Leita í fréttum mbl.is

Ísland og Tíbet

Eigum við eitthvað sameiginlegt með landinu sem snertir himininn? Ef til vill meira en okkur grunar?

Einu sinni vorum við ekki sjálfstæð þjóð. Við vorum dönsk nýlenda eins og Færeyjar og Grænland eru enn þann daginn í dag. Hvernig væri ástandið á Íslandi ef Danir hefðu ekki verið hernumdir og við hefðum ekki með notfært okkur það til að öðlast okkar frelsi? Varla hefðum við getað farið í stríð við Dani, vopna og herlaus þjóðin? Við erum smá en kná, friðarþjóð rétt eins og Tíbetar. Við eigum fornt tungumál sem við keppumst við að vernda, rétt eins og Tíbetar. Við eigum forna menningu sem ímynd okkar er samofin, rétt eins og Tíbetar. Eini munurinn er að við fengum frelsi, en ekki Tíbetar. 

Hvað ef Danir myndu ákveða að þeir ættu tilkall til Íslands vegna sögulegra staðreynda varðandi það að við vorum eitt sinn nýlenda þeirra og í kjölfarið myndu þeir hernema landið?

Tíbet var frjálst land þegar það var hernumið af Kína. Þeir áttu í mun nánari viðskiptatengslum við Mongólíu en Kína. Dalai er mongólskt orð enda voru það Mongólar sem gáfu fyrsta Dalai Lama heiti sitt.  Tíbetar voru með sinn eigin gjaldmiðil og tungumál þeirra á ekkert sammerkt kínversku. Tíbetar líkjast Kínverjum ekkert í útliti og menning þeirra er gerólík. En Tíbet átti eitthvað sem Kína skorti, ósnortna náttúru og fullkomna staðsetningu til að treysta ítök sín og völd enn frekar gagnvart nágrannalöndum Kína. Kjarnaorkukapphlaupið á milli Indlands og Pakistan á rætur sínar að rekja til ótta Indverja við kjarnavopn Kína, en þeim er beint að Indlandi frá hinu hálenda Tíbet. Kínversk yfirvöld hafa jafnframt eytt með ógnarhraða gríðarlega stórum fornum skógum og talað er um að þær aðgerðir hafi meðal annars haft þau áhrif að Kínverjar eru í auknum mæli að upplifa verstu flóð sögunnar á láglendinu kínverska.

Rökin sem Kína færir fyrir því að þeir eigi Tíbet eru þau sömu og ef Danmörk myndi gera tilkall til Íslands. Þegar Tíbet var hernumið var niðurstaða lögfræðingateymis S.Þ. að þetta væri hernám. Alþjóðasamfélagið hefur brugðist Tíbet og látið hernámið viðgangast í meira en hálfa öld. Margvíslegar útskýringar eru á því af hverju ekkert hefur verið gert til að aðstoða Tíbet en það breytir ekki staðreynd málsins; Tíbet er hernumið land. Þjóðmenning þeirra er að hverfa. Kínversk yfirvöld senda sífellt fleiri Kínverja til Tíbet og ætla sér að þurrka út menningu landsins og er þeim að takast það áætlunarverk sitt. Nú eru fleiri Kínverjar í Tíbet en Tíbetar. Tíbetar sem ekki læra kínversku eiga enga möguleika á háskólamenntun eða vel launaðri vinnu.

Kínversk yfirvöld hafa einn lögreglumann á hverja tuttugu Tíbeta. Mikill fjöldi Tíbeta er í fangelsum vegna trúarskoðana, ef þú neitar að hafna Dalai Lama sem trúarleiðtoga ertu sendur í fangelsi. Þessi fangelsi eru þekkt fyrir pyntingar sem eru svo svæsnar að munkar og nunnur fremja fremur sjálfsvíg en að láta loka sig þar inni til margra ára. Börn eru send í þessi fangelsi ef þau reyna að flýja Tíbet og koma þaðan illa leikin á sál og líkama.

Okkur tókst að öðlast sjálfstæði án blóðsúthellinga og tökum frelsi okkar sem sjálfsögðum hlut. Við vorum lánsöm að losna undan því að eiga allt okkar undir annarri þjóð. Okkur ætti því að finnast það sjálfsagður hlutur að aðstoða smáríki eins og Tíbet þegar það kallar á hjálp til að losna undan hervaldi annarrar þjóðar í sínu eigin landi. Mig grunar þó að eitt atkvæði til að komast í öryggisráð S.Þ. vegi þyngra en að standa vörð um mannréttindi, samt eru rökin fyrir því að fá sæti í þessu vitagagnslausa öryggisráði að stuðla að mannréttindum, þrátt fyrir þá staðreynd að öryggisráðið hefur ekki getað sýnt þeim löndum sem þurfa hve mest á stuðning heimsins að halda neinn stuðning, því Kína og USA hafa svokallaðan veto rétt og hafa notað hann óspart til að þjóna hagsmunum sínum. 

Verum hugrakka þjóðin og sínum Tíbetum stuðning í verki með því að formlega krefjast þess að alþjóðlegum fjölmiðlum verði hleypt inn í landið tafarlaust.

Tökum ekki frelsi okkar sem sjálfsögðum hlut. Tíbetar hafa sent út neyðarkall til heimsins um aðstoð. Höfum manndóm til að þora að verða við því kalli og krefjum kínversk yfirvöldum að hefja viðræður við munkinn Dalai Lama um framtíð Tíbets. Ef við gerum ekki neitt erum við samsek um þjóðarmorð.

 


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband