22.11.2008 | 19:39
Ég var gösuð
Ég fór eins og fjöldi annarra upp að lögreglustöð til að mótmæla handtöku Hauks. Það var mikil reiði í fólki enda vissu allir að aðgerðin sem slík væri næsta gagnslaus þegar kæmi að því að fá pólitískan fanga lausan. Því það má ekki gleymast í öllum fordæmingunum sem ég hef séð hér að Haukur hafði ekkert annað brotið af sér en að stunda borgaraleg mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun. Handtaka hans var bara til að kveikja eld í báli reiðinnar sem þegar er til staðar í samfélaginu.
Vil taka það skírt fram að Hörður Torfason hafði ekkert með þessi mótmæli að gera og fáránlegt að vera að kenna honum um að tilkynna að fyrirhugað væri að mótmæla þarna eftir hin. Hann tilkynnti fullt af öðrum mótmælum á fundinum sem fyrirhuguð eru.
Hópur fólks ætlaði að þrýsta sér inn á lögreglustöðina og fá að tala við einhvern og reyna að frelsa Hauk. Við vorum alveg pökkuð í litla anddyrinu og það var ekki möguleiki á að komast út. Skyndilega var komið með stóra spýtu og átti að nota hana til að brjóta leið inn - þegar ég sá það - ætlaði ég að forða mér sem og aðrir í kringum mig en það var ekki hægt að komast út vegna mannfjölda. Þá tók löggan upp á því að piparúða okkur fyrirvaralaust í þessu litla rými - þannig að fólk fékk þetta nánast beint í augun og þetta var eins og þeir væru með vatnsbyssur - þvílíkur var krafturinn í þessu.
Ég var svo heppin að það voru nokkrir stæðilegir karlmenn fyrir framan mig og ég náði að beygja mig niður þegar ég hljóp út - ég fékk þetta samt í andlitið en augun mín sluppu nánast. En mikið rosalega er þetta andstyggilegt tæki til að dreifa fólki. Það hefði náðst sami árangur með því að notast við vatn. Eða bara hreinlega vara fólk við að þeir væru að fara að úða. Þessi aðgerð lögreglunnar var algerlega tilhæfulaus. Ég aðstoðaði ungan strák við að finna vatn en hann fékk mikinn piparúða í augun og var viðþolslaus af kvöldum.
Hringt var í 911 til að biðja um sjúkrabíl en konunni sem hringdi var tjáð að það kæmi ekki sjúkrabíll því að löggan hafði sagt að þeir hefði bara spúlað vatni á mótmælendur - löngu seinna kom svo loks sjúkrabíll - en maður sá fólk liggja kvalið í götunni - en sem betur fer var þarna fólk með vatn til að hjálpa við að skola úr augum og taka mesta sviðann úr andlitum. En það sem gerist er að þetta fer mjög illa í slímhúð í nefi og munni. Þessu er best líst sem miklum bruna og sviða í húðinni.
Ég er orðin góð núna - fór í sjúkrabílinn þegar ég frétti að hann var kominn og fékk þá til að skola á mér ennið því piparúðinn var farinn að leka í augun á mér út af rigningunni. Ég var bara mjög heppin að fá þetta ekki full on í augun.
Ég skil reiði fólksins mjög vel - ég var alveg logandi reið eftir að vera gösuð án viðvörunar. Ég reyndi að tala við lögguna - spyrja þá hvort að þeir væru ekki að fara eins illa út úr þessu og við. Í löndum þar sem mikil spilling hefur leitt til slíks þjóðargjaldþrots þá eru mörg dæmi þess að lögreglan snúist með mótmælendum. Mér finnst að lögreglan ætti að hugleiða það - að það er verið að troða á þeirra réttindum rétt eins mikið og á okkar. Það er verið að veðsetja þeirra vinnu rétt eins og okkar langt inn í framtíðina fyrir skuldir manna sem brutu á þjóðinni án þess að blikna og eru enn að kasta bolta ábyrgðar sín á milli eins og í einhverjum leik - og boltinn er fjöregg þjóðarinnar.
Ég hrópaði að þeim: skamm: því þeir ráðast á sitt eigið fólk á meðan glæpamennirnir ganga lausir og halda áfram að valda óbætanlegum skaða gagnvart þjóðinni. Af hverju er í lagi að handtaka mótmælenda fyrirvaralaust án þess að fara eftir landslögum við slíka handtöku? Af hverju er í lagi að ljúga aftur og aftur eins og lögreglustjórinn gerði og af hverju ganga fjölmiðlamenn ekki harðar að þessu fólki sem þeir vita að ljúga upp í opið geðið á þeim og alþjóð?
Ég er búin að fá svo mikið upp í kok að ég er tilbúin að segja að ég vil byltingu - ég vil þetta fólk í burt og ef það er ekki tilbúið að fara þá ber okkur að bera það út eins og þeir þúsundir íslendinga sem munu missa heimili sín vegna þess að valdhafar eru vanhæfir til að huga að þjóðarheillum - til þess er þetta fólk bara of tengt inn í valdaklíkur fjárglæframannanna.
Mótmæli við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 509270
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Leitt að heyra með gasárásina, greinilega ekki lengur í verklaginu hjá þeim að öskra "gas gas gaaaas"...
Sennilega hefur sektin á drengin verið felld niður - enginn að borga fyrir hann, svo þeir gætu lúffað án þess að það líti þannig út.
molta, 22.11.2008 kl. 19:46
Aðdragandinn að þessu máli minnir á svik Júdasar við Jesú.
Samfylkingin ætlar greinilega endanlega að svíkja þjóðina í hendur glæpaklíkunnar sem setti landið á hausinn.
Aðstoðuðu þingmenn Samfylkingarinnar við handtökuna?
"Uppi varð fótur og fit. Háskólanemendunum var vísað á dyr í snarhasti. Þarna fengju þeir sannarlega ekki að laumast um gólf.
Í staðinn bauð Samfylkingin þeim á skrifstofur sínar. Haukur og félagar nutu þar lífsins og höfðu ekki minnsta grun um að á meðan Samfylkingarmenn gerðu við þá gælur voru Svartstakkarnir á leið á staðinn.
Samfylkingarmenn létu á engu bera. En þegar Haukur ætlaði að ganga út af skrifstofunum stökk löggan á hann og handtók hann."
Sjá slóðir
http://maurildi.blogspot.com/2008/11/g-l-h-e-i-t-r-f-r-t-t-i-r.html
http://ak72.blog.is/blog/ak72/entry/720852/#comment1945857
Jon R (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:24
Ég mæli með því að fólk fari að kæla sig niður, svona lagað á auðvelt með að fara úr böndunum og skilar engu. Nefndur Haukur er greinilega enginn sakleysingi frekar en þeir sem umhverfis hann eru. Hver tilgangur hans er með því að klifra upp á Alþingishúsið og hengja upp Bónusfánann veit ég ekki, en persónulega er í stórmóðgaður út hann fyrir þetta glæpaverk. En hann hefur víst þjálfun frá Kárahnjúkum í svipaða iðju.
Slappið af mínir kæru áður en verr fer fyrir ykkur.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:38
Þetta er bara svo ótrúlegt að það nær ekki nokkurri átt! Að halda því fram að múgur sem brýst inn á lögreglustöð hafi aðeins viljað fá að tala við einhvern. Svo segir Birgitta „Við vorum alveg pökkuð í litla anddyrinu og það var ekki möguleiki á að komast út. “ Það mætti halda að Birgitta hafi verið þvinguð þarna inn í gasklefa af nasistum. Hélt hún í alvörunni að lögreglumaður hefði getað komið þarna út, gripið míkrafón, og talað á skynsamlegum nótum við þetta fólk. Þessi atburður var ekkert annað en ógeðslegt ofbeldi af hálfu öfgafólks og reynið ekki einu sinni að þræta fyrir það
Ólafur Ragnar (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:15
Takk fyrir kommentin - er enn hálf dösuð eftir þessa upplifun - hef reyndar oft upplifað lögregluna missa sig en ekki á sama hátt og í dag. Það var eitthvað óhugnanlegt við ómennskuna sem þarna var í gangi - eins og þeir væru róbótar bak við óeirðagrímurnar - ég vona með sanni að ekki þurfi að koma til ofbeldis - ég vona að ríkisstjórnin skilji að reiðibylgjurnar munu ekki lægja heldur aukast ef þau stíga ekki niður úr fílabeinsturninum. Það var merkilegt við mótmælin í dag að þarna var ekki bara anarkistar eða fólk sem hefur staðið í mótmælabaráttu í gengum tíðina heldur aðrir almennir borgarar - við sem höfum mótmælt erum nefnilega líka bara venjulegt fólk sem fékk réttar upplýsingar á undan öðrum og höfum reynt án árangurs að vekja athygli á þessu ástandi sem hér hefur ríkt og ríkir enn...
Birgitta Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:21
Ólafur Rangar það var ekki möguleiki á að komast þarna út - og hvað veist þú um hvað fólk vildi gera eður ei - varstu inn í hausnum á mér og þeim... það upptökumaður Stöð 2 öfgamaður?
Ég hef yfirleitt litið á það sem mína borgaralegu skildu að vera í fremstu röð í mótmælum til að vera vitni - ég gerði ekki neitt þarna í dag sem flokka mætti sem öfga eða ofbeldi.
Birgitta Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:23
Ég er virkilega sjokkeraður yfir þessum fréttum. Þarna var hópur fólks að nýta sér borgaralegan rétt sinn til mótmæla með því að brjótast inn í löggustöðina og það er sprautað á það piparúða !!!!
Í vetur sem leið þegar Rauðavatnsmótmælin urðu var ég staddur suður í Chile. Vinnufélögum mínum þarlenskum fannst drepfyndið að heyra af íslenskum mótmælum, að fram að Rauðavatni hefði löggan ekki gert annað en að yfirlöggan byði yfirmótmælandanum í nefið.
Ég er feginn að anddyrismótmælin urðu ekki í chileskri löggustöð, þá væru þáttakendur ekki í standi til að blogga.
(NB: fyrir þá sem ekki vita þá er sósíaldemókratísk ríkisstjórn í Chile og hefur verið í fjölda ára, Pinocet löngu horfinn. Þetta er reyndar mjög geðslegt land og fólk.)
Hólmgeir Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 21:23
Ólafur Ragnar átti það að vera
Birgitta Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:23
Það sem ég gagnrýni við þessa uppákomu í dag var að það var úðað á fólk fyrirvaralaust - ef það er virkilega rétt sem lögregla heldur fram að hún vilji ekki ofbeldi - þá ætti hún að vera nægilega þjálfuð í að koma í veg fyrir slíkt - það sem fólki finnst sárgrætilegast er að glæpahyskið gengur laust á meðan mótmælendur eru handteknir - það er ekkert skringilegt við það að fólk missi sig í reiði - ég var afar reið þegar úðað var á fólkið og ég sá afleiðingar þess - ég var reið þegar okkur var neitað um að fá sjúkrabíl í fyrstu - ég var reið þegar Haukur var handtekinn á þann hátt sem það var framkvæmt - mér finnst reyndar áhugavert að Hólgeir er að vera okkur saman við Chile - kannski getur Geir næst fengið hernaðarsérfræðing þaðan til að kenna sér að ljúga betur og hagræða sannleikanum gagnvart þjóðinni.
Birgitta Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:28
Hvernig í ósköpunum dettur ykkur í hug sem mótmælendur að reyna að ryðjast inná lögreglustöðina? Lögreglan var í fyrsta lagi í fullum rétti að handtaka þennann gutta sem fór upp á Alþingishúsið og flaggaði bónusfána.
Þið eruð væntanlega að mótmæla pólitísku ofbeldi með því að beita líkamlegu ofbeldi og reyna að brjótast inn í fangelsi...þvílíkt bull. Það er ekki stjórnarskrárlegur réttur að mótmæla á þennann hátt þetta eru skrílslæti og eiga sem slík rétt á piparúða..
ÖSSI, 22.11.2008 kl. 21:41
Birgytta : Kannski fannst löggunni að fyrirvarinn væri óskrifaður, að ekki yrði úðað á neinn sem ekki brytist inn um luktar dyr ?
Þeim hroka sem sem lesa má út úr skrifum þinum gagnvart Chile er illa hagað.
Hólmgeir Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 21:44
3 orð: „þér var nær“
Björn Kr. Bragason, 22.11.2008 kl. 21:52
hvaða bull er þetta sem þú ert að lesa úr mínum skrifum Hólmgeir - ég er afskaplega hrifin af Latín Ameríku og hef verið svolítið á þeim slóðum og finnst fólkið þar yndislegasta fólk í heimi... ásamt þeim Tíbetum sem ég hef kynnst...
þeir úðuðu út um dyrnar sem þeir opnuðu ... ég var ekkert komin neitt nálægt þeim - og já mér var nær það er alveg rétt ég er ekkert að vorkenna mér - ég mæli með því að þeir sem tala um að handtakan á Hauki hafi verið eðlileg að þeir hinir sömu lesi greinar sem ég vísa í á blogginu hér á undan...
Birgitta Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:57
Afsakið en hvernig í veröldinni færðu það út Hólmgeir að það sé borgaralegur réttur einhvers að brjótast inn? Síðast þegar ég gáði voru innbrot enþá kolólögleg, en það er kannski bara misskilningur hjá mér.
Sigurbjörn Gíslason, 22.11.2008 kl. 22:01
Handtaka mannsins var glórulaus, sem sýnir best hversu illa lögregluyfirvöld eru undirbúin að taka á málum eins og þeim sem eru í gangi í þjóðfélaginu.
Af sama skapi er afskaplega varasamt að aðhafast eitthvað sem getur komið á stað átökum á milli almennings og þeirra, einfaldlega vegna vanhæfni yfirvalda og ófyrirsjáanlegra afleiðinga.
Að einhver sem ekki vill láta nafns síns getið hafi borgað sektina svo honum var sleppt, trúi ég ekki. Sýnist yfirvöld vera að reyna að bjarga sér frá heimaskítsmáti með að sleppa honum og með þeirri skýringu.
Gaman væri að fá skoðun Birgittu á því ?joð (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:02
Les aðeins það sem þú skrifar : "... að (b)era okkur saman við Chile" !!!!!
Á hvað minnir klausan "ég er afskaplega hrifin af Latín Ameríku og hef verið svolítið á þeim slóðum og finnst fólkið þar yndislegasta fólk í heimi" mig eiginlega ? Jú alveg rétt, "margir bestu vina minna eru blökkumenn"
Hólmgeir Guðmundsson, 22.11.2008 kl. 22:11
Ekki búin að lesa komment hér á undan.
Vildi bara segja að þeir hefðu mátt hafa fyrir því að hrópa GAS, GAS í þetta skiptið, áður en þeir sprautuðu framan í fólk í návígi.
Fólkið var þó á víðavangi þegar bílstjórarnir mótmæltu, og gat forðað sér, - ekki innandyra í hnapp.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2008 kl. 22:16
Þú ágæta Birgitta ættir nú að hafa áttað þig á því að þú varst að brjótast inn á lögreglustöð og varst komin inn þegar þú varst gösuð. Gott á þig og þína. Þú ættir heldur að skammast þín og taka hina 6800, sem voru að mótmæla friðsamlega í dag, til fyrirmyndar og ekki fóru að lögreglustöðinni til að taka lögin í sínar hendur með skrílslátum og ofbeldi.
Lúlli ólafs (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 23:57
Birgitta eru plain heimsk eða alvarlega heimsk ég bara spyr.
Hvar býst fólk við því þar sem það ryðst inn með ofbeldi að það verði tekið á móti því með kökum og kaffi, boðið að setjast niður og ræða málin á heimspekilegum nótum. Það gerist ekki þegar fólk ryðst inn í hús með ofbeldi, brýtur niður útihurð, æðir inn með látum og gerir sig líklegt til að halda áfram inn í húsið frá anddyri. Það vil svo til í þessu tilfelli að þetta var lögreglustöð og allsstaðar í heiminum yrði tekið á svona málum með enn harðari aðgerðum en var gert hér á landi í dag. Gerir fólk sér grein fyrir því hversu alvarlegt það er að ryðjast svona inn á lögreglustöð með ofbeldi. Hvað ætlaði liðið að gera ef það hefði komist inn á stöðina sjálfa og vaðið þar um ganga og herbergi. Hafði einhver hugsað út í það, nei eflaust ekki enda ekki verið mikið að hugsa, bara verið að reyna snappa sér upp læti og athygli til þess að reyna fá einhverja sambúð með sínum málstað.
Held að liðið megi bara vera heppið að hafa gert þetta hér á landi, við þurfum ekki að fara lengra en til Skandinavíu þar yrði svona atburði mætt af mikilli hörku og liðið allt lamið sundur og saman eins og harðfiskur.
Bjössi Best aka Björn Ingólfsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:19
Ótrúlegt að fylgjast með þessum skrílslátum. Því miður eru þessir "kommúnistar" að vonast til þess að komast til valda og að halda að þessi aðferð virki til þess er fáránleg. Við hverju búist þið þegar þið brjótist inn á lögreglustöð? Kaffi og kleinum? Eruð þið ekki í takti við raunveruleikann?
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:34
Jæja, þrátt fyrir ótrúleg „komment“ hérna á undan ætla ég bara að halda mínu striki og segja eitthvað um færsluna þína Birgitta. Mér var mjög brugðið þegar ég heyrði hvernig var staðið að handtöku mannsins sem hafði flaggað Bónusfánanum. Ég vona að hann kæri það hvernig var staðið að fangelsun hans.
Ég var ekki við Hegningarhúsið en ég er búin að sjá myndir frá vettvangi og get ekki séð að þar hafi mótmælendur farið með ógnandi ófriði. Mér skilst að það hafi ekki verið fyrr en þið voruð búin að óska eftir áheyrn í heila klukkustund að einhver tók af skarið og freistaði þess að komast inn á stöðina. Miðað við þá þolinmæði er enn óskiljanlegra að lögreglan hafi tekið þá ákvörðun að taka á móti ykkur sem ofbeldisfullum hópi sem þeim stæði ógn af.
Mér þykir það reyndar mjög skiljanlegt að fólk hafi verið reitt en það þýðir ekki að það fari með ófriði. Háværar og reiðar raddir ættu ekki að vera tilefni þeirra viðbragða sem lögreglan kaus að byrja á. Við ættum öll að vera reið þegar við horfum upp á tvíbendina í því að hugmyndaríkur mótmælandi sem hefur ekki unnið neitt jón á nokkrum hlut er sviptur frelsinu, og það líka með ólögum, á meðan embættismenn og auðmenn sem hafa steypt heilli þjóð í gjaldþrot fá að vinna að því óáreittir að steypa okkur í enn meiri glötun.
Myndirnar sem sýna víkingasveitina á tröppunum fyrir framan Hegningarhúsið vekja mér líka óhug og ég skil að hann hafi verið enn meiri fyrir þá sem voru á staðnum. Þetta er eitthvað svo óhuggnanlega óraunverulegt að lögreglan skuli kjósa að beita ofbeldi án þess að gera einu sinni tilraun til að tala við fólk fyrst. Ég skil áfallið sem það hefur valdið þér og þeim sem þarna voru. Það á það enginn skilið að hljóta slíka meðhöndlun. Ég vona að andlegu sárin grói fljótt.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:31
Ég verð nú bara að taka undir orð margra sem hafa komið með athugasemdir á þessa færslu þína.
Það er innbrot að brjótast inn í hús eins og sást á myndbandi á vísi.is. Þar sést greinilega aðdragandinn að því að piparúðanum var beitt og tel ég því miður að löggan hafi gert rétt í því. Múgæsingurinn virtist vera mikill og það þurfti að hemja liðið. Hvort að vatn hefði gert sama gagn má vera en ég efast um það.
Eins finnst mér vera frekar fáranlegt að æsa sig svona yfir því að jólasveininn hafi verið réttilega handtekinn og átt að láta hann sitja af sér dóm sinn. Hann braut lög, hann þarf að sæta ábyrgð fyrir það. Það er í fínu lagi að mótmæla en það að vera með eignarspjöll og/eða skapa vísvitandi hættu fyrir aðra sem koma málinu ekki beint við það finnst mér vera forkastanlegt.
Ofbeldisverk við mótmæli kalla á ofbeldi af hendi yfirvalda, það hefur sannað sig í gegnum tíðina og mun ekki breytast í bráð.
Ef fólk vill láta taka mark á sér er nær að reyna að ná fjöldanum á sitt band og það tekst sjaldnast með ofbeldisverkum. Þá væri nær að nota aðferðina hans Ghandi.
Jóninn (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 01:42
Ég held að Heimdallur hafi kallað saman neyðarfund í gær og sent boð á alla ungliðahreyfinguna sína að ráðst á netheima og reyna að dreifa samstöðu fólksins á dreif með öllum mögulegum hætti.
Ef það þarf að berja mig með kylfum og sprauta mig með táragasi til þess að réttlætið nái að sigra í þessu "Animal Farm" sem ég bý í þá tek ég því ofbeldi með bros á vör.
Ég mun aldrei samþykja áframhaldandi sukk svínanna!
BYLTINGU
P.s. fyrir ykkur spunameistara Sjálfgræðgisflokksins að þá er ég ekki kommúnisti, né Vinstri - grænn né nokkuð sem hægt er að kalla byltingarsinnaðan einstakling. Ég er kennaranemi og faðir 4 ára drengs sem ríkisstjórnin er að svipta grundvallar mannréttindum. Skammist ykkar bara sem takið upp hanskann fyrir spillingunni.
Þór Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 03:43
Sammála Þór hér að ofan.
Það sem er að koma mér mest á óvart eru þessar ,,pólitískt réttstæðu" raddir sem að krítisera fólk sem að nýtir sér rétt sinn til að mótmæla.
Hvaða djöfulsins meðvirkni með stjórnvöldum er þetta? Hvernig dirfist þið? Fólk uppnefnir aðra ,,skríll" og gerir lítið úr tilraunum þeirra til að mótmæla þeirri óstjórn sem ríkir á Alþingi. Eigum við bara að sitja prúð og sæt og brosa í gegn um tárin? Fólk er að missa vinnuna og aleigu sína á meðan ráðafólk þessarar þjóða leikur sér í hugmyndarúnki sín á milli og fólk á bara að haga sér vel og taka þessu eins og ekkert sé. Alvöru skríllinn situr á Alþingi og neitar að hlusta á þjóðina! Standa prúð og mótmæla í sparifötum? Er ekki í lagi með ykkur? Það sem að vantar er hugrekki til að standa upp og taka alvöru afstöðu. Það er réttur atvinnurekanda Alþingis. Og svona til að minna á hver það er, þá eru það ÞÚ og ÉG. Þetta fólk sem að var ráðið til að sinna æðstu embættum landsins er búið að misnota og skemma orðspor okkar í egóflippi og með aðgerðarleysi og áframhaldandi OG SÖMU aðgerðum sem að komu okkur í þessa stöðu og ég neita að haga mér vel á meðan.
linda (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:30
Fólk sem er að missa aleiguna, er það ekki í mörgun tilfellum fólk sem spennti bogann alltof hátt? Sleppti sér í neysluæðinu með lánum og yfirdrátti? Getur það fólk ekki bara kennt sjálfum sér um?
Mér finnst það alltaf jafn hlægilegt þegar mannvitsbrekkurnar hérna í bloggheiminum reyna að kenna einungis ríkisstjórninni eða Davíði um þetta allt þegar sannleikurinn er að við eigum ÖLL hlut að máli.
Og nú er maður farinn að lesa um einhverja vitleysinga sem vilja vopnaða byltingu!? Er ekki í lagi hjá fólki. Múgæsingin í öllu sínu veldi.
S (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:28
Birgitta
Ef einhver hefði verið að brjótast inn heima hjá þér þá væri þú óð yfir því, en staðreyndin er að það var búð að brjóta eina hurð þegar og þú varst komin inn fyrir hana þannig að þú varst að fremja húsbrot og það útaf einhverjum aula sem þykist vera anarkisti en er í raun bara kjáni því hann virist ekkert vita um anarkisma.
Einar Þór Strand, 23.11.2008 kl. 12:32
Fólk sem er að missa aleiguna, er það ekki í mörgun tilfellum fólk sem spennti bogann alltof hátt? Sleppti sér í neysluæðinu með lánum og yfirdrátti? Getur það fólk ekki bara kennt sjálfum sér um?
Ég tók ekki þátt í því og kenni því sjálfri mér ekkert um. Ég þarf samt að borga skuldir sem að ég efndi ekki til og VISSI EKKI AÐ VERIÐ VÆRI AÐ GERA MIG ÁBYRGA FYRIR. Það er í sjálfu sér lögbrot. Ég mun að öllum líkindum missa vinnuna mína og vegna sérfræði menntunnar mun ég líklegast ekki fá aðra stöðu í mínu fagi. Þannig að líklegast launalaus er ætlast til þess að ég borgi hærra matvöruverð og hærri gjöld almennt. Ófædd börn munu borga þessar skuldir, og varla geta þau talist sek um eitt eða neitt. ALLIR borga fyrir græðgi fárra og aðgerðarleysi yfirvalda. Aðgerðarleysi sem að heldur áfram.
Og annað, bara vegna þess að fólk tók myntkörfulán til að borga fyrir þanin húsverð eða bílaverð gerir þau ekki sek um neitt. Varla staðgreiðir almenningur fyrir húsin sín. Launin á Íslandi leyfa það ekki. Fólki var sagt að þetta væru örugg lán og fólk treysti yfirvaldinu til að verja hagsmuni þess. Traust sem er nú mölbrotið og búið að drulla yfir. Það eru stjórnvöld, yfirvald þessa lands, sem að horfðu á og leyfðu nokkrum einstaklingum að þenja bankana til dauða til að geta grætt. Ég gerði það ekki og ber ekki ábyrgð á því. Það voru ráðherrar þessa lands og Forsetinn sjálfur, sem að settist í einkaþotu þotuliðsins sem VIÐ erum að borga fyrir og þagði þegar það vissi hvert efndi. Ég vissi það ekki.
Þannig ekki voga þér að yfirfæra sektina yfir á almenning vinur/vina. Við gerðum þetta ekki öll. Við vissum ekki einusinni af þessu.
Þú ættir að skammast þín fyrir að taka upp hanskann fyrir gerendum þessa ofbeldis.
linda (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 13:09
Linda hverjir voru það sem steyptu þjóðinni í glötun?
Það eru sömu mennirnar og stjórna flestum fjölmiðlum á Íslandi og fölmiðlaðrnir reyna hvað þeir geta að beina augum þinum frá hinum raunverulegu misyndismönnum Jóni Ásgeiri, Björgúlfunum, Sigurði Einars, Bjarna Ármanns og svo má lengi telja, þessir menn gætu ef þeir myndu skila þýfinu komið á jafnvægi hérna en þeim er slétt sama þeir vilja nýja stjórn sem mun fara um þá mjúkum höndum. Málið er að við eigum enga til að taka við enga sem geta það því eftir að misyndismennirnir okkar höfðu lokið sér af kom ESB og nauðgaði íslenskuþjóðinni og sýndi sitt rétta andlit, þeir meira að segja neituðu okkur um að fara fyrir dómstóla og hvers vegna því þeir vissu að þeir voru að bjóta eigin lög.
Einar Þór Strand, 23.11.2008 kl. 13:32
Getur sjálfri þér um kennt og ég er búin að horfa á upptöku af mótmælunum sem einn mótmælandinn tók og þar kemur glögglega fram að löggan kallar Gas þrisvar sinnum!
Skammastu þín bara og þið öll sem þarna voru þið voruð í órétti og halló af því enginn vildi tala við ykkur þá er bara réttlætanlegt að brjótast inn kanntu annan betri Rakel?
Kreppa Alkadóttir., 23.11.2008 kl. 14:04
Kreppa Alkadóttir: Það er skemmtilegt að sjá hvernig fólk getur glögglega skilið allt sem gerist á því að sjá nokkurra mínútna myndbrot af mótmælum sem stóðu yfir í fleiri klukkustundir.
Ekki var sýnt hvernig við stóðum fyrir utan lögreglustöðina í yfir klukkustund og hrópuðum og kölluðum eftir viðbrögðum frá lögreglunni.
Ekki var sýnt hvernig lögreglan læsti stöðinniþegar mótmælendur söfnuðust saman.
Ekki var sýnt hvernig lögreglan var komin í óeirðarbúninga og komin með gasúðana á loft ÁÐUR en hurðin var brotin upp.
Staðreyndin er sú að þetta voru fyrstu viðbrögð yfirvalda við mótmælum íslendinga undanfarna mánuði. Ekki eitt einasta orð hefur komið niður úr fílabeinsturnum stjórnvalda, ekki einu sinni GAS. Því lögreglan kallaði engin viðvörunarorð, ég veit það því ég var þarna, ég sá þetta ekki bara á myndbandi.
Ég skora á hrokagikkina sem dæma öll mótmæli sem skrílslæti án þess að einu sinni koma til að sjá þau með eigin augum til að spyrja sjálfa sig eina spurningu: Finnst ykkur raunverulegt lýðræði ríkja á landi þar sem þúsundir þegna krefja stjórnvöld um svör aftur og aftur, en það heyrist aldrei svo mikið sem píp frá þeim? Er það lýðræði?
Kjartan Yngvi Björnsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:28
Fólkið hérna sem er að taka upp hanskann fyrir elítuna og valdapakkið í þessu landi er augljóslega ákaflega barnalegt og jaðrar við að vera fávitar, einhvernveginn grunar mig að þetta fólk búi við fjárhagslegt öryggi og sé heilabilað á þann hátt að það getur ekki fyrir nokkurn mun sett sig í spor annara.
Davíð S. Sigurðsson, 23.11.2008 kl. 16:05
Mér finnst það mjög hallærislegt að stilla þessum gjörningi við lögreglustöðina upp sem einhverskonar mótmælum gegn ástandinu og annað hvort ertu með eða á móti. Laugardagsfundirnir og borgarafundirnir eru flottir. Fólk að koma saman og ræða sínar hugmyndir og krefjast réttar síns. Þetta við lögreglustöðina er langt frá því að vera ásættanlegt og grefur undan því góða starfi sem verið er að vinna.
Auðvitað hefði talsmaður lögreglu átt að tala við liðið áður en allt fór í óefni. Það var klúður hjá löggunni. En eftir að liðið var búið að brjótast í gegnum fyrri hurðina, gerði löggan það eina rétta í stöðunni.
Ef menn hefðu komist í gegnum seinni hurðina, hefði einfaldlega komið til handalögmála, því ekki lætur löggan stöðina eftir.
Ég tek undir með ykkur að því leyti að ég vill ekki lifa í landi sem er spillt í gegn. Þar sem flokkurinn er mikilvægari en þjóðin og ráðningar í stöður eru skipaðar eftir því hvar þú merkir X á kjördag en ekki eftir hæfni. En ég vil heldur ekki lifa í landi þar sem ofbeldi og eignarspjöll eru lofuð og þar sem lögreglan stendur máttlaus gagnvart nokkrum einstaklingum.
Ég get því vel verið á móti spillingunni og ég get barist fyrir því að nýtt fólk með nýjar áherslur komist til valda án þess þó að lofa þetta rugl fyrir framan lögreglustöðina.
Gestur S. (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:39
Hvernig er hægt að Brjótast inn á Stað Sem á að Vera Opinn og Ætlaður Almmenningi
Vaknið
Æsir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 18:04
Æsir, segi það nú líka.
Lögreglustöðin sjálf er ekki fangelsi, aðeins hluti hennar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 20:05
Ég horfði á þetta allt og fólkið var ekki vöruð við þegar píparúðan var úðað með miklum krafti úr dyragættinni.
Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 20:22
Sem var þó sagt að hefði verið ástæðan fyrir GAS-öskrunum þegar bílstjóranir mótmæltu; þeim bæri skylda til að vara fólk við.
Kannski er búið að breyta reglunum? Varla.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 20:35
http://politiken.dk/udland/article601755.ece Þar er sagt frá úðunina í gær.
Þar kemur líka fram hvað þetta getur verið hættulegt. Astmasjúklingur hefur látist eftir píparúðun í Bandakrikunum.
Þetta getur líka skemmd cornea. (Himna í augað)
Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 20:46
Hvernig ætli stelpan hafi það núna sem sagt var frá frá í þessu bloggi?
Mamma hennar bloggar líka fræðslu um hvernig á að bregðast við að fá piparúða á sig. Mér finnst það svakalegt ef slysó veit ekki /vissi ekki hvernig á að bregðast við. Ég trúi því varla að það sé satt? Þeir ættu minnsta kosti að geta gúgglað þessu eins og mamman?
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:01
Það er með ólíkindum að einhver geti mælt því bót að fyrstu viðbrögð lögreglu við óvopnuðum gestum á lögreglustöð sé ofbeldi. Tilefni og viðbrögð stemma engan veginn saman.
Ég vona að allir sem voru svo óheppnir að fá piparúðann framan í sig verði fljótir að jafna sig og lögreglan hugsi sig um tvisvar í framtíðinni áður en þeir grípa til notkunar hans. Það er eflaust gott fyrir lögreglumanninn að vita af honum á sér en það á ekki að grípa til hans nema engin önnur ráð dugi til.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.11.2008 kl. 22:03
Gusan var svo öflug að frá mínu sjónarhornið leit það út eins og öflug vatnsgusa úr slökkviliðsslöngu.
Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 22:39
Fattar fólk ekki að þetta voru engan vegin friðsæl mótmæli og það skiptir engu þó meirihlutinn hafi verið óvopnaður, þarna var fólk að reyna að brjótast inní lögreglustöð til að ná einhverjum sem var þar í haldi út. Þeir gátu ekki bara leyft fólkinu að gera það.
Ég skil alveg að það er fúlt fyrir þig að fá þetta á þig en fólk hefði ekkert hætt ef þeir hefðu bara hellt smá vatni á ykkur eða sagst ætla að nota piparsprey, þetta var eina leiðin til að losna við ykkur.
Hr. Pirarður (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:40
Þessi viðbrögð bera vott um að lögreglumennirnir hafi verið skíthræddir (já ég nota það orð, þó ég hafi prédikað á móti skíta-tali á blogginu mínu! ). En við hverju öðru mátti búast eftir þessa fáránlegu handtöku?
Hver ætli hafi eiginlega gefið út skipunina um hana? Eitt er víst að það voru höfð hröð handtök við að senda liðið af stað eftir að öryggisvörður kom auga á Hauk innan dyra í Alþingishúsinu. Eða er þetta með öryggisvörðinn ekki bara haugalygi? Ætli löggan hafi ekki verið búin að fylgjast með ferðum Hauks og hafi vitað af þessari heimsókn fyrirfram? Var bara gengið út frá því að það mætti grípa manninn þar sem hann var staddur, án þess að rýna í lögin? Eða hafið einhver talið mönnum trú um að handtakan væri lögleg?
Þvílíkt gerræði!
Þvílík fíflska að halda að það gengi upp að handtaka manninn.
Ekki nema einhver hafi viljað sviðssetja óeirðir.
Hver skyldi það vera, og í hvaða tilgangi?
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:14
Hér er myndband sem sannar mál mitt lögreglan varar við með að öskra GAS þrisvar sinnum þið hafið bara verið svo æst að þið hafið ekki tekið eftir því!
http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7744355.stm
Kreppa Alkadóttir., 23.11.2008 kl. 23:45
Kreppa, horfði og hlustaði á myndbandið. Hrópin um gas gætu hæglega verið frá þeim fyrir því urðu, til aðvörunar öðrum. Þetta eina myndband sannar ekki neitt.
Ef það ætti að vera tækt sem sönnunargagn yrði að fara fram raddgreining (já, slík tækni er til) svo greina megi hvort það eru raddir lögreglumannanna sem sprautuð piparúðanum sem heyrast. Varla er það leyndarmál innan löggunnar hverjir þeirra það voru.
Greta Björg Úlfsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:19
Mótmælendur æptu gas ekki löggan. Ég held ad Kreppa sé Björn Bjarnson. Miðað við áróðurlygar frá henni.
Bara Steini, 24.11.2008 kl. 01:28
ráðumst bara á lögguna og alla sem við höfum samskipti við vegna eigin lögbrota, lifi byltingin, þetta bjargar okkur úr krísunni, brjótumst inn í bónus og rænum þessa ræningja, je, brjótum rúðir á laugavegi og rænum búðirnar, vill bara hasar, látið mig vita og ég mæti, er til í hasar hvar sem er: kveðja, atvinnumótmælandi nr 1, haukur
haukur kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 02:58
Ég var þarna og ég get svarið fyrir það að lögreglan hrópaði ekki Gas. Það vorum við sem hrópuðum það út svo mannhafið myndi dreifast - því við vorum föst þarna í þessu litla rými.
Þegar ég skrifaði þessa færslu þá átti ég ekki auðvelt með það vegna sviða í höndum út af piparúðanum. Ég biðst velvirðingar á að skrifa 911 en ekki 112 - það sýnir nefnilega einhverjum jólasveininum hér að ég sé svo vitlaus:) gott er að vera vitlaus.
Ég ætla ekki að eyða miklu púðri í að svara öllum hér - þó fjörið hafi verið mikið - enda lít ég svo á að svona bloggsvör taki oft á sig sitt eigið líf - ég vil þakka öllum nema hugleysingum sem fela sig á bak við gerfinöfn og myndir - ég frábið mér að þið skrifið án þess að koma undir nafni.
Ég er svosem vön því að fá yfir mig hrúgur af saurbjöllum og er svo lánsöm að hafa þykkan skráp :) var svo lánsöm að þýða bók þar sem ein af lífsreglunum er: ekki taka neitt persónulegu... þannig að það er alveg sama hve níðin verður mikil kæru níðingar - það finnur sér enga leið inn í mig. Þið eruð bara að saurga sjálf ykkur með því að tala svona.
Birgitta Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 09:12
Linda: Ég þarf ekkert að skammast mín þrátt fyrir að skoðun mín sé önnur en þín. Ég sleppti mér ekki í neysluæðinu þannig að ég þarf ekki að örvænta. EN það fólk sem spennti bogann alltof hátt með lánum og yfirdrætti getur bara sjálfu sér um kennt. Þau þurftu ekki að kaupa sér húsnæði upp á tugmilljónir, þau þurftu ekki að kaupa sér spánýjan bíl, þau þurftu ekki að kaupa sér rándýran flatskjá, þau þurftu ekki að fara 1-2 til útlanda á ári. Ráðamenn þessarar þjóðar beindu ekki byssu að hausnum á þessu fólki og neyddu það til þess að skuldsetja sig ekki frekar en þeir neyddu útrásarvíkingina til þess að byggja upp þessar gífurlegu spilaborgir.
Og ég er ekki farinn að borga skuldir sem ég efndi ekki til, amk ekki farnir að koma inn í heimabankann minn reikningar fyrir Icesave né neinu öðru.
Ég sleppi mér heldur ekki í múgæsingunni. Í mínum huga liggur sökinn fyrst og fremst hjá þeim útrásarvíkingum og bankamönnum sem skuldsettu bankana langt um efni fram. En við hin berum öll ábyrgð, mismikla þó. Ríkisvaldið, þá fyrst og fremst fjármálaeftirlitið, stóð sig ekki í eftirlitinu, fjölmiðlarnir stóðu sig ekki í aðhaldinu og við hin hjálpuðum ekki til með endalausu neysluæði. Þú talar um að þetta sé ekki þér að kenna því þú vissir ekki neitt og gerðir ekki neitt. Er það þá ekki vanræksla og kæruleysi að þinni hálfu? Það vissu allir sem vita vildu að góðærið myndi ekki endast og að við þyrftum að borga fyrir neyslufylleríið á endanum. Hvers vegna hófust mótmælin ekki ÁÐUR en allt fór til fjandans?
Og nei, við búum ekki í fasistaríki. Aðgerðir lögreglunnar á lögreglustöðinni voru réttlætanlegar í ljósi aðstæðna. Þetta voru ekki friðsamleg mótmæli, þetta var miðlungs-æstur múgur að leita að sökudólgum.
Ég er fylgjandi friðsamlegum mótmælum. En þegar fólk er farið að beita skemmdarverkum og ofbeldi, þegar fólk er farið að mæla með vopnaðri byltingu og aftökum (ótrúlegt en satt þá hef ég lesið þetta hjá á nokkrum bloggum) þá erum við kominn í einhvað allt annað og verra. Ég er bara betur upp alinn en það að láta reiðina og heimskuna ná tökum á mér.
Ég hef það nokkuð gott enda sleppti ég mér ekki í neysluæðinu. Skulda engin erlend lán og enga yfirdrætti. Og ef ég hefði gert það þá myndi ég ekki kenna neinum um nema sjálfum mér.
S (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:55
Linda, sestur nú aðeins niður og rógaðu þig og reyndu að ná áttum áður en þú heldur áfram að bulla út í lofið hérna. Á við fleyri en þig hérna en ég tók sérstaklega eftir þessu hérna fyrir neðan sem þú skrifaðir.
"Og annað, bara vegna þess að fólk tók myntkörfulán til að borga fyrir þanin húsverð eða bílaverð gerir þau ekki sek um neitt. Varla staðgreiðir almenningur fyrir húsin sín. Launin á Íslandi leyfa það ekki. Fólki var sagt að þetta væru örugg lán og fólk treysti yfirvaldinu til að verja hagsmuni þess."
Yfirvaldið er búið að vera hamra á því síðan almenningur fór að taka myntkörfulán að það ætti ekki að taka þessi lán nema það fái greitt laun í erlendri mynd! Geir og félagar í ríkistjórninni eru búnir að vera segja þetta seinustu 2 árin. Það eru bankarnir, sem voru augljóslega stærstu spilavítin í heimi, sem voru búnir að hvetja almenning til að taka þessi lán. Afhverju? Jú því bankarnir voru þeir sem voru búnir að vera hvað harðast í því að grafa undan sterku gengi íslensku krónunar. Bankarnir gengu svo langt meira að segja að gefa út skuldabréf geng íslensku krónunni þannig að ef gengi krónunar lækkaði þá hækkaði ávöxtun bréfana.
Hættir að berja á helvítis ríkistjórninni. Þeir eru þeir einu sem eru að hugsa um íslensku þjóðina í dag og þetta helvítis endalausa vanþakklæti í íslendingu sem vilja alltaf meira og meira og meira er alveg ótrúlegt. Það er aldrei neitt okkur sjálfum að kenna, þetta er allt hinum að kenna. Ef menn vilja finna sökudólka þá finnast þeir meðal útrásarvíkingana okkar en ekki innan ríkistjórnarinnar. Kastið eggjum í húsið hjá Jón Ásgeiri, Bjárna Ármans og öllum þessum bankamönnum sem stunduðu endarlaust svindl og kæruleysi í stærustu fyrirtækum íslandssögunar. Þessum mönnum er alveg sama þó þeir stigi á íslensku þjóðina því þeir vita að íslendingar eru svo heimskir að þeir falla fyrir öllu og byrja því að kalla "þetta er allt ríkistjórninni að kenna" og íslenski sauðurinn fer að skamma ríkistjórnina.
Notið þess baun sem er í haustnum á ykkur og hugsið um hvernu er þetta allt að kenna. nr.1 OKKUR! nr.2 útrásarvíkingunum og einhverstaðar nest er ríkistjórninn.
GB (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:24
halkatla, 26.11.2008 kl. 12:51
Úðabrúsanum var stungið gegnum rifu á hurðinni, og án viðvörunar var úðað þaðan úr launsátri gegn vopnlausum hópnum sem vildi eingöngu réttlæti og ekkert annað. Það voru engar aðvaranir gefnar fyrr en eftir að byrjað var að úða á fullu. Mér sýndist af myndbandinu að það hefðu verið mótmælendur sem sjálfir kölluðu til að aðvara þá sem stóðu á tröppunum fyrir utan þegar byrjað var að rýma anddyrið. Sorglegast er hinsvegar að lesa blákalda lygi
"Kommúnistar" ??? Fáránleg athugasemd frá aðila sem greinilega var ekki á staðnum. Þarna var allskyns fólk, bæði anarkistar og hægrimenn, en allir áttu það sameiginlegt að vilja réttlæti.
Þegar múgurinn rís upp gegn ólöglegri valdbeitingu yfirvalda, hvor aðilinn er það sem hefur réttinn sín megin? Mér sýnist ansi margir af þeim sem eru að gagnrýna hörku mótmælendanna haldi að lýðræði sé eitthvað lögmál sem komi einhvern veginn af sjálfu sér. En lýðræði er ekki svona ódýrt fyrirbæri þó svo við búum líklega í eina landinu þar sem það hefur verið innleitt án byltingar eða einhverskonar átaka. Nei, lýðræði er eitthvað sem þarf að berjast fyrir, og þegar því hefur verið komið á þarf að berjast gegn kúgun þess, annars hverfur það jafnharðan aftur. Ef einhverntíma hefur ríkt lýðræði á Íslandi er það ekki svo lengur eins og hápólitískar aðgerðir lögreglu bera vott um, en þeir einu sem geta hrifsað lýðræðið aftur til sín er: lýðurinn að sjálfsögðu. Þegar fasistar eins og þeir sem hér stjórna standa í vegi fyrir lýðræðishreyfingu almennings getur það aðeins leitt af sér aðra af tveimur mögulegum niðurstöðum: átök eða kúgun.
Með illu skal illt út reka! Heykvíslar á loft!
"Hið illa fær best þrifist þegar gott fólk stendur hjá og aðhefst ekkert".
"Við munum ekki láta kúga okkur" (nei, það munum við ekki gera Geir!)
"...rugl fyrir framan lögreglustöðina" ??? OK, mætum þá bara næst í Granaskjólið!!!
P.S. baráttukveðjur Birgitta, leitt að þú skyldir fá á þig gusu
Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.