Leita í fréttum mbl.is

Skömm

Það er eina orðið sem ég finn til að lýsa því hvernig mér líður sem Íslending þessa dagana. Kannski finnst þarna líka skömm. Ég skammast mín fyrir að búa í landi þar sem hælisleitendur eru meðhöndlaðir eins og glæpamenn. Ég skammast mín að búa í landi þar sem við hikum ekki við að hlaupast frá okkar eigin manngerðu vandamálum og ætlumst til að önnur lönd taki við okkur sem efnahagslegum flóttamönnum. Höfum við sýnt því erlenda fólki sem hér hefur komið í sömu erindagjörðum virðingu eða mannúð?

Það vita allir svarið við því. 

Ég fór og heimsótti hælisleitendur um daginn og ég fór heim með svo mikla hryggð í hjartanu, því vonleysi mannanna þar um að fá réttláta meðferð hér var algert. Margir hafa verið hér árum saman í heljargreipum óvissu um örlög sín. Nú er íslenska þjóðin að upplifa mikla óvissu um örlög sín, því ættum við að geta fundið þann stað í hjarta okkar sem skilgreindur er sem samhygð og við ættum að sýna fólkinu sem hefur búið hér í ótta og smán vinarbragð og krefjast þess að það fái tækifæri á að hefja nýtt líf þar sem það þarf ekki að óttast pyntingar og hryllilegan dauðadaga. 

Ég styð þessa friðsamlegu leið Mehdi Kavyan til að fá athygli á þeirri ómennsku sem hann þarf að búa við hér og vildi með sanni að ég gæti gert eitthvað til að hjálpa honum og þessum örfáu manneskjum sem hér hafa sótt um hæli til að fá að vera hluti af samfélaginu okkar. Sendi þessu hugrakka fólki birtu og samkennd. En það er ekki nóg. Hvað get ég gert meira?


mbl.is Vill frekar deyja en snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þessu, það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnvöld fara með fólk sem hingað leitar.  Og fólk sem býr hér og starfar, líka ef út í það er farið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2008 kl. 14:01

3 identicon

Ég er svo yfir mig undrandi hvernig þið hugsið.  Ég veit  að á ykkur duga engin málefnaleg rök.  En ég er tilbúin að lóðsa ykkur  í gegnum Rosengarden í Malmö, Angered í Gautaborg og Södertalje í úthverfi Stokkhólms. Ekki má gleyma "LANDSKRONA" Eg get ábyggilega fundið fyrir ykkur lóðs í gegnum Ósló og  stærri borgir í Danmörku og í Bretlandi.  Svo í guðanna bænum hættið þessu röfli með "flóttamannaaðstoð".  Akurnesingar hafa gert meira en nóg af því í næstu 100 ár.  Kynnið ykkur stöðuna hjá þessu fólki sem þarna búa. Það er ekki til að hrópa húrra yfir.  Einhver læddi því að mér að vísir að "gettói" væri að fæðast í Breiðholti í Reykjavík. Þið þurfið kannski ekki að fara lengra en þangað.

Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Jóhanna Þórkatla - mikið er gott þegar rasistar opinbera sig á þennan hátt... þú er greinilega svo fávís kæra kona að gera ekki greinamun á hælisleitendum og flóttafólki, sem og innflytjendum. Við höfum ekki tekið á móti mörgum hælisleitendum hérlendis hægt er að telja þá í gervalli sögu okkar sem bananalýðveldis á fingrum einnar handar.

En kannski Jóhanna Þórkatla ættir þú að horfast í augu við að við erum nú að komast á skala við þriðja heims ríki varðandi skuldir og þá fara hinir íslensku flóttamenn að yfirgefa landið og varla gerum við kröfur um betri meðferð en við höfum boðið hælisleitendum upp á hér. 

Gleymdu nú ekki að heimsveldaþjóðir fóru ránshendi um margar þær þjóðir sem hafa þurft að sæta örbyrgð vegna þess arðráns sem þar var framið. Kynntu þér nú betur heimssöguna áður en þú ælir út úr þér fordómunum. Ég get ekki séð nein málefnaleg rök í þessu ógeðfelda skeyti þínu.

Birgitta Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:28

5 identicon

Ég bjó í Svíþjóð í 20 ár  og þar af 4 ár í innflytjendahverfi.  'Eg veit nákvæmlega mismuninn á flóttafólki og innflytjendum.  Þetta fólk aðlagast ekki vestrænni menningu, og verður sjálfkrafa útundan í samfélaginu., sem er að sjálfsögðu stærsta vandamálið.  Í þriðju málsgrein talar þú um heimsveldaþjóðir sem fóru ránshendi í nýlendunum og það er alveg rétt hjá þér,  það kemur þessum manni ekkert við.  Íslendingar voru ekki ein af þessum heimsveldaþjóðum sem fóru með rányrkju. Við eigum ekki að gjalda fyrir syndir annarra.   'Eg er rasisti,  en það kemur þessu máli ekkert við. Rétt er rétt.

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Heyr!

Ég skammast mín líka fyrir að búa í landi þar sem alvöru glæpamenn sleppa og koma meira að segja í sjónvarp til að segja okkur í málunum liggi. Halda þeir að við trúum þeim? Það vantar greinilega margar blaðsíður, ef ekki kafla, í þessa menn.

Ég er búin að horfa bæði á Jón Ásgeir, Björgólfana báða og Hannes Smárason, viljið þið vita hvað ég hugsaði: "Þessir menn eru einfaldlega heimskir! Og þeir hafa fengið að ráðskast með peningana okkar...!"

Stjórnmálamenninga væni ég hins vegar um annað en heimsku, þeir hafa sýnilega gleymt því fyrir löngu hvað heiðarleiki er. Ég held nefnilega að sumir þeirra að minnsta kosti hafi vitað það einhvern tíma.

Jóhanna, þú minnir mig á aðalsöguhetjuna í bókinni "Tryggðapantur" eftir Auði Jónsdóttur, sem ég las nýverið. Því miður er ég sammála þeirri niðurstöðu höfundar bókarinnar að þessari söguhetju sé ekki við bjargandi. Ekki í þessu lífi, að minnsta kosti.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.