Leita í fréttum mbl.is

Kalla eftir alvöru fjölmiðlaumfjöllun

Á tímum sem þessum þarf maður trausta fjölmiðla sem eru ekki málgagn þeirra sem réðu för í spillingarleiknum mikla. Staðan er því miður þannig að allir helstu fjölmiðlar landsins eru undir stjórn útrásarvíkinga og stjórnmálamanna sem tóku þátt í áhættuleik sem enn er engan veginn lokið.

Ég vil fá að skipta þessu fólki út úr brúnni, henda öllum flokkum út í hafsauga og kjósa einstaklinga. Ég treysti ekki þeim er telja að það sé þjóðinni fyrir bestu að vita ekki nákvæmlega hver staðan er. Ég treysti ekki þeim sem semja ekki fyrir opnum tjöldum, ég treysti ekki þeim sem neyta okkur um að fá að kjósa. Ég fer fram á afsökun til þjóðarinnar fyrir öll mistökin og afglöpin. Ég lýsi vantrausti á alla víkinga og einveldinga á þingi, í bönkum, í útrás. 

Ég kalla eftir rannsóknablaðamennsku, ég kalla eftir réttum fréttum. Í gær voru mótmæli, sem ég reyndar komst ekki á, en eldri sonur minn fór á. Hann sagði mér að þarna hefðu verið 2000 eða fleiri. Allir fjölmiðlar héldu því fram að þarna hefðu aðeins verið 500 manneskjur. Ég verð að viðurkenna að ég treysti syni mínum betur sem og öðrum sem þarna voru betur heldur en fjölmiðlum, enda hafa þeir stundað lygar um langa hríð eða aðlögun sannleikans. Ég hef sjálf unnið hjá dagblaði og sá vinnubrögðin. Þau eru ekki vönduð og ekki hikað við að hagræða sannleikanum ef það mögulega selur fleiri blöð. 

Ég hef margoft orðið vör við að sannleikanum er hnikað í fjölmiðlum og veruleikinn afbakaður, síðan tekur fólk mark á þessu og myndar sér afstöðu útfrá því sem þar er sagt. Mér finnst eitt helsta áhyggjuefnið í dag að það vanti gagnrýna hugsun og hugrekki í fjölmiðlana.

Ég kalla eftir því að þeir fjölmiðlamenn og konur sem hafa enn einhverja sómatilfinningu og æru, mótmæli því að segja upplognar fréttir eða fréttir sem greinilega er verið að hagræða sannleikanum, hvort heldur að það sé til að selja fleiri blöð eða þóknast þeim er greiða þeim launin. 

Ég er alveg búin að fá nóg að lygum og hálfsannleika. Ég vil fá að vita hvar við stöndum, þjóðin þarf að vita hvar hún stendur. Við erum ekki lengur í miðju stormsins. Ég vil vita hvað er verið að bjóða Rússum og IMF í skiptum fyrir lán. Ég vil vita af hverju Norðmenn eru ekki búnir að hjálpa okkur. Ég vil fá kort yfir tengsl þeirra er nú leiða land og fjármálastofnanir.  Og síðast en ekki síst vil ég fá að kjósa, ég treysti ekki þeim sem frömdu glæpinn til að vera dómarar í sínu eigin máli.

Ég vil nota tækifærið og þakka þeim manneskjum sem hafa staðið vaktina og oft fengið illt fyrir. Ég vil þakka þeim fyrir hugrekkið og heiðarleikann. Það er vissulega umhugsunarefni af hverju enginn tók mark á þeim nema einstöku "svartsýnisfólk og úrtölufólk".


mbl.is Útreið Íslands engin tilviljum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerður Pálma

Ég tek 100% undir allt sem Þú skrifar varðandi heiðarlega blaðamennsku og skilvirkar upplýsingar.  Blaðamennska, alþjóðlega, hefur lagst niður á sama plan og fjármálageirinn, samviskusamir blaðamenn ná engu fram.  Fjármálageirinn borgar launin, sannleikurinn er oft óþægilegur og greinar þó réttar séu leiða af sér atvinnumissi, greinar fást hvort eð er ekki birtar og viðkomandi blaðamaður fær viðvörun.  Hver er sjálfum sér næstur og ábyrgðartilfinningin er sett til hliðar.    Rannsóknarblaðamennska er ekki til á Íslandi enn sem komið er, viðkomandi yrði að skrifa erlendis frá. Nú er helsta von að góðir blaðamenn leiti nýrra leiða í að koma upplýsingum til almennings.  Blogblaðamennska er ein leið.

Gerður Pálma, 19.10.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er sammála við þurfum að fá svör, nú er tími samstöðu þagnarinnar liðinn.  Ráðamen virðast með engu móti vera færir um að lýsa fram á veginn og þar að auki gefa þeir fólki þá tilfinningu að þeir dylji stöðuna eins og hún er.

Magnús Sigurðsson, 19.10.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála þér Birgitta eins og oftast.

Ég er líka komin með upp í háls af flokkum, vil brjóta upp þetta kerfi og reyna nýjar leiðir.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér, og svo þurfti Elín Hirst að koma því að, að sennilega hefði þátttakan verið svona góð af því að veðrir var svo gott.  Ja svei!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2008 kl. 10:47

5 identicon

Ég tek undir þetta, málefnalega, heiðarlega og vel ígrundaða umræðu um efnið í fjölmiðlum. Eigendur fjölmiðla og hagsmunaaðilar hafa of mikil áhrif á umræðuna. Krefjumst svara og um hvað verið að semja fyrir okkar hönd? Í hvaða bönd er verið að færa okkur íslendinga? Ætlum við að vera áfram sjálfstæð þjóð þegar þessu gjörningaveðri lýkur eða viljum við að afhenda Brusselvaldinu sjálfstæði okkar? Hvað viljum við sjálf? við þurfum að gera upp hug okkar.  Hverjir eru vinir okkar, vitum við það? Hverjum á að treysta fyrir fjárhagslegu sjálfstæði okkar? Þar að auki verður að draga  menn til ábyrgðar, bæði opinbera aðila en ekki síst þessa fjármálavíkinga. Bráðabrigðalög til að frysta eigur þessara fjárglæframanna meðan rannsókn fer fram, það er varla til of mikils mælst. Orðspor Íslands og íslensku þjóðarinnar hefur beðið alvarlegan hnekki.

Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 11:50

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta voru ekki 500 manns, miklu fleiri, það sést bara á myndunum. Það á að reyna að sýna að engin samstaða sé hjá fólki og því er þetta talað niður. Hefði þetta verið stuðningsfundur við stjórnvöld ja, eða gleðifundur einhvers konar, hefðum við heyrt tölu eins og 5.000 manns. Það sjá held ég flestir í gegnum þetta.

Knús, elsku frænka.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:57

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Góður og þarfur pistill Birgitta!

Hugmyndin um einstaklingskjördæmi er góð. Á henni er þó einn galli. Hann er sá að í slíku kerfi gætu aðeins þeir efnameiri keypt sér að gang að sölum Alþingis.

Nú ríður á sem aldrei fyrr að fólk vakni af dvalanum og spyrji sig: Hvaða stjórnmálamönnum/flokkum treysti ég fyrir framtíð minni og barnanna minna?

Soffía Valdimarsdóttir, 20.10.2008 kl. 09:50

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með fjölmiðlum á Íslandi og í Hollandi undanfarið. Það er eins og þeir séu að segja tvær ólíkar sögur. Það er ekkert að marka það sem okkur er sagt. Meira að segja BBC olli mér vonbrigðum.

Það kostar mikið að setja upp fjölmiðil. Það liggur því í hlutarins eðli að allir fjölmiðlar eru litaðir af stefnu þeirra sem halda þeim lifandi, auglýsendum og fleiri. Fréttir í stórum fjölmiðlum sem hægt er að treysta eru ekki til.

Við getum virkjað www.nyjaisland.is og reynt að vera fjölmiðillinn. Við getum skrifað það sem við heyrum, sett inn myndir af mótmælum og látið vita hvað er framundan. Við getum leitað frétta og sett þær inn. Við getum gefið út vikulegt (?) fréttabréf með fréttum síðustu viku. Þar sem síðan kostar ekki mikið, er hún fjárhagslega sjálfstæð og hefur því möguleika á að vera hlutlaus. Það er svo undir ritstjórninni hvernig farið er með hlutleysið.

Ég vona að sjá sem flesta á síðunni. Mér sýnist þjóðfélagið vera að róast og það má ekki gera.

Villi Asgeirsson, 21.10.2008 kl. 06:10

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Elsku bloggvinir - takk fyrir innlitið og kommentin... hef ekki haft tíma til að gera neitt annað en að klára verkefni sem fór í prentun áðan... 

Síðan ég sagði eitthvað síðast hefur margt gerst á eyjunni sem virðist vera að sökkva í lygavef og enn er klíkan svo stór að manni verður bumbult... mæli með að allir taki þátt í nýja íslandi spjallsvæðinu...

Ég skal skrifa um það Villi og taka þátt - frábært framlag til lýðræðis 

Birgitta Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:00

10 Smámynd: Lýður Árnason

Ofangreint er allt satt og rétt en kosningar breyta líkast litlu nema fólk hafi annað í huga, t.d. stofnun nýrra samtaka sem bjóða mun fram í öllum kjördæmum.   Er eitthvað slíkt í burðarliðnum?

Kveðja,

Lýður Árnason, 23.10.2008 kl. 13:08

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir


Sammála sammála. Það hefur verið að sýna sig á undanförnum misserum að það stjórnkerfi sem við búum við er svo langt frá að vera lýðræðislegt. Tími á breytingar!

Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 19:59

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ég er sammála þér Lýður - hef ekki heyrt neitt um slíkt nema eitthvað frá rauða fólkinu - finn mikið vantraust á alla flokka - fólki finnst ekki traustvekjandi að VG hengi sig í dauða krónu eins og það sé haldið negrófólíu....

Birgitta Jónsdóttir, 24.10.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.