Leita í fréttum mbl.is

Er hægt að kalla okkur sjálfstæða þjóð?

Ég er búin að vera með nagandi tilfinningu innra með mér undanfarna daga, sú tilfinning hefur ágerst og er nánast lamandi við að lesa þessa frétt. Hún áréttir þá grunsemd að við séum búin að glata að fullu sjálfstæði okkar enda fórum við hroðalega illa með það. Þrælar hafa ekki frelsi, sá skuldaklafi sem við eigum að standa undir er ekkert annað en þrældómur. Því er það ljóst að við erum ekki lengur sjálfstæð, við erum ekki frjáls, þrælaeyjan hin nýja. Yfir mig hellist einkennileg sorg sem ég get ekki útskýrt með orðum.

Elsku þjóðin mín, við getum ekki látið þetta ganga svona, við verðum að koma þessu fólki frá. Ef ríkisstjórnin væri krakki sem hefði sullað niður miklu magni af sykurdrykk og krefðist svo að fá að þurrka það upp, hvernig væri þá sú hreinsun? Frekar klístruð og sennilega hefði hún gert illt verra. Ég votta þjóð minni samúð, í dag missum við það dýrmætasta sem við áttum, sjálfstæði, frelsi og æru. 

Ég veit að sennilega mun enginn hafa dug eða trú á að viðkomandi geti gert eitthvað til að hreinsa upp hið klístraða sull þingheims... ég veit samt að slíkt fólk er til, aðalatriðið í dag er að fólk losi sig undan klöfum flokkspólitíkur og fari að hugsa sjálfstætt... það er eiginlega okkar eina von í þessari vonlausu stöðu.

 

bananalydveldi_707953.jpg

 


mbl.is Hroðalega þröngir kostir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Frábær fáni! Það vantar bara myndir af glæpahyskinu Geira gungu, Sollu svikara og Ceaucescu í Bleðlabankanum svona með.

corvus corax, 24.10.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Neineinei við eru ekki sjálfstæð þjóð og höfum kannski aldrei verið það. Yfirráð Dana runnu saman við hersetuna og svo núna þegar herinn er farinn erum við orðin þrælar skuldunauta okkar í Evrópu.

Soffía Valdimarsdóttir, 24.10.2008 kl. 16:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Danir ætluðu árið 1860 að bítta við bretana á Íslandi og Krabbaeyju í Karíbahafi, en samningaviðræðurnar runnu út í sandinn... svo í seinna stríðinu komu þeir bara án þess að spyrja. Svo Kaninn rétt svo nýfarinn, og úps... nú erum við aftur orðin leiksoppur stórþjóðanna... ansans.

Allir að mæta á Austurvöll með kyndla á morgun, það verður gengið blysför að ráðherrabústaðnum. (Alveg eins og í atriðinu úr kvikmyndinni um skrímsli Frankensteins, þegar atburðarásin nær hámarki og þorpsbúarnir ætluðu að brenna skrímslið inni... ;)

Lengi lifi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2008 kl. 18:51

4 identicon

Andskotans bull er þetta, við fáum aðstoð við að rétta úr kútnum, bretar munu ekki ná að hengja skilyrði við það eins og þeir ætluðu. Það er sigur fyrir okkur að FMI ætlar ekki að setja okkur skilyrði varðandi samkomulag við breta.  Forsætisráðherra stendur sig með prýði í þessari orrahríð og er fastur fyrir og hvetur sína þjóð áfram hvaða gagn er að þessari niðurrifsstarfsemi annað en að rjúfa þjóðina í tvennt nú þegar ríður á að standa saman og sýna umheiminum hversu fljótt við getum rétt úr kútnum aftur.  Horfa fram og vera ekki að eyða tíma í skít og skítkast. Við sem viljum líta björtum augum fram erum ekki endilega einfeldningar, ég mæli með að hugsa í lausnum frekar en eyða orku í kjafthátt. 

Soffía Reynisdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og lausnin er  Soffía? Að setja börn og barnabörn á áratuga skuldaklafa?

María Kristjánsdóttir, 25.10.2008 kl. 07:16

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Soffía, lykillinn að lausninni er að skipta um stjórnendur. Nú er Seðlabankinn gjaldþrota, en hvar er skilanefndin?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 508764

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.