Leita í fréttum mbl.is

Meira um meinta kreppu

Ég get ekki hugsað mér að skipuleggja mótmæli, þó slíkt brenni á mér, ég get ekki hugsað mér að skrifa langar ritgerðir þegar það form sem ég hef alltaf heillast hve mest af liggur svo beint við.

Búin að fá upp í kok af löngum pistlum um eiginlega ekki neitt, því við erum engu nær um hvað varð um lýðræðið okkar. Spilling grasserar fyrir opnum tjöldum, en hér skal ekki kosið.

Ætla því að halda áfram að skrifa ljóð í knöppum ljóðabálk sem að sjálfsögðu heitir Kreppuljóð. Fyrst fjalla ég um fallið, er næstum búin með þann bálk, er núna að skrifa um reiðina, get ekki beðið eftir að komast í lokabálkinn sem um fjalla um upprisuna. Ég ætla að skrifa þetta á meðan þjóðin er að fara í gegnum þessi stig. Finnst sem við séum hætt að falla og ættum að vera að skríða inn í reiðina. Reiði á fyrst að vera stormur innra sem feikir til snyrtilega röðuðum fallvöltum veruleikanum, síðan á hún að hvetja mann til að þrýsta á breytingar, að fara úr ofbeldissambandinu, að hætta að laumast í ríkið fyrir alkann, að hætta að ljúga fyrir fíkilinn, að hætta að láta eins og allt sé í lagi. Það er ekki allt í lagi, en enn sem komið er vitum við ekki nákvæmlega hvað er mikið er ekki í lagi. 

Kreppuljóð

Fallið

Enn í nýjustu tísku
eilítill útsölubragur á
góðærisspikið vellur út um buxnastreng
og allt of þröngar peysur

bótaxfylltar innfallnar


sílikon brennur illa
í fimbulkulda
fallina gilda


------------------------------------

Þjóðin er lömuð
hrædd
í skuggunum falla þau hvert á fætur öðrum
í hællærisharakírí

tómar tóftir glerhalla
og þó erum við rétt að byrja

------------------------------------

Þoturnar þagnaðar í annarri heimsálfu bíða
færis á ný
þjóðargersemin horfinn
æran ekki traustari en svo
að ljúfan og brúnklukkan blésu á spilaborgina
höff pöff - kreditkortaturnarnir hrynja


timburmennirnir virðast engan enda taka
jafnvel krúttin ekki lengur sæt


suss hér verða engar galdrabrennur

------------------------------------

Hann hneppir hnöppum úr gulli
í Kensington
á meðan sitjum við uppi með glópagullið
og óræðnar tilfinningar

en suss hér verða engar galdrabrennur

------------------------------------

Undir stólum ríkisstjórnar eru pappírstætarar
þar er skýrslum laumað undir
sem allir ættu að sjá
en fáir vilja heyra

------------------------------------

Sjarmatröllið í gráfjalli
steingerfð þjóð undir
hvössu bliki

svo brosir hann sakleysislega og reitir einn brandara
og álögin eru fullkomnuð
lemúraþjóðin gekk fyrir björg
af því að pabbi sagði það

hér verða engar galdrabrennur

------------------------------------

Upphæðir sem enginn skilur
og vogunarsjóðir og
svikamyllur
og einn og einn don kíótí

Við erum ekki gjaldþrota
við erum stöndug
enginn getur lengur reiknað hve hár skuldahali hvers mannsbarns eyjunnar er
upphæðir sem enginn skilur
eru ekki raunverulegar
fyrr en launaumslagið er skyndilega tómt

hókus pókus
góðærið var okkur öllum til góða
haldið áfram að kaupa
haldið áfram að vera þæg
og þegja

það er gott fyrir hagkerfið að vera gráðugur

------------------------------------

Skipbrot frjálshyggjunnar
skipbrot auðvaldsins
skipbrot Milton Friedmanista
nú eru þeir sem það studdu
stimplaðir afturhaldskommatittir

Davíð kominn í heilan hring
í hringavitleysunni

Íslendingar gjalda sjálfstæði sitt dýru verði


------------------------------------

Nú er litla Ísland
hryðjuverkaþjóð
hefur framið stórfelld hryðjuverk í skjóli frjálshuggunar hyggjunar
á sitt eigið sjálfstæði
sína eigin afkomu

kalla ekki sumir slíkt sjálfsmark
á ögurstundu
í vítaspyrnuleik verðlausra verðhalla
verðlausra lífsgilda

hvar er kletturinn
öryggið
traustið rúið


mbl.is Mjög róttæk viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Flatskjár óskast á vegg í leiguíbúð. Verður að vera stór en má vera ónýtur enda gefins.

Aðeins dýrt merki kemur til greina.

Árni Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Hagbarður

Góð hugsun

Hagbarður, 16.10.2008 kl. 07:39

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Árni ég á ónýtan pínuponsu flatskjá - notaður sem stöpull undir plöntur en var eitt sinn á vegg í leiguíbúð:) Því miður er merkið ómerkilegt...

takk Hagbarður - það kraumar svolítið í mér - langar að fá útrás - stundum hafa ljóðaskriftir verið bjargvættur... frá hringavitleysuhugsun og lamandi tilfinningagosum

Birgitta Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 08:13

4 identicon

Þakka þér fyrir bæði textann og ljóðið. Fannst allt í einu eins og gluggi hafi verið opnaður ...Upp á gátt..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 08:25

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

mikið gleður það mig að heyra Hallgerður

Birgitta Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 08:43

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Birgitta, ekki láta reiðina sjatna alveg strax. Fyrst verðum við að hreinsa brunarústirnar, svo getum við byggt upp nýtt þjóðfélag. Við getum ekki byrjað fyrr en brenda draslið er farið út í gám.

Villi Asgeirsson, 16.10.2008 kl. 09:05

7 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

ekki hafa neinar áhyggjur Villi:) það kraumar í mér og ég er rétt að byrja að skrifa um reiðina og auðvitað þurfum við að hreinsa til og ég vil almenningt uppgjör. ég vil fá að kjósa eigi síðar en eftir tvo mánuði og ég vil að fólk verði látið axla ábyrgð.

Birgitta Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 09:23

8 identicon

Gaman að þessu og góð tilbreyting.

Líkjumst við ekki frekar Dúdúfuglum en Lemúrum?

Jóhann (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 16:42

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

kannski ég breyti því bara í dúdúfugla... var það annars ekki dódfuglar eða davíðsfuglar eða kannski geirfuglar

kreppuljóðin eru enn í vinnslu enda skrifuð undir álögum þess sem er að gerast núna:)

Birgitta Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.