Leita í fréttum mbl.is

Að gefnu tilefni

god.jpgNú virðast margir vera uppteknir að því að benda á sökudólga. Margir eiga um sárt að binda. Hef heyrt um að nú þegar hafi nokkrir einstaklingar fallið í kreppuvalinn og gjaldið með lífi sínu.

Ég ætla ekki að taka þátt í þessum bölmóð og reiði, lærði eitt sinn að hægt sé að breyta eitri í meðal með hugarorkunni einni saman. Öll þessi reiði beinist yfirleitt að okkur sjálfum, því þeir sem við reiðumst eru ekki einu sinni meðvitaðir um reiði okkar. 

Ég ætla að nota tækifærið og deila með ykkur ljóðum og tónlist á þessum víðsjárverðu tímum ... því ljóðið hefur bjargað mér oftar en einu sinni og það hefur tónlistin gert líka.

Fyrsta ljóðið sem ég ætla að deila með ykkur heitir, "Aldrei gefast upp" og er byggt á skilaboðum Dalai Lama fyrir allmörgum árum til skáldsins Ron Whitehead, sem hann færði í ljóðabúning. Ég þýddi þetta í snarhasti þegar Ron var hér á landi í sumar og við lásum það saman á ensku og íslensku fyrir utan kínverska sendiráðið. Mér finnst þetta ljóð eiga vel við og beini ég því til þjóðarinnar allrar:)

Aldrei gefast upp
sama hvað gerist
Aldrei gefast upp

Ræktaðu hjarta þitt

Of mikilli orku er eytt
í að rækta hugann
í stað hjartans
í heiminum

Ræktaðu hjarta þitt
Sýndu umhyggju
ekki aðeins gagnvart
vinum þínum
heldur gagnvart öllum

Sýndu umhyggju
Stuðlaðu að friði
í hjarta þínu og
um heimsbyggð alla
Stuðlaðu að friði

Og ég endurtek
Aldrei gefast upp
Sama hvað er í gangi
Sama hvað gerist
í kringum þig

Aldrei gefast upp 

e. HH Dalai Lama og Ron Whitehead


mbl.is Um 500 missa vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þakka þér fyrir þennan góða pistil og fallegt ljóð. Það er aldrei mikilvægara en á þeim stundum sem maður mætir andbyr, að leggja rækt við kærleiksstrengi hjartans. Ég tek undir það með þér og bið þess að þjóðin geti haldið sig frá taugaæsing, því í slíku orkuumhverfi eru engar lausnir.

Guðbjörn Jónsson, 9.10.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Fallegt ljóð og góður boðskapur. Það er alltaf verið að segja okkur að rækta hugann, auðvitað á maður að gera það. En svo gleymum við að rækta hjartað sem er talsvert mikilvægara.

Takk fyrir þetta.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.10.2008 kl. 12:54

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Nokkuð sammála Birgitta, það þarf samt að vera forgangsverkefni og þolir ekki bið að losa okkur við þá sem silgdu okkur í strand af græðgi og skammsýni svo að þeir geri ekki meiri skaða, fólk er reitt með réttu og þarf að sýna það svo að ráðamenn skilji hverjum klukkan glymur.

Jarðarför kapítalisman þarf að fara fram hratt og fljótt, nályktin af líkin er orðin óþægileg.

Georg P Sveinbjörnsson, 9.10.2008 kl. 13:53

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Aldrei að gefast upp.....það er mikill sannleikur fólgin í þessum orðum.  Ég fór til Afríku í sumar, nánar tiltekið, Búrúndí og dvaldi í höfuðborginni Bujumbura í mánuð og þar upplífði ég slíka fátækt  og svo ótrúlegt ríkidæmi og þar voru keyrandi hvítir og virkilega flottir jeppar merktir UN og pallbílar merktir á sama hátt. Þarna voru keyrandi í merktum bílum læknar án landamæra og guð einn veit hvað annað. Og samt er þessi hrikalega fátækt. Hvað veldur??????

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.10.2008 kl. 16:52

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Auðvitað þurfum við að láta þá sem hafa stofnað okkur í þessi óefni gjalda fyrir það, þeir hafa ekki sýnt neina iðrun gjörða sinna og munu án efa ekki gera neitt til að bæta fyrir að sigla viljandi í strand út af einskærri þvermóðsku og vanhæfni.

En við þurfum líka að huga að þeim sem eiga um sárt að binda, við þurfum að gefa fólki von og eitthvað styrkjandi fyrir hjartað:)

Birgitta Jónsdóttir, 9.10.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 509214

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband