Leita í fréttum mbl.is

Kalla eftir upplýsingum

Maður heyrir misjafnar sögur um hvort það sé þjóðinni til heilla eða bölvunar að taka upp Evru og ganga í  ESB. Ég kalla eftir haldbærum rökum á mannamáli með eða á móti.

Síðan finnst mér rétt að við göngum upplýst og óhrædd að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.


mbl.is Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er einkennilegt að ekki hafi mátt ræða málin af fullum krafti. Sjálfstæðisflokkurinn segir enn að „ekki sé tímabært“ að ræða málin. Þessi tugga er búin að hljóma í mörg ár. Það fást aldrei svör við öllum vangaveltum fyrr en að þjóðin byrjar aðildarviðræður. Svo einfalt er það. Sjálfur er ég löngu genginn í ESB. Bæði í gegnum EES (eins og öll þjóðin) og svo hef ég hlotið 4 verkefnastyrki þaðan.

Við erum ekki fullvalda með EES samninginn í fullu gildi en lítil sem enga möguleika til þess að hafa áhrif á regluverk hans. Það er smíðað í ESB og sent hingað. Við eigum ekki einu sinni áheyrnafulltrúa á sumum stöðum. Hvað eru menn svona hræddir við. Að smákóngaveldið hrynji. Flokkspólitíska úthlutunarkerfið fyrir dómskerfið, Seðlabanka ofl??

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.10.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Sæl Birgitta. Þeir sem vilja ganga í Evrópusambandið hafa oft bent á eftirfarandi hluti;

- Við erum 80% í sambandinu (skv. þeim sem sjá um aðildarsamninga við nýjar þjóðir), þau 20% sem eru eftir snúa að landbúnaðinum og evrunni.

- Þær breytingar á Landbúnaðinum sem verða við inngöngu í ESB þýðir að innflutningur á matvælum frá Evrópu verður frjáls, og matvælaverð mun því lækka um 25%

- Bændur munu fá aðgang að styrkjakerfi ESB og því mun hagur þeirra ekki versna

- Við upptöku evru mun verðbólga minnka verulega, og öll viðskipti auðveldast

- Þegar evra hefur verið tekin upp þá fyrst er hægt að leggja niður verðtryggingu, kerfið sem leggur verðbólguna við lánin okkar þannig að húsnæðislán er t.d. að hækka um allt að 35% á þessu ári.

og margt fleira. Pistill Guðmundar á Eyjunni var ágætur um þetta mál; http://gudmundur.eyjan.is/2008/10/hva-gerist-me-inngngu-esb.html

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.10.2008 kl. 08:39

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þeir sem eru á móti hafa sagt að við missum sjálfstæðið okkar, en virðast þar horfa fram hjá því að við erum alltaf að deila fullveldi okkar með öðrum; t.d. með því að samþykkja sáttmála Sameinuðu Þjóðanna, taka þátt í WTO, NATÓ og fleiru. Einnig erum við nú þegar að taka upp mestan part af gerðum Evrópusambandsins í gegnum EES.

.

Ein falsrökin eru að við munum missa yfirráð yfir auðlindunum okkar við inngöngu í ESB, en það er bara hreinlega ekki satt. Evrópusambandið er með sameiginlega auðlindarstefnu, sem var mótuð um leið og sambandið var stofnað sem "Stál- og kolabandalagið". Á þeim tíma var þetta hugsað til að hafa yfirumsjón með sameiginlegum auðlindum í Evrópu, eða þeim auðlindum sem tvær eða fleiri þjóðir deila á milli sín því þær eru t.d. á landamærum þeirra eða fiskurinn gengur milli lögsagna þeirra. Hér á Íslandi eru hinsvegar 85% af fiskistofnunum staðbundnir, þannig að við deilum þeim ekki með neinum. Hin 15% semjum við nú þegar um við Evrópusambandið og fleiri. Þetta þýðir að við munum ein sitja að þessari auðlind, sem og öðrum hér á landi eftir inngöngu í Evrópusambandið - sama hvað andstæðingar aðildar segja.

.

Til þess að fá endanlega úr þessu öllu skorið ætti auðvitað bara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá er hægt að ræða þessi mál með aðildarsamningana í höndunum, og öllum spurningum okkar hefur verið svarað. Við töpum ekkert á því að sækja um, og því ætti að gera það sem fyrst.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 28.10.2008 kl. 08:46

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk kærlega Jónas Tryggvi og Hjálmtýr, fyrir þessar upplýsingar, ég hef heyrt svo margt misvísandi um þessi mál að ég verð að viðurkenna að þetta er allt komið í hrærigraut í hausnum á mér:)

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er ekki hægt að fá svona skjalfast eða naglfast

Jón Snæbjörnsson, 29.10.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.