Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðla "blackout" á málefni Tíbets hérlendis

Free Tibet sjónvarpsstöðin

Frábær sjónvarpsstöð sem samtökin Students for a free Tibet halda úti í tengslum við Ólympíuleikana. Stöðin sendir bæði fréttaþátt live og svo er hægt að finna ógrynni af efni sem tengist frelsisbaráttu Tíbeta, hvort heldur það sé nú í dag eða fyrir 50 árum. Hér á Íslandi hafa engir fjölmiðlar lagt vinnu í að kynna sér ástandið eða grafa dýpra en stopul fréttaskeyti frá sínum erlendu fréttaveitum. Ég hef fylgst með athygli því sem komið hefur fram í alþjóðafjölmiðlum en ekki er hægt að segja það sama um þá sem eiga að miðla fréttum til almennings hérlendis. Hef ekki séð neina frétt um þá blaðamenn sem voru handteknir fyrir að vilja fjalla um friðsamleg mótmæli í Peking undanfarna daga. Þessir blaðamenn munu þurfa að vera í fangelsi í 10 daga í Kína fyrir það EITT að vera í vinnunni sinni. Hvar er fjölmiðlafrelsið og af hverju finnst íslenskum kollegum það ekki fréttnæmt að verið er að troða á frelsi til að flytja fréttir. Af hverju er nánast engar fréttir um eitthvað annað en Íslendinga að syngja karókí eða éta pizzur innilokuðum í Ólympíuþorpi sem note bene var byggt á rústum heimila fjölda fólks sem vildi ekki láta rústa sínum heimilum. Af hverju gerir enginn athugasemdir við þá staðreynd að hin svokölluðu sérstöku svæði til mótmæla þar sem fólk þurfti að sækja um leyfi til að mótmæla, er ekkert annað en gildrur svo hægt sé að draga út í dagsljósið þá sem vilja mótmæla og refsa þeim áður en viðkomandi gera það, samanber tvær gamlar konur yfir sjötugu sem dæmdar hafa verið í vinnuþrælkun í heilt ár fyrir að biðja um leyfi til að mótmæla því að hús þeirra voru jöfnuð við jörðu fyrir ólympíuleikana???

Það er búin að vera algert fjölmiðla blackout á Kerti fyrir Tíbet og Raddir fyrir Tíbet styrktarsamkomuna annað kvöld í Salnum. Hvað veldur? Þarna verða topp listamenn, verið að styrkja gott málefni og efla tengsl Íslands og Tíbets. Hefði aldrei trúað því að við myndum alls staðar koma að lokuðum dyrum en það er því miður staðreyndin. Því mun fullt af fólki aldrei fá að vita af þessari frábæru hátíð sem öll er unnin í sjálfboðaliðastarfi og til að styrkja flóttamannamiðstöð í Dharamsala en stór hluti þeirra sem þurfa að fá að dvelja þar eru börn sem koma ein yfir hæstu fjallaskörð í heimi.

Ég er yfirleitt frekar æðrulaus en núna er ég orðin frekar gröm yfir sinnuleysi fjölmiðla hérlendis þegar kemur að málefnum Tíbets. Það má segja að maður sé að fá að upplifa það sem Tíbetar hafa þurft að þola í 60 ár frá umheiminum... endalausa veggi og sinnuleysi. Hvet þá sem ekki þekkja til Tíbets að afla sér frétta og verða við kalli þeirra eftir hjálp frá heimbyggðinni, það er verið að fremja þjóðar- og menningar morð þarna fyrir allra augum. 

rangzenfist4 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það myndi koma mér töluvert á óvart ef fjölmiðlar mættu ekki annað kvöld, þó það fari auðvitað eftir vöktum og hvað annað er að gerast. Var kertafleytingin ekki alveg örugglega cover-uð af sjónvarpinu samt?

Því er hins vegar yfirleitt ekki vel tekið þegar fjölmiðlar eru beðnir um að auglýsa viðburði eða safnanir eða slíkt, sama hversu óumdeilanlega frábært málefnið kann að vera. Það þarf alltaf að vera einhver frétt á bakvið málið, sem mér þykir nú reyndar vera nokkuð borðleggjandi í þessu tilfelli. Áhugaverð samkoma og ólympíuleikarnir í algleymi og allt það.

Spurning hvað stóð í fréttatilkynningunni um samkomuna á morgun og á hverja hún var send? Stundum enda svona hlutir í bunkum eftir dögum, þannig að einhver gæti skyndilega séð þetta í fyrramálið.

Með kveðju,

--- Gunnar Hrafn 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það kom nákvæmlega enginn fjölmiðill á Kerti fyrir Tíbet þann 7. ágúst.

Ég hefði talið að þetta væri nokkuð borðleggjandi. En ég vona svo sannarlega að þessi þögn hætti, en það var reynt að komast að í Kastljósi og með góðum fyrirvara, það var reynt að komast að allsstaðar en við lítinn árangur...

Kerti fyrir Tíbet verður haldið í kvöld aftur og ég hef ekki séð neitt um það neinsstaðar í neinum fjölmiðlum... hvað þá að einhver hefði haft samband út af því. Það sem er jafnframt áhugavert við þetta er að það er alls ekki sama fólkið að hafa samband við fjölmiðla út af þessum tveimur viðburðum og því hefði maður haldið að einhver árangur kæmi af þessum tilraunum....

Birgitta Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 14:43

3 identicon

Já, skrítið, þetta með kertin er svo myndrænt og svona. Það er náttúrulega allt vitlaust að gera hjá öllum út af menningarnóttinni í kvöld en maður hefði haldið að þetta hefði vakið meiri athygli síðast.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 15:26

4 identicon

Ég verð nú að játa það að mér finnst þetta sorglegt og er vægt til orða tekið.  Ég sendi nú sjálf örfáar staðreyndir um Tibet og fyrirspurn til flestra sjónvarps og fréttablaða hérlendis um hvers vegna við fengjum nærri enga umfjöllun um ástandið þar. Ég spurði líka hvers vegna maður þyrfti sjálfur að sækja fréttir og upplýsingar til erlendra fjölmiðla og hvers vegna það væru allt of oft rangfærslur í þeim fréttum sem hingað koma. Svarið var........ ekkert! Ég veit um fleiri sem hafa sent hliðstæðar fyrirspurnir og heldur ekki fengið neitt svar. Manni er bara spurn.......... eru viðskipti virkilega svona mikið mikilvægari hjá landanum en mannréttindi eða? Vona að sem flestir sjái sér fært að gefa smávegis af sínum dýrmæta tíma í kvöld!!

Harpa Rut Harðardóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 509141

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband