Leita í fréttum mbl.is

Allir hinir sem eru líka óvelkomnir

070812_p09_cartoon1

Sá á dögunum lista yfir þá sem ekki eru velkomnir á Ólympíuleikana, en ég finn hann ekki núna, man að þeir sem fá ekki að mæta eru auðvitað Tíbetar, meðlimir Falun Gong, kínverskir múslímar, geðfatlaðir, fólk með AIDS, fólk með kynsjúkdóma, hórur, aðgerðasinnar, fólk sem hefur gagnrýnt kínversk yfirvöld, þá eru jafnframt lagðar hömlur á hvaða fréttamenn fá aðgang, en hey þú mátt taka með þér eitt gæludýr en mælt er með því að skilja smábörn eftir heima. 

Þú mátt eiga von á því að vera sendur heim ef þú ert með bol með þér sem hugsanlega mögulega gæti verið pólitískur eða appelsínugulur. Þá er víst betra að taka ekki með sér upplýsingar úr landi sem flokkast gætu sem kínverskar trúnaðarupplýsingar um land og þjóð, þessar upplýsingar gætu verið: hve margir misstu vinnu í gær, hve margar konur vinna í þessari verksmiðju, eða eitthvað álíka torskilið. Ef þú ert svo óheppinn að gera eitthvað sem er bannað, sem er æði margt þá er næsta víst að enginn lögmaður vilji verja þig. Þeir sem hafa tekið að sér að verja til dæmis Tíbeta fá ekki endurnýjuð leyfin sín.

beijing2008

En þetta er ekki neitt miðað við það harðræði sem fólkið í Peking hefur þurft að þola út af undirbúning ólympíuleikana. Hér eru nokkur dæmi: Hús hafa verið rudd úr vegi, svo hægt sé að byggja ólympíuþorp og keppnishallir. Fólkið sem bjó þar hefur verið þvingað til að yfirgefa heimili sín og ekki fengið neinar bætur. Margir hafa flúið Peking vegna þess að þeim er bannað að hafa veitingahús sín opin eða stunda aðra vinnu sem fellur ekki að smekk yfirvalda og gæti skaðað þá nútíma ímynd sem yfirvöld vilja að heimurinn hafi af þeim. Fólk hefur sætt pyntingum eða sett í fangelsi fyrir að mótmæla því að heimili þeirra séu tekin af þeim. Heimilislaust fólk, Tíbetar, Falun Gong meðlimir, gagnrýnendur harðstjórnarinnar eru annað hvort sent út fyrir borgarmörk eða úr landi. 


mbl.is Geðfatlaðir óvelkomnir á Ólympíuleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og þetta leggur Ísland blessun sína yfir, án þess að blygðast sín.

Fyrirgefið á meðan ég æli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Nákvæmlega... finnst eiginlega til skammar hve lítið hefur verið fjallað um þetta hérlendis sem og allt hitt sem varpar rýrð á þessa Ólympíuleika.

Það virðist vera þögult samþykki um að við förum sama hvað!

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Ég trúi bara ekki að við séum að fara að senda fólk þangað og taka þátt.  Velti fyrir mér afhverju í ósköpunum eru ekki sett einhver skilyrði fyrir því að fá að halda Ólympíuleikana, eins og að landið verði að virða mannréttindi ofl.  

Lilja Kjerúlf, 22.7.2008 kl. 10:07

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þessi skilyrði voru sett, en Ólympíunefndin gerspillta hefur ekki gert neitt til að þrýsta á að þessum skilyrðum verði framfylgt. Það voru líka sett skilyrði um að landið yrði opnað fyrir fjölmiðlum, en ég las nýverið að yfir 10 fréttamenn kærðu dauðahótanir gagnvart þeim, því þeir skrifuðu fréttir sem yfirvaldinu líkaði ekki.

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 10:15

5 identicon

Ég er ekkert hissa. Utanríkisráðherra landins vill halda "eðlilegum samskiptum" við ríkisstjórn sem beitir fólk sem geðjast henni ekki grýtingum og bestu vinir okkar komast upp með að endurskilgreina pyntingar, án þess að ríkisstjórn þessa lands hreyfi mótmælum. 

Ef við skilgreinum 'skítapakk' sem 'fólk í valdastöðum, sem sýnir engin merki þess að telja sig hafa því hlutverki að gegna að standa vörð um réttlæti og mannúð' þá eru nokkuð margir í ríkisstjórn Íslands sem eru vel að þeirri einkunn komnir. Og svo telur þetta skítapakk sig eiga erindi í öryggisráðið

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 12:04

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sýnir og sannar að Kína hefur engarforsendur til að fá að halda þessa leika. Sýnir og sannar að ráðamönnum á Íslandi og umheiminum er nokk sama. Takk fyrir það Birgitta.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.7.2008 kl. 12:13

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég linkaði á pistilinn þinn, vil að sem flestir sjái hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 13:42

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Takk Jenný mín:) þú ert svo mikill eðal konfektmoli.

Því miður er það svo að maður hefur illan grun um að ekkert verði gert í því hérlendis að styggja Kína á meðan von er á að þeir gefi ISG atkvæði í öryggisráðið ráðalausa.

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 13:51

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er að mínu mati ófyrirgefanlegt að einhver hégómi eins og formennska í ráði hafi meira vægi en mannslíf þúsunda (milljóna?) manna sem enga björg sér geta veitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 13:56

10 Smámynd: Beturvitringur

Ef Kínarnir banna "fátæka og geðfatlaða" hefði einfaldlega ekki átt að veita þeim rétt til að halda leikana.

Hið jákvæða KANN AÐ VERA að "gestgjafarnir" séu nú meira undir smásjá heimsbyggðarinnar.

Beturvitringur, 22.7.2008 kl. 14:11

11 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Kínversk yfirvöld líta svo á að vegna þess að velflestir þjóðhöfðingjar ætla að mæta að heimurinn sé tilbúinn að horfa framhjá þeirra misgjörðum.

Ekkert hefur lagast, ef eitthvað er þá hefur ástandið versnað. Ég er búin að liggja í allskonar fréttamiðlum varðandi ástandið í Kína og get fullyrt að þeir sem halda að ástandið sé betra þarna séu þeir sem eiga fjárhagslega hagsmuni að vernda.

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 14:14

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir fróðleikinn og vibbann

Edda Agnarsdóttir, 22.7.2008 kl. 14:15

13 Smámynd: Beturvitringur

Peningar=völd.  Peningar=kaup dómsniðurstöðu.  Peningar=þöggun

Beturvitringur, 22.7.2008 kl. 14:23

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Andskotans sleikjuskapur og gunguháttur í Íslenskum stjórnvöldum....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.7.2008 kl. 15:00

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Með för sinni til Kína er forsetinn að leggja blessun sína yfir alla þessa mismunun. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 15:45

16 Smámynd: Ár & síð

Og guð hjálpi þeim gestum á ÓL sem reyna að gúgla.
Matthías

Ár & síð, 22.7.2008 kl. 15:56

17 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mér finnst kominn tími á almennilegan þrýsting á stjórnvöld varðandi þessa Ólympíuleika. Veit bara ekki alveg hvernig. Ég sendi þeim öllum bréf á sínum tíma og fékk til dæmis þau svör frá menntamálaráðherra að það ætti ekki að blanda saman pólitík og íþróttum:)

Þegar Ólympíukyndillinn var þvingaður inn í Lhasa með hervaldi, voru ræðuhöldin í sönnum íþróttaandað notuð til að tala illa um Dalai Lama, segja hann vera úlf með mannsandlit og annað álíka fagurt. En það er auðvitað ekki pólitík ef valtað er yfir nýlenduþjóð.

Birgitta Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 16:05

18 identicon

Mér finnst eðlilegt að taka þátt í Ólympíuleikunum sjálfum en ég sé enga ástæðu fyrir Íslendinga að taka þátt í sjálfsfróun kínverskra stjórnvalda við setningar- og lokahátíð leikanna.  Málið er bara að eins og vanalega þá skortir íslenska ráðamenn almennt þor og dug til að taka afstöðu enda búið að slípa til og berja meirihluta þeirra niður svo þeir passi í flokkslínuna.  Og þaðan af síður að menn taki afstöðu til mannréttindabrota þegar það gæti ógnað einhverjum viðskiptahagsmunum á þessum síðustu og verstu tímum!

...désú (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 16:32

19 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hmm... Ég hygg að hræðsla íslenskra ráðamanna við að styggja Kína liggji í viðskiptahagsmunum sem við eigum að gæta þar. Það er vissulega ekki góð ástæða, en slíkur er jú gunguskapur ráðamanna, þó reyndar sé alltaf möguleiki á að viðskiptatap við Kína geti haft mjög svo neikvæð áhrif á atvinnulífið hérlendis.

Mér þykir þetta mjög svo sorglegt, en hvað er hægt að gera í málinu? Það sem mér dettur einna helst í hug væri ef íþróttamenn, hvaðan sem þeir koma úr heiminum, myndu mótmæla á einhvern máta, fyrir framan myndavélar, svo ekki sé hægt að hreyfa við þeim mótmælum.

Þó að Tenzing Gyatso / Dalai Lama megi mæra á margan máta er ekki þar með sagt að hann sé eins heilagur og fólk vill meina, þegar allt kemur til alls er hann arftaki goð-konungdæmis sem stangast jú stórlega á við lýðræðishugsjón og hinn almenni borgari hafði það ekkert rosalega gott í Tíbet heldur fyrir innrás Kinverja.

Þetta mál er allt saman mjög flókið, en fólk má ekki gleyma að óvinur óvinar okkar er ekki nauðsynlega vinur okkar.

kv.

JEVBM

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 22.7.2008 kl. 16:32

20 identicon

Við getum bara hugsað okkur sömu aðstæður í smærra samhengi. Mætir maður í partý hjá morðingja sem hefur ekki sýnt þess nokkur merki að honum finnist eitthvað athugavert við að drepa, pína og kúga þá sem fara í taugarnar á honum? 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 17:00

21 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Merkilegt að þeir hafa ekki líka sett svertingjum á þennan bann lista sinn.  Eins og ég hef sagt áður finnst mér þetta orðin viðbjóðslegur skrípaleikur Kínverja. Mannréttindi er hugtak sem ekki er til í Kína. Öll Internet þjónusta verður undir miklu eftirliti og margar vestrænar vefsíður eru bannaðar í Kína. Hegðun þeirra gagnvart Tíbetum er skelfileg, þeir eru einnig stærstu vopnasalar til Súdan og þeirra eigið fólk er einskis virði. Við byggingu Three Gorges dam (þriggja gljúfra stíflan) sem er stærsta stífla í heimi er talið að 13 borgir, 140 bæir, og 1300 þorp hafi orðið undir vatni. Að minnsta kosti 1,4 milljón manna misstu heimili sín, átti að fá bætur frá yfirvöldum sem síðan "hurfu".

Lítið varið í forsetann okkar hann Ólaf ef hann ætlar að leggjast svo lágt að mæta á opnunar hátíðarhöldin einungis til að geta sést á meðal annarra ráðamanna. Ég skil ekki svona fólk

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 22.7.2008 kl. 18:46

22 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er engin hefð fyrir þessu og ég skil ekkert í Ólafi að fara til Kína??

Skítt með matarboð Mörthu, en þetta er ekki gott!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.7.2008 kl. 20:44

23 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þetta eru sláandi fregnir af Kína, og sýnir bara hve vel gengur að þagga allt neikvætt niður, bæði af þarlendum stjórnvöldum og stjórnvöldum ríkja sem ekki þora að styggja gula risann.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 21:50

24 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Athugið, að nú hefur skuldatryggingarálagið á erlendum lánum snarhækkað - aftur. Ríkisstjórn Íslands getur því ekki tekið 500 milljarða króna lánið sitt á Vesturlöndum.

Nú er Guðni Ágústsson að hvetja ríkisstjórnina til að slá hagstæð lán í Rússlandi eða Kína. Hann sagði þetta í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hvað ætli þau sómaríki myndu vilja fá í staðinn?

Það er með ólíkindum hvað hægt er að ganga langt í fégræðginni og ótrúlegt hverju menn eru tilbúnir til að fórna fyrir peninga.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.7.2008 kl. 21:57

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já lára...satt og nákvæmt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.7.2008 kl. 00:09

26 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér finnst hið besta mál að vekja athygli á ítrekuðum mannréttindabrotum í kína en hvað er það sem þú villt ?...

villtu að Íslendingar hunsi þessa keppni í ár ?

Ég efast ekki eina sekóndu um að kínverskst samfélag sé meingallað og er eindregið gegn allri sýndarmennsku stórveldanna rétt eins og þeir sýna á Ólimpíuleikunum.

Persónulega finnst mér frekar að "Fjórða valdið" vinni sitt verk ítarlega og haldi þessum umræðum á lofti. Það er gott að fólk sé að átta sig á þeirri blekkingu sem stórveldin viðhafa en er ekki sanngjarnt að við skoðum aðeins sögu ólimpíuleikanna ?Ég tel ljóst að Þessi sýndarleikur hefur verið í gegnum árinn hjá stórveldunum. Allaveganna tel ég víst að Olimpiuleikanir 1980 sem haldnir voru Í Sovétríkjunum hafi verið eitthvað ámóta sýndar plagg og eru núna í kína. Leikanir sem voru haldnir í Los Angeles árið 1984 voru eftil vill í skárra lagi en er ég þó viss um að þar hafi verið eitthvað sem mætti benda á rétt eins og þú réttilega gerir í þessari grein. Bandaríkin hunsuðu Sovétríkin 1980 og Sovétríkin Bandaríkin árið 1984. Síðustu uptalninguna vil ég nefna vetrarólimpíuleikarna í sarajevo sama ár en eins flestir vita varð sami leikvangur að blóðbaði í orðsins fyllstu merkingu um sex árum síðar, slík var ólgan orðin í samfélaginu. Þeir leikar voru ekkert annað dæmi en sýndarmenska stórveldanna til að sýna sína yfirburði. Þar hefur væntanlega mörgum verið mismunað á bak við tjöldin.

Hvað hefur breyst ?

Kalda stríðið er búið og er fólk í sífellt meira mæli að gera sér grein fyrir hvernig hlutum í þessum samfélögum er háttað. Mín skoðunn er sú að það eigi að leyfa kínverjum að halda þessa leika með pompi og prakt en ef þeir sýna margítrekað brot á siðareglum Olimpiuleikanna ( eins og þeir hafa nú þegar gert) verður þeim meinað að halda þessa leika aftur.  

Brynjar Jóhannsson, 23.7.2008 kl. 06:31

27 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég hef aldrei skilið af hverju það má ekki breyta nútíðinni vegna þess að í fortíðinni voru hlutirnir einhvernveginn Brynjar. Ég kalla eftir því að sendinefnin fari ekki og að þeir íþróttamenn sem finna það í hjarta sínu að gera eitthvað táknrænt geri það.

Takk Jón Frímann fyrir þessa linka. Mjög gagnlegir,

Birgitta Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 09:13

28 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Mér hugnast ekki að við fá lán hjá Kína. Það er alveg nógu furðulegt hve mikinn áhuga þeir sýna okkur nú þegar. Alveg sammála því sem Lára Hanna er að benda á.

Birgitta Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 09:18

29 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sæl Birgitta..

Ég var búin að koma með stór klásu með mótrökum en svo þegar ég hugsaði betur út í það sem þú ert að skrifa þá hætti ég við. Ég verð hreinlega að viðurkenna að það sé þónokkuð til í því sem þú ert að segja og því tel ég betra að viðurkenna það heldur en að þrefa allltaf á móti. 

Ástæða þess að ég vil að íslendingar hunsi ekki olimipíuleikanna er einfaldlega vegna þess að þetta er mesta íþróttakeppni íþróttakeppnanna. Margir menn hafa lagt líf sitt undir að keppa fyrir þjóð sína og gætu hæglega orðið gríðarlega mikið stolt í framtíðinni. Mér þætti til dæmis ekkert meira gleðigefandi ef t.d Íslendingar myndi einhvern tíman eignast ólimpíumeistara og standa uppi sem sigurvegarar.

Mín von var einfaldlega sú að það væri nóg að nota "fjórða valdið" til að gagnrína það sem er þarna í gangi og vekja fólk til umhugsunar á því sem þar er að gerast. ..Í kína eru mannréttindarbrot ítrekað framin og það er ekkert hægt að horfast gegn því . Líklega er það rétt hjá þér sé best að byrja hér og nú því ellega verður allt að eilífu eins. 

Brynjar Jóhannsson, 24.7.2008 kl. 04:23

30 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þakka þér fyrir Brynjar. Ég ber alltaf mikla virðingu fyrir fólki sem er til í að skoða fleiri en eina hlið:)

Birgitta Jónsdóttir, 24.7.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband