Leita í fréttum mbl.is

Smánarlegt af íslenskum stjórnvöldum

Ég á bara ekki til orð yfir íslenskum stjórnvöldum þessa dagana. Ég hvet fólk til að kynna sér þetta mál og styð heilshugar aðgerðir aðgerðasinna í morgunn til að vekja athygli á þessu og það væri ekkert nema hneisa ef hneppa á þá í sex ára fangelsi fyrir þessa aðgerð. Þarna eru stjórnvöld okkar að senda manninn í vísan dauðann og rífa hann úr faðmi fjölskyldu sinnar en hann á 3 vikna gamalt barn hérlendis og eiginkonu sem honum er stíað frá. Hvað er í gangi í samfélaginu okkar að við látum svona mála renna í gegnum kerfið án þess að gera nokkuð. Ég vissi ekki af þessu máli fyrr en nú og er brugðið að við séum á svo lágu plani varðandi mannréttindi. 

fann eftirfarandi inn á visir.is og ruv.is:

"Stefán Thordersen flugvallarstjóri staðfesti í samtali við Vísi að tveir menn hefðu hlaupið inn á flugverndarsvæðið þar sem þeir voru síðan handteknir.

Samkvæmt heimildum Vísis voru mennirnir að mótmæla brottför Keníamannsins, Paul Ramses, sem fluttur var til Ítalíu í morgun. Mál hans hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið en hann sótti um pólitískt hæli.

Paul var ofsóttur í heimalandi sínu og sótti því um hæli. íslensk stjórnvöld ákváðu hinsvegar að vísa honum úr landi án þess að taka umsókn hans til meðferðar.

Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á suðurnesjum sagði í samtali við Vísi að öryggisverðir flugvallarstjóra hafi óskað eftir aðstoð við handtöku mannanna í morgun. Þeir hafi síðan verið handteknir og settir í fangaklefa."

Skammarleg vinnubrögð hjá íslenskum stjórnvöldum varðandi mál Paul. Samkvæmt RÚV er honum stíað frá fjölskyldu sinni hérlendis, 

"Kenískum flóttamanni vísað úr landiStjórnvöld hafa ákveðið að vísa flóttamanni frá Kenía úr landi án þess að taka fyrir umsókn hans um pólitískt hæli. Maðurinn starfaði um tíma við hjálparstarf Í Kenía sem íslensk stjórnvöld komu að.

Einn þeirra sem tók þátt í borgarstjórnarkosningum í Naíróbí í Kenía í desember í fyrra er Paul Ramses. Hann náði ekki kosningu heldur andstæðingur hans í stjórnarflokki landsins. Eftir kosningar urðu margir stjórnarandstæðingar fyrir ofsóknum, Paul óttaðist um líf sitt og flúði því land í janúar síðastliðinn. Hann kom til Íslands og sótti um hæli sem pólitískur flóttamaður. Ástæðan er að hann dvaldi hér um tíma árið 2005 og starfaði í framhaldi fyrir ABC barnahjálp í Kenía.

Paul tók þátt í að stofna skóla í Naíróbí með Íslendingum, en það verkefni er meðal annars stutt af utanríkisráðuneytinu. Í mars var farið fram á að stjórnvöld tækju málið fyrir. Fram að þessu hefur ekkert svar borist.

Katrín Theódórsdóttir héraðsdómslögmaður segir aðí dag hafi lögreglan komið inn á heimili Pauls og tekið hann í fangelsi. Þar eigi hann að sitja í nótt og svo verði hann sendur út í fyrramálið. 

Ástæðan er að Paul millilenti á Ítalíu á leið sinni til landsins, og stjórnvöldum er því heimilt að senda hann þangað og láta ítölsk stjórnvöld fjalla um málið. Katrín segir að Paul eigi konu og 3 vikna son sem séu hér á landi líka og með þessari ákvörðun verði fjölskyldunni stíað í sundur."


mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sendi tölvupóst til Björns Bjarnasonar og Ingibjargar Sólrúnar. Þetta er skammarlegt, ég er alveg miður mín yfir þessu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2008 kl. 10:51

2 identicon

Bendi samt á það að það er mjög hættulegt að vera að vasast inn á flugvallarsvæði. Skv. Víkurfréttum fóru þeir inn á flugbraut og vel hefði getað verið að mjög illa hefði farið ef þeir hefðu verið nálægt flugvél í flugtaki.

Segjum sem svo að flugmenn hefðu séð mennina komnir hálfa leið í loftið, en slíkt hefði getað valdið truflun sem hefði getað kostað slys.

Hvað þá ef þeir hefðu farið of nálægt og lent í hreyflum vélarinnar.

Flugvélin væri eflaust full af fólki sem á börn, eiginkonur, eiginmenn og skyldmenni á Íslandi.

Inntakið er kannski það að það er gjörsamlega út í hött að styðja svona mótmælaaðgerðir sem stofna fjölda fólks í hættu og skila engu, hversu góður sem málstaðurinn þó er.

Sammála því hins vegar að íslenskt skrifræði hefði mátt standa sig betur. Efast um að stjórnvöldum sé um að kenna. Mótmælendur hefðu getað mótmælt í flugstöðinni eða við útlendingastofnun.

Egill Erlendsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 10:57

3 identicon

Sammála þér Egill! Stundum er bara ekki réttlætanlegt að stofna lífi annara í hætti, og jafnvel hefðu þessir vel hugsandi aðilar orðið valdir að slysi sem kostað hefði mörg mannslíf....

Væri gaman að sjá hrokagikkina og besservissana á moggablogginu þá. Kvæði sennilega við annan tón.

ellert (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Glæpurinn, sem a.m.k. sex ára fangelsi ætti að liggja við er brottflutningur mannsins. Það er glæpurinn í þessu máli.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 12:18

5 Smámynd: AK-72

Ein spurning, er kona og sonur íslenskir ríkisborgarar?

Ég er að reyna að grufla upp meir um þetta áður en ég froðufelli af reiði yfir þessu.

AK-72, 3.7.2008 kl. 12:43

6 identicon

Við þurfum að gera eitthvað í þessu!

Þú hefur einhverja reynslu af mótmælum er það ekki Birgitta?

Hvað er best að gera?

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:59

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 13:07

8 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég er á hlaupum á milli funda en ég ætla að koma með tillögur á eftir um hvað við getum gert:)

Eitthvað verður að gera strax. Endilega hlustið á viðtalið við lögmann hans í hádegisfréttum rúv. Þetta mál er enn alvarlegra en ég hélt í fyrstu. Þverbrotið á réttindum hans á alla mögulega vegu.

Birgitta Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 13:36

9 identicon

Birgitta: Frábært mál!

Fólk er eitthvað byrjað að kasta til hugmyndum hér:

http://jesus.blog.is/blog/jesus/entry/583077/

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:12

10 Smámynd: corvus corax

Er ekki hægt að tengja flóttamanninn á einhvern hátt við eitthvert ráðherrafíflið hérna á klakanum? Þá mundu hans mál reddast í hvelli með forgangshraða eins og mál tengdadóttur kerlingarfíflsins Jónínu Bjartmars fyrrverandi ráðherra en það mál fékk flýtimeðferð gegnum íslenska kerfið vegna tengsla við ráðherrahyskið. Aðalsiðblindinginn Björn Bjarnason eða dýralæknisfífl ríkisstjórnarinnar gætu og mundu redda þessu ef þetta væri skylt þeim að þeirra hagsmunir á einhvern hátt.

corvus corax, 3.7.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband