Leita í fréttum mbl.is

Upplyfting

Ég vil byrja á að þakka þeim innilega fyrir sem stóðu að þessum fundi. Það er mikil vinna að skipuleggja svona og mér finnst eitthvað fallegt og gott við sjálfsprottna hluti sem sýna að það er enn lífsmark með lýðræðisvitund þjóðarinnar.

Mér fannst erindin öll annað hvort góð eða afar upplýsandi og hlakka til þegar þau verða sett inn á YouTube svo aðrir hafi tök á að heyra þau. Það munu verða fleiri svona fundir var okkur tjáð og það er frábært. 

Það ætti að vera þeim eina ráðamanni sem var eitthvað púað á ágætis áminning að fólk er ekki sátt við vinnubrögð hans - það sem fór fyrir brjóstið á fólki var að hann byrjaði á að varpa ábyrgðinni á bankahrunið erlendis. Fólk vill að einhver hafi dug og hugrekki til að viðurkenna mistök sín, það bera allir stjórnaliðar ábyrgð, rétt eins og við öll, því ríkið er jú við. Fólk ber vitaskuld mismikla ábyrgð og þarf þar að leiðandi að axla hana. Það að Illugi vildi ekki gangast við neinni ábyrgð hleypti illu blóði í fólk og ég skil það mæta vel. Síðan virti hann ekki þann tíma sem allir fengu til að tjá sig og það voru mistök hjá honum. 

Ég hef ekkert út á þennan fund að setja, fannst mikið af áhugaverðum punktum hafa komið fram og gott að heyra almenning tjá sig og tala saman á fundi sem slíkum. Mér fannst það hugrekki hjá fólki að tala og mér fannst það líka hugrekki hjá stjórnarliðum að láta sjá sig og bjóða fólki að spyrja. Næst finnst mér þó að þeir sem stjórna þessum þjóðarbúskap ættu að láta sig hafa það að mæta okkur - þeir eru jú að vinna í umboði okkar og eiga að svara kalli okkar og koma niður úr fílabeinsturnum sínum.

Það voru EKKI gerð hróp og köll að þeim 10 alþingismönnum sem voru þarna, aðeins að Illuga sem passaði sig ekki á að við vildum fá að heyra auðmýkt og vott að iðrun fyrir óráðsíuna.

Ég fór heim með von í hjarta og löngun til að gera meira, vona að það verði skapaðir óflokksbundnir fundir, þar sem fólk getur unnið að því hvernig við viljum að hið nýja Ísland verði. En fyrst elsku þjóðin mín verðum við að skoða hvaða þátt við áttum í fallinu, því samfélagsvitund okkar virðist vera jafn fúin og inniviðir samfélagsins. Við erum samfélagið og við getum breytt því með því að leggja eitthvað af mörkunum.


mbl.is Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil meina að bankakreppan sé ekki mér að kenna. Hún er þeim að kenna sem fóru með peningana okkar úr landi og keyptu sér bæði hús og snekkjur fyrir þá. Þoli heldur ekki skrílslæti.

Guðrún (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég kom íka heim með þessa innri tilfinningu um að vilja gera eitthvað meira. Bjóða mig fram til verka...vera með í að móta nýtt samfélag. Hvernig veit ég ekki ..en eitt veit ég. Að nú er tækifærið og við eigum að nota það vel.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 08:29

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Bankakreppan er okkur að kenna upp að því marki að við sinntum ekki okkar borgaralegu skildum, heldur hélt fólk áfram að kjósa yfir sig sama fólkið aftur og aftur þó blikur væru á lofti og oft og einatt væri gengið þvert á vilja þjóðarinnar í stórum málum. Þó viðvörunarbjöllur væru allsstaðar þá gerði almenningur ekki neitt, og er enn að gera ekki neitt sem sýnir þeim sem horfðu fram hjá þeirri vá sem að okkur steðjaði. Við megum ekki gleyma að VIÐ erum ríkið, mátturinn og dýrðin:) Við erum ekki valdalaus ef við stöndum saman.

Katrín, ég er svo innilega sammála þér... ég held að nú sé tími fólksins sem hefur ríka samfélagsvitund - eins svo fjölmargir sem saman voru komnir í gær - til að koma með lausnir og tillögur sem eru til velfarnaðar fyrir allt samfélagið, við erum enn að falla og það er enn eitthvað í að við getum hafið uppbyggingu og upprisu en þetta er góður farvegur til að búa til það samfélag sem við þráum og dreymum um. 

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 08:39

4 identicon

Ég hlakka til að sjá eitthvað frá þessum fundi á youtubbbinu, og þakka þér fyrir að reporta frá honum, enn einu sinni sannast, að lítið er að marka fjölmiðla, þeir eru enn í þeim gír að spúa bara út súpu sem almannatengslafulltrúar hafa soðið saman.  Upplýsingarnar frá þeim hafa stýrimarkmið, eins og seðlabanki, stýrimarkmið á skoðunum, í stað þess bara að segja frá og upplýsa, sem ætti að vera markmið fjölmiðla.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:51

5 identicon

 Birgitta: "Bankakreppan er okkur að kenna upp að því marki að við sinntum ekki okkar borgaralegu skildum.."

Þegar ég heyri menn í fjölmiðlum í örvæntingu kalla á það að "þeir" læri nú eitthvað á þessu, þá tel ég það villigötur.

Það er fólkið sjálft sem þarf að læra, læra að treysta ekki "sérfræðingum", fólkið þarf að hafa annað augað á því sem er að koma frá alþingi, og hlaupa af stað í mótmæli, strax og þeir byrja að sveigja af leið.

Við þurfum að veita þeim aðhald, þeir mega ekki fá að treysta því að stóra skepnan sé vel sofandi, þeir þurfa að heyra urrið í okkur utan af austurvelli :P

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:53

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

nákvæmlega við verðum að taka okkur valdið aftur seniour gullvagn... hed að það sé mikilvægt að almenningur axli þá ábyrgð að hafa sofið á verðinum, ég er alls ekki að kenna neinum um en það er hluti af bataferli og þroska að viðurkenna mistök sín og bresti:) gera innri hreingerningu og lýðræðis og samfélagsvitund okkar var bara nánast horfin... við þurfum að læra af þessu og taka þátt í þessari samfélagsmótun og viðreisn sem þarf að eiga sér stað... mæli með því að allir skrifi niður hvaða breytingar þeir vilji í samhenginu og lífi sínu...

Skorrdal gæti ekki verið meira sammála þér:)

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 508719

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.