Leita í fréttum mbl.is

Kannski gerist ég farfugl enn á ný

Miðjarðarhafið eða vestfirðir?Mér hefur tekist að lifa spart og náði að borga eina upp eina stóra skuld sem karlinn minn fyrrverandi skildi eftir handa mér fyrir nokkrum árum. Ég var að fara að skuldbreyta yfirdrættinum mínum þegar bankakreppan skall á, var komin með gott flæði verkefna og ákveðið jafnvægi í fjármálum. Vissi nákvæmlega hvað ég gat leyft mér en nú er svo komið að það eina sem ég get skorið niður er maturinn - því hafði nánast skorið alla aðra neyslu niður. Ekki gengur að losa sig við sparibílinn minn því þó lánin séu ekki ýkja há, þá hefur það hækkað um þriðjung. 

Ég var búin að taka ákvörðun um að flytja EKKI aftur frá landinu - hef alltaf fengið ákveðið óþol eftir að hafa búið hér í 3 ár. Var búin að ná því að vera hér í næstum því í 5 ár, sem er nýtt met hjá mér:)

Ég sé marga góða kosti við kreppuna og vona að fólk læri eitthvað af þessum hamförum. Ég mun ekki fara héðan nema ég sjái fram á að skapist óreiða í fjármálum mínum, vil ekki þurfa að lenda í fyrsta skipti á ævinni á vanskilaskrá. 

Þrjú á fjalliFinnst sárara en tárum tekur að hrægammar reyni nánast að sölsa undir sig allt sem tengist þessari kreppu. Mér finnst svo mikilvægt að við hættum að vera eiginhagsmunaseggir og þróum með okkur samkennd. Ég ætla því að nota yfirvofandi atvinnuleysi mitt til að sinna samfélagsmálum enn meir en ég hef gert og hvet alla sem lenda í þannig stöðu að hafa ekki vinnu að leggja sitt af mörkunum í endursköpun þessa samfélags, þá á ég ekki við að fólk fari að moka skurði, heldur miklu frekar að fólk nýti sér sköpunarkraft sinn til að byrja að móta í huga sér, hvernig samfélagi það vill búa við. 

Það er svo margt sem gleymdist eða trosnaði í góðærinu. Fjölskyldumynd sú sem ég ólst upp við er nánast ekki til. Það er búið að stofnanavæða börnin okkar og eldri kynslóðina. Fólk hefur unnið allt of mikið og oft án þess að þurfa - vinna til að fá meira af dóti sem endar í Sorpu. 

Ég myndi gjarnan vilja taka þátt í að búa hér til betra samfélag, ég veit bara ekki alveg um neinn vettvang - hef drifið mig á öll möguleg málþing og hugsprettur og borgarafundi og finn að þessu meira sem ég skoða samfélagið hér að aldrei hefur verið meiri þörf á að hreinlega byrja upp á nýtt. Henda út gatslitinni stjórnarfarsmyndinni og valdskiptingunni. 

Nú er verið að skipuleggja fleiri borgarafundi, mótmæli og málþing. Við getum öll tekið þátt. Samfélagið er okkar, samfélagið er við, hvernig viljum við hafa það. 

Ég verð að viðurkenna að mig langar ekki að fara frá eyjunni minni, enda er svo margt við hana sem ég elska, svo margt fólk sem mér þykir undurvænt um og náttúran hefur alltaf togað í mig. Ég vona að ég neyðist ekki til að verða efnahagslegur flóttamaður í framandi landi:)


mbl.is Möguleiki á landflótta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég skil sjálfan mig ekki. Ég er erlendis en vil koma heim. Það eru svo mörg tækifæri, við getum skapað nýtt þjóðfélag. Ég vil ekki vera áhrifalaus og gagnslaus í útlandinu meðan þjóðin er að berjast um. En þetta var mitt val á sínum tíma.

Endilega notaðu www.nyjaisland.is til að punkta niður hugmyndir. Notum það til að skipuleggja mótmælafundi og framtíðina. Höfum það að markmiði að vera orðin 1000 fyrir ármót svo við skiptum máli!

Allavega, gangi þér vel með allt sem þú tekur þér fyrir hendur. :o)

Villi Asgeirsson, 31.10.2008 kl. 09:03

2 identicon

Mér þykir þetta svoltið fróðleg lesning, þessi pæling um Ísland bæði hvað varðar stjórnarfar og búsetu.  Ég var orðin 29 ára þegar ég flutti fyrst frá Íslandi og er fertug á þessu ári, einu sinni árið 2003 þá flutti ég til Íslands, taldi mér trú um að ég saknaði landsins bláa.  Þegar ég var búin að vera þar í 10 mánuði þá fékk ég nóg og flutti úr landi aftur.

Ástæður eru þessar helst, yfirborðsmennska er að drepa íslendinga, þessi hugsun ég er betri en þú (þú átt allavega að halda það) virðist vera landlæg og fólk byggir allt sitt sjálfsmat á eignum, húsi, bíl, fötum og innbúi.  Vinna og vinnustaður þrífst á klíkuskap og launaleynd sem gerir samstarfsfélagana tortryggna.  Samfélagið byggist í heild upp á klíkuskap og fjölskyldutengslum þar sem hæfni kemur bara ekki málinu við heldur vensl.  Manngildi er eitthvað orð sem íslendingar þekkja ekki og alls ekki merkinguna. 

Svo komst ég að því að í veröldinni eru fullt af dásamlegum stöðum sem eru ekki síðri og margir betri en okkar auða Ísland, í viðtölum við fólk sem hefur komið til íslands og líkaði ágætlega við ferðalagið hef ég enn ekki hitt manneskju sem ætlar að fara þangað aftur eða langar þangað aftur, þar er nú allt aðdráttaraflið, það er alveg nóg að sjá hraunbreiður einu sinni, og núna í kreppunni held ég að það eigi eftir að koma í ljós ef útlendingar fara að koma í stórum stíl til landsins að þeir eru að koma til að versla ódýra krónuvöru en ekki til að sjá dásemdina "Ísland best í heimi".

Sendi ég baráttu kveðjur til allra sem hafa ákveðið að eyða ævinni í telja sjálfum sér trú um að hvergi annarstaðar sé hægt að búa og hafa ákveðið að eyðileggja fyrir sér lífið með því að hanga á horriminni á hjara veraldar borgandi skuldir fyrir klíkuna og hennar ættingja.

Kveðja,

Katala (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:32

3 identicon

Hvar ætli sé best að biðja um hæli sem efnahagslegur flóttamaður?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Dorje

Áhugaverð pæling hjá þér Birgitta og einnig það sem Katala skrifaði. Ég þrífst ill í efnishyggju og yfirborðsmennsku þjóðfélagi, kannski þess vegna sem mér líður oft eins og útlendingi hér á Íslandi.........þarf eiginlega ekki að bæta neinu við það sem þið skrifuðuð,,,,,,,er svo sammála ykkur!!!

Dorje, 31.10.2008 kl. 11:41

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

góð færsla hjá þér og umhugsunarverð. ég er mikið með hugann heima þessa dagana. ég er sátt við þann stað sem ég hef valið að búa á (DK) og hef verið það frá upphafi en ég á heima á báðum stöðum. mín upplifun er að þjóðernishyggja sem er aðskilnaðarstefna, að skilja sig frá öðrum og sennilega er það sem íslendingar þurfa að skoða. við erum ekkert betri en aðrir, við erum í raun hluti af öllum öðrum hvorki betri né verri. íslenskt þjóðarstolt er ekkert skárra í þjóðarstolt ameríkana sem við oft erum að æla yfir.

Ljósakveðjur frá Lejre

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 11:47

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Góður pistill og og samansafn af gáfulegum svörum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 31.10.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Kári Harðarson

Takk fyrir gott blogg og athugasemdir, öll sem skrifið hér.  Það er fullt af góðu fólki á Íslandi, verst hvað gott fólk er oft hljóðlátt !

Kári Harðarson, 31.10.2008 kl. 12:42

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hér er best að vera en veðrátta og vegalengdir gera blönkum erfitt fyrir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.10.2008 kl. 13:51

9 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Ég hygg á vetursetu og að fá mér sængurföt í Fánalitunum.  Fram að jólum mun ég borða ristað brauð með reyniberjasultu og eftir jól og til vors mun ég gæða mér á gómsætum eplum, sem ég mun deila með bræðrum mínum skógarþröstunum.  Með vorinu hygg ég á að ferðast til Norðurpólsins og stofna þar banka.  "The Northern Bank Of Joy" sem á að vera svona veðmálabanki, tengdur keppnum á Íslandi, t.d. hver er heimskastur á Íslandi.  Hver er gáfaðastur í Sjálfstæðisflokknum.  Hver af útrásarvíkingunum var með bestu hárgreiðsluna.  Hver er mesti Júdasinn.  Hvor er skemmtilegri Björn Bjarnason eða Davíð Oddsson.  Er rétt að reisa olíuhreinsunarstöð í miðborg Reykjavíkur....

Máni Ragnar Svansson, 31.10.2008 kl. 18:41

10 identicon

Ég er islendingur og bý erlendis, flutti brott af personulegum astæðum fyrir meira en 15 arum (sem betur fer) Saknaði lengi fjölskyldu og kunningja og að tala íslensku, kom samt heim venjulega einusinni á ari. Saknaði líka lengi nattúrunnar en sá svo að hún breyttist ekki og væri alltaf þarna þegar eg kæmi heim (eg tala ennþá um að koma heim) en kynntist svo nýrri náttúru. Bý i fyrrum sovétlandi sem er i ESB. Hef það gott og horfi með hryllingi heim til gamla landisns. Her a eg og konan min stort hus i fallegum strandabæ úti a landi og íbuð i höfuðborginni. Við rekum 2 verslanir og eigin framleiðslu án þess að vera "rík" (eigum ekki fótboltalið,) Ég hugsa að ef íslandi hefði verið stjórnað a rettan hátt væru margir í sömu sporum heima...en eitthvað klikkaði, ég fann það í heimsóknum heim s.l. 6-7 ár. svo það sem gerðist kom mer ekki a óvart !

Vona að  það verði til ísland i framtíðinni

sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:54

sigurður örn brynjolfssons (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:55

11 Smámynd: Heidi Strand

þetta er góð hugvekja.
Ég get alveg þola mögur ár, en ég hef áhyggjur af þjóðarsálinni. Þess vegna er svo mikilvægt að efla samkenndinni.
Við höfum öll eitthvað til að gefa hvort öðru. Nú er ekki lengur bara ég, heldur við.
Hittumst á Austurvelli í dag kl. 15

Heidi Strand, 1.11.2008 kl. 00:37

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þakka fyrir öll kommentin... mun finna tíma í kvöld til að svara þeim... of mikið að gera við að undirbúa byltinguna:) sér í lagi þessa innri.

Birgitta Jónsdóttir, 1.11.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.