Leita í fréttum mbl.is

Tískufyrirbrigðið að vera á móti mótmælum

Ég hef orðið vör við það í kjölfar allra mótmæla sem ég hef tekið þátt í að fólk missir nánast strax drifkraftinn til að halda áfram. Nú er meira en vika síðan síðustu mótmæli voru haldin vegna Paul Ramses og virðist sem málið sé þegar gleymt og grafið. Hvar eru allir þeir sem skrifuðu nöfn sín á undirskriftarlista og mættu á mótmæli í Skuggasundi? Er einhver að hringja í BB eða HG og spyrja þá hvernig framvindan er? Það er ekki á ábyrgð örfárra að viðhalda mannréttindum og lýðræði, það er í höndunum á öllum þeim sem finnst eitthvað athugavert við hvernig því er framfylgt. 

Það er afar hættulegt að gefa frá sér ábyrgðina á þennan hátt. Þeir sárafáu sem eru alltaf að skipuleggja hin og þessi mótmæli eða undirskriftarlista eða upp á komur til að vekja athygli á vanköntum samfélagsins fá ekki laun fyrir það eða umbun og því er maður oft fljótur að brenna upp eða þarf að taka á öðrum aðkallandi málum.

Ég mæli með því að áður en fólk byrjar að tuða um að einhver ætti að gera þetta eða hitt að sá hinn sami spyrji sig, "hvað get ég gert?" Það er nefnilega heilmargt sem fólk getur gert án þess að þurfa einhvern til að segja sér það. Það er mikilvægt að fólk hætti að leita að forystusauðum og finni innra með sér þann kraft og hugrekki til þarf til að hefja aðgerðir gegn því sem miður fer í samfélaginu.

Sem betur fer er fullt af fólki sem gerir eitthvað en það er ekki nóg. Ég kalla eftir aðgerðum frá almenningi sem talar og talar en gerir ekki neitt og grípur fyrsta mögulega tækifæri til að láta afvegaleiða sig með svo blygðunarlausum smjörklípum að manni verður ómótt. Það er bara ömurlegt að horfa upp á fólk ákveða að hætta að styðja einhvern málstað sem brann á þeim út af því að einhver skrifaði nafnlaust bréf til að ófrægja viðkomandi. Hversu djúpt ristir mannúðin ef fólk trúir ekki sinni hjartans sannfæringu, fyrir mér var aldrei spurning um hvort Paul Ramses væri svartur, hvítur, kristinn, múslimi, heiðarlegur eða óheiðarlegur. Krafa okkar var einföld og skýr, við kröfðumst þess að um mál hans yrði fjallað hérlendis þar sem fjölskylda hans er. En svo kom blessað bréfið á vef icenews, og svo fór Björn að tala um evru og skyndilega var harmleikur Ramses fjölskyldunnar lítilsverður miðað við efnahagsástandið og hvort að evra eða dollari væri eina leiðin til að bjarga okkur úr árans andstyggðarkreppunni. 

Ég hef horft upp á svipað ferli trekk í trekk og aldrei vantar afsakanirnar fyrir framkvæmdarleysinu. Það virðist tilgangslaust að mótmæla og eða andmæla eða sýna samstöðu. Meira segja þá má varla nota þetta orð án þess að fólk tengi það við eitthvað ægilega neikvætt. Það er í tísku að vera á móti orðinu mótmæli og oft sagt að með slíkum aðgerðum sé maður að skemma fyrir málstaðnum. Reynt hefur verið að búa til ný orð sem fanga betur Protest en illa gengur að finna slíkt. Var það ekki einhver uppáhalds Íslendingur sem sagði "vér mótmælum allir"? Ég ætla að halda áfram að gera eins og hann og mótmæla ef mér finnst vegið að mannréttindum, náttúru, eða öðrum hjartans málum. Stundum hef ég séð bein áhrif af mótmælum og stundum virðist þetta vera helber tímasóun. En ég vil allavega leggja mitt á vogarskálarnar frekar en að gera ekki neitt og bíða eftir að einhver annar geri það. Ég vil frekar standa fyrir utan kínverska sendiráðið á hverjum laugardegi í góðum félagsskap en horfa á endurtekið efni í sjónvarpinu.

Ef ég veit af því að ísinn er þunnur en lítur út fyrir að vera traustur, ætti ég þá bara að labba í burtu og segja við sjálfa mig að einhver annar setji varúðarskilti?  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 509270

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband