Leita í fréttum mbl.is

Gullmoli dagsins

Síðasti seðlabankastjóri var skipaður af mér, ég man ekki betur en að það hafi verið gert á faglegum forsendum,“ svaraði Geir H. Haarde spurningu blaðamanns um hvort næsti seðlabankastjóri yrði ráðinn á faglegum forsendum.

Spyrillinn vitnaði í áskorun starfsmanna Seðlabanka áður en Davíð Oddsson var ráðinn, en starfsfólk bankans var víst svo ferlega frekt að vilja að nýr seðlabankastjóri yrði ráðinn á faglegum forsendum.

En Geir er sannfærður um að það hafi verið faglegt að ráða sinn fyrrum yfirmann í þessa stöðu þegar hann tók við hans stöðu. Síðan komst Geir í þá skemmtilegu stöðu að verða yfirmaður Davíðs. Það að hann væri ekki sérfræðingur í fjármálum er aukaatriði þegar hægt er að hygla að sínum fyrirmyndum. 

Vá, hvað þetta er bara of mikil sifjaspell til að ég þoli að horfa fram hjá þessu lengur. Hvað vorum við að spá, að æmta ekki og skræmta þegar spillingin var svona rosalega augljós.

Lifi bananinn!!!!


mbl.is Óska formlega eftir aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar felst útúrsnúningur í þessum orðum Geirs því hann „endur-skipaði“ Ingimund Friðriksson síðast í starf seðlabankastjóra. Starfsferill Ingimundar er svona samkvæmt vef „Stofnunar Leifs Eiríkssonar“:

Ingimundur Fridriksson
Ingimundur Friðriksson er einn þriggja bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann lauk BA próf í hagfræði frá University of South Florida 1973 og MA prófi í hagfræði frá University of Virginia 1975. Hann hóf störf hjá Seðlabanka Íslands 1975 þar sem hann hefur sinnt magvíslegum störfum. Hann varð aðstoðarbankastjóri 1994 og var settur bankastjóri 2002 – 2003. Árið 2006 var hann skipaður bankastjóri til sjö ára. Hann hefur í tvígang starfað við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (The International Monetary Fund) í Washington DC, sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra 1982-1984 og sem fulltrúi í framkvæmdastjórn sjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og síðar einnig Eystrasaltsríkjanna 1991 – 1993. Hann situr í stjórn Fjármálaeftirlitsins og hefur einnig verið formaður fjármálanefndar Norðurlandanna (The Nordic Financial Committee) og fjárhagsnefndar Norður- og Eystrasaltslandanna (The Nordic Baltic Monetary and Financial Committee).

Helgi Jóhann Hauksson, 24.10.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

að ráða Davið hafi verið faglegt?

og ekki var það laglegt

Brjánn Guðjónsson, 24.10.2008 kl. 21:37

3 identicon

Það kemur ekki á óvart að íslenskur forsætisráðherra hafi sinn prívat skilning á orðinu fagmennska. Það er löngu búið að slátra fagmennsku hér á landi. Ég sat á fræðsluráðstefnu fyrir löngu síðan með iðnrekendum þar sem forsvarsmaður iðnfyrirtækis svaraði spurningunni hvað er fagmennska með því að segja: hver og einn leggur sinn persónulega skilning í orðið fagmennska!

Íslendingar eru orðnir sljóir með þokukennda hugsun, hafa kannski alltaf verið það.

http://okurvextir.blogspot.com

Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 09:45

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um íslenska "fagmennsku" þá hef ég tvisvar farið í atvinnuviðtal hjá FME á jafnmörgum árum, og í bæði skiptin var ein af stöðluðu spurningunum: Hvernig myndir þú skilgreina hugtakið "faglegt"? Í hvorugt skiptið var ég ráðinn í starfið (kannski sem betur fer), en velti því nú óhjákvæmilega fyrir mér hvort þeir hafa einfaldlega bara verið að leita að einhverjum sem gæti hjálpað þeim að skilja hvað hugtakið þýðir???

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.