Leita í fréttum mbl.is

Svipþungi á alþingi í gærkvöldi

Ég ákvað að drífa mig á þingpalla í gærkvöld. Við vorum ansi fá. Ég var eina kvendið þarna í þennan rúma klukkutíma sem ég var þar. Það sem landsmenn sáu ekki var vonleysissvipurinn sem var á andliti Geirs allan tíman sem ég sat þarna. Það sama má segja um flesta sem ég hafði í sjónlínu. Ég verð að viðurkenna að ég vorkenndi þeim svolítið og fór eiginlega að kyrja fyrir þeim í huga mér.

Ég vildi að ég hefði haft myndavélina mína með - þá hefði ég tekið örstutta kvikmynd fyrir ykkur til að sýna ykkur stemmninguna. Ég hef reyndar alltaf séð einskonar ofvaxið barn í Geir H. Haarde. Finnst það næsta furðulegt að hann sé í svo valdamikilli stöðu og kunni þó ekkert með vald að fara. 

Ég held að það fólk sem veljist inn á þing sé einskonar sneiðmynd af þjóðinni. Það eru ekki bara ráðamenn og ríkimenn og græðgimenn sem hafa misst sig í neyslu. Þjóðin hlýtur að bera einhverja ábyrgð á þessari stöðu. Það var búið að vara fólk við fyrir margt löngu. Hvaðan fékk fólk þá hugmynd að bönkunum standi ekki nákvæmlega sama um það. 

1. Bankarnir fara í samkeppni við íbúðalánasjóð, bjóða betri vexti og 100% lán.

2. Húsnæðisverð margfaldast á Höfuðborgarsvæðinu á stuttum tíma.

3. Almenningur hélt að það væri að græða út af því að það fékk helmingi meira verð fyrir húsnæðið sitt og virðist halda að það gæti notað svigrúmið sem 100% lán gaf þeim til að kaupa meira í stað þess að borga niður yfirdráttinn. 

4. Almenningur virtist gleyma að helmingi dýrara húsnæði kallar á helmingi hærri fasteignaskatta.

5. Almenningur ákveður að nota tækifærið og fá sér myntkörfulán til að auka frekar á neysluna í stað þess að halda að sér höndunum. 

6. Er almenningur ekki fær um að reikna einföld reikningsdæmi? Ef hús kostaði 10 millur í gær en 20 millur í dag, þá er alveg sama þó vaxtakjörin séu ofurlítið hagstæðari en hjá íbúðalánasjóði, hlutfallið hlýtur í raunvirði að vera hærra ef húsnæðisverð hefur hækkað svo mikið út af innspýtingu af fé sem í raun og veru var ekki til nema á einhverjum pappírum sem nú reynast verðlausir.

7. Við sýndum óráðshyggju og þurfum að nota tækifærið núna til að endurskoða verðmætamat okkar. Hætta að reyna að eiga meira en við höfum efni á. Pabbi minn heitinn, hann keypti aldrei neitt nema hann ætti innistæðu fyrir því. Hann tók aldrei lán. Þó var hann á sínum tíma maður sem komst upp úr sárustu fátækt í að vera aflakóngur landsins. Við áttum stórt hús og allt það. En fólk eins og pabbi er ekki fólk sem er markaðsvænt. Markaðurinn vill nefnilega blóðmjólka fólk með vöxtum og vaxtavöxtum og dráttarvöxtum. Ef við breytum neysluvenjum okkar og sjáum markaðsöflin fyrir hvað þau eru þá er einhver séns að við komust yfir þetta. 

Það er eiginlega alger geðveiki ef við höldum að við getum haldið áfram á þeirri braut að líta aldrei til framtíðar og veljum alltaf skammtímalausnir.

Svipþunginn á alþingi í gær er endurspeglun á þjóðarsálinni. Við erum flest í greipum óttans og eina leiðin út úr honum er umbreyta þessari bitru og eitruðu reynslu í meðal. Hvert meðalið er, veit ég ekki. Kannski einfaldara líf með minni þörf á ytri gæðum og einbeita sér að raunverulegum lífsgæðum sem finnast ekki í sóun heldur nýtingu og virðingu og þakklæti fyrir því sem við höfum. 

Hvernig væri að prófa að sýna öðru fólki nærgætni og umhyggju, eitt bros getur hrundið af stað keðjuverkun jákvæðni í þessum umrótartímum. Þetta er ekki tími til að fara í paník og taka ákvarðanir byggðar á því.


mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sá svipinn eða svipleysið (hjálparleysið) á Geir.  Kamerunni var beint að honum marg oft.

Skelfilegt ástand.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: corvus corax

Pabbi minn barðist úr sárustu fátækt upp í það að verða alveg frábær pípulagningamaður ...eða þannig.

corvus corax, 3.10.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér fannst hann meira eins og smástrákur sem verið væri að skamma. fannst hann með skömmustusvip.

var það ekki líka þannig?

Brjánn Guðjónsson, 3.10.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

jú þar hittir þú naglann á höfuðið Brjánn

Birgitta Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 12:15

5 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Ég sat yfir sjónvarpinu með veikt barn og verð að viðurkenna það að Geir leit einhvernvegin eymdarlegi út í samanburði. Það var hreinlega erfitt að horfa á kallgreyið. Hann hefur víst komið sér í þessa stöðu sjálfur og spurning hvort maður eigi að láta meðvirknina taka völdin...

Elín Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.