt..en mitt viðkæma hjarta bara þarf stundum fjarlægð frá raunveruleikanum.

Eigðu góðan dag Birgitta mín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.12.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Oh hvað ég skil þig! Þetta er eitthvað svo stórt og hleður utan um sig á hverjum einasta degi! Stundum virðist bara einfaldara að breiða upp fyrir haus og taka afneitunarpakkann með hinum sem eru í því.

En fj.... hafi það að ég láti fara svona með landið MITT

Ég á miklu meira í því en þessir menn sem geta varla flokkast sem annað en landráðamenn

Út með pakkið!

Heiða B. Heiðars, 4.12.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir hvert orð sem þú segir Birgitta. Ormagryfjan sem hefur opnast við fætur okkar er ógeðfelld. Pattstaða er í stjórnmálum og einstaklingar á borð við okkur fyllast vanmætti þegar þeir horfa upp á ógeðfelldar leikfléttur valdhafa sem svífast einskis við að næra sjálfa sig.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.12.2008 kl. 16:01

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

"Ég vorkenni ekki Davíð, ég vorkenni ekki neinum sem er ábyrgur af þeim landráðum sem hér hafa verið framin"

Gætirðu ekki tekið saman smá lista yfir þær athafnir seðlabankastjóra sem falla undir landráð og sett hér á síðuna? Svona eins og Jón Baldvin gerði: í fyrsta lagi, í öðru lagi og svo framvegis?

Flosi Kristjánsson, 4.12.2008 kl. 17:37

6 identicon

Birgitta mín, ég er ekkert hissa á því að þú sért að brenna út. Þú hefur staðið í þessari vonlausu baráttu fyrir Tíbet með litlum stuðningi mjög lengi, auk þess að taka virkan þátt í andófi gegn nánast öllum þeim gloríum íslenskra valdníðinga sem stríða gegn réttlætiskennd þinni.

En nú er landslagið að breytast. Það er loksins að verða raunhæfur möguleiki að safna liði sem er reiðubúið til beinna aðgerða. 

Ég legg til að þú takir þér pásu frá öllu andófi, hvílir þig og safnir kröftum, því ræðuhöld og skiltaburður munu ekki skila neinu hvort sem er. Í febrúar verða nógu margir orðnir reiðir til að hægt sé að ná fram samstöðu um aðgerðir sem skila árangri -og þá mun Ísland þurfa á þér að halda. 

Í alvöru talað, láttu aðra um að standa úti í kuldanum og klappa fyrir ræðumönnum á næstunni. Þú þarft að hlaða batteríin.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:09

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Með tilliti til orða Evu og lokaerindinu í ljóðinu þínu Birgitta, þekki ég engar beinni aðgerðir en byltingu hjartans.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.12.2008 kl. 01:51

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk innilega fyrir tjásurnar... ég ætla að taka þig á orðinu Eva mín, ég ætla að einbeita mér að Tíbet aftur - finn svo mikla sundrung meðal allra- kann ekki að vernda mig gegn allri neikvæðninni. Ég á mér bara einn draum - að fólk læri að vinna saman að því sem það er sammála um á óeigingjarnan hátt. 

Flosi... þú hefur sama aðgang að fjölmiðlum og fólki og ég og ættir að geta gert þetta sjálfur. Ég er komin í bloggfrí.

Birgitta Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.