Leita í fréttum mbl.is

Hvar er þessi frétt?

Ég hef bara ekki séð neina umfjöllun um dæmalausa handtöku á mótmælanda sem fór fram í gærkvöld. Það er aðeins DV og Nei sem fjalla um það. Ekkert á visir.is ekkert á eyjan.is, ruv.is eða mbl.is

Eru þessir fjölmiðlar að bíða eftir tilkynningu frá löggunni sem þeir geta copy peistað inn á miðla sína? Það er reyndar ekki neitt fjallað um þetta í dagbókum sem kenndar eru við lögregluna. Það þykir alltaf svo fréttnæmt að stútar séu teknir. 

Ég veit ekki með ykkur, en ég er búin að fá upp í kok af fréttamennsku sem viðgengst hér á landi - kalla eftir minna stýrðum umfjöllunum hjá helstu fréttaveitum landans. Hvet ykkur til að lesa bloggið hennar Evu og svo er afar góð umfjöllun um undarlegar áherslur í meðferð "glæpamanna" hjá Láru Hönnu sem tekst alltaf að setja hlutina í vitrænt samhengi.

Ungi maðurinn sem handtekinn var í gær er sá sem flaggaði Bónusfána á flaggstöng alþingishússins við mikinn fögnuð þeirra þúsunda mótmælenda sem voru á staðnum og annarra sem ekki upplifðu gjörninginn. En ætlun gjörningsins var að sýna fram á hin nánu tengsl ráðherra og þeirra sem eiga allt hérlendis. Miðað við hve seint gengur að klófesta þá er stolið hafa milljörðum frá þjóðinni - þá virðist þessi gjörningur vera algerlega réttlætanlegur en vafalaust hefur hann komið við einhverja dulda kennd í brjóstum ráðamanna og því brýnt að koma stráknum á bak við lás og slá svo hann taki ekki upp á því að mótmæla meira, eins og til dæmis í dag.

Mætti kalla gjörning lögreglu og yfirvalds gerræðislegan? Allir út að mótmæla klukkan 15. Við höfum engu að tapa.

 


mbl.is Hætti að greiða af lánum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neinei, það er ekki áhugaleysi sem plagar fjölmiðla í þetta sinn. Þetta er allt í vinnslu

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einhvers staðar las ég, held á dv.is, að hann hafi átt yfir höfði sér að sitja af sér sekt ... EN slíkt ber að tilkynna viðkomandi með góðum fyrirvara, ekki handtaka hann í vísindaferð á alþingi. Ég á ekki orð yfir þetta, bara fáránlegt! Er þetta það sem koma skal?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.11.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fjölmiðlar passa sig aðalega á því að birta réttu fréttirnar!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 13:49

4 identicon

Við ætlum að fjölmenna að lögreglustöðinni við Hlemm eftir fundinn í dag og mótmæla þessum vinnubrögðum

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það getur vel verið að það þyki skrílslegt að standa fyrir framan lögreglustöð og krefjast þess að fangi sé látinn laus en ég er stolt af þeim sam það gerðu. Ég fagna því að þessir einstaklingar gripu til aðgerða frekar en láta áfallið yfir þessari fáheyrðu valdníðslu kýla sig niður í sófann. Ég fanga því líka að hann skuli nú vera laus en hver borgaði sektina fyrir hann?

Ég vona svo bara að málið detti ekki niður dautt því framkoman við manninn er mjög gróft lögbrot sem má ekki viðgangast!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.11.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband