Leita í fréttum mbl.is

Argaþras vs innri friður

Ég er snillingur að koma mér í vandræði og hef fengið duldar hótanir um kærur á mig fyrir að birta bréfið hennar Arnþrúðar... því ætla ég að fjarlægja allt af blogginu er tengist henni og nenni ekki tala um þetta, vil frekar beina kröftum mínum í eitthvað uppbyggilegt og ætla að drífa mig á borgarafund klukkan 20 í IÐnó...

lifi byltingin innra með okkur...

svona til útskýringar þá er þetta ástæðan fyrir að ég lokaði fyrir færslurnar:

"Sæl Birgitta. Ég veit ekki um hvað málið snýst nema það sem kemur fram á bloggi þínu. En ég vil benda þér á að þú ert að brjóta lög um persónuvernd í tvígang. Fyrst með ummælum um að Arnþrúður hafi reynst mömmu þinni illa. Ef þú getur ekki sannað það fyrir dómi þá má búast við að það verði dæmt sem rógburður og þú krafin skaðabóta. Í öðru lagi með því að birta einkabréf á bloggi þínu.

mér sýnist þetta ekki viturlegt hjá þér og kalla yfir þig skaðabótaábyrgð og sennilega það að moggabloggið er í fullkomnum rétti að loka blogginu þínu ef Arnþrúður snýr sér til þeirra.

þú skalt leita til persónuverndar á personuvernd.is og spyrjast fyrir. fólkið þar gefur góð svör um hver réttarstaða þín er."

27. okt. 2008 17:42 
 
mér finnst mikilvægt að við einbeitum okkur að þeim brunarústum sem samfélag okkar er. ég ætla að athuga hvort að það sé eitthvað til í því að ég megi ekki birta tölvupóst áður en ég set bréfið aftur inn.. en svo er líka mikilvægt að muna að núna er tími þar sem öll okkar sem viljum breytt samfélag gerum allt sem við getum til að leggja drög á því, að eiga í argaþrasi við Arnþrúði eða aðra á opinberum vettvangi en bara eitthvað svo tilgangslaust. En það er vissulega skoðandi sem ég hef heyrt að láta athuga hvort rétt sé að hún tali illa um og fari með rógburð um fólk á útvarpstöð þeirri sem hún hefur umsjón yfir...ætli það sé ekki líka brot á persónuvernd samkvæmt því sem Salvör heldur fram?
 
Gaman væri ef einhver lögfróður gæti upplýst mig um þetta....
 
með björtum kveðjum 
birgitta
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sjáumst á Borgarafundi Birgitta mín. Þú ert alvöru manneskja.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Stríða

Var það ekki hún sem hótaði þér? Vá hvað konan er klikkuð!!!!

Stríða, 27.10.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Heidi Strand

Gott hjá þér Birgitta.

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 19:58

4 identicon

láttu hana ekki hræða þig. En þitt er að velja

alva (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:14

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það var alveg hárrétt hjá þér, Birgitta, að birta tölvubréfið frá útvarpsstjóra Sögu. Það á að svipta tjöldunum frá svona yfirgangsliði eins oft og kostur er.

Við stöndum öll með þér.

Jóhannes Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skil þig

Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:27

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Birgitta mín; Varst það ÞÚ sem sendir ARNÞRÚÐI KARLSDÓTTUR einstaklega rætið og ógnandi hótunarbréf í tölvupósti um hánótt ?

Þar sem lokaorðin voru:  "ÞETTA VERÐUR ÞÉR DÝRKEYPT. AK" 

Nei, það var víst öfugt.   Og samt er HÚN að koma til ÞÍN frekari hótunum -um kærur fyrir að segja frá !

  Er þetta ekki sama konan og er búin að vera endalaust lesandi tölvupósta, sem fæstir hafa nú fengið að sjá og komast ekki í hálfkvisti við hennar eigin skrif,  í beinum útsendingum á Útvarpi Sögu árum saman ?

Ég hefði nú bara sagt eins og Clint forðum daga: "Make my Day".

Áfellist þig þó ekki fyrir að taka þetta út.  Það þarf sterk bein til að vera rægður linnulaust í heilli útvarpsstöð árum saman. Eða hótað slíku.  Ekki hefur þú unnið til þess, frekar en svo margir aðrir sem fyrir því hafa orðið.

Það hefði samt verið áhugavert á hvaða grunni kæra Arnþrúðar á hendur þér hefði verið byggð... 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 21:42

8 Smámynd: Heidi Strand

Hildur Helga
Málpípu A.K.í athugasemdirnar var Salvör.
Það hefur greinilega ekki allir hlustað á þessa fræga útvarpstöð.
Sennilega ekki persónuvernd.

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 22:43

9 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég hefði gjarnan viljað sjá þessa færslu þína. Í sumar skrifaði ég færslu um Útvarp Sögu og  það var engu líkara en að ég hefði framið helgispjöll. Pétur vinur hennar hringdi í mig seint um kvöld til að skammast og spyrja mig hvaða hvatir lægju að baki. Það má enginn finna neitt að henni eða útvarpsstöðinni án þess að hún og hennar lið fari á límingunum. Mér þætti annars fróðlegt að vita hvort fjármál stöðvarinnar lúti lögum og reglum þar um. Hún stundar stöðugar sníkjur af hlustendum sem svara því kalli ágætlega. Svo selur hún það sem ég kalla veiðileyfi á þessa hlustendur sína.  Seljendur á allskyns lífselexírum eru með "heilsuþætti" á stöðinni þar sem þeir mæra sínar vörur sem allra meina bót án þess að það komi nokkurn tíma fram að þetta eru hreinar auglýsingar.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:54

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Vonandi hverfur þessi færsla ekki heldur eins og dogg fyrir sólu.  Er hissa á Salvöru að blanda sér í málið með þessum hætti.  Vissi ekki að hún væri lögfræðimenntuð og skil ekki alveg hvaðan hennar áhugi kemur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 23:32

11 identicon

Segi það líka, steinhissa á henni Salvöru að brefðast svona við.

Baráttukveðjur!

alva (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:40

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mér finnst Útvarp Saga vera nauðsynleg í íslenskri umræðu og gegnir mjög mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðfélagi við koma fjölbreyttum sjónarmiðum að.

Hvað finnst ykkur um að það þegar stjórnvöld kalla til helstu fjölmiðla landsins þ.e. Morgunblaðið, Fréttablaðið og Rúv til að samræma fréttaflutning af bankahruninu?  Það var gert á leynifundi í Háskólanum í Rvík.

Er nú tími til þess að rífa niður þá sem sýna þessu eitthvert andóf s.s. Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Umræðan spannst út af því að Arnþrúður tók til máls á mótmælafundi við Ráðherrabústaðinn og fór á kostum. Þessi ræðuhöld virðast hafa verið í meiri óþökk annarra mótmælenda en stjórnvalda sjálfra.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Sigurjón Þórðarson, 27.10.2008 kl. 23:54

13 identicon

Friður sé með yður og það skal heita góður siður

kærar fjósakveðjur

Brúnkolla (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 23:55

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hm, það er eins og mig minni að bróðir hennar Salvarar hafi sætt dómi fyrir meiðyrði...

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 04:42

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það sem ég á við er að kannski er óþarfi að leggja bréf hennar út á versta veg. Hugsa að hún hafi nasasjón af því hvernig svona mál ganga fyrir sig í gegnum bróður sinn. Og eins og menn hafa bent á hér mun Adda Karls vera skæð og óvægin.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 05:31

16 Smámynd: Heidi Strand

Greta það er ekki bara hvað sagt er og skrifað, en hvernig.

Stundum er eins og að fá blauta tusku í framan og stundum er hellt skolpi yfir manni. (Ég er ekki að tala um ákveðin einstakling í þessu tilviki.)

Heidi Strand, 28.10.2008 kl. 06:24

17 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk öll fyrir að láta ykkar skoðun í ljós. Kannski að ég birti bréfið aftur, enda hef ég fengið svo margar áskoranir til þess. Það er vont að fá svona hótanir en ég hræðist svo sem ekki neitt. Veit að hún sjálf hefur notað persónulega tölvupósta í sinni útvarpsstöð og hef það frá fyrstu hendi fyrrum starfsmanns útvarpsstöðvarinnar.

Seint vill ég láta kalla mig gungu eða heigul.

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 07:02

18 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sigurjón, auðvitað finnst þér útvarp Saga mikilvægur miðill enda er þessi stöð málgagn frjálslynda flokksins...

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 07:02

19 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég er sammála því sem þú skrifar um útvarpsstöðina Þóra. Þegar ég sagði eldri syni mínum frá því að ég hefði lokað fyrir færlsuna í gær var hann sleginn... fannst eins og þessar hótanir væru ofbeldi sem ekki ætti að líðast ... það er eiginlega fyrir hann sem ég ætla að opna færsluna - vil ekki að hann lifi í heimi þar sem hann fær þau skilaboð að maður óttist sannleikann.

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 07:07

20 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Varðandi fjölmiðla og auglýsingar: þá er það ljóst að útvarp saga er alls ekki eini miðillinn sem misnotar stöðu sína og þurrkar út mörkin á milli fjölmiðlun og auglýsinga. Þetta er víðtækt, enda var það til dæmis þannig á blaðinu þegar ég var að vinna þar að maður hafði oft á tilfinningunni að það væri ekki ritstjórnin sem væri við stjórnvöldin, heldur auglýsingadeildin.

Sú staðreynd að alþingismenn og fyrrum, styðji þessa stöð gagnrýnilaust vegna þess að þeir hafi greiðan aðgang að henni finnst mér vítavert.

Ég vil líka taka það fram að á útvarpi sögu eru einstöku þættir sem eru unnir af ágætu fólki, ég ætla ekki að draga fólk í dilka, en eins og aðrir hef ég orðið vör við mikla mannfyrirlitningu og persónulega níð á fólk sem hefur ekki tök á að verja sig, sem engum er sómi að hafa til útvörpunar til annarra.

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 07:12

21 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Minni bara á það hér, af gefnu tilefni, að ég fór alla leið með mál gagnvart Arnþrúði Karlsdóttur vegna vangoldinna launa -sat undir hrikalegum ærumeiðingum í dómssal í heil tvö ár- og öðru eins í beinum útsendingum í Útvarpi Sögu á sama tíma. 

En vann málið.  

Í miðju réttarhaldi fyrir Héraðsdómi hótaði hin ávallt vel fyrirkallaða Arnþrúður Karlsdóttir m.a.s. dómaranum því, í vitna viðurvist, að "nú yrði sko talað um hann á Útvarpi Sögu".

  Nú reynir hún allt til að koma sér undan því að greiða það sem þó er búið að dæma hana til að borga.  Mætir ekki, svarar ekki osfrv.

Það mun hún þó ekki geta gert til lengdar, því enn eru þó til einhver lög í þessu landi. 

 Þangað til getur Arnþrúður dundað sér við að senda ljóta tölvupósta til fólks sem á ekki slíkt skilið.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 07:19

22 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þú ert nú líka alger hetja Hildur mín:) þekki sögu þína við sögu og fagnaði þegar þú vannst málið enda borðleggjandi... ég birti bréfið aftur:)

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 07:39

23 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Jess !

Reyndar var frásögn þín af fundinum alveg frábær, þannig að hún ætti nú að fá að koma aftur líka.  það mun væntanlega gleðja þá mörgu sem þar voru, höfðu greinilega sömu tilfinningu og þú og kommenteruðu  -þó að ekki væri ég í þeim hópi. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 08:02

24 identicon

Frábært Birgitta, ekki láta kúga þig!!

alva (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:06

25 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvernig er það Birgitta viltu banna ákveðna þætti á Útvarpi Sögu vegna þeirra skoðana þar koma fram?

Ég á það ráð ef mér leiðast einhverjir þættir hvort sem þeir eru í sjónvarpi eða útvarpi að slökkva á tækinu.

Sigurjón Þórðarson, 28.10.2008 kl. 11:01

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér fyndist það rétt af þér að endurbirta bréfið - ef þú er tilbúin að fá á sig ákæru um meiðyrði frá Öddu Pöddu. Kannski gott að gera sér grein fyrir þeirri hættu fyrirfram, þar sem konan er herská, skilst manni, ég hlusta aldrei á Sögu.

Ég fæ ekki séð að þú segir neitt ægilegt um hana, ef þetta fær allt staðist sem þú segir (sem ég efast ekki um), ásakanir þínar voru settar fram á mjög hófstilltan hátt.

Kannski hún klagi mig fyrir að kalla sig Öddu Pöddu?!

Ég hitti mömmu þína þegar hún afgreiddi föt á Hverfisgötunni og spjallaði við hana dágóða stund, það var í eina skiptið sem ég hitti hana eftir að hún varð fullorðin. Það var gaman, hún  bekkjarsystir systur minnar í Hveragerði og pabbi minn var held ég heimilislæknirinn þeirra, nei ætli hann hafi ekki verið að leysa Magnús héraðslækni af þegar hann kom í vitjun og læknaði mömmu þína af höfuðverk og sagði ömmu þinni að gefa henni sterkt kaffi að drekka, sem mömmu þinni fannst brilljant, þar sem hún elskaði sterkt kaffi, eins og þú líklega veist.

Mamma sagði mér frá því að einu sinni æfðu þær heima hjá okkur, mamma þín og systir mín, lag sem þær ætluðu að syngja á skólaskemmtun. Mamma skipti sér ekkert af þeim og lagavalinu, en hringdi í skólastjórann og bað hann að skoða hvað þær væru að gera, vegna þess að henni fannst textarnir of klámfengnir fyrir litlar stelpur að syngja. Ég veit svo ekki hvort þær féllust á að syngja eitthvað annað, eða hvort þær hættu alfarið við, ég var ekki nema 7-8 ára þegar þetta var og man ekkert eftir þessu.

Ég var líka ljósálfur smá tíma hjá ömmu þinni, en var ekki nógu dugleg að mæta, ég gleymdi alltaf hvenær fundir voru, og hætti þegar ég fékk skömm í hattinn frá henni. Fór samt minnir mig einu sinni með þeim að syngja á elliheimilinu.

Hélt kannski að þú hefðir gaman að heyra um lífið í Hveragerði í denn. Eflaust hefur móðir þín sagt þér ýmsar fleiri sögur þaðan.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 11:58

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Birgitta ég missi af öllu.

Sá að það var verið að hóta þér.  Hvað er í gangi eiginlega?

Knús á þig dúlla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 12:31

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú þekki ég þetta mál ekkert... en skil það svo að þú hafir fengið umrætt bréf eða tölvupóst.

Mér finnst skrítið ef td. ég fæ bréf eða tölvupóst... að ég megi þá ekki gera það við bréfið sem mér sínist.  Eftir að bréf kemur í póstkassann hjá mér eða tölvubréf kemur í e mail hólfið í tölvunni minni... þá er það mín eign.  Eg hlít td. að ráða því hvort ég birti það, brenni eða eyði... eða geri bara hvað sem er við það.  Mér finnst það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2008 kl. 15:24

29 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég setti bréfið aftur inn á vefinn - það er undir fyrirsögninni arnþrúður hótar mér... ef hún vill fara í meinyrði eða mogginn að loka á mig án viðvörunar þá verður bara að hafa það:)

bréfið var bara þess eðlis að mér fannst réttast að birta það, enda um hótun að ræða.

Jenný mín ég skrifa þér bara prívat - veit ekki hver les bloggið.

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:30

30 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Gréta mín, þakka þér fyrir þessa skemmtilegu sögu, er einmitt að fara að safna sögum í æviminningabók um mömmu:) fæ kannski að vera í bandi við þig síðar út af því?

Birgitta Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:33

31 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þér er velkomið að gera það, Birgitta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:35

32 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Go Girl !  -og ekki láta þetta stressa þig.  Þetta er bara funfunfun.

Bað Salvöru um að endurbirta bréfið sem hún sendi þér á sínu bloggi. Eitthvað er hún treg til þess, en gerir þó væntanlga á endanum.

Enda búin að taka mig í drjúgja kennslustund í blogg-manners... 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 17:57

33 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Úff Arnþrúður og ÚFF Útvarp Saga...... smart combo eða hitt þá heldur

Heiða B. Heiðars, 28.10.2008 kl. 19:33

34 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Grétar Eir; Nú hló marbendill !  Hann Hallur minn er náttúrulega bara snilli.  (Og það meina ég í einlægni því við deildum skrifstofu á Mogganum fyrir margt löngu)

"Ummæli aldarinnar" -sammála.   Fer hlæjandi í háttinn.  Góða nótt.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.