19.10.2008 | 08:43
Kalla eftir alvöru fjölmiðlaumfjöllun
Á tímum sem þessum þarf maður trausta fjölmiðla sem eru ekki málgagn þeirra sem réðu för í spillingarleiknum mikla. Staðan er því miður þannig að allir helstu fjölmiðlar landsins eru undir stjórn útrásarvíkinga og stjórnmálamanna sem tóku þátt í áhættuleik sem enn er engan veginn lokið.
Ég vil fá að skipta þessu fólki út úr brúnni, henda öllum flokkum út í hafsauga og kjósa einstaklinga. Ég treysti ekki þeim er telja að það sé þjóðinni fyrir bestu að vita ekki nákvæmlega hver staðan er. Ég treysti ekki þeim sem semja ekki fyrir opnum tjöldum, ég treysti ekki þeim sem neyta okkur um að fá að kjósa. Ég fer fram á afsökun til þjóðarinnar fyrir öll mistökin og afglöpin. Ég lýsi vantrausti á alla víkinga og einveldinga á þingi, í bönkum, í útrás.
Ég kalla eftir rannsóknablaðamennsku, ég kalla eftir réttum fréttum. Í gær voru mótmæli, sem ég reyndar komst ekki á, en eldri sonur minn fór á. Hann sagði mér að þarna hefðu verið 2000 eða fleiri. Allir fjölmiðlar héldu því fram að þarna hefðu aðeins verið 500 manneskjur. Ég verð að viðurkenna að ég treysti syni mínum betur sem og öðrum sem þarna voru betur heldur en fjölmiðlum, enda hafa þeir stundað lygar um langa hríð eða aðlögun sannleikans. Ég hef sjálf unnið hjá dagblaði og sá vinnubrögðin. Þau eru ekki vönduð og ekki hikað við að hagræða sannleikanum ef það mögulega selur fleiri blöð.
Ég hef margoft orðið vör við að sannleikanum er hnikað í fjölmiðlum og veruleikinn afbakaður, síðan tekur fólk mark á þessu og myndar sér afstöðu útfrá því sem þar er sagt. Mér finnst eitt helsta áhyggjuefnið í dag að það vanti gagnrýna hugsun og hugrekki í fjölmiðlana.
Ég kalla eftir því að þeir fjölmiðlamenn og konur sem hafa enn einhverja sómatilfinningu og æru, mótmæli því að segja upplognar fréttir eða fréttir sem greinilega er verið að hagræða sannleikanum, hvort heldur að það sé til að selja fleiri blöð eða þóknast þeim er greiða þeim launin.
Ég er alveg búin að fá nóg að lygum og hálfsannleika. Ég vil fá að vita hvar við stöndum, þjóðin þarf að vita hvar hún stendur. Við erum ekki lengur í miðju stormsins. Ég vil vita hvað er verið að bjóða Rússum og IMF í skiptum fyrir lán. Ég vil vita af hverju Norðmenn eru ekki búnir að hjálpa okkur. Ég vil fá kort yfir tengsl þeirra er nú leiða land og fjármálastofnanir. Og síðast en ekki síst vil ég fá að kjósa, ég treysti ekki þeim sem frömdu glæpinn til að vera dómarar í sínu eigin máli.
Ég vil nota tækifærið og þakka þeim manneskjum sem hafa staðið vaktina og oft fengið illt fyrir. Ég vil þakka þeim fyrir hugrekkið og heiðarleikann. Það er vissulega umhugsunarefni af hverju enginn tók mark á þeim nema einstöku "svartsýnisfólk og úrtölufólk".
Útreið Íslands engin tilviljum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Nýja Ísland
Ég les:
Tíbet
- Fréttir frá Tibet
- Tibet Info Net An Independent Information Service on Contemporary Tibet
- Undercover in Tibet Ný heimildarmynd frá Channel 4 um hvernig ástandið er í raun og veru í Tíbet
- Leaving Fear Behind Viðtöl við Tíbeta í Tíbet stuttu fyrir mótmælin í mars
- Cry of the Snow Lion Margverðlaunuð heimildarmynd um Tíbet
- Yeti - heimildarmynd
- Yogis of Tibet Heimildarmynd um Jógameistara Tíbets sem eru óðum að hverfa
- Students for a Free Tibet
- Dalai Lama
- Tibetan Uprising
- Kerti fyrir Tíbet
- Tibet TV
- Central Tibetan Administration
- Om mani padme hum
Ýmsar slóðir
sem ég man eftir í andartakinu
- The Hunger Site
- THE MEATRIX
- Myspace síðan mín
- Úgáfan Beyond Borders Alþjóðleg útgáfa sem ég stofnaði árið 1999 í netheimum
- Hitt bloggið mitt
- Félagið Ísland-Palestína
- Womb of Creation Vefurinn minn sem ég hef haldið við síðan 1995
- Myspace síðan hennar mömmu
- Saving Iceland
- Be the change:)
- Náttúra vefur með umhverfisvitund
- Nattura info
- Care 2 make a Difference
Bækur
Bækurnar mínar
-
: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni -
: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. -
: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 509100
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónhlaða
Bloggvinir
- ADHD
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Alexandra Briem
- Andrés Magnússon
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Ari Sigurðsson
- Baldvin Björgvinsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Bergur Sigurðsson
- Bergur Thorberg
- Bergur Þór Ingólfsson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Binnan
- Birgir Þórarinsson
- Birna Rebekka Björnsdóttir
- Bjargandi Íslandi
- Bjarkey Gunnarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- SVB
- Brjánn Guðjónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja skordal
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Daníel Haukur
- Dorje
- Dísa Dóra
- Egill Bjarnason
- Egill Jóhannsson
- Einar Guðjónsson
- Einar Indriðason
- Einar Vignir Einarsson
- Einar Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eldur Ísidór
- Elyas
- Elín Sigurðardóttir
- Elísabet Markúsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- Eva Benjamínsdóttir
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- FLÓTTAMAÐURINN
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fríða Eyland
- Félag Anti-Rasista
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- Goggi
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Pétursson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Bergmann
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur M Ásgeirsson
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðný Lára
- Guðrún S Sigurðardóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Hjálmar
- Haffi
- Halldór Sigurðsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Már Helgason
- Heidi Strand
- Heilsa 107
- Heiða Þórðar
- Helga Auðunsdóttir
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Hlédís
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrólfur Guðmundsson
- Hulla Dan
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Húmoristaflokkurinn
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingibjörg Helga
- Ingibjörg SoS
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Isis
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Johann Trast Palmason
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Bjarnason
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- DÓNAS
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ketill Sigurjónsson
- Ketilás
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristbergur O Pétursson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Kristín Dýrfjörð
- Kristín Snorradóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Landvernd
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lýður Árnason
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Guðjónsdóttir
- Margrét Lóa Jónsdóttir
- Margrét Sigurðardóttir
- Markús frá Djúpalæk
- María Kristjánsdóttir
- María Pétursdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Morgunblaðið
- Myndlistarfélagið
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- Neo
- Oddi
- Paul Nikolov
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Pálmi Gunnarsson
- Pálmi Guðmundsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rannveig H
- Ransu
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samstaða - bandalag grasrótarhópa
- SeeingRed
- Sema Erla Serdar
- Sigga
- Signý
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurgeir Þór Hreggviðsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Sigurður Hrellir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skuldlaus
- Snorri Sturluson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stríða
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinn Hjörtur
- Sveinn Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Swami Karunananda
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sóley Tómasdóttir
- Sólveig Klara Káradóttir
- TARA
- Tilkynning
- Tinna Jónsdóttir
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Tína
- TómasHa
- Valgeir Skagfjörð
- Valgerður Halldórsdóttir
- Vefritid
- Vilborg Eggertsdóttir
- Vilhelmina af Ugglas
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Vinir Tíbets
- Viðar Eggertsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Vér Morðingjar
- Vésteinn Valgarðsson
- arnar valgeirsson
- fingurbjorg
- hreinsamviska
- leyla
- molta
- oktober
- Einhver Ágúst
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Ár & síð
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásgerður
- Ásta Hafberg S.
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólöf de Bont
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Þröstur Unnar
- Þór Jóhannesson
- Þór Saari
- Þórhildur og Kristín
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Andrés.si
- Anna Karlsdóttir
- Anna Margrét Bjarnadóttir
- Ari Jósepsson
- Aron Ingi Ólason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Barði Bárðarson
- Bergþór Gunnlaugsson
- Billi bilaði
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Kristjánsson
- Bogi Jónsson
- brahim
- Daði Ingólfsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Dóra litla
- Dúa
- Einar Björn Bjarnason
- Elsabet Sigurðardóttir
- Esther Anna Jóhannsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Grétar Eiríksson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Héðinn Björnsson
- Hreyfingin
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Pétur
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Jónas Bjarnason
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Lárusson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Madhav Davíð Goyal
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Morten Lange
- Óðinn Kári Karlsson
- Ólafur Eiríksson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Rannsóknarskýrslan
- Rúnar Freyr Þorsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Vaktin
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
Athugasemdir
Ég tek 100% undir allt sem Þú skrifar varðandi heiðarlega blaðamennsku og skilvirkar upplýsingar. Blaðamennska, alþjóðlega, hefur lagst niður á sama plan og fjármálageirinn, samviskusamir blaðamenn ná engu fram. Fjármálageirinn borgar launin, sannleikurinn er oft óþægilegur og greinar þó réttar séu leiða af sér atvinnumissi, greinar fást hvort eð er ekki birtar og viðkomandi blaðamaður fær viðvörun. Hver er sjálfum sér næstur og ábyrgðartilfinningin er sett til hliðar. Rannsóknarblaðamennska er ekki til á Íslandi enn sem komið er, viðkomandi yrði að skrifa erlendis frá. Nú er helsta von að góðir blaðamenn leiti nýrra leiða í að koma upplýsingum til almennings. Blogblaðamennska er ein leið.
Gerður Pálma, 19.10.2008 kl. 09:15
Ég er sammála við þurfum að fá svör, nú er tími samstöðu þagnarinnar liðinn. Ráðamen virðast með engu móti vera færir um að lýsa fram á veginn og þar að auki gefa þeir fólki þá tilfinningu að þeir dylji stöðuna eins og hún er.
Magnús Sigurðsson, 19.10.2008 kl. 09:52
Sammála þér Birgitta eins og oftast.
Ég er líka komin með upp í háls af flokkum, vil brjóta upp þetta kerfi og reyna nýjar leiðir.
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 10:01
Sammála þér, og svo þurfti Elín Hirst að koma því að, að sennilega hefði þátttakan verið svona góð af því að veðrir var svo gott. Ja svei!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2008 kl. 10:47
Ég tek undir þetta, málefnalega, heiðarlega og vel ígrundaða umræðu um efnið í fjölmiðlum. Eigendur fjölmiðla og hagsmunaaðilar hafa of mikil áhrif á umræðuna. Krefjumst svara og um hvað verið að semja fyrir okkar hönd? Í hvaða bönd er verið að færa okkur íslendinga? Ætlum við að vera áfram sjálfstæð þjóð þegar þessu gjörningaveðri lýkur eða viljum við að afhenda Brusselvaldinu sjálfstæði okkar? Hvað viljum við sjálf? við þurfum að gera upp hug okkar. Hverjir eru vinir okkar, vitum við það? Hverjum á að treysta fyrir fjárhagslegu sjálfstæði okkar? Þar að auki verður að draga menn til ábyrgðar, bæði opinbera aðila en ekki síst þessa fjármálavíkinga. Bráðabrigðalög til að frysta eigur þessara fjárglæframanna meðan rannsókn fer fram, það er varla til of mikils mælst. Orðspor Íslands og íslensku þjóðarinnar hefur beðið alvarlegan hnekki.
Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:50
Þetta voru ekki 500 manns, miklu fleiri, það sést bara á myndunum. Það á að reyna að sýna að engin samstaða sé hjá fólki og því er þetta talað niður. Hefði þetta verið stuðningsfundur við stjórnvöld ja, eða gleðifundur einhvers konar, hefðum við heyrt tölu eins og 5.000 manns. Það sjá held ég flestir í gegnum þetta.
Knús, elsku frænka.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:57
Góður og þarfur pistill Birgitta!
Hugmyndin um einstaklingskjördæmi er góð. Á henni er þó einn galli. Hann er sá að í slíku kerfi gætu aðeins þeir efnameiri keypt sér að gang að sölum Alþingis.
Nú ríður á sem aldrei fyrr að fólk vakni af dvalanum og spyrji sig: Hvaða stjórnmálamönnum/flokkum treysti ég fyrir framtíð minni og barnanna minna?
Soffía Valdimarsdóttir, 20.10.2008 kl. 09:50
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með fjölmiðlum á Íslandi og í Hollandi undanfarið. Það er eins og þeir séu að segja tvær ólíkar sögur. Það er ekkert að marka það sem okkur er sagt. Meira að segja BBC olli mér vonbrigðum.
Það kostar mikið að setja upp fjölmiðil. Það liggur því í hlutarins eðli að allir fjölmiðlar eru litaðir af stefnu þeirra sem halda þeim lifandi, auglýsendum og fleiri. Fréttir í stórum fjölmiðlum sem hægt er að treysta eru ekki til.
Við getum virkjað www.nyjaisland.is og reynt að vera fjölmiðillinn. Við getum skrifað það sem við heyrum, sett inn myndir af mótmælum og látið vita hvað er framundan. Við getum leitað frétta og sett þær inn. Við getum gefið út vikulegt (?) fréttabréf með fréttum síðustu viku. Þar sem síðan kostar ekki mikið, er hún fjárhagslega sjálfstæð og hefur því möguleika á að vera hlutlaus. Það er svo undir ritstjórninni hvernig farið er með hlutleysið.
Ég vona að sjá sem flesta á síðunni. Mér sýnist þjóðfélagið vera að róast og það má ekki gera.
Villi Asgeirsson, 21.10.2008 kl. 06:10
Elsku bloggvinir - takk fyrir innlitið og kommentin... hef ekki haft tíma til að gera neitt annað en að klára verkefni sem fór í prentun áðan...
Síðan ég sagði eitthvað síðast hefur margt gerst á eyjunni sem virðist vera að sökkva í lygavef og enn er klíkan svo stór að manni verður bumbult... mæli með að allir taki þátt í nýja íslandi spjallsvæðinu...
Ég skal skrifa um það Villi og taka þátt - frábært framlag til lýðræðis
Birgitta Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:00
Ofangreint er allt satt og rétt en kosningar breyta líkast litlu nema fólk hafi annað í huga, t.d. stofnun nýrra samtaka sem bjóða mun fram í öllum kjördæmum. Er eitthvað slíkt í burðarliðnum?
Kveðja,
LÁ
Lýður Árnason, 23.10.2008 kl. 13:08
Sammála sammála. Það hefur verið að sýna sig á undanförnum misserum að það stjórnkerfi sem við búum við er svo langt frá að vera lýðræðislegt. Tími á breytingar!
Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 19:59
ég er sammála þér Lýður - hef ekki heyrt neitt um slíkt nema eitthvað frá rauða fólkinu - finn mikið vantraust á alla flokka - fólki finnst ekki traustvekjandi að VG hengi sig í dauða krónu eins og það sé haldið negrófólíu....
Birgitta Jónsdóttir, 24.10.2008 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.