Leita í fréttum mbl.is

Sameinuð stöndum við - sundruð föllum við

Það virðast enn vera til manneskjur hér á landi sem sætta sig við það hvernig á málum er haldið í stjórnsýslunni - þetta fólk fer stórum í bloggfærslum og kommentakerfum. Það vinnur markvisst að því að reyna að sundra þeirri samstöðu sem í landinu ríkir um að ástandið sé með öllu ólíðandi. Það sem ég held að fari mest fyrir brjóstið á fólki er sú staðreynd að enginn hefur verið látinn sæta ábyrgð á fallinu og sú staðreynd að bankatopparnir eru enn við völd í bönkunum, þó þeir hafi snyrtilega verið færðir til eins og í refaskák.

Það var því sérstakt fagnaðarefni þegar allir hinir ólíku hópar sem hafa staðið fyrir einhverri andspyrnu við ríkjandi ástand ákváðu að standa saman um eina aðgerð. Þjóðfundurinn 1. desember sýnir að ólíkir hópar geta unnið saman að einu markmiði þó þeir komi frá eins ólíkum áttum og þeir sem kvitta fyrir samstöðuna. (sjá færsluna hér á undan)

Við verðum að standa saman á þessum erfiðu tímum - ef myndlíking ráðherra er rétt að við séum í fárviðri eða hamförum er þá ekki eðlilegt að fólk standi saman? Hamfarir snerta alla - við erum ef til vill að upplifa einhverjar þær mestu hamfarir af manna völdum sem þjóðin hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Því er brýnt að við stöndum saman. Þjóðfundurinn snýst um þær eðlilegu kröfur að einhver verði að sæta ábyrgð en hann snýst fyrst og fremst um samstöðu. 

Fullveldi okkar verður 90 ára 1. desember næstkomandi - því miður þá er ekki mikill fögnuður í brjóstum okkar - miklu frekar uggur um þá tíma sem eru á næsta leiti. Látum það ekki eftir okkur að draga fólk í dilka vegna ólíkra skoðana - látum það miklu frekar eftir okkur að finna þá fleti sem við getum verið sammála um. Við getum verið sammála um að samstaða okkar skiptir máli. 

Við erum komin nóg af spillingu og valdaklíkum - ekki satt. Við getum allavega verið sammála um það?

Ég hvet ykkur elsku þjóðin mín að hætta að einblína á smáatriðin sem sundra okkur - reynið frekar að finna það sem sameinar okkur. Við almenningur erum öll á sama báti - það erum við sem þurfum að bera byrðarnar sem settar eru á okkur að okkur forspurðum. 

Ég er venjuleg manneskja - mér var ekki gefið andóf við spillingu eða mannréttindabrot í vöggugjöf. Við skiptum öll jafn miklu máli - það á ekki að vera til einhver stétt fólks sem lítur svo á að það eigi meiri rétt á að geta brauðfætt börnin sín og veitt þeim húsaskjól.

Nelson Mandela sagði: When those in power deny you of freedom, the only path to freedom is power. Gleymum ekki að valdið er fólksins ekki öfugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til fullt af fólki hér á landi sem vill ekki að ríkisstjórnin fari frá, amk ekki fyrr einhvað fólk kemur með aðrar lausnir. En á meðan þeir sem mest gagnrýna koma ekki með raunhæfar lausnir (og að segja "Við förum bara í evrópusambandið og tökum upp evruna og þá leysist allt" er ekki lausn) þá sé ég ekki tilganginn í því að reka hana ólöglega frá völdum. Gleymum því ekki að hún er lýðræðislega kosin til fjögura ára og hún hefur ekki verið að brjóta lög.

Staðreyndin er að það er ENGIN töfralausn á okkar vandamálum. Engin. Þetta verður erfitt og þetta mun taka tíma. Og við stjórvölin þurfum við level-headed fólk en ekki heithausa með stuttan kveikiþráð sem elta skoðanakannanir.

Sturla (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mín skoðun er einföld "réttlæti" og óháð pólitík

Jón Snæbjörnsson, 28.11.2008 kl. 12:18

3 identicon

Það er merkilegt, að enn skuli 20% aðspurðra í skoðannakönnunum vilja kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er kannski svona eins og að styðja fótboltafélag, árangurinn er aukaatriði.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:43

4 identicon

Spámaður: Nú er ég ekki sammála þér. Á meðan ríkisstjórnin er ekki að brjóta stjórnarskránna eða lög þá ber henni ekki að víkja. Ég er á því að það eru stórir gallar á stjórnkerfi okkar en ég vil fara réttu leiðina til að laga þá. Ég mun aldrei reyna að þvinga skoðunum mínum upp á aðra með ofbeldi, þá hefur lýðræðið tapað.

Sturla (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:59

5 Smámynd: corvus corax

Já, við skulum ekki einblína á smáatriðin heldur einbeita okkur að stóru málunum, aðalmálunum í hruninu mikla. Mikilvægasta aðalmálið skiptist í 3 þætti, alla jafnmikilvæga: Einn þátturinn felst í því að finna sökudólgana og helst að koma þeim undir mannahendur. Alla vega verður að henda þeim út úr bönkum og fjármálafyrirtækjum þar sem þeir hafa haldið uppteknum hætti þessar átta vikur sem liðnar eru síðan hrunið byrjaði. Annar þáttur felst í því að koma ríkisstjórninni frá með öllum tiltækum ráðum þar sem hún er óstarfhæf og mönnuð eintómum svikurum og óvinum almennings. Þriðji þátturinn og ekki minnst mikilvægur er að henda stjórn Seðlabankans út eins og hún leggur sig ásamt fjármálaeftirlitinu. Þessir þrír þættir eru mikilvægastir og allir jafnmikilvægir og nauðsynlegt að hrinda þeim í framkvæmd strax og þótt fyrr hefði verið. Allt annað kemur á eftir þessum þáttum, þar með talið alls konar smáatriði sem dunda má við síðar.

corvus corax, 28.11.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er dálítið merkilegt að nú á tímum tala stuðningsmenn ríkisstjórnar og þá sérstaklega sjálfstæðisflokks eins og kverúlantar. Þeir sem sitja í stjórnarráðinu hafa ítrekað brotið lög og lögfræðingar telja að neyðarlög standist ekki stjórnarskrá og eru því, út frá sömu rökum, aðgerðir í skjóli þeirra brot á stjórnarskrá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.11.2008 kl. 14:42

7 identicon

Jakobína: Hvaða lög hafa þeir sem sitja í stjórnarráðinu ítrekað brotið?

Corvus Corax: Er ég að skilja þig rétt að þú vilt nornabrennurnar fyrst og svo einhvern tíman seinna meir fáumst við við kreppuna?

Sturla (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:06

8 identicon

Ef þú vilt endilega kalla það nornabrennur Sturla.. Já! Engin spurning því þessir glæpahundar sem áttu að stjórna og stýra frömdu glæpsamleg vanrækslu og lugu að almenningi. Gjarnan nornabrennur, þau eiga ekki annað skilið. Svo er víst lausn að ganga í EU og taka upp evru. Þessir helv.... fiskkvótakóngar sem hafa hirt af okkur allan fiskinnn geta étið sk...

Og hana nú....

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 19:43

9 identicon

Gaui: Veist þú hverjir gallarnir við inngöngu í Evrópusambandið eru?

Sturla (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 509137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.