Leita í fréttum mbl.is

Ítarleg grein um ekki neitt

Paradísarblóm

Ætla mætti að hin illræmda gúrkutíð sé hafin. Þessi frétt er byggð á tölum sem alveg á eftir að vinna og segja manni nákvæmlega ekki neitt. Það er til hafsjór af málefnum sem krefjast ekki mikillar yfirlegu sem mættu alveg fá meira vægi þegar gúrkutíðin ríður yfir eins og stormsveipur af einskisverðum fréttum. Til dæmis Tíbet. Finnst alþjóðasamfélag blaðamanna hafa brugðist þeim sem og öðrum löndum þar sem engir fjölmiðlar fá aðgengi. Er það sennilega vegna þess að alþjóðafréttaveitur dæla ekki út greinum sem auðvelt er að þýða án mikillar rökhugsunar eða þekkingar. En þekkingarskortur háir nútíma blaðamennsku svo mikið að telja má að það sé nokkuð hættuleg þróun, því fólk virðist ekki vera duglegt að leita sér heimilda handan þess sem það les í þessum alþjóðahring helstu fjölmiðla. 

Eins og áður kemur fram fæ ég alltaf mín fréttaskeyti varðandi Tíbet frá google. Það þýðir að ég hef ágæta yfirsýn yfir hvað er að gerast varðandi landið. En þessi skeyti eru harla einsleit og oft sama fréttin umskrifuð á fjölda tungumála. En ég fæ samt um 15 skeyti á dag. Flest skeytin hafa nokkrar fréttir. En skeytunum fækkar stöðugt og greinilegt að heimsbyggðin er að gleyma því sem er í gangi í landinu. Vona því að það verði hressileg mótmæli, því það er það eina sem virðist koma Tíbet á kortið. Netið er líka allt vaðandi í áróðri frá valdaklíkunni í Kína. 

Það er annað sem ég hef rekið mig á eftir að hafa átt fullt af samtölum við fólk frá öllum heimshornum sem flest þekkir einhverja Kínverja persónulega og það er samróma álit allra að vinir þeirra kínversku eru afar gagnrýnir á stjórnvöld í Kína varðandi mannréttindabrot enda flestir flúið landið út af einskonar ofsóknum. En þegar kemur að málefnum Tíbets þá er þeim fyrirmunað að horfast í augu við að þeir séu beittir sömu kúgun og samlandar þeirra. Og þeir eru algerlega fastir í þeirri sýn að í Tíbet séu allir að "deyja" úr hamingju. Merkilegt.

Ég kalla eftir innihaldsríkum og fræðandi fréttum í gúrkutíð. Ég kalla líka eftir jákvæðum fréttum, því heimurinn okkar er stöðug kraftaverkamaskína og má alveg minna á það miklu oftar.  

Set hér svo með mynd af paradísarblómi og mun án efa skrifa færslu um plöntur, því það er enn eitt dæmið um eitthvað sem er stöðugt að gleða mann, með litum, lykt og fegurð. (Ég er mjög væmin inn við beinið):)


mbl.is Aukin sala á áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Ari Arason

Takk fyrir síðast, ég skemmti mér konunglega

Ingvar Ari Arason, 10.6.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sömuleiðis Ingvar... hlakka til að heyra fleiri útfærslur á Elvis:)

Birgitta Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Ég vil gjarnan láta eitthvað gott af mér leiða í samfélagi manna. Ég mun einbeita mér að því að því að búa til vettvang fyrir þjóðina að vinna að þeim lýðræðisumbótum sem hún krefst og vill leggja sína krafta í. Ég starfa sem þingmaður og þingflokksformaður fyrir Hreyfinguna - fyrir fólkið í landinu. Ég er formaður vina Tíbets.

Ég vil hafa athugasemdakerfið opið - bið fólk samt um að tjá sig eins og það myndi gera ef við stæðum augnlitis til augnlitis. Ég mun því miður ekki alltaf hafa tíma til að svara kommentum eða tölvupósti en ég reyni að lesa allt með opnum huga. Vil gjarnan nota þetta sem vettvang fyrir fólk að koma með hugmyndir um hvað mætti betur fara í samfélginu okkar.

Ég aðhyllist engin sérstök trúarbrögð, ég tilheyri engu sérstöku flokkakerfi, ég tilheyri engu sérstöku nema þessu stórmerkilega mannkyni og þessari yndislegu jörð. Ég er þakklát fyrir að lifa á sögulegum tímum þar sem allt getur gerst. 

Netfang: birgitta@this.is

Bækur

Bækurnar mínar

  • Bók: Tuttugasta öldin og lærdómar hennar
    Mikhail Gorbatsjov og Daisaku Ikeda : Tuttugasta öldin og lærdómar hennar (ISBN: 9979-772-77-8 )
    Þýddi þessa ásamt Jóni Karli Stefánssyni
  • Bók: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements
    don Miguel Ruiz: Lífsreglurnar fjórar - the Four Agreements (ISBN: 9979768835)
    Lífsreglurnar fjórar er ævaforn indjánaspeki sem hefur farið sigurför um heiminn. Bókin er byggð á fornri visku Tolteka-indjána og útskýrir sannindi sem er að finna í helgum dulspekihefðum víðsvegar um heim. Lesanda eru kynntar fjórar einfaldar en magnaðar lífsreglur sem vísa leiðina að frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Höfundurinn, don Miguel Ruiz, er af ætt græðara og seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra.
  • Bók: Dagbók kameljónsins
    Birgitta Jónsdóttir: Dagbók kameljónsins (ISBN: 9979973307)
    Dagbók kameljónsins er þroskasaga stúlku sem hefur þurft að berjast við að sogast ekki inn í geðveiki ættmenna sinna, en sjálfsvíg þeirrar manneskju sem hún leit á sem klettinn í lífi sínu verður til þess að hún gerir sér ljóst hve dýrmætt lífið er. Með því að þvinga sig til að muna fortíðina skapar hún möguleika á að eiga sér einhverja framtíð. Alkóhólismi móður hennar vegur jafnframt þungt í þessu verki og hefur afgerandi áhrif á sjálfmeðvitund söguhetjunnar sem á endanum öðlast þroska til að sjá manneskjuna handan sjúkdómsins sem brýst oft út í mikilli sjálfhverfu þess sem er haldin honum og skilur aðra fjölskyldumeðlimi eftir með því sem næst ósýnilegan geðrænan sjúkdóm sem jafnan er kenndur við meðvirkni. En þetta er engin venjuleg bók, hún er brimfull af von og lausnum, ævintýrum og einlægni og fellur aldrei inn í pytt sjálfsvorunnar. Bókin er tilraun til að brúa bilið á milli þess myndræna sem oft fyrirfinnst í dagbókum, en formið bíður upp á vægðarlausan heiðarleika og gefur lesandanum tækifæri á að nota sitt eigið hugarflug.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • ...011-02-25_l
  • ...unknown
  • ...581_1050977
  • ...x-_28-of-81
  • ...490581
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband